Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 24
FRÉTTIR Innlent24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 Í næstu viku, nánar tiltekið fimmtu- daginn 24. nóvember, verða liðin 50 ár síðan því var fagnað við hátíðlega athöfn á Selfossi að bundið slitlag var komið á Suðurlandsveg, alla leið frá Reykjavík til Selfoss. Olíumöl var lögð á veginn en sú gerð bikbundinna slitlaga var aflögð með öllu hér á landi fyrir tæpri hálfri öld. Orðið olíumöl er því ekki nútímamanninum tamt. Þegar bílaöldin hófst á Íslandi var byrjað að leggja vegi. Þetta voru malarvegir fyrst í stað, oft holóttir og ógreiðfærir. Það var mikil framför þegar byrjað var að leggja bundið slitlag á vegi landsins og vegirnir urðu sléttir og greið- færir. Byrjað var smátt en síðan var bætt í eftir því sem ríkissjóður hafði efni á. Nú eru tæplega 6.000 kílómetrar af vegakerfinu á Íslandi með bundnu slitlagi, að mestu leyti svokölluð klæðning. Eldri kynslóðir Íslendinga muna vel þá tíma þegar hossast var á ósléttum malarvegum landsins, oft í miklum rykmekki. Hannibal og Ingólfur á Hellu Það var að vonum talinn stór áfangi þegar hægt var að aka frá Reykjavík til Selfoss á bundnu slitlagi, alls 48 kílómetra leið. Síðasti áfanginn var vegalagning í Kömbunum og var Ístak verk- taki. Ástæða þótti til að efna til hádegisverðarboðs á Hótel Selfossi (gamla Selfossbíói) föstudaginn 24. nóvember 1972 til að fagna vege- gerðinni og taka veginn formlega í notkun. Ríkisstjórnin bauð upp á rútuferð frá Umferðarmiðstöðinni til Selfoss fyrir gesti og í þeim hópi var ofanritaður blaðamaður sem fulltrúi Alþýðublaðsins sáluga. Í minningunni þótti ungum blaða- manni það merkilegt að vera í rútu með mörgum helstu áhrifamönnum landsins. Hádegisverðinn sóttu meðal annarra Hannibal Valdimarsson, þáverandi samgöngumálaráðherra, og Ingólfur Jónsson frá Hellu á Rangárvöllum, sem hafði verið samgönguráðherra í viðreisnar- stjórninni 1959-1972. Ingólfur var þingmaður Rangæinga og síðar Sunnlendinga 1942-1978 og barðist ötullega fyrir lagningu bundins slitlags á Suðurlandsveginn. Margir kölluðu veginn Ingólfsbraut í fyrstu en það nafn festist ekki við hann. Báðir voru þeir litríkir og eftirminnilegir menn, Hannibal og Ingólfur. Hannibal lést árið 1991 og Ingólfur lést árið 1984. Þingmenn Sunnlendinga voru að sjálfsögðu viðstaddir hádegis- verðinn, svo og vegamálastjóri og fleiri embættismenn, fjöldi sveitarstjórnarmanna, fulltrúar frá fjölmiðlum og fleiri gestir. Hannibal tók fyrstur til máls og rakti sögu vegalagningarinnar, sem hófst árið 1966. Hann rifjaði upp að fyrsta bifreiðin hefði ekið frá Reykjavík til Selfoss árið 1913. Með þessum nýja vegi hefði merkum áfanga verið náð í samgangna- sögunni og fyndist vegfarendum nú sem Hveragerði og Selfoss hefðu færst nær Reykjavík. Það kom svo í hlut Hannibals að lýsa veginn formlega tekinn í notkun. Ingólfur Jónsson benti á það í ræðu sinni að vegurinn milli Reykjavíkur og Selfoss væri með fjölförnustu vegum landsins. Því væri hinn nýi vegur hagsmunamál allrar þjóðarinnar, en ekki bara Sunnlendinga. Aðrir sem tóku til máls voru Jón Víðis landmælinga- maður, Óli Þ. Guðbjartsson, oddviti Selfosshrepps, Ágúst Þorvaldsson alþingismaður á Brúnastöðum og Sigurður Jóhannsson vegamála- stjóri. Hann gerði m.a. að umtals- efni lánveitingu Alþjóðabankans til verksins en hann lánaði sem nam helmingi af kostnaði. Í fyrstu hafi bankinn talið rétt að erlendir verkfræðingar hönnuðu þetta mikla verk. Bankinn hafi síðan sannfærst um að íslenskir verkfræðingar væru fullfærir um að hanna veginn. Í minningunni fór þessi hádegis- verður hið besta fram. Blaðamaður hefur ekki fundið neinar myndir frá athöfninni og engar slíkar eru til í fórum Vegagerðarinnar. Blaða- maður myndaði viðburðinn en þær filmur eru glataðar. Hótel Selfoss, vettvangur atburðarins, var rifið árið 1986 en til stendur að endur- byggja húsið í næsta áfanga hins nýja stórglæsilega miðbæjar. Ekið á bundnu slitlagi í hálfa öld Morgunblaðið/Brynjólfur Helgason Suðurlandsvegur Engar myndir hafa fundist frá athöfninni á Selfossi. Þessi mynd birtist í blaðinu skömmu áður og sýnir nýjan veg á lokametrunum. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hannibal Valdimarsson Ingólfur Jónsson lLiðin eru 50 ár síðanSuðurlandsvegur var formlega opnaðurlHannibalValdimarsson opnaði veginnlHádegisverðarboð áSelfossi að viðstöddu fjölmennilMerk tímamót í samgöngusögunni MiðlínanVélbúnaður var ekki kominn til sögunnar árið 1972. SKEIFAN 11 108 RVK. SPORTÍS SPORTIS.IS S:520-1000 HANNAÐ AF KONUM FYRIR KONUR! Miðasala á tix.is Skuggaleikhús í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði Frábært barna- og fjölskylduleikrit Sýnt laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.