Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
að sækja á þessu fiskveiðiári þegar
samdráttur í þorski er svona mikill,“
segir Hákon Þröstur Guðmundsson á
útgerðarsviði Samherja í færslunni.
„Með markvissri veiðistjórn-
un á liðnu fiskveiðiári tókst okkur
að standa við alla gerða samninga
um afhendingu afurða, sem skiptir
gríðarlega miklu máli. Síðast en ekki
síst tókst okkur að halda úti fullri
vinnslu í landi. Þetta á líka við um
fiskiskipin, sem voru gerð út allt
árið nema þegar um eðlilegt viðhald
var að ræða. Auðvitað munum við
leita allra leiða til að koma í veg fyrir
lokanir, brekkan er að vísu nokkru
brattari en áður. Við aðstæður eins
og þessar skiptir mestu að hafa
vel mannaða áhöfn og starfsfólkið
hefur svo sannarlega verið lausna-
miðað. Markaðssetning afurða um
heim allan hefur sömuleiðis skilað
góðum árangri, enda sölufyrirtækið
Ice Fresh Seafood leiðandi í sölu á
frosnum og ferskum bolfiskafurðum
víða um heim,“ segir Hákon.
Skerðingar víða
Skerðingarnar hafa haft áhrif á skip
í aflamarkskerfinu, en einnig veruleg
áhrif á krókaaflamarksútgerðir sem
oft búa við minni kvóta og afkoman
því mun viðkvæmari fyrir slíkum
skerðingum. Hagstætt verð á mörk-
uðum hefur þó vegið nokkuð á móti
en sú mynd er ekki ein og sér einföld
þar sem kostnaðarliðir svo sem auka-
hlutir og olía hafa orðið dýrari.
Eini útgerðarflokkurinn sem ekki
hefur séð sínar aflaheimildir skert-
ar í samræmi við ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar eru strandveiðar, en
strandveiðibátarnir lönduðu 11.800
tonnum af kvótabundnum botnfiski
fiskveiðiárið 2019/2020 og tæplega
12.600 tonnum 2021/2022 sem er
um 6% aukning. Þá jókst þorskafli
þessara veiða um 2,2% á meðan önnur
útgerðarform sáu 18% skerðingu á
sama tímabili.
Í samræmi við lög er 5,3% af
heildaraflaheimildum ráðstafað
í atvinnu- og byggðakvóta og eðli
málsins samkvæmt hafa þær heimild-
ir verið skertar í samræmi við ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar. Stjórnvöld-
um hefur þó tekist að verða sér úti
um heimildir í þorski sem ráðstafað
er strandveiðum í gegnum skipti á
aflaheimildum í uppsjávartegundum
sem stjórnvöld fá í sinn hlut vegna
5,3% reglunnar.
Óljóst með næsta ár
Strandveiðisjómenn hafa þó gagn-
rýnt hvernig Fiskistofa hefur staðið
að skiptamarkaði fyrir hönd stjórn-
valda og telja eðlilegt að ríkið fái
meiri botnfiskheimildir í skiptum
fyrir heimildir í loðnu og makríl. En
með sífellt minni heimildir í þorski til
skiptanna er ekki ljóst hverjir það eru
sem hefðu áhuga á slíkum skiptum,
sér í lagi þar sem verð á þorski er
mjög hátt.
Ekki hefur verið gefið út hvernig
strandveiðum sumarsins 2023 verður
hagað, en ljóst þykir að fátt bendir til
að stjórnvöld hafi tök á því að koma
til móts við kröfur um lengra veiði-
tímabil eða að tryggja 48 veiðidaga.
Þá er einnig óljóst hvort tillaga fimm
þingmanna VG um að enn stærri hlut
heildarveiðiheimilda verði ráðstafað
atvinnu- og byggðakvóta fáist sam-
þykkt.
Frá fiskveiðiárinu 2019/2020 til fisk-
veiðiársins sem hófst í september síð-
astliðnum hefur þorskkvótinn verið
skertur um 24% eða 50 þúsund tonn
af slægðum afla. Ef litið er til með-
alverðs á fiskmörkuðum undanfarin
ár gæti markaðsvirði slíks afla verið
um 20 milljarðar króna, slægðs en
óunnins.
Sérstaka athygli vekur að
skerðingin í þorski er jafn mikil og
tíu aflamestu togararnir fiskveiðiárið
2019/2020 lönduðu af tegundinni það
ár, sem sagt samsvarar skerðingin
því að þessi skip myndu liggja bund-
in við bryggju í heilt ár. Augljóst er
að skerðingar síðustu ára hafa haft
veruleg áhrif á tilhögun veiða og ekki
síður rekstrarskilyrði fiskvinnslna.
Samhliða skerðingum í þorski hafa
aflaheimildir í gullkarfa verið skertar
um rúm 15 þúsund tonn sem jafngild-
ir 42%, auk þess sem 49% skerðing
hefur átt sér stað í djúpkarfa eða
5.800 tonn.
Útgerðir hafa aðlagað veiðarnar
skerðingunum með því að fækka skip-
um, fækka úthaldsdögum og aukið
sókn í aðrar tegundir, til að mynda
ufsa sem nú er mun verðmætari en
áður – þó hefur ufsakvótinn einnig
verið skertur. Þá hefur einnig bor-
ið á því að útgerðir og vinnslur hafi
verið keyptar og því getur verið að
skerðingarnar leiði af sér aukna sam-
þjöppun, enda markmið flestra að
hafa nægt framboð af hráefni til að
styðja við heilsársrekstur.
Á brattann að sækja
Fram kemur í færslu á vef Sam-
herja að til að bregðast við skertum
aflaheimildum hefur Harðbak EA
verið lagt tímabundið og áhöfninni
komið yfir á önnur skip.
Skerðing veiðiheimilda Útgerðar-
félags Akureyringa og Samherja í
bolfiski við síðustu fiskveiðiáramót
(1. september síðastliðinn) jafn-
gildir hátt í tveggja vikna vinnslu í
fiskvinnsluhúsunum á Akureyri og
Dalvík. Þrátt fyrir þessa stöðu hafi
aðeins fallið niður einn dagur vegna
skorts á hráefni það sem af er þessu
almanaksári, en um þrjú hundruð
manns starfa í landvinnslum ÚA og
Samherja á Akureyri og Dalvík.
„Við brugðumst við samdrætti síð-
asta árs meðal annars með því að
þróa og bæta við vinnsluna í ufsa og
viðtökur á mörkuðum voru jákvæðar.
Einnig höfum við þróað verðmætari
afurðir í þorski sem fallið hafa í góðan
jarðveg hjá kaupendum. Það gefur
augaleið að það verður á brattann
lÞorskkvótinn hefur verið skertur um 50 þúsund tonn af slægðum afla á nokkrum árumlHugsanlega
20 milljarða virðilAfli tíu aflamestu skipanna slagar upp í það sem nemur skerðingunni á tímabilinu
Skerðing ígildi veiða 10 togara
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
50,608
tonn
49.219
tonn
Aflaheimildir í botnfisktegundum og aflamestu skipin
Úthlútaðar aflaheimildir í botnfisktegundum Tíu aflamestu skipin í þorski
fiskveiðiárið 2019/20
Heimild: Fiskistofa.
Allar tölur eru tonn af
slægðum fiski.
Skerðing á þorskveiðiheimildum
2019/20 til 2022/23
Þorskafli tíu aflamesu skipa
fiskveiðiárið 2019/20
Fiskveiðiár, tonn Breyting á tímabilinu
2019/20 2020/21 2021/22 2022/23 tonn %
Þorskur 214.788 202.249 175.337 164.180 -50.608 -24%
Ýsa 32.395 35.334 32.797 48.151 15.756 49%
Ufsi 64.106 62.313 61.555 56.551 -7.555 -12%
Steinbítur 7.112 7.467 7.614 6.908 -204 -3%
Hlýri 320 267 321 285 -35 -11%
Gullkarfi 36.835 32.555 27.041 21.415 -15.420 -42%
Djúpkarfi 11.830 11.728 7.506 6.000 -5.830 -49%
Grálúða 10.496 11.562 13.096 13.124 2.628 25%
Sandkoli 348 206 273 210 -138 -40%
Skarkoli 6.086 6.131 6.800 6.676 590 10%
Þykkvalúra 1.168 935 1.122 991 -177 -15%
Langlúra 929 744 893 1.072 143 15%
Keila 2.477 1.218 1.306 3.140 663 27%
Langa 4.014 3.356 2.671 3.847 -167 -4%
Skötuselur 365 429 343 220 -145 -40%
Blálanga 366 308 253 196 -170 -46%
Gulllax 8.640 8.266 8.754 10.909 2.269 26%
Litli karfi 660 648 577 554 -106 -16%
Samtals 402.935 385.716 348.259 344.429 -58.506 -15%
Skip
Þorskur til
Útgerð aflamarks
Björg EA-7 Samherji Ísland ehf. 6.244
Sólberg ÓF-1 Rammi hf. 5.894
Drangey SK-2 FISK Seafood ehf. 5.777
Björgúlfur EA-312 Samherji Ísland ehf. 5.649
Kaldbakur EA-1 Útgerðarfélag Akureyringa 5.135
Málmey SK-1 FISK Seafood ehf. 4.818
Björgvin EA-311 Samherji Ísland ehf. 4.396
Viðey RE-50 Brim hf 3.907
Páll Pálsson ÍS-102 Hraðfrystihúsið-Gunnvör 3.904
Gullver NS-12 Síldarvinnslan hf. 3.495
Samtals 49.219
Afurðaverð á markaði
16. nóvember,meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 467,96
Þorskur, slægður 583,64
Ýsa, óslægð 337,71
Ýsa, slægð 352,21
Ufsi, óslægður 292,10
Ufsi, slægður 341,55
Gullkarfi 389,76
Blálanga, slægð 257,71
Langa, óslægð 339,13
Langa, slægð 363,34
Keila, óslægð 136,59
Keila, slægð 174,63
Steinbítur, óslægður 361,49
Steinbítur, slægður 524,58
Skötuselur, slægður 621,69
Grálúða, slægð 706,19
Skarkoli, óslægður 222,00
Skarkoli, slægður 565,07
Þykkvalúra, slægð 1.075,97
Langlúra, óslægð 70,00
Langlúra, slægð 291,00
Sandkoli, óslægður 151,22
Gellur 1.392,33
Hlýri, óslægður 366,00
Hlýri, slægður 504,29
Lúða, slægð 738,69
Lýsa, óslægð 106,26
Lýsa, slægð 137,86
Stórkjafta, slægð 86,48
Undirmálsýsa, óslægð 47,34
Undirmálsýsa, slægð 75,00
Undirmálsþorskur, óslægður 278,82
Undirmálsþorskur, slægður 307,14