Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 18
FRÉTTIR Innlent18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 Biom 2.1 X Mountain 24.995 kr. / St. 40-47 Biom 2.1 X Mountain 24.995 kr. / St. 40-47 LÉTTIR OG GÓÐIR VATNSHELDIR UTANVEGA SKÓR Biom 2.1 X Mountain 24.995 kr. / St. 36-42 Biom 2.1 X Mountain 24.995 kr. / St. 36-42 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS Umhverfisstofnun telur afar jákvætt að fundinn sé farvegur fyrir endur- vinnslu kerbrota frá álverum á Íslandi í stað þess að urða þau í flæðigryfjum eða flytja úr landi til urðunar. Í um- sögn til Skipulagsstofnunar um það hvort þörf sé á umhverfismati fyrir fyrirhugaða endurvinnslu kerbrota á Grundartanga kemur fram að að- gerðir rekstraraðila til að koma í veg fyrir rykmengun muni lágmarka um- hverfisáhrif vegna PAH-efna og telur stofnunin að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Undir það tekur Skipulagsstofnun í ákvörðun sem kynnt var í gær. Fyrirtæki sem nefnir sig Kerendu- vinnsluna áformar að koma upp verk- smiðju til endur- og áframvinnslu kerbrota á Grundartanga þannig að afurðin nýtist í sementsiðnaði. Ætlun- in er að taka við kerbrotum frá álver- unum þremur sem starfa hér á landi og flytja inn kerbrot til að fullnýta afkastagetu verksmiðjunnar. Fram- leiðsluferill er byggður á einkaleyfi frá áströlsku fyrirtæki og hefur verið notaður við endurvinnslu kerbrota frá álverum í Ástralíu og víðar. Í umsögn Umhverfisstofnunar vegna matsskylduspurningar kemur fram að viðhald þarf að fara fram á raf- greiningarkerum álvera á 4-7 ára fresti þar sem kerin eru endurfóðruð. Ker- brotin verða til við það og eru flokkuð sem spilliefni. Nú eru kerbrotin annað- hvort flutt úr landi til urðunar í námu í Noregi eða notuð í flæðigryfjur í sjó við strendur Íslands. Stofnunin bendir á að endurvinnsluferlið umbreyti ker- brotunum í seljanlega vöru. Vitnað er til skýrslu fyrirtækisins um að við endurvinnsluna muni urðuð spilliefni minnka um rúmlega 70% hérlendis. Þarf að fylgjast með PAH Varðandi mengun frá starfseminni telur Umhverfisstofnun að helst þurfi að fylgjast með flokki lífrænna efna- sambanda, svokallaðra PAH-efna. Önnur efni séu ekki losuð í loft í afger- andi mæli, samkvæmt upplýsingum um framleiðsluaðferðina. Umhverfisstofnun aflaði frekari upplýsinga um rykmengun frá vinnslu kerbrotanna á lóð og í húsnæði fyr- irtækisins. Samkvæmt svörum rekstraraðila verða kerbrotin flutt í lokuðum vögnum eða gámum sem tæmdir verða innandyra í svokallaða safnstíu. Yfir henni verður öflugt afsog og sömuleiðis yfir brjótnum sem er lokaður og á því ekkert ryk að berast frá honum. Samkvæmt gögnum sem byggjast á mælingum sambærilegrar starfsemi í Ástralíu eru PAH-efni í útblæstri 0,1 mg á rúmmetra. Þá bendir fyrirtæk- ið á að álver á Íslandi hafi tekið upp PAH-frían þjöppumassa á árunum 2015 til 2020. Þegar elstu kerin hafa verið tekin úr rekstri muni PAH-efni í útblæstri minnka. Mengun verður vöktuð Fram kemur í umsögn Umhverfis- stofnunar að hún telur afar jákvætt að fundinn sé farvegur fyrir endur- vinnslu kerbrota frá álverum á Íslandi í stað þess að urða þau í flæðigryfj- um eða flytja úr landi til urðunar. Að mati stofnunarinnar munu aðferðir rekstraraðila til að koma í veg fyrir rykmengun lágmarka áhrif PAH- efna. Þá verði í starfsleyfi kveðið á um vöktun þessara efna í andrúmslofti í nágrenni verksmiðjunnar. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki lík- leg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því skuli framkvæmd- in ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í rökstuðningi er bent á að fram- kvæmdin hafi það í för með sér að ekki þurfi að urða kerbrot frá álverum. Einnig er sagt að starfsemin hafi í för með sér aukna losun til andrúmslofts á flúori, ryki og brennisteinsdixíði en sú losun sé brotabrot af losun frá þeim iðjuverum sem fyrir eru. Auk þess sé verulegur ávinningur af því að umtals- vert dregur úr urðun á föstum úrgangi sem inniheldur sömu efni. lUmhverfisstofnun telur endurvinnslu kerbrota frá álverum hér á landi jákvæða og betri en að urða þau í flæðigryfjumlSkipulagsstofnun hefur ákveðið að starfsemin þurfi ekki að fara í umhverfismat Mótvægisaðgerðir lágmarka áhrif Grundartangi Fyrirhugað er að kerbrotavinnslan verði á hafnarsvæðinu. Núverandi flæðigryfjur sjást til vinstri og eldri gryfjur eru í uppfyllingunni. Vinnsla samrýmist ekki skipulagi Fyrirhuguð starfsemi Kerend- urvinnslunnar samrýmist ekki aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar vegna þeirrar mengunar sem hún veldur. Sveitarstjórn Hval- fjarðarsveitar lagði til að fram- kvæmdin færi í umhverfismat. Fram kemur í gögnum Skipulagsstofnunar að Kerend- urvinnslan áformi að reisa 6 þúsund fermetra verksmiðjuhús á Mýrarholtsvegi 1-3 sem sé rúmlega 11 þúsund fermetra lóð. Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Faxaflóa- hafna, segir aðspurð að ekki hafi neinni lóð verið úthlutað á Grundartanga til endurvinnslu á kerbrotum og ekki verið sótt um slíka lóð. Tvö stóriðjufyrirtæki eru á Grundartanga, Elkem og Norð- urál, og fylgir þeim mengun eins og kunnugt er. Faxaflóahafnir sem eiga landið við höfnina og Hvalfjarðarsveit sem fer með skipulagsvaldið gerðu með sér samkomulag um að heimila ekki nýjar verksmiðjur eða iðnfyrir- tæki sem hafa í för með sér losun á brennisteinstvíoxíði eða flúor á svæðinu. Í skriflegu svari frá Arnheiði Hjörleifsdóttur, umhverfisfull- trúa Hvalfjarðarsveitar, og odd- vita, Andreu Ýri Arnarsdóttur, kemur fram að samkvæmt upp- lýsingum Kerendurvinnslunnar losi fyrirhuguð verksmiðja 260 kg af flúori á ári og 2.600 kg af brennisteinstvíoxíði í afgasi mið- að við hámarksafköst. Þó þetta séu ekki háar tölur hlutfallslega, til dæmis miðað við núverandi losun Norðuráls, samrýmist starfsemin ekki aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Jafnframt benda þær á að í nýju aðalskipulagi, sem ekki hefur verið staðfest, komi þetta einnig fram. Í almennum skilmálum fyrir iðnaðarsvæði segi að áfram verði dregið úr losun frá meng- andi starfsemi. Um árabil hafa verið starfrækt- ar flæðigryfjur á Grundartanga, reknar á grundvelli starfsleyfa Elkem og Norðuráls. Umhverfis- fulltrúinn og oddvitinn svara ekki beint spurningu um það hvort þær telji endurvinnslu kerbrota verri lausn en förgun þeirra í flæðigryfjum, vísa aðeins til umsagnar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um mats- skylduspurninguna. Þar segir meðal annars að hingað til hafi sú ráðstöfun að nota flæðigryfj- ur hlotið náð hjá eftirlitsaðilum og Hvalfjarðarsveit verið talin trú um að nálægð við sjó, og það að sjór flæðir yfir kerbrotin, geri það að verkum að hættuleg efni, eins og sýaníð, bindist þannig að ekki hljótist skaði af fyrir lífríki sjávar. „Þó það sé nú líklega ekki talin góð ráðstöfun til langs tíma litið að urðun og landfyllingar séu lausnin, telur Hvalfjarðar- sveit rétt að vinna að nánari samanburði þessara aðferða í tengslum við matsskylduspurn- inguna en einnig er í gangi vinna við umhverfismat vegna nýrra flæðigryfja á Grundartanga. Tel- ur Hvalfjarðarsveit skynsamlegt að líta á þessi mál í samhengi og vega og meta kosti og galla ólíkra aðferða við urðun og/eða endur- vinnslu kerbrota,“ segir þar. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.