Morgunblaðið - 17.11.2022, Side 30

Morgunblaðið - 17.11.2022, Side 30
FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 23.995 kr. / St. 36-42 Vnr. PIA-2971W 22.995 kr. / St. 36-42 Vnr. PIA-2972W 22.995 kr. / St. 36-42 Vnr. PIA-2972W 23.995 kr. / St. 36-42 Vnr. PIA-2971W KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE Vinsælu vetrarskórnir „[…] þá hefði staðan verið sú eftir útboðið að bréfin hefðu líklega ekki hækkað í verði og þvert á móti hefði verið hætt við því að bréfin hefðu lækkað,“ útskýrir Hörður. Hluturinn var seldur í bankanum fyrir um 53 milljarða króna á genginu 117. Segir Hörður að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar beri vott um að ekki hafi verið nægilegur skilningur á því innan stofnunarinnar hvern- ig staðið er að því að vega og meta verð á hlut sem þessum þegar ráðist er í söluferli á hlut í fjármálafyrir- tæki sem skráð er á markað. Skýr- slan varpi ljósi á að Bankasýslan, sérfræðingar fjármálaráðuneytis og allir ráðgjafar þeirra hafi verið sammála um að svigrúmið til verð- lagningar hafi legið á bilinu 117-118 krónur á hlut, ef markmið um dreift eignarhald og öflugan eftirmarkað hefðu átt að nást. „Allar vangaveltur um það hvort hægt hafi verið að teygja sig upp í gengið í 122 eru algjörlega fráleitar. Það hefði teflt útboðinu í tvísýnu,“ segir Hörður. Nýtt í pólitískum tilgangi Gísli Freyr tekur undir þetta og ítrekar að vangaveltur um miklu hærra verð en raun bar vitni séu eftiráskýringar, sem hafa megi skiln- ing á að stjórnarandstaðan og and- stæðingar einkavæðingar grípi til. „Það er mjög auðvelt að fullyrða eftir á hvert verðið hefði átt að vera en meðan á ferlinu stendur getur þú ekki vitað það. Þú notar viður- kenndar aðferðir við að finna „rétta verðið“, sem er ekki nema 4% frá markaðsvirði – sem er mjög lítið. Allar vangaveltur um að verðið hefði átt að vera hærra eru úr lausu lofti gripnar en nýtast í pólitískum tilgangi,“ segir Gísli. Ýmislegt hægt að gagnrýna Þeir segja báðir að ferlið hafi ekki verið yfir gagnrýni hafið og Hörð- ur nefnir í því samhengi þrjá veik- leika. Þannig hafi Bankasýslan ekki staðið nægilega vel að kynningu á söluferlinu og hvað það fæli í sér. Í öðru lagi hafi verið mistök að gera Íslandsbanka að leiðandi söluaðila í ferli sem laut að hlutum í honum sjálfum og í þriðja lagi, sem tengist hinu fyrrnefnda, að starfsmenn bankans sjálfs hafi tekið þátt í út- boðinu. Þótt bankinn hafi gætt að því að pantanabókin og staðan á henni hafi ekki verið á vitorði nema þeirra sem máttu vita, þá sé þetta veikleiki á ferlinu sem megi gagnrýna. „Fjármálaeftirlit Seðlabankans er að skoða þetta og verður væntanlega ekki hagfelld niðurstaða fyrir starfs- menn bankans,“ segir Hörður. 17. nóvember 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 144.08 Sterlingspund 171.4 Kanadadalur 108.5 Dönsk króna 20.151 Norsk króna 14.473 Sænsk króna 13.869 Svissn. franki 153.12 Japanskt jen 1.0349 SDR 189.75 Evra 149.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.3354 STUTT Gengi bréfa í Alvotech hefur lækkað mikið ฀ Gengi bréfa í Alvotech lækkaði um rúm 12% á First North-markaðinum í gær og hefur lækkað um 35,5% frá því að félagið var skráð á markað í júní. Þá hefur gengi félagsins lækkað um 50% í Kauphöllinni í New York þar sem það er einnig skráð á markað.Afkoma félagsins fyrstu níu mánuði ársins var neikvæð um 27,6 milljarða króna. Í vikunni var greint frá því að fríðindakerfi Landsbankans, Aukakrónur, er nú aðgengilegt í síma en áður var eingöngu hægt að notast við plastkort. Því er nú hægt að tengja Aukakrónukort við Google Wallet, Apple Wallet eða aðrar greiðslulausnir og nota símann til að greiða með Auka- krónum. Fanney Skarphéðinsdóttir vöru- stjóri Aukakróna segir í samtali við Morgunblaðið að um 70 þús- und viðskiptavinir Landsbankans safni Aukakrónum. Velta fríðinda- kerfisins nam um hálfum milljarði króna í fyrra og hefur um það bil tvöfaldast á fimm árum. Hún segir að bankinn geri ráð fyrir því að notkun kerfisins aukist enn frekar nú þegar hægt er að nálgast Auka- krónur í símanum. „Þetta er stærsta fríðindakerfið fyrir utan Vildarpunkta Iceland- air,“ segir Fanney. „Ólíkt flestum fríðindakerfum byggjast Aukakrónur ekki ein- göngu á afsláttum frá samstarfs- aðilum, heldur einnig á innborg- unum frá Landsbankanum.“ Þá segir Fanney að mælingar sýni mikla ánægju með fríðinda- kerfið og að viðskiptavinir sem noti Aukakrónur séu ánægðari og tryggari en aðrir viðskiptavinir. „Það er ómetanlegt og hvetur okkur áfram til að gera enn betur, rétt eins og við erum að gera nú með því að færa kerfið yfir í síma og gera það aðgengilegra,“ segir hún. Yfir 200 samstarfsaðilar taka þátt í fríðindakerfinu og margir þeirra átt í samstarfi við Auka- krónur um árabil. „Það skiptir máli að samstarfsað- ilar okkar eru mjög ánægðir með samstarfið og margir þeirra hafa því verið með okkur lengi. Það er öllum til hagsbóta,“ segir Fanney. Aðspurð um frekari þróun í tæknimálum á þessu sviði segir Fanney að næst á dagskrá sé að koma inneignarkortum bankans, sem eru á bak við mjög mörg gjafakort fyrirtækja, einnig í síma. lVelta með Aukakrónur hefur aukist Færa Aukakrónur úr plasti yfir í síma Bankaþjónusta Fanney Skarphéðinsdóttir, vörustjóri Aukakróna hjá Landsbankanum, segir næsta skref að koma inneignarkortum í síma. Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Margt bendir til þess að vanþekk- ing á vettvangi Ríkisendurskoðunar valdi því að óraunhæfar væntingar hafa myndast um þann verðmiða sem ríkissjóður hefði getað sett á 22,5% hlut í Íslandsbanka sem seldur var í mars síðastliðnum. Þetta er mat þeirra Gísla Freys Val- dórssonar, fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu, og HarðarÆgisson- ar, ritstjóra Innherja. Þeir eru gestir Dagmála sem sýndur er ámbl.is í dag. „[…] Manni finnst ekki vera mikill skilningur á að það skiptir máli að það sé það mikil umframeftirspurn í útboðinu, þ.e. að það verði kröftugur eftirmarkaður með bréfin. Af hverju skiptir það máli? Það er vegna þess að ríkið heldur enn eftir 42,5% hlut í bankanum sem það hefur yfirlýst markmið um að selja,“ segir Hörð- ur í viðtalinu þegar hann er spurð- ur út í það hvernig umræðan um bankasöluna blasi við honum eftir að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðun- ar var birt í upphafi vikunnar. Hann bendir á að Ríkisendur- skoðun virðist draga þá ályktun að þar sem eftirspurn hafi verið eftir hlutnum í bankanum á genginu 122 kr. á hlut þá hafi legið beint við að selja á því verði. Hins vegar verði að líta til þess að umframeftirspurn hafi ekki gefið tilefni til þess. lSegja takmarkaðan skilning innan Ríkisendurskoðunar Óraunhæfar hug- myndir um verðið Dagmál Gísli Freyr Valdórsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja. DAGMÁL Stefán Einar Stefánsso ses@mbl.is n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.