Morgunblaðið - 17.11.2022, Síða 35

Morgunblaðið - 17.11.2022, Síða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 Eftirréttakeppni Grunnskólanemar á höfuðborgarsvæðinu kepptu í gær í gerð eftirrétta undir leiðsögn matreiðslumeistara og á myndinni sést lið Valhúsaskóla töfra fram ljúffenga rétti. Eggert Jóhannesson Á málþingi for- sætisráðherra um ís- lenska tungu mánu- daginn 14. nóvember, í tilefni af stofnun ráðherranefndar um íslenska tungu, stigu á svið þrjú ungmenni úr Hagaskóla. Þau brýndu stjórnvöld til dáða á eftirminnileg- an hátt og hvöttu þau til að tryggja aðgengi ungs fólks að íslenskum bókum, ekki aðeins prentuðum heldur einnig hljóðbókum og rafbókum. Þau vilja lesa bækur á íslensku, jafnt frumsamdar og þýddar, en kvörtuðu yfir skorti á spennandi lesefni og öðru afþreyingarefni á íslensku og að aðgangur væri of dýr. Þrátt fyrir aukinn stuðning stjórnvalda við ritun barna- og ungmennabóka á síðustu árum eig- um við enn langt í land með að uppfylla lestrarþarfir ungs fólks enda veitir efni á öðrum tungu- málum, einkum ensku, íslensku harða samkeppni. Orð þeirra vöktu mig til um- hugsunar um að við þyrftum að gera enn betur í að færa íslenskar bókmenntir og menningararf til yngri kynslóðarinnar og ekki síður til þeirra sem eiga annan menning- arbakgrunn en þann íslenska. Ný- verið efndi Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum til sérstaks átaks til að kynna hand- ritin fyrir skólafólki í tilefni af því að í fyrra voru liðin 50 ár frá af- hendingu fyrstu tveggja handrit- anna frá Danmörku. Gert var sérstakt kennsluefni sem sent var í alla grunnskóla og tveir fræðarar, Jakob Birgisson og Snorri Másson, heim- sóttu skóla um allt land. Auk þess var rit- uð barnabók um Möðruvallabók, Bál tímans eftir Arndísi Þórarinsdóttur, haldin var handrita- samkeppni barnanna og boðið upp á sérstaka skemmti- dagskrá síðasta vetrardag 2021 sem send var út rafrænt. Skemmst er frá því að segja að börn og ungmenni tóku fræðslu um íslensk handrit og efni þeirra fagn- andi. Aldrei var komið að tómum kofunum hjá þeim. Sögur og kvæði sem handritin geyma eru iðulega notuð sem efniviður í kvikmynd- um, teiknimyndum, tölvuleikjum og sjónvarpsþáttum um goðin sjálf og hetjur fyrri tíma svo að þau bera kennsl á efniviðinn – en vita ekki alltaf að hann kemur úr hand- ritum sem rituð eru á íslenska tungu. Það er ótrúlegt að bókmenntir sem skrifaðar voru á þrettándu og fjórtándu öld séu enn aðgengilegar íslenskum lesendum, ungum sem öldnum, án teljandi vandkvæða. Börn verða oft furðu lostin þegar þau átta sig á því að þau geta stautað sig fram úr gamalli skrift á skinnhandriti og málið á því er kunnuglegt. Vissulega hefur merk- ing orða breyst og við myndum ekki skilja Snorra Sturluson sam- stundis ef hann ávarpaði okkur kumpánlega því að miklar breyt- ingar hafa orðið á hljóðkerfi og framburði en samhengið liggur í rituðu máli frá miðöldum til okkar tíma. Gamlar en sígildar sögur verða nýjar um leið og stafsetning hefur verið færð til nútímamáls. Það felst sannkallað ríkidæmi í menningararfi sem skírskotar þannig beint til nútímafólks og geymir sögur og kvæði sem enn er verið að vinna með í bókmenntum, kvikmyndum og sjónvarpi um allan heim. Þessa auðlegð eigum við að nota og gera aðgengilega öllum. Í viku íslenskrar tungu er mik- ilvægt að huga að því hvernig færa má menningararfinn ungu fólki með nýjum og skapandi leiðum. Árnastofnun mun miðla handrit- unum með fjölbreyttum hætti í Húsi íslenskunnar en einnig þarf að kalla til rithöfunda, kvikmynda- gerðarfólk, þáttagerðarmenn í sjónvarpi og aðra listamenn til að búa til efni sérstaklega fyrir ungt fólk sem mun, ef vel tekst til, höfða einnig til þeirra sem eldri eru. Framtíð íslensku er samtvinnuð afdrifum og möguleikum okkar litla samfélags í norðurhöfum og afstöðu okkar sjálfra til menningar og tungumáls. Hvernig yrði um- horfs ef við misstum tengsl við tungu og sögu þess fólks sem hef- ur byggt landið frá níundu öld og þau sérkenni hyrfu sem tungan ljær menningu okkar? Hvernig yrði þá að búa á Íslandi? Landið og náttúran dregur að sér ferðamenn en hvað með okkur sjálf og menn- ingu okkar? Er ekki ræktarsemi við tungumál og menningu sömu ættar og virðing fyrir náttúrunni? Spurningarnar eru margar en mikilvægasta verkefnið nú er að svara kalli unga fólksins. Guðrún Nordal » Á málþingi forsætis- ráðherra um ís- lenska tungu, í tilefni af stofnun ráðherra- nefndar um íslenska tungu, stigu á svið þrjú ungmenni. Guðrún Nordal Höfundur er forstöðumaður Stofn- unar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Háskóla Ís- lands. Kallinu svarað Morgunblaðið/Hanna Flateyjarbók „Mikilvægt erað huga að því hvernig færa má menningararf- inn ungu fólki með nýjum og skapandi leiðum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.