Morgunblaðið - 17.11.2022, Side 12

Morgunblaðið - 17.11.2022, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 DAGLEGTLÍF12 Julep www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200 F yrsta bókin mín fékk útgáfusamning erlendis um það leyti sem covid fór af stað, svo ferðir út til að fylgja henni eftir frestuðust, en ég hef farið á nokkrar hátíðir núna á þessu ári,“ segir Eva Björg Ægisdóttir glæpasagnarithöfundur sem var stödd í Normandí í Frakk- landi á bókmenntahátíð þegar náð- ist í hana, en bækur hennar hafa ekki aðeins verið þýddar á frönsku heldur mörg önnur tungumál. „Mér finnst skemmtilegt að hitta erlenda lesendur bóka minna og alveg magnað að vita að fólk í mörgum löndum hafi lesið bækurn- ar mínar,“ segir Eva, sem hefur átt góðu gengi að fagna úti í heimi, en undanfarin tvö ár hafa bækur henn- ar selst í 250.000 eintökum erlend- is. Langmest sala á bókum hennar hefur verið annars vegar í hinum enskumælandi heimi og hins vegar Frakklandi, en bækur hennar hafa einnig komið út í Hollandi, Grikk- landi, Makedóníu, Ísrael, Eistlandi og Póllandi. Þær eru væntanlegar í Portúgal og Brasilíu, Japan, í öllum hinum spænskumælandi heimi, auk Þýskalands. „Bækurnar mínar hafa verið eða eru í þýðingu á þrettán tungumál- um en þær hafa gengið sérstaklega vel í Bretlandi og Frakklandi. Ég nýt góðs af því að í Frakklandi er mikill áhugi á íslenskum bókmennt- um og bækur margra íslenskra höfunda hafa verið þýddar yfir á frönsku. Mér fannst svolítið skrýtið að vera heima í tölvunni og fylgjast með öllu úr fjarlægð, vegna covid, þegar fyrsta bókin mín kom út á öðru tungumáli, en núna þegar ég kemst út þá er það óneitanlega ný tilfinning fyrir mig og mjög sérstakt að fólk fjölmenni í langar raðir til að fá áritun hjá mér. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og sannar- lega hvetjandi.“ Ekki á kvöldin eða inn í nótt Eva hefur sent frá sér eina bók á hverju ári frá því sú fyrsta, Marrið í stiganum, kom út fyrir fjórum árum. Hún segist við hver áramót vera byrjuð að skrifa nýja bók. „Á meðan ég fæ hugmyndir og gengur vel að skrifa, þá mun ég halda áfram að gefa út bók á hverju ári, en mér finnst það ekki nauðsynlegt, þótt vissulega sé ákveðin pressa á glæpasagnahöf- undum að koma með bók á hverju ári. Ég myndi aldrei flýta mér að skrifa bók, ég vil ekki senda eitthvað frá mér sem mér finnst ekki tilbúið. Ef ég þarf að taka tvö ár í að skrifa bók, þá mun ég gera það,“ segir Eva, sem hefur starfað einvörðungu við bókaskrifin frá því hún gaf út fyrstu bókina. „Hún kom út í sama mánuði og ég fæddi mitt þriðja barn og fyrir vikið var ég í fæðingarorlofi þegar ég skrifaði bók númer tvö. Eftir að orlofi lauk var ég búin að landa útgáfusamningi í Frakklandi og þá var allt komið á fullt hjá mér við áframhaldandi skrif. Núna er elsta barnið mitt orðið þrettán ára og það yngsta fjögurra ára, þannig að ég sinni bókaskrifunum í dagvinnu á meðan börnin eru í skóla og leikskóla. Mér finnst ekkert erfitt að púsla þessu saman og ég er ekki manneskja sem skrifar seint á kvöldin eða inn í nóttina. Margir glæpasagnahöfundar vinna aðra vinnu meðfram skrifunum, en ég get ekki hugsað mér það. Ég vil eiga tímann eftir vinnu og á kvöldin til að gera eitthvað annað en að skrifa, vera með fjölskyldunni og annað slíkt.“ Bjó í ímynduðum heimi Eva segist hafa verið ákveðin í að skrifa bók alveg frá því hún var lítil stelpa. „Ég var mikill lestrarhestur sem barn, ég elskaði ekkert meira en að lesa bækur. Ég fann snemma að ég gat skrifað og ég var alltaf að búa til sögur, ég bjó eiginlega meira og minna í ímynduðum heimi. Allt varð mér að söguefni og þegar ég svo loksins byrjaði að skrifa af alvöru þá kom þetta frekar eðlilega hjá mér. Ég var kannski alltaf að bíða eftir einhverjum innblæstri eða vissi ekki hvernig ég ætti að fara að þessu, en eftir að ég lauk meistaranámi í alþjóðafræðum frá háskóla í Þrándheimi settist ég einfaldlega niður og byrjaði. Samt var ekki meðvituð ákvörðun hjá mér að verða rithöfundur í fullu starfi, enda oft talað um að íslenskir rithöfundar geti ekki lifað af sínum skrifum einfaldlega af því að við erum svo fá. Auðvitað var kærkomið að fyrsta bókin fékk út- gáfusamning í Frakklandi og fyrir vikið gat ég strax alfarið helgað mig skrifunum. Ég er mjög þakklát fyrir að geta það.“ Með áhuga á afbrotahegðun Þegar Eva er spurð hvort hún hafi strax í upphafi ákveðið að verða glæpasagnahöfundur svarar hún því neitandi, en skrifin hafi þróast í þá átt. „Ég hef mjög mikinn áhuga á fólki og hvers vegna það gerir það sem það gerir, sérstaklega afbrota- hegðun, ég fór til dæmis í félags- fræðinámi mínu í afbrotafræði hjá Helga Gunnlaugssyni. Áhugasvið mitt liggur í rauninni í mannlegri hegðun og mér finnst glæpasögu- formið henta vel til að kafa djúpt í persónur og sálfræðina sem liggur að baki afbrotahegðun. Ég held að það sé almennt þannig að fólk vilji skilja hvers vegna fólk gerir ein- hverja ljóta hluti. Auk þess held ég að glæpsamleg hegðun sé ekki endi- lega einstaklingsvandamál, heldur samfélagslegt vandamál, því sam- félagið hefur oft brugðist þeim sem lenda á glapstigum. Glæpasagan er gott verkfæri til að lýsa slíku ferli,“ segir Eva sem sendir nú frá sér sína fimmtu bók á aðeins fjórum árum, Strákar sem meiða. „Þar er ég að skoða dýnamíkina innan hópa sem veldur því að fólk gengur stundum ansi langt í einhverri hegðun sem það undir öðrum kringumstæðum hefði ekki gert. Í mínum bókum er ég oft að skoða hvernig æskan mótar fólk, sérstaklega áföll í æsku og hvernig það getur leitt til einhvers síðar á lífsleiðinni sem hefur afgerandi áhrif á einhvern annan. Ofbeldi elur af sér meira ofbeldi, sá sem elst upp við ofbeldi hann beitir því frekar en þeir sem ekki hafa orðið fyrir því. Þetta er það sem ég er oft að fjalla um, en í raun gerist það alveg ósjálfrátt. Í nýju bókinni fjalla ég um Vatnaskóg, sumarbúðir barna, en sjálf var ég í sumarbúðum sem barn. Mér fannst spennandi að fjalla um krakka í hópum á afmörkuðum stað í ákveðinn tíma þar sem eru fáir fullorðnir, skoða hvað getur gerst við þær aðstæður.“ Þar sem allir þekkja alla Eva er fædd og uppalin á Akra- nesi og sögusvið allra bóka hennar er á hennar heimaslóðum og í ná- grenni, t.d. Snæfellsnes, Grábrókar- hraun og nú í nýjustu bókinni er það Skorradalurinn. „Mér finnst glæpasögur sem gerast í litlum samfélögum mjög áhugaverðar, af því þar er mikil nálægð á milli fólks, allir þekkja alla og vita flest um alla. Lögreglan á Akranesi sem kemur mikið við sögu í mínum bókum er með umdæmi um allt Vesturland, svo ég get leikið mér með ýmsa staði þar. Ég þekki til dæmis vel Arnarstapa þar sem fjölskyldan mín á bústað og ég vil endilega nýta mér og koma á fram- færi öllum fallegu stöðunum okkar.“ Sjálf harðasti gagnrýnandinn Eva segist gera miklar kröfur til sjálfrar sín í bókaskrifunum, en hún sé ekki að keppa við neinn annan en sjálfa sig þar. „Mig langar alltaf að næsta bók verði betri en sú síðasta og ég er sennilega minn harðasti gagnrýn- andi þegar kemur að skrifunum. Mér finnst ég alltaf geta gert betur. Núna eru skrifin komin upp í rútínu hjá mér og ég þekki orðið mitt eigið vinnuferli. Mér finnst ótrúlega gaman að byrja á nýrri bók en á ákveðnum tímapunkti verður allt erfitt og ekkert gengur upp, en ég veit að það leysist að lokum og ég mun finna út úr því. Þegar ég var að skrifa mína fyrstu bók þekkti ég þetta ekki og þá þurfti ég að fara áfram á einhverri trú sem ég hafði á sjálfri mér í þessu, að þrjóskast við að klára og standa við markmið- ið sem ég hafði sett mér.“ Finnst hún alltaf geta gert betur Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Með mömmu Eva, Embla Steinunn, Óliver Dreki og BenjamínÆgir. Fyrsta bók Skagaskáldsins Evu Bjargar Ægisdóttur kom út í sama mánuði og hún fæddi sitt þriðja barn. Bókin sú var gefin út í Frakklandi og síðan þá hefur þessi glæpasagnadrottning sent frá sér bók á hverju ári og sögusviðið er heimaslóðir. Undan- farin tvö ár hafa bækur hennar selst í 250.000 ein- tökum erlendis og þær eru þýddar á 13 tungumál. Þegar gengið er um götur í borgum Indlands ægir oft öllu saman, fólki, skepnum og farartækjum. Litadýrðin er aldrei langt undan og fólk gefur sér tíma til að gauka einhverju að skepnunum. Þessi kona í fagurbleik- um sarí laumaði brauði upp í hyrnda kú sem varð á vegi hennar í Jodhpur í gær á degi íslenskrar tungu. Túrkís- blár veggur tónaði vel við stundina. Litríkt götulíf Indlands Hinar heilögu kýr þurfa sitt AFP/Money Sharma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.