Morgunblaðið - 17.11.2022, Side 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
holabok.is • holar@holabok.is
ÚTGÁFUTEITI
INGVARSBÓKAR
Í dag, kl. 17-18:30, verður
haldið útgáfuteiti í Sjónarhól,
félagsheimili FH í Kaplakrika,
vegna útkomu ævisögu
Ingvars Viktorssonar.
Þar verður bókin kynnt - sögur
munu því fljúga - og hún árituð
fyrir þá sem vilja.
Áskrifendur fá eintök sín afhent
og auðvitað verður gott í gogginn
og eitthvað rennandi með.
Allir velkomnir!
Hlýviðri í Reykjavík nú í nóvember
er langt fyrir ofan meðaltal. Þetta
kemur fram í pistli sem Trausti
Jónsson veðurfræðingur birti á
bloggsíðu sinni, Hungurdiskar, í
gær. Fram kemur í pistli Trausta
að meðalhiti í höfuðborginni í
fyrri hluta yfirstandandi mánaðar
sé +5,2 stig, eða +2,4 stigum ofan
meðallags áranna 1991-2020. Þetta
er jafnframt +1,9 stigum ofan með-
allags síðustu tíu ára. Þessir dagar
eru þeir næsthlýjustu á öldinni
í Reykjavík. Talsvert hlýrra var
2011, meðalhiti þá +6,7 stig. Kald-
astir á öldinni voru sömu dagar
árið 2010, meðalhiti -0,5 stig.
Sé litið yfir þær hitamælingar
sem tiltækar eru þá er nóvember
2022 í 5. efsta sæti af 149 árum
sem eru á lista. Langhlýjast var
1945, meðalhiti fyrri hluta nóvem-
ber þá +8,2 stig og +7,1 árið 1956.
Kaldast var 1969, meðalhiti -2,6
stig Á Akureyri hefur einnig verið
hlýtt, meðalhiti fyrstu 15 dagana
er +3,9 stig. Það er +2,6 stigum
ofan meðallags 1991 til 2020, og
+1,7 stigum ofan meðallags síðustu
tíu ára.
Úrkoma var lítil fyrstu dagana
í Reykjavík, en hefur nú mælst
47,1 mm – og er það í meðallagi.
Á Akureyri hefur úrkoman mælst
55,2 mm og er það um 50 prósent
umfram meðallag. Sólskinsstundir
hafa mælst 23 í Reykjavík sem
er í meðallagi. Á Akureyri hafa
stundirnar mælst 6, lítillega undir
meðallagi.
„Þó allramesti broddurinn sé
e.t.v. úr hlýindunum að sinni er
enga kalda daga að sjá á næstunni.
Vel má því vera að hiti eigi enn
eftir að þokast ofar á hitalistum,“
segir Trausti Jónsson á bloggsíðu
sinni. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kvöldsól Ekkert hefur verið yfir
veðrinu að kvarta undanfarið.
Hlýindin vel yfir
meðaltali í nóv-
embermánuði
lÚrkoma lítil og sólskinsstundir í
meðallagilEnga kalda daga er að sjá
Meira fallegt inn á
Dimmalimmreykjavik.is
Jólaföt og skór
Fallegar gjafir
í mjúka pakkann
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
DIMMAL IMM
Jól-Jól-Jól
Guðni Ágústsson fyrrverandi
ráðherra stendur fyrir málþingi um
Njáls sögu á laugardag, 19. nóvem-
ber, kl. 13.30. Það verður haldið á
hótelinu Midgard á Hvolsvelli.
Á málþinginu verður rætt um
gildi sögunnar og hún sett í sam-
hengi nútímans. Þeirri spurningu
verður velt upp hvernig nota megi
söguna til að styrkja ferðaþjón-
ustuna í Rangárþingi.
„Njála er náttúrlega stórbrotin
saga og fyrir þrjátíu árum settu
Rangæingar Sögusetrið í gang með
gríðarlegum árangri í ferðaþjón-
ustu. Jón Böðvarsson, Sigurður
Hróarsson og Arthur Björgvin
Bollason voru þarna lykilmenn og
svo heimamenn náttúrlega. Þeir
vöktu ferða- og sagnamenningu í
Sögusetrinu og
voru langfyrstir
til þess að fara í
svona verkefni,“
segir Guðni.
Hann nefnir að
Landnámssetrið
í Borgarnesi,
sem byggt
er á svipaðri
hugmynd og
Sögusetrið á
Hvolsvelli, njóti nú mikilla vinsælda.
Á málþinginu verður meðal annars
horft til þess hve vel hefur tekist
til þar og hvernig megi á sama
hátt gera sagnaarfinum hátt undir
höfði í Rangárþingi enda segir
Guðni setur af þessu tagi vinsæl
meðan ferðamanna, íslenskra sem
erlendra.
„Svo hafa magnaðar konur í
Rangárþingi saumað þennan
mikla refil úr Njálssögu, níutíu
metra langan,“ bendir Guðni á.
Ríkisstjórnin hefur veitt umsjónar-
mönnum refilsins 25 milljóna styrk
til þess að hægt sé að finna honum
framtíðarheimili og því ærið verk
fyrir höndum. „Það er von mín að
Rangæingar blási nýjum eldi í glæð-
urnar, taki þetta verkefni föstum
tökum og standi vel að því.“
Ísólfur Gylfi Pálmason mun
stjórna málþinginu. Anton Kári
Halldórsson sveitarstjóri Rangár-
þings eystra og Lilja Dögg Alfreðs-
dóttir menningarmálaráðherra
ávarpa fundinn. Þá ræðir Arthur
Björgvin Bollason um Njálu á staf-
rænni öld, Gunnhildur Edda Krist-
jánsdóttir segir frá Njálureflinum,
Hermann Árnason ræðir ferð Flosa
frá Svínafelli á Þríhyrningshálsa og
Hjálmar Árnason mælir fyrir minni
Jóns Böðvarssonar.
lGuðniÁgústsson boðar tilmálþings áHvolsvelli
Njáls saga og tæki-
færi samtímans
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Njáluslóðir Söguslóðir Njálu má einna helst finna í Fljótshlíð. Þar stendur hin fagra Hlíðarendakirkja nú.
Guðni
Ágústsson