Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 40
hlökkun fylgja jólamarkaðinum en þá er öllu tjaldað til. „Þetta er nokk- urs konar uppskeruhátíð,“ segir hann en dagana á undan er vinnu- stofunni breytt í verslun og veit- ingar undirbúnar af kostgæfni enda vel tekið á móti gestum. „Við ákváðum að skreyta jólatré í ár og erum að pakka inn litlum gjöf- um fyrir krakkana sem koma með á markaðinn,“ segir Bjarni en vel er séð um börn á markaðinum þar sem þau fá bæði smákökur og sætindi. „Krökkum hefur alltaf þótt gaman að koma með og það er svo gaman að sjá fólk sem kom hingað fyrst með foreldrum sínum fyrir sextán árum mæta með sínum eigin börnum.“ Bjarni segist baka einar þrjár sortir fyrir markaðinn en vinkonur hans leggi einnig hönd á plóg enda vel tekið á móti gestum. „Það er Bjarni er einn þekktasti listamaður landsins en meðal þeirra sem selja muni eftir hann er hönnunarhúsið Illum í Kaupmannahöfn en það þyk- ir mikill heiður að komast þangað inn. Hér á landi selur Bjarni aðal- lega vörur sínar í Epal og Ramma- gerðinni en ekkert skákar því að komast inn á verkstæði listamanns- ins. Bjarni býr, ásamt eiginmanni sín- um, Guðbrandi Árna Ísberg, í Hrauntungu 20 í Hafnarfirði. Fyrstu árin var hann með vinnustofu í bíl- skúrnum en fyrir nokkrum árum var skúrinn rifinn og byggð vinnustofa sem er samtengd húsinu. Vinnustof- an er sannkallað ævintýraland fyrir fagurkera því þar svigna hillurnar undan alls kyns gersemum af öllum stærðum og gerðum. Bjarni segir alltaf mikla til- mikið vatn runnið til sjávar frá því ég var með fyrsta jólamarkaðinn árið 2007. Þá var ég með tvær hillur úti í bílskúr. Núna er allt húsið und- irlagt og fólk getur gengið um allt og skoðað. Vinnustofan er áföst húsinu en stór gluggi er frá eldhúsinu yfir á verkstæðið, sem opnar rýmin á afar skemmtilegan hátt. Svo getur fólk auðvitað alltaf litið inn fram að jólum þrátt fyrir að markaðnum sé lokið. Við verðum til að mynda með opið hér allar helgar fram að jólum og þrátt fyrir að ég sé að vinna eru allir velkomnir. Það er bara svo gaman að halda jólamark- aðinn. Það má eiginlega segja að hann sé mín uppskeruhátíð,“ segir Bjarni en jólamarkaðurinn hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Opið er frá 10-18 alla dagana og boð- ið upp á góðan afslátt. Jólamarkaður Bjarna hefst í dag Listamaðurinn Bjarni Viðar Sigurðsson hefur getið sér gott orð víða um heim fyrir listsköpun sína og nú gefst aðdáendum hans tækifæri til að heim- sækja hann á vinnustofu sína. Einn vinsælasti jólamarkaður landsins hefst í dag en þá opnar keramiklistamaðurinn Bjarni Viðar Sigurðsson dyrnar að vinnustofu sinni og býður gesti velkomna. Einstakur Í hönnun Bjarna eru engir hlutir eins og því er ótrúlega gaman að raða til borðs með munum frá honum. Vinsæll Matarstell frá Bjarna prýða marga þekkta veitingastaði. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 www.gilbert.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.