Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 34 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Pistill Er fjármálaráðherrabúinnaðaxlaábyrgð? V önduð skýrsla Ríkisendurskoðun- ar kom fyrir sjónir almennings og þingheims í vikunni. Þar er farið yfir söluferli á eignarhluta almennings í Íslandsbanka. Sölu verðmæta sem líklega skiluðu á þriðja milljarð lægri fjárhæð í ríkiskassann en ef vel hefði verið staðið að verki. Í umræðu um málið síðustu tvo daga hafa ráðherrar í ríkisstjórn komið fram einn af öðrum og sagt fjármálaráðherra hafa axlað ábyrgð á mistökum sínum vegna sölunnar. Mistökum sem fólust í að ekki var gætt jafnræðis við söluna, að veittur var mikill afsláttur þrátt fyrir umframeftirspurn eftir hlutum í bankanum á hærra verði og því að upplýsingagjöf til þingnefnda og almennings var ábótavant. Skýrsla ríkisendurskoðunar er nefnilega skýr með þessa þætti en lagaleg og pólitísk ábyrgð fjármálaráð- herra á ferlinu og þeim ákvörðunum sem hann tók er líka skýr. Með lögum um sölumeðferð eignarhluta rík- isins í fjármálafyrirtækjum er ábyrgð fjármálaráðherra við sölu á fjármálafyrirtækjum lögfest. Bankasýslan annast framkvæmd sölunnar en það er ráðherra sem tekur ákvarðanir um hvert einasta skref hennar. Allt skal það svo gert í samræmi við meginreglur laganna um hlutlægni, hagkvæmni og jafnræði. Það tókst ekki og á því ber fjármálaráðherra ábyrgð. En hann ber líka ábyrgð á slökum vinnubrögðum undirstofnunar sinnar, bankasýslunnar, skv. almennum reglum stjórnskipunar- réttarins. Milljarða tjón almennings blasir við, tjón sem hægt hefði verið að hindra með vönduðum og lögbundnum vinnubrögðum. „Það þarf að fara eftir lögunum, jafnvel þótt maður sjálfur hafi greitt atkvæði gegn þeim fyrir tíu árum,“ benti Oddný Harðar- dóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fv. fjármálaráðherra á í umræðum á Alþingi. Því þótt það „falli utan hlutverks Ríkisendur- skoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun“, eins og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðanda, þá er hægt að segja full- um fetum að ekki hafi verið farið að megin- reglum laga um sölu ríkisins á fjármálafyrir- tækjum eins og að ofan greinir og á því ber ráðherra ábyrgð. Forsætisráðherra sagði á Alþingi að fjár- málaráðherra hefði axlað ábyrgð sína með því að birta lista yfir kaupendur síðastliðið vor og við- skiptaráðherra sagði hann hafa axlað ábyrgð með því að hafa beðið ríkisendurskoðun um að gera skýrslu. Þær viðurkenna þar með ábyrgð ráðherra en er nóg að sá sem veldur slíku tjóni sem fyrir liggur fái einhvern til að staðfesta tjónið og gangi svo áfram til sinna starfa eins og ekkert hafi í skorist? Er það að axla ábyrgð? Hvaða skilaboð sendum við umheiminum um stjórnmála- og fjármálakerfið á Íslandi? Er stjórnvöldum alveg sama um orðspor Íslands í alþjóðasamfélaginu? Vita stjórn- völd ekki hvaða afleiðingar slíkt getur haft? Helga Vala Helgadóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Ýtt undir erfiðan vetur Nú er komið á daginn að það var varnarflaug frá Úkraínu sem féll á Nató-rík- ið Pólland en ekki árásarflaug frá Rúss- landi. Stoltenberg fram- kvæmdastjóri Nató ítrekaði þó að Rússar bæru ábyrgð á atburðinum. Það má til sanns vegar færa, því að án innrásar þeirra í nágrannaríkið hefði þetta ekki komið til. Líklega hefur Nató andað léttar, því að ekki reyndi á hina mikilvægu 5. grein stofnsáttmála Nató. Pólland hafði þegar rætt um að bregð- ast yrði við í samræmi við 4. greinina í sama sáttmála, um að bandalagið kæmi þegar saman og ræddi hugsanleg viðbrögð. Nú er það einnig óþarft. Það er þó næsta augljóst að afmarkað atvik af slíku tagi myndi aldrei kalla á alheimsátök, og það þó að flaugin hefði verið rússnesk og farið af leið yfir landamæri Póllands. Það er auðvitað svo að nokkur helstu ríki Nató hafa hingað til tryggt að Úkraína hefur getað barist jafn lengi og jafn hetjulega og raun er á. Án vopna frá Bandaríkjunum og Bretum, og í minna mæli frá öðrum Nató-ríkjum, hefði stríðinu lokið fyrir löngu. Þá hefðu menn þegar samið og Pútín þá ráðið mestu um útfærsluna. Nú berast fregnir um að æðstu trúnaðar- menn Bandaríkj- anna og Rúss- lands hafi þegar hafið viðræður um hvernig þessi hildarleikur gæti farið. Selenskí forseti Úkraínu hefur margoft ítrek- að að ekki þumlungur lands verði gefinn eftir gagnvart Rússum og hann hefur gengið lengra og bætt við að engir friðarsamningar muni eiga sér stað á meðan Pútín fari með öll völd í Kreml. Vitað er að nýbyrjaður vetur verður Úkraínumönnum mjög erfiður. Og síðustu vikur hafa Pútín og hershöfðingjar hans leitast við að tryggja að hann verði nánast óbærileg- ur. Sprengjuflaugum hefur beinlínis rignt yfir Úkraínu og ekki á sérstök átakasvæði, sem er haldið til hlés, á meðan sprengjum rignir yfir landið þvert og endilangt og þeim nú sérstaklega beint að orkuver- um og öllu því sem auðveldað getur Úkraínumönnum að standa af sér harðan vetur, ljósum og hita og öðru því sem ræður úrslitum í því sam- bandi. Og þessi þáttur stríðs- aðgerða Rússa er augljóslega í beinu sambandi við það að fréttir hafa nú borist um að Bandaríkjamenn og Rússar hafi þegar hafið þreifingar á bak við tjöldin, og að fréttir um það eru látnar leka út. Það eitt vekur áhyggjur. Lokasókn Rússa er þegar hafin og kuldinn er nýr bandamaður} Í aðdraganda kosninga til lögþings Færeyja er ólga í stjórnmálum þar í landi. Gengið verður að kjörborði 8. desem- ber næstkomandi og skoðanakann- anir benda til breytinga. „Velmeg- unin í Færeyjum er mikil og sú saga er bæði gömul og ný að við slíkar aðstæður breytast áherslumál,“ segir Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismaður, sem að fjórðungi er Færeyingur. Tengsl hans við Færeyjar eru sterk og margir hafa heimsótt landið með hans farar- stjórn. „Laxeldi og ferðaþjónusta eru vaxtar- greinar og skila Færeyjum miklu. Hefðbundin stjórnmál stétta- baráttu með átakalínum til hægri og vinstri eru lítt áberandi nú. Efst á baugi nú eru til dæmis umhverfismál og mannréttindi. Í raun eru Færeyjar á þröskuldi nýrra tíma,“ tiltekur Hjálmar. 17 þarf í meirihluta Fjórflokkakerfi er hryggur fær- eyskra stjórnmála. Á hægri vængn- um er Fólkaflokkurinn sem í síðustu kosningum fékk um 25% greiddra atkvæða og Jafnaðarflokkurinn, sem er til vinstri, litlu minna. Nærri miðj- unni eru svo Sambandsflokkurinn og Þjóðveldisflokkur, sem báðir voru með um 20% fylgi í lögþingskosn- ingnum árið 2019. Ríkjasambandið við Dani er meginstef stefnu tveggja síðastnefndu flokkanna. Til viðbótar þessu eru svo í Færeyjum tvær stjórnmálahreyfingar, það er Miðflokkur íhaldssamrar stefnu og Framsókn, sem er klofningur úr Fólkaflokknum. Fylgi þessara flokka hefur verið á bilinu 5-10%. Lögþing Færeyja er skipað 33 fulltrúum og síðustu árin hefur landsstjórnin verið skipuð fulltrúum Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins. Til að ná saman meirihluta þarf því 17 þingsæti. Landstjórnin sprakk fyrr í haust, m.a. vegna harðlínuafstöðu Janusar av Rana, ráðherra úr Miðflokkn- um, í málefnum samkynhneigðra. Forystumaður í landsstjórninni, það er lögmaður Færeyja, hefur verið Bárður á Steig Nielsen úr Sambandsflokknum. Hann náði ekki að miðla málum. Ekki var heldur hljómgrunnur innan annarra flokka fyrir því að koma til liðs við stjórn- ina – og því varð úr að boðað var til kosninga. Jafnaðarflokkur hefur byr Skv. skoðanakönnun sem Kring- varpið, ríkisútvarp Færeyja, greindi frá í vikunni er Jafnaðarflokkurinn á beinni braut. Er spáð um 28% fylgi þannig að fulltrúum hans á lögþinginu myndi fjölga úr sjö í tíu. Fólkaflokkurinn gæti goldið afhroð, sbr. að ólga og innanmein eru í flokknum. Annika Olsen, fyrr- verandi borgarstjóri í Þórshöfn, hefur sagt sig úr Fólkaflokknum og býður sig fram undir merkjum Þjóðveldis. Þá hafa tveir ráðherrar í Fólkaflokknum hætt, þar á meðal formaðurinn. Sambandaflokkur fráfarandi lögmanns er í sókn, en Þjóðveldisflokkur Högna Höydal hefur ekki náð flugi. „Færeysk stjórnmál eru í upp- lausn. Landslagið gæti gjörbreyst,“ segir Hjálmar Árnason. Hann bætir við að mikill munur sé á afstöðu fólks til málefna eftir svæðum. Á norðureyjunum svonefndu, til dæmis í Klakksvík, sé fólk áfram um fullan aðskilnað Færeyinga frá Dön- um. Þessu sé öfugt farið á Suðurey; sem sakir afskekktar hafi sérstöðu um margt. Upplausn ríkir í stjórn- málum í Færeyjum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Færeyjar Fánaborg framan við við þinghúsið í miðbæ í Þórshafnar. UMHVERFISMÁL Í DEIGLU Orkuskipti „Umhverfismál í Færeyjum eru í örri þróun sem mér finnst áhugavert að fylgjast með,“ segir Hjálmar Árnason. Sú var tíðin að 90% af raforku í eyjun- um var fengin með því að keyra díselrafstöðvar. Nú er þetta hlutfall komið niður í 40% og þar hafa vindmyllur mest að segja. Slíkar hafa verið settar upp víða í eyjunum, til dæmis í nágrenni Þórshafnar. Einnig er í undirbúningi að setja upp sjávarfallavirkjanir; hvar þungir sjávarstraumar í sundum milli eyja og kletta verða beislaðir. Þá er sólarorka í vaxandi mæli beisluð og nýtt – sem skapar mikla möguleika. Vilji er allt sem þarf, eins og máltækið segir. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsso sbs@mbl.is n Hjálmar Árnason Suðurey Skermar taka sólar- ljós sem er breytt í raforku. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Biðlistar í heilbrigðiskerfinu Guðmundur Ingi Kristins- son, þingmaður Flokks fólks- ins, vakti máls á biðlistum í heilbrigðiskerfinu á Alþingi í gær. Hann lýsti því í fyrir- spurn sinni að 80% þeirra sem þyrftu liðskiptaaðgerðir þyrftu að bíða í tvö ár eða lengur eftir að komast í aðgerð, sem er auðvitað víðs fjarri því að vera viðunandi. Og eins og hann sagði þá þarf fólk á meðan það bíður að bryðja verkjatöflur, auk þess sem það getur dottið út af vinnumarkaði og misst ýmis önnur lífsgæði. Hann benti á að enn hrektist fólk til útlanda í aðgerðir, sem kostaði ríkið þrefalt meira en aðgerðir inn- anlands, en þær vill ríkið ekki greiða fyrir. Allt er þetta með ólíkindum og hefur gengið allt of lengi. Heilbrigðisráðherra vísaði til þess að kór- ónuveirufaraldur- inn hefði gert þessi mál erfiðari en sagði að unnið væri að því að bæta úr ástandinu. Hann hefði á dögunum skipað aðgerða- hóp sem ætti að ná „heildrænt utan um þá áskorun sem felst í að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerðum“. Auk þess eigi hópurinn að skila tillögu að framtíðarskipulagi. Vissulega er jákvætt að verið sé að leita lausna og vitaskuld hefur veiran ekki hjálpað. Fram hjá því verður þó ekki horft að ótrúlega hægt hefur gengið í þessum efnum. Og því má ekki heldur gleyma að liðskiptaaðgerðir eru ekki þær einu sem hafa safnað biðlistum, hið sama á við um fjölda annarra. Miðað við það eru svörin enn afar þoku- kennd, en vonandi stendur það til bóta. Hægt gengur en stendur vonandi til bóta}
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.