Morgunblaðið - 17.11.2022, Page 14
FRÉTTIR
Innlent14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
Síðumúli 13, 108 Reykjavík | S. 577 5500 | atvinnueign.is
Fasteignamiðlun
KOPARSLÉTTA 11, 116 REYKJAVÍK (KJALARNES) GRÆNÁSBRAUT - ÁSBRÚ , 262 REYKJANESBÆR
Atvinnueign sérhæfir sig í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Halldór Már
Löggiltur
fasteignasali
s. 898 5599
Evert
Löggiltur
fasteignasali
s. 823 3022
Ólafur Ingi
Löggiltur
fasteignasali
s. 847 7700
Ólafía
Löggiltur
leigumiðlari
s. 864 2299
Davíð Jens
Löggiltur
leigumiðlari
s. 846 7495
Til leigu: 396 fm. iðnaðar- / lagerhúsnæði á góðum stað á Koparsléttu á Esjumelummeð möguleika á allt að
80 fm. millilofti. Mjög góð aðkoma er að húsnæðinu.
Um er að ræða eitt stórt rými þar sem lofthæð er um 7,5 metrar. Tvær 4,5 m háar innkeyrsluhurðir eru sitt
hvoru megin í rýminu, hægt að keyra í gegn.
Laust frá 1. desember.
Allar nánari upplýsingar á og utan opnunartíma veitir:
Ólafur Ingi Guðmundsson, löggiltur fasteignasali og leigumiðlari,
í síma 847 7700 eða olafur@atvinnueign.is
Til sölu 4.316 fm atvinnuhúsnæði við Grænásbraut (Ásbrú - Reykjanesbæ),
á stórri lóð og því mikil tækifæri til uppbyggingar.
Tvö samliggjandi hús.
I) Verslunarrými, 2.061 fm semm.a gæti hentað mjög vel fyrir matvöruverslun og veitingastaði.
II) Vöruhús/lager 2.255 fmmeð 9 metra lofthæð þar sem hæst er og fjórum stórum innkeyrsluhurðum.
Lóðin er 31.883 fm Stórt malbikað útsvæði er við húsið.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Halldór Már Sverrisson, löggiltur fasteignasali / B.Sc. í viðskiptafræði
í síma 898-5599 eða halldor@atvinnueign.is
Koparslétta - iðnaðar -/ lagerhúsnæði Grænásbraut - Atvinnuhúsnæði
TIL LEIGU TIL SÖLU
„Núna 1. janúar taka í gildi lög sem
voru samþykkt á Alþingi sumarið
2021, sem eru stundum köllum hr-
ingrásarlögin og þeim fylgja mjög
miklar breytingar fyrir sveitar-
félög, almenning og fyrirtæki
landsins,“ segir Freyr Eyjólfsson,
verkefnastjóri
hringrásarhag-
kerfis hjá
Sorpu.
Það sem
almenningur
verður kannski
fyrst var við er
aukin flokkun.
Frá áramótum
eiga allir að
flokka í fjóra
flokka: Pappa,
lífrænan úrgang, blandaðan úrgang
og síðan gler, textíl og málm við
grenndarstöðvar. Síðan verða
byggingarvörur flokkaðar í sjö
flokka, svo þetta eru umfangs-
miklar breytingar þegar kemur að
flokkun á úrgangi.
Borga þegar hent er
„Síðan á að innleiða kerfið „borga
þegar hent er“ sem byggist á meng-
unarbótareglunni, sem er einfald-
lega sú að sá borgar sem mengar,“
segir Freyr og bendir á að rann-
sóknir sýni að þetta kerfi sé mjög
góð leið til að draga úr úrgangi og
þannig úr mengun. „Það felst líka
ákveðinn félagslegur jöfnuður í
þessu kerfi, því yfirleitt eru það
þeir efnameiri sem henda meira og
ættu þar af leiðandi að borga meira.
Svo leiðir þetta líka til hagkvæmni
fyrir hið opinbera og sveitarfélögin.
Minni úrgangur og minna rusl sem
þýðir minni kostnaður.“
Ný hugsun og neyslumynstur
En Freyr segir að innleiðing
hringrásarhagkerfisins sé miklu
stærra og meira mál en bara meiri
flokkun og minnkun úrgangs.
„Þetta er í raun breyting á heilu
hagkerfi þar sem verið er að hugsa
hlutina upp á nýtt. Þetta gengur
út á það að fara frá þessu línulega
hagkerfi sem er við lýði núna þar
sem við framleiðum, kaupum, not-
um og hendum, yfir í hagkerfi þar
sem er meiri nýtni, endurnotkun
og nýting á auðlindum. En kannski
er hringrásarhagkerfið fyrst og
fremst eitthvert öflugasta tækið
sem við höfum í baráttunni gegn
loftslagsbreytingum. Urðun lífræns
úrgangs veldur mikilli mengun og
það er mjög brýnt að hætta að urða
lífrænan úrgang og nýta hann til
þess að draga úr loftslagsáhrifum.
Og baráttan byrjar heima. Flokkun
úrgangs og að koma honum á rétta
staði er grundvallaratriði.“
Freyr segir að þótt lögin taki gildi
um áramótin þá verði allt næsta ár
innleiðingarár. „Ég held að öllum sé
ljóst að það verður ekki allt tilbúið
eftir fjörutíu daga.“ Hann segir
sveitarfélögin líka mismunandi vel í
stakk búin til að takast á við þessar
breytingar sem kosti mikið átak, fé
og fyrirhöfn, þótt sparnaður verði
þegar til langs tíma sé litið með
lHringrásarlögin taka gildi umáramótlAukin flokkunlBorgar fyrir aðmengalUrðun
lífræns úrgangsmengunarvaldurlNá loftslagsmarkmiðum fyrir 2030lInnviðir næsta skref
Hringrásarhagkerfið byrjar heima
2023 Hringrásarlögin frá 2021 taka gildi um áramótin og þá þurfa heimilin að flokka meira og greiða fyrir sorp.
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
meiri hagkvæmni og betri nýtingu á
auðlindum.
Ísafjarðarbær, Grímsnes- og
Grafningshreppur hafa verið í
hraðaátaki við að innleiða þessar
breytingar með aðstoð Samtaka um
hringrásarhagkerfi og stefna á að
vera tilbúin um áramótin og vera þá
fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög
í breytingaferlinu, ekki síst hvað
viðkemur kerfinu „borga þegar hent
er“ sem er alveg nýtt fyrirbæri á Ís-
landi. Freyr segir að öll sveitarfélög
eigi að hafa tilbúna svæðisáætlun
á næsta ári sem hafi gengið mjög
vel. „Öll útboð og kaup eiga eftir að
breytast og sú vinna hefur gengið
ágætlega. Á vef Sambands íslenskra
sveitarfélaga miðlum við upplýs-
ingum og þar er líka handbók til að
beina sveitarfélögum í rétta átt.“
Uppbygging innviða
Freyr segir að innleiðing hr-
ingrásarhagkerfisins sé lykilatriði
til að ná markmiðum landsins um
55% minnkun á losun koldíoxíðs
fyrir árið 2030 og segir mörg lönd
núna vera í miklu átaki í þessum
efnum. „En næsta verkefni er
svo að byggja upp innviðina fyrir
hringrásarhagkerfið sem er líklega
mikilvægasta verkefni okkar tíma.
Þá er ég að tala um innviði eins og
metanvinnslur úti á landi, líforku-
verk og hátæknisorpvinnslu. Ég
tel að þetta sé jafnmikilvægt og
uppbygging hitaveitna og rafveitna
var fyrir 100 árum. Við þurfum að
búa til græna og hagræna hvata svo
sveitarfélögin og atvinnulífið geti
ráðist í þetta mikilvæga verkefni.“
Freyr
Eyjólfsson