Morgunblaðið - 17.11.2022, Síða 22
FRÉTTIR
Innlent22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
Barnabílstólar
og kerrur
Þar sem þýskt
hugvit og
heimsklassa
ítölsk hönnun
fara saman
Bíldshöfða 16, 110 Rvk | S. 567 2330 | bilasmidurinn.is
Ávísun karlhormónsins testó-
steróns til kvenna hefur margfald-
ast á skömmum tíma. Um er að
ræða gel sem borið er á húð. „Fram
að september 2021 voru afgreiddar
um það bil jafn margar lyfjaávísanir
á testósterón til kvenna í hverjum
mánuði og verið hafði mörg ár á
undan. Ekki er ljóst hvort þær kon-
ur hafi allar verið með vandamál
sem tengdist breytingaskeiðinu,“
segir Sigrún Hjartardóttir, kven-
sjúkdómalæknir hjá Kvenheilsu
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
„Svo gerist eitthvað fyrir um einu
ári. Frá því í september 2021 og
fram í lok febrúar 2022 um það bil
tvöfaldaðist fjöldi lyfjaávísana á
testósterón til kvenna. En eftir það
sést gífurleg aukning. Ef maður
ber saman fjölda lyfjaávísana á
testósteróni til kvenna í nýliðnum
september og október við septem-
ber fyrir ári þá er fjölgunin rúmlega
átjánföld.“
Sigrún telur að orsökin sé meðal
annars umræða á samfélagsmiðlum
um breytingaskeiðið. „Þar deila
konur reynslu sinni og umfjöllun
um testósterón hefur aukist.“
Stærsti hluti kvennanna sem fá
ávísað testósterón er 45-54 ára.
Einnig er dágóður hópur undir 45
ára aldri og í þeim tilvikum er ekki
verið að fylgja alþjóðlegum leið-
beiningum, að sögn Sigrúnar. „Er
þetta í lagi eða ekki? Hefur verið
svona mikil óuppfyllt þörf fyrir
testósterónmeðferð og eru svona
margar konur með alvarlegan kyn-
lífslöngunarvanda eftir tíðahvörf
eða er þetta dæmi um oflækningar?
Er verið að gefa konum þetta lyf
þótt þær hafi jafnvel ekkert gagn
af því?“
Aukinn kraftur og orka
Hún segir að af umræðunni
að dæma óski konur oft eftir að
prófa testósterónmeðferð vegna
þess að þær séu almennt þreyttar,
leiðar og orkulausar. Þær tengi þá
testósterónið við aukinn kraft og
orku. Ekki hafi þó verið hægt að
sýna fram á það með rannsóknum
að lyfið hafi þau áhrif sem óskað er
eftir hjá yngri konum sem ekki hafa
gengið í gegnum tíðahvörf.
Sigrún hélt nýlega erindi á fræða-
degi Heilsugæslu höfuðborgarsvæð-
isins og varpaði fram spurningu
um hvort testósterón ætti erindi
í hormónameðferð hjá konum á
breytingaskeiði. Yfirskrift erindis-
ins var Glaðar og graðar?
„Umræða um breytingaskeiðið
hefur farið á flug seinustu árin,“
segir Sigrún. Þetta skeið í lífi þeirra
sem fæðast sem konur og lifa sem
konur getur spannað allt að 10-12 ár.
Það getur hafist snemma á fimm-
tugsaldri og lýkur með tíðahvörfum
sem verða gjarnan hjá íslenskum
konum 51-52 ára. „Fyrstu einkennin
eru að egglos verður óreglulegra og
þar með blæðingar. Það verða mikl-
ar sveiflur í framleiðslu kvenhorm-
ónanna, sérstaklega estrógens.
Þessar sveiflur geta haft neikvæð
áhrif á líðan kvenna, bæði líkamlega
og andlega. Mígreni versnar oft
hjá konum á þessu sveiflukennda
hormónatímabili. Eins geta orðið
truflanir á svefni og gæði svefns
minnka, sem leiðir til þreytu daginn
eftir. Önnur algeng einkenni eru
hitakóf á daginn og nætursviti.
Þetta verður mest áberandi þegar
konur eru alveg að hætta eða
hættar á blæðingum. Slæma líðanin
verður oft á aldursbilinu 45-55 ára,
allt eftir einstaklingum. Það er
þó mjög einstaklingsbundið hvað
konur finna mikið fyrir þessum
breytingum.“
Tíðahvörf eru miðuð við það
þegar eitt ár er liðið frá síðustu
tíðablæðingum. Sigrún segir
mikilvægt fyrir konur og heilbrigð-
isstarfsfólk að átta sig á þessu ferli.
Kjósi kona að fá hormónameðferð
þá byggist hún á því hvar konan
er stödd í ferlinu. Alltaf er notað
estrógen og auk þess prógesterón
hjá konum sem ekki hafa farið í
legnám. En hvað er hægt að gera til
að milda áhrif breytingaskeiðsins í
lífi kvenna sem líður illa?
„Maður leggur alltaf áherslu á
lífsstílinn, bæði í forvörnum og
meðferð,“ segir Sigrún. „Reglulegt
mataræði, hæfileg hreyfing, að
passa svefninn, huga að streitu-
vörnum og gæta sín á áfengisneyslu
því hún hefur bæði neikvæð áhrif
á hitakóf og svefngæði.“ Hún segir
að rannsóknir bendi eindregið til
þess að konur sem hlúa að þessum
þáttum fái oft minni einkenni á
breytingaskeiðinu en þær sem gera
það ekki. Finni konur fyrir skertum
lífsgæðum á breytingaskeiðinu,
þrátt fyrir að gæta að lífsstílnum,
kemur vel til greina að þær fái
læknisfræðilega meðhöndlun.
„Hormónameðferð er langbesta
meðferðin, en valið er kvennanna.
Velji kona hormónameðferð í sam-
ráði við lækni leiðbeinir hann henni
þannig að meðferðin verði sem
áhrifaríkust og með sem minnst-
um fylgikvillum. Kvenhormónið
estrógen slær fljótt á mjög mörg
þessara einkenna.“
Eggjastokkarnir framleiða kyn-
hormónin estrógen og prógesterón
en einnig hormónið testósterón.
Þegar þeir verða óvirkir stoppa
blæðingar og eggjastokkarnir
hætta að framleiða kynhormónin.
Nýrnahetturnar halda áfram að
mynda kynhormón en magn þeirra
verður alltaf í mun minna magni en
á frjósemisskeiði.
„Það tengja allir testósterón við
hið karllæga, drifkraftinn og ork-
una. Bæði kynin þurfa testósterón
en hvort það stýrir kynlöngun
kvenna í jafn miklum mæli og sumir
halda fram er aldeilis óvíst,“ segir
Sigrún. Ástæða þess að farið var að
gefa konum á miðjum aldri testó-
sterón var að kynlífslöngun allt
að 40% kvenna minnkaði á þessu
æviskeiði.
„Það hefur borið mikið á því
undanfarið að konur óski sjálfar
eftir testósterónmeðferð til þess
að auka kynlöngun ásamt því að fá
meiri orku,“ segir Sigrún. Hún telur
að læknar eigi að skoða alþjóðlegar
leiðbeiningar um notkun testó-
steróns fyrir konur. „Þar er enn
ekki mælt með því að nota testó-
sterón hjá konum fyrir tíðahvörf. Ef
konur eru með verulega vanlíðan
vegna minni kynlífslöngunar eftir
tíðahvörf og hún hefur neikvæð
áhrif í nánu sambandi getur maður
gert tilraun til að athuga hvort
testósterón getur hjálpað. Það gerir
maður þó ekki nema konan sé búin
að fá meðferð með estrógeni. Það
hormón hefur líka áhrif á kyn-
löngun og svo ótal margt fleira.“
Algengast er að konur fái
testósteróngel sem borið er á húð.
Skammturinn er um einn tíundi
hluti af því sem karlmanni væri
gefið daglega. Haldi konur sig við
þetta magn fá þær hormónið í
svipuðum styrk og þegar þær voru
yngri. Sé gefið meira magn geta
komið fram neikvæðir fylgikvillar
eins og þyngdaraukning, bóluhúð
og aukinn hárvöxtur undir höndum,
á kynfærasvæði og grófari hár í
andliti.
Sigrún segir að ótrúlega mikið
álag sé á 40-50 ára gömlum konum,
einmitt þegar breytingaskeiðið
hefst. Þær eru oft á hátindi starfs-
ferilsins og í krefjandi starfi. Mikið
álag getur verið á konum heima.
Börn geta verið á ýmsum aldri
með mismunandi þarfir. Sumar
eru orðnar ömmur og vilja hjálpa
til með barnabörnin og svo getur
umönnun aldraðra foreldra bæst
við. Álagið verður til þess að sumar
konur greinast með kvíða og þung-
lyndi og detta jafnvel út af vinnu-
markaði. Sigrún telur að ef hugsað
sé um velferð þessara kvenna og
hagsæld þjóðarinnar ætti að gefa
konum tækifæri til að minnka við
sig vinnu án þess að skerða laun
á þessu mikla álagstímabili. Vakin
var athygli á þessu á alþjóðadegi
breytingaskeiðsins 18. október sl.
Fjöldi kvenna vill fá karlhormón
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Kvensjúkdómalæknir Sigrún Hjartardóttir segir ekki mælt með testósteróni fyrir konur fyrir tíðahvörf.
VIÐTAL
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
lRúmlega átjánfalt fleiri lyfjaávísanir á testósterón á einu árilÁhrifarík umræða á samfélags-
miðlumumbreytingaskeiðiðlKonur á breytingaskeiðiættu að fá að vinnaminna vegna álags
Fjöldi lyfjaávísana til kvenna fyrir testosteron
Frá október 2020 til október 2022 eftir aldursflokkum
200
150
100
50
0
65+ ára
55-64 ára
45-54 ára
35-44 ára
<35 ára
2020 2021 2022
o n d j f m a m j j á s o n d j f m a m j j á s o
C19H2
8O2