Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 26
FRÉTTIR Innlent26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 VIKUR Á LISTA 2 2 2 2 5 1 2 1 2 4 VEÐURTEPPT UM JÓLIN Höfundur: Sarah Morgan Lesari: Sólveig Guðmundsdóttir BROTIN BEIN Höfundur: Angela Marsons Lesari: Íris Tanja Flygenring DAGBÓK KIDDA KLAUFA: SNJÓSTRÍÐIÐ Höfundur: Jeff Kinney Lesari: Oddur Júlíusson SVIKIN Höfundur: Laila Brenden Lesari: Lára Sveinsdóttir JÓL Í LITLA BAKARÍINU VIÐ STRANDGÖTU Höfundur: Jenny Colgan Lesari: Esther Talía Casey GRUNUÐ Höfundur: Laila Brenden Lesari: Lára Sveinsdóttir MYRKRIÐ VEIT Höfundur: Arnaldur Indriðason Lesari: Þorsteinn Bachmann ÞAÐ SÍÐASTA SEM HANN SAGÐI MÉR Höfundur: Laura Dave Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir SYSTIRIN Í SKUGGANUM Höfundur: Lucinda Riley Lesari: Margrét Örnólfsdóttir DAUÐALEIT Höfundur: Emil Hjörvar Petersen Lesari: Hjörtur Jóhann Jónsson 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. › › › › › › › › TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKUR Á ÍSLANDI VIKA 45 fjölgað. „Við vorum með átta þúsund lítra í gerjunarpláss en erum að fara í 32 þúsund lítra. Við vonum að þetta dugi,“ segir hann. Sveinn og Þórey tóku yfir iðnaðar- bil við hlið Smiðjunnar til að koma endurbættu brugghúsi fyrir. Um leið gefst tækifæri til að stækka veitinga- staðinn. „Við bætum við 20-30 sætum. Þá verðum við komin með 80-85 sæti. Það hefur verið röð út úr dyrum hérna á sumrin svo það er full ástæða til að fjölga sætum. Stefnan hefur líka alltaf verið að bjóða upp á brugghús- túra en það hefur ekki verið rúm fyrir það á sumrin því það truflar almenna afgreiðslu. Bjórferðamennska er alltaf að aukast og margir ferðast bara á milli brugghúsa. Það koma ekki allir til að skoða fossa og fjöll. Við höfum fengið fyrirspurnir frá fólki sem ætlar að koma að sunnan um það hvort það sé eitthvað að sjá á leiðinni,“ segir Sveinn. Hann bætir við að þar sem nú sé smærri brugghúsum leyfilegt að selja vörur sínar á staðnum aukist enn möguleikar til að sinna þessum hópi ferðamanna. „Við vorum fyrsta brugghúsið til að fá leyfi til að selja bjórinn okkar út. Það hefur gengið vonum framar. Eina vandamálið hefur verið að byggja upp lager af bjór til að selja og vonandi náum við að ráða fram úr því með þessari stækkun.“ „Við höfum ekki náð að anna eftir- spurn. Það er auðvitað lúxusvanda- mál en samt vandamál,“ segir Sveinn Sigurðsson, veitingamaður á Smiðj- unni brugghúsi í Vík í Mýrdal. Sveinn og kona hans, Þórey Rich- ardt Úlfarsdóttir, hafa staðið í ströngu að undanförnu við stækkun Smiðj- unnar sem notið hefur mikilla vin- sælda síðustu ár. Stríður straumur ferðamanna liggur um Vík en auk þess hefur góður rómur verið gerð- ur að handverksbjór Smiðjunnar sem meðal annars er seldur í Vínbúðunum. „Við höfum í raun aldrei frá upphafi náð að anna eftirspurn. Í júlí og ágúst eigum við nánast aldrei okkar eigin bjór. Á veitingastaðnum höfum við verið með tvær tegundir frá okkur á þessum tíma í stað tíu. Þá höfum við ekki getað sent nóg í Vínbúðirnar. Kerfið þar er þannig að til að halda sér inni og fá aukna dreifingu þarf að anna eftirspurn og ef þú getur ekki afgreitt þangað bjór í tveimur sölu- hæstu mánuðunum þá gerist lítið,“ segir Sveinn. Úr 8.000 lítrum í 32.000 Stækkun brugghússins felur í sér að keypt voru ný og fullkomnari brugg- tæki. Bæði eru þau stærri en þau sem fyrir voru en einnig að stærri hluta sjálfvirk. Sveinn segir að hér eftir verði hægt að brugga tvisvar á dag en áður var aðeins hægt að brugga einu sinni. Öll vinna verður einfaldari með nýju tækjunum að hans sögn. Þá verður gerjunartönkum einnig lEigendur Smiðjunnar brugghúss í Vík í Mýrdal stækka veitingastaðinn og auka framleiðslugetu brugghússins umtalsvertlHafa aldrei náð að anna eftirspurnlFerðamenn koma vegna bjórsins StækkaSmiðjuna til aðhafaundan Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Framkvæmdir Þórey Richardt Úlfarsdóttir og Sveinn Sigurðsson í nýuppgerðu og stærra brugghúsi Smiðjunnar í Vík í Mýrdal. Vinsældir Röð er út úr dyrum á Smiðjunni á sumrin og ekki hefur tekist að anna eftirspurn í brugghúsinu. Það breytist væntanlega eftir stækkunina. Velkomin í okkar hóp! jsb.is E FL IR / H N O TS KÓ G U R Ertu búin að skrá þig? SíðastaTT fyrir jól 28.11.-17.12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.