Morgunblaðið - 17.11.2022, Síða 36
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
Fyrir nokkrum árum
kom út ævisaga Guðna
Ágústssonar frá Brúna-
stöðum, Guðni af lífi og
sál, en síðan hefur
Guðni skrifað nokkrar
bækur.
Nú kemur út ný bók
þar sem Guðni lítur
sjálfur yfir liðna tíma,
atburði og ferðafélaga,
liðna og lifandi, frá upp-
vaxtarárum sínum.
Fengur er að þessum minningum
Guðna, frásögnum af sveitungum og
samferðamönnum, tvinnað saman af
velvilja og glettni Guðna.
Í bókinni heyrir maður hljóma
sterka og hljómmikla rödd drengsins
frá Brúnastöðum er hann segir frá líf-
inu í Flóanum og fólkinu þar. Guðjón
Ragnar Jónasson ritar bókina eftir
sögu Guðna og nær vel að fanga tíð-
arandann.
„Minningarnar merla æ, í mána-
skini hvað sem var, yfir hið liðna
bregður blæ, blikandi fjarlægðar.“
Guðni er löngu þjóðkunnur af ræðum
sínum og frásögnum og
mörgum Flóamönnum
mun þykja gott að til
verði frásagnir af atvik-
um úr ævi þeirra í frá-
sögn sagnamannsins
frá Brúnastöðum.
Guðni er eftirsóttur á
mannamótum vegna
frásagnarhæfni sinnar,
sterkrar og djúprar
raddar sinnar, frásagn-
ar sinnar og hversu
honum tekst að flétta
inn í ræður sínar glettn-
ar tilvitnanir um ein-
staklinga og atvik og tengja jafnvel
helstu persónum fornsagnanna.
Margvíslegar tilvitnanir í fer-
skeytlur sýna rót ferskeytlunnar í
Flóanum: Dæmi er vísa Guðmundar
frá Oddgeirshólum:
Enginn nóg úr býtum ber
brellin er vor glíma.
Nægjusemi ekki er
aðal vorra tíma.
Svo mjög sem enn bergmála sagnir
af höfðingjanum Ágústi á Brúnastöð-
um er ekki vafi að nú er frægð Brúna-
staða mest tengd Guðna.
Leikni Guðna þegar hann vitnar til
sveitunga sinna er slík að það er sem
persónur verði ljóslifandi, ævinlega
hnyttnar sögur sagðar af vinsemd og
virðingu. Merkilegur er þó draumur
Bjarna Stefánssonar í Túni og minnir
hann helst á drauma í Sturlungu.
Bjarna dreymir slíkan draum um
átök í Framsóknarflokknum. Hann
sá sig því knúinn til að vara sveitunga
sinn við að Halldór Ásgrímsson muni
hafa horn í síðu hans og vilja skipta
honum út sem ráðherra.
Margir munu hafa ánægju af lestri
þessarar bókar.
Minningar og ævintýri,
Flói bernsku minnar
Guðmundur G.
Þórarinsson » Í bókinni heyrir
maður hljóma
sterka og hljómmikla
rödd drengsins frá
Brúnastöðum er hann
segir frá lífinu í Flóan-
um og fólkinu þar.
Guðmundur G.
Þórarinsson
Höfundur er verkfræðingur.
gudm.g.thorarinsson @gmail.com
1
ttu þinna handa
Sigurðardóttir
Guðni
Flói bernsku minnar
Guðjón Ragnar Jónasson
Orri óstöðvandi
Draumur Möggu Messi
Bjarni Fritzson
Keltar
Þorvaldur Friðriksson
Hva
David Walliams
Guli kafbáturinn
Jón Kalman Stefánsson
2
3
7
9
8
10
6
4
Metsölulisti
Vikuna 09. nóvember - 15. nóvember
G
Y
5
Reykjavík glæpasaga
Ragnar Jónasson og
Katrín Jakobsdóttir
Játning
Ólafur Jóhann Ólafsson
Eden
Auður Ava Ólafsdóttir
Kyrrþey
Arnaldur Indriðason
Salka - Tímaflakkið
Bjarni Fritzson
Amma glæpon
enn á ferð
David Walliams
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Skoðið
hjahrafnhildi.is
Goldbergh
kynningarpartý
í dag ámilli
kl. 16 og 18
Allir semmáta
Goldbergh
geta unnið gjafabréf
að andvirði
100.000 kr.
á Goldbergh fatnaði
Tilfinningin þegar ég átta mig á
hvað lífið er stutt er óútskýranleg.
Allt sem ég hef upplifað hingað til,
20 ár, er stuttur tími, en samt lang-
ur, því hann er allt sem ég veit og
þekki. Tilfinningin þegar ég hugsa
um að upplifa þessi 20 ár aftur er
skrítin. Mér líður vel af því ég
hugsa um allar góðu stundirnar
sem ég hef upplifað, en vá hvað
þetta er í raun stuttur tími. Því hér
er ég, fullorðinn einstaklingur í
samfélagi sem hefur breyst gríð-
arlega síðan ég var krakki.
Hvert fór tíminn? Eftir 20 ár
verð ég orðin 40. Ég veit að þegar
ég verð 40 ára á ég eftir að hugsa
til baka til þess stutta tíma sem ég
hef lifað. Ég á eftir að hugsa um
hvað tíminn hefur liðið hratt, alveg
eins og ég geri núna sem 20 ára
einstaklingur. Svo mun ég, 40 ára,
hugsa um tilfinninguna að endur-
taka þessi 40 ár. Vonandi get ég
rifjað upp allar góðu minningarnar,
en ég veit að sorg og tár verða stór
hluti af þeim.
Tilfinningin verður jafnvel skrítn-
ari með aldrinum eða kannski skilj-
anlegri. En ef þessi 40 ár endur-
tækju sig yrði ég orðin 80 ára. Ef
ég verð 80 ára mun ég líklega
hugsa um fortíðina sem gærdaginn.
Vá hvað þessi 80 ár hafa liðið hratt,
myndi ég hugsa. En í dag finnst
mér skrítið að hugsa um framtíðina,
80 ára gamla ég er svo fjarri mér,
en ég veit að þegar kemur að því,
þá er þetta alls ekki langur tími.
Tíminn er naumur, því er mikilvægt
að gera það besta úr honum.
Eva
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Hugvekja um tímann
Ljósmynd/Unsplash, Aron Visuals
Hratt líður stund „Í dag finnst mér
skrítið að hugsa um framtíðina.“