Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 Frá Haukum til Bandaríkjanna Körfuknattleikskonan Elísabeth Ægisdóttir, leikmaður Hauka, hefur samið við Liberty-há- skólann í Virginíu og mun hún leika með körfuboltaliði skól- ans samhliða námi. Hún mun klára yfirstandandi tímabil með Haukum og síðan heldur hún út til Bandaríkjanna en liðið leikur í Conference USA-deildinni. Emma Sóldís Hjördísardóttir samdi einnig við skólann á dögunum og verða hún og Elísabeth því áfram liðsfélagar. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Virginía Elísabeth Ægisdóttir mun klára tímabilið með Haukum. Breytingar í Hafnarfirði Knattspyrnumarkvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson hefur gert þriggja ára samning við FH og kemur hann til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Keflavík, þar sem hann hefur leikið allan ferilinn og á að baki 82 leiki í efstu deild. Þá hefur markvörð- urinn Atli Gunnar Guðmundsson yfirgefið FH-inga en hann kom til félagsins frá Fjölni árið 2021 og lék í tvö tímabil í Hafnarfirði. Alls á hann að baki 61 leik í efstu deild með FH og Fjölni. Morgunblaðið/Óttar Geirsson 2025 Sindri Kristinn Ólafsson skrifaði undir þriggja ára samning. Ísland komið í úrslit Eystrasaltsbikarsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Úrslit Aron Elís Þrándarson tryggði Íslandi 6:5-sigur í bráðabana í vítaspyrnukeppni gegn Litháen í gær. lVann Litháen í vítaspyrnukeppnilMætir Lettlandi í úrslitaleik á laugardag EYSTRASALTSBIKARINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins með því að hafa betur gegn Litháen í Kaunas þar í landi í undanúrslit- um mótsins. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og var strax gripið til vítaspyrnukeppni að honum loknum. Þar reyndist Ísland hlutskarpara, skoraði úr öllum spyrnum sínum og vann 6:5 eftir bráðabana. Andri Lucas Guðjohnsen, Stefán Teitur Þórðarson, Arnór Sig- urðsson, Mikael Anderson, Sverrir Ingi Ingason og Aron Elís Þránd- arson skoruðu úr vítaspyrnum íslenska liðsins en Natanas Zebr- auskas klúðraði síðustu spyrnu Litháens með því að skjóta framhjá markinu. Spyrnur Stefáns Teits, Arnórs og Arons Elísar voru ansi tæpar þar sem Edvinas Gertmonas varði þær allar í netið. Það mátti þó einu gilda þar sem fyrsti leikur Íslands á mótinu, þar sem liðið er gestur í fyrsta sinn, endaði með sigri. Úrslitaleikur gegn Lettlandi Íslenska liðið var á heildina litið sterkari aðilinn í leiknum, þá sér í lagi í fyrri hálfleik, þar sem liðinu tókst að skapa sér fjölda góðra færa. Var það með nokkrum ólíkindum að engum af þeim Jóhanni Berg Guðmundssyni, Ísak Bergmann Jóhannessyni eða Hákoni Arnari Haraldssyni skyldi takast að skora úr dauðafærum sínum í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var fátt um fína drætti þar sem Íslandi reyndist erf- iðara að skapa sér færi þótt liðinu hafi tekist vel að halda boltanum, líkt og í þeim fyrri. Þar hafa sex skiptingar Arnars Þórs Viðarsson- ar landsliðsþjálfara eflaust haft sitt að segja enda óumflýjanlegt að leikur liðsins riðlist eitthvað við svo margar skiptingar. Ísland mætir Lettlandi í úr- slitaleik Eystrasaltsbikarsins á laugardag og fer sá leikur fram í Riga. Lettland skákaði Eistlandi í hinum undanúrslitaleiknum í gær og þurfti einnig vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram sigurvegara í þeim leik. Staðan var jöfn, 1:1, að loknum venjulegum leiktíma og hafði Lettland betur í vítaspyrnu- keppninni, 5:3, eftir að hafa skorað úr öllum fimm spyrnum sínum. Hörður sá rautt Hörður Björgvin Magnússon, sem lék vel í vörn Íslands, fékk heimskulegt rautt spjald þegar sex mínútur voru til leiksloka í leiknum í gær og verður því í leikbanni í úrslitaleiknum á laugardag. Fékk hann tvö gul spjöld með stuttu millibili; það fyrra fyrir að stöðva skyndisókn og það síðara fyrir að kasta boltanum í leikmann Lithá- ens sem var að tefja. Hörður Björgvin átti góðri samvinnu að fagna með Sverri Inga Ingasyni, sem lék sinn fyrsta landsleik í tæpa 20 mánuði í gær, í miðvarðarstöðunum tveimur og því skarð fyrir skildi að vera án hans í úrslitaleiknum. Jóhann Berg Guðmundsson sneri einnig aftur í íslenska liðið eftir rúmlega árs fjarveru og komst vel frá sínu í sínum 82. landsleik. Aron Einar Gunnarsson tók ekki þátt í leiknum í gær vegna veikinda. Það fór bókstaflega allt á hliðina á dögunum þegar lands- liðskona í knattspyrnu gagnrýndi KSÍ fyrir að hafa ekki fengið treyju að gjöf frá sambandinu eftir að hafa leikið sinn 100. A-landsleik. Reyndar hefur aðeins einn leikmaður karlalandsliðsins verið heiðraður með hundrað leikja treyju að gjöf frá sambandinu og það er Aron Einar Gunnarsson. Aðrir fengu sínar treyjur eftir landsleik númer 103 og landsleik númer 105. Reyndar má líka alveg setja spurningarmerki við þá ákvörðun að gagnrýna sambandið sem þú spilar fyrir opinberlega. Þetta hefði eflaust orðið skilvirkara ef það hefði verið hent í eins og eitt símtal til eða frá, jafnvel í bún- ingastjóra kvennalandsliðsins, þar sem það var nú einu sinni búningastjóri karlalandsliðsins sem tók það upp hjá sjálfum sér að heiðra leikmenn karlaliðsins með treyjunum. Ég efast stórlega um að KSÍ myndi skora hátt í samræmdum mælingum íslensku ánægju- vogarinnar. Það sést á öllum umræðum á samfélagsmiðlum og svo auðvitað á mætingu á knattspyrnuleiki á vegum lands- liða Íslands. Persónulega finnst mér formaður sambandsins ekki hafa svarað nægilega vel fyrir þau mál sem hafa brunnið heitast á landanum. Til dæmis þegar Eiður Smári Guðjohnsen var látinn fara, eða þegar ákveðið var að spila vináttulandsleik gegn Sádi-Arabíu og nú síðast þegar landsliðskona gagnrýndi sambandið opinberlega. Það er mikil eftirspurn eftir því sem formaður sambandsins hefur að segja, bæði þegar vel gengur og sérstaklega þegar það er eitthvað semmiður fer. Mér finnst formaður KSÍ alls ekki hafa verið afgerandi í því að taka afstöðu í stóru málunum, sem kann ekki góðri lukku að stýra. Þá virðist oft auðveldara að setja inn færslu á Facebook frekar en að svara í símann. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Keppir á sterk- ustu mótaröð Evrópu Atvinnu- kylfingurinn Guðmundur Ágúst Krist- jánsson úr GKG tryggði sér í gær keppnisrétt á Evrópumóta- röðinni í golfi á næsta keppn- istímabili. Guðmundur lék afar vel á lokaúrtökumóti fyrir mótaröðina á Infinitum-golfsvæðinu sem er rétt við bæinn Tarragona á Spáni. Guðmundur lék hringina sex á samtals 18 höggum undir pari en hann lék best á öðrum hring, eða á sjö höggum undir pari. Kylfingarnir sem enduðu í 25 efstu sætunum tryggðu sér þátttökurétt á mótaröðinni en Guðmundur hafnaði í 19.-22. sæti. Hann er annar íslenski kylfingurinn sem afrekar að fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á eftir Birgi Leifi Hafþórssyni, en Birgir náði áfanganum árin 2006 og 2007. Guðmundur Á. Kristjánsson Annar sigur meistaranna í röð Danielle Rodriguez var stiga- hæst Grindvíkinga þegar liðið vann öruggan sigur gegn Breiðabliki í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway- deildinni, í Smáranum í Kópa- vogi í 10. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 89:65-sigri Grindavíkur en Rodriguez skor- aði 23 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Grindavík leiddi 40:37 í hálfleik. Grinda- vík skoraði hins vegar 36 stig í þriðja leikhluta, gegn 17 stigum Breiðabliks og þar með var leik- urinn búinn. Elma Dautovic skoraði 20 fyrir Grindavík, ásamt því að taka níu fráköst, og þá skoraði Hulda Björk Ólafsdóttir 20 stig einnig. Sanja Orozovic var stigahæst hjá Blikum með 22 stig, 10 frá- köst og fimm stoðsendingar. Þá átti Aliyah Collier stórleik fyrir Njarðvík þegar liðið tók á móti Fjölni í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Leiknum lauk með stórsigri Njarðvíkur, 92:67, en Collier skoraði 30 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en síðan ekki söguna meir. Njarðvík leiddi 54:35 í hálfleik og lét forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik. Raquel Laneiro skoraði 14 stig fyrir Njarðvík en Taylor Jones var stigahæst hjá Fjölni með 31 stig og 16 fráköst. Kiana Johnson var stigahæst í liði Vals með 28 stig þegar liðið vann nauman sigur gegn ÍR í Skógarseli í Breiðholti. Leiknum lauk með 76:74-sigri Vals sem leiddi með fimm stigum í hálfleik, 46:41. ÍR komst stigi yfir, 72:71, þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Valskonur voru sterkari á lokamínútunum. Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 16 stig fyrir Val en Jamie Cherry var stigahæst í liði ÍR-inga með 27 stig og sjö fráköst. Morgunblaðið / Kristinn Magnússon Barátta Blikinn Birgit Ósk Snorra- dóttir reynir að verjast Grindvík- ingnum Daniellu Rodriguez. Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.