Morgunblaðið - 17.11.2022, Qupperneq 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
✝
Árni Snær
Kristgeirsson
fæddist á Akranesi
23. nóvember 1998.
Hann lést 3. nóv-
ember 2022.
Foreldrar Árna
Snæs eru Elín Sig-
ríður Jóhannes-
dóttir, f. 23. des-
ember 1975, og
Kristgeir Kristins-
son, f. 24. nóvem-
ber 1978.
Systir Árna Snæs sammæðra
er Ragnhildur Lovísa, f. 11.
nóvember 2011.
Systkini Árna
Snæs samfeðra eru
Mónika Rán, f. 6.
janúar 2005,
Hanna Líf, f. 23.
september 2010, og
Guðjón Kristinn, f.
13. desember 2011.
Fóstursystir Árna
Snæs er Aníta Sif
Pálsdóttir, f. 9. júlí
1997.
Útför Árna Snæs fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
17. nóvember 2022, kl. 15.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Mortens)
Elsku Árni Snær, elsta barna-
barnið okkar.
Þú varst ljúfur og góður
drengur, guð geymi þig elsku
barn.
Kærleikur, ást og friður fylgi
þér í ljósið. Elskum þig alltaf.
Saknaðarkveðja,
Amma og afi í Óló,
Árný Bára Friðriksdóttir,
Ægir Kristmundsson.
Ég hef áður tekið þung spor í
lífinu og í dag eru sporin mín
mjög þung. Ástæðan er sú að í
dag er ég er að kveðja þig, Árni
Snær ömmustrákurinn minn. Þú
varst kallaður of fljótt í burtu að-
eins 23 ára gamall. Ég er ekki
tilbúin að kveðja þig en það er
ekki spurt að því. Eina sem ég
get huggað mig við er að þú ert
laus við fíknina og hefur frelsi til
að vera hrókur alls fagnaðar og
þú einn hefur völdin núna.
Þú varst fyrsti einstaklingur-
inn sem kallaði mig ömmu og er
ég stolt af því. En fyrir ykkur les-
endur góðir er Elín mamma
Árna Snæs hálfsystir barnanna
minna. Þannig náði ég í ömmutit-
ilinn fyrst.
Þú varst einstaklega góð og
ljúf persóna. Við áttum góðar
samræður þegar þannig stóð á.
Ég man þegar við ræddum sam-
an eftir eitt erfitt tímabil hjá þér
er þú sagðir: „Amma, ég vil læra
að segja nei, ég þarf svo á því að
halda því ég er svo þreyttur.“
Elsku strákurinn minn. Ég man
hvernig mér leið, ég hefði viljað
Árni Snær
Kristgeirsson
taka þig og geta vafið þig í bóm-
ull og sagt þér að allt yrði í lagi
en ég vissi að það yrði ekki þann-
ig, ekki alveg svo einfalt. Ég veit
að þegar bévítans fíknin nær
völdum þá er ekkert annað sem
kemst að. Þó allir hefðu verið til-
búnir að bjarga þér þá er ekkert
sem ræður nema fíknin. En ég
hafði samt alltaf von og í hana
verður maður að halda því ef hún
er ekki til staðar þá verður allt
erfiðara.
Samband ykkar Örvars sonar
míns var sérstakt. Þið voruð góð-
ir félagar og hann Örvar var sko
ekkert að velja hvernig ástandi
þú varst í, hann tók þig til sín og
þið rúntuðuð og spjölluðuð ef þú
þurftir á honum að halda. Ég er
Örvari afar þakklát fyrir það.
Það hefði verið gaman ef þú
hefðir séð mótorhjólið sem ég var
að kaupa. Þú hefðir fílað það í
ræmur að eiga ömmu á mótor-
hjóli.
Hér sit ég eftir hugsandi um
það sem hefði getað orðið ef þú
hefðir haft völdin. Eina sem ég
veit er að það hefði orðið líflegt,
öflugt og skemmtilegt, elsku
Árni Snær minn. Ég er þakklát
fyrir að hafa fengið þig inn í líf
mitt og að hafa ávallt virt þig og
elskað nákvæmlega eins og þú
varst. Ég mun aldrei gleyma þér,
Árni Snær.
Elsku litla fallega fjölskylda,
Elín mamma Árna Snæs og
Ragnhildur Lovísa systir hans,
ég votta ykkur mína innilegustu
samúð í þeirri sorg sem þið
standið frammi fyrir vegna frá-
falls ástkærs sonar og bróður.
Elsku Kristgeir, pabbi Árna
Snæs og fjölskylda, hjartans
samúðarkveðjur til ykkar og
megið þið fá allan þann styrk er
þið þurfið til að halda áfram.
Ömmum, öfum og öðrum að-
standendum sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Hönd þín snerti
sálu okkar.
Fótspor þín liggja
um líf okkar allt.
(Úr Gleym-mér-ei)
Jóhanna amma.
Elsku, elsku Árni Snær. Það
var erfiður dagur þegar tilkynn-
ingin um andlát þitt barst. Það
var erfitt að trúa því að nú værir
þú farinn frá okkur.
Ég man eins og það hefði gerst
í gær þegar mamma þín sagði
mér að þú værir væntanlegur í
heiminn. Ó hvað ég var spennt.
Og þegar þú fæddist og okkur
Ægi bróður var skutlað upp á
Akranes til að kíkja á þig, ó ég
var svo stolt stóra frænka. Við
vorum alltaf svo góðir vinir og
höfum brallað ýmislegt í gegnum
tíðina. Við höfum skapað fullt af
fallegum minningum saman í
gegnum tíðina.
Manstu þegar við fórum með
langafa að veiða í Hvalfirðinum?
Eða þegar við elduðum fiskiboll-
ur sem amma í Óló bjó til? Eða
þegar ég skutlaði þér nýlega til
tannlæknis og við villtumst í
Kópavogi? Það var alltaf stutt í
gleðina og hláturinn og ekki
vantaði upp á húmorinn hjá þér.
Þú varst með svo fallega sál og
fallegt hjarta og vildir öllum vel.
Minning þín lifir að eilífu og
mundu að þú alltaf stóran stað í
hjarta mínu, að eilífu.
Ég vona að þér líði vel núna og
ég veit að þú ert umvafinn engl-
um.
Þín að eilífu,
Steinunn Bára.
✝
Erla Stefáns-
dóttir fæddist á
Gautsstöðum á Sval-
barðsströnd 22.
ágúst 1931. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Ljósheimum,
Selfossi, 7. nóv-
ember 2022. For-
eldrar Erlu voru Ída
Kamilla Þórarins-
dóttir húsfreyja, f.
7.9. 1908, d. 10.5.
1994, og Stefán Ásgeirsson bóndi,
f. 5.2. 1902, d. 4.2. 1993, Gauts-
stöðum, Svalbarðsströnd. Erla
var elst af fimm systkinum: Sig-
rún, látin, Svandís, Ásgeir, látinn,
yngst er Elsa.
Erla gekk í Barnaskólann á
Svalbarðsströnd og síðar í Tó-
vinnuskólann á Svalbarði. Þótt
skólagangan hafi ekki verið löng
var Erla vel lesin og fróðleiksfús.
Öll handavinna lék ætíð í höndum
hennar og eru útsaums- og
prjónaverkin óteljandi sem eftir
Erla og Sveinbjörn keyptu
jörðina Skáldalæk í Svarfaðardal
1949 og bjuggu þar allt til ársins
1972 er þau fluttu búferlum til
Akureyrar. Á Akureyri vann Erla
meðal annars í Niðursuðuverk-
smiðju K. Jónssonar, við ræst-
ingar í versluninni Amaró og í
þvottahúsinu Mjallhvíti, hjá föð-
urbræðrum sínum.
Haustið 1986 flutti Erla suður
á Selfoss. Þar starfaði hún sem
heimilishjálp þar til að hún fór á
eftirlaun. Erla fluttist búferlum
til Grindavíkur og giftist Jóni
Valgeiri Guðmundssyni,
útgerðarmanni, f. 4.6. 1921, d.
26.9. 2020, þann 15. maí 1999. Jón
átti þrjú börn. Þau hjónin bjuggu
á Skólabraut 4, í húsi sem Jón
byggði sjálfur. Síðustu tvö árin
sem hann lifði bjuggu þau í þjón-
ustuíbúð í Víðihlíð og Erla síðar á
hjúkrunardeildinni. Síðustu 15
mánuðina bjó Erla á hjúkrunar-
heimilinu Ljósheimum á Selfossi.
Afkomendur Erlu eru orðnir 75
að tölu.
Útför Erlu Stefánsdóttur fer
fram frá Grindavíkurkirkju í dag,
17. nóvember 2022, kl. 14.
hana liggja.
Þann 14. janúar
1950 giftist Erla
Sveinbirni Níelssyni
bónda, f. 14.1. 1905,
d. 18.3.1978.
Eignuðust þau
sex börn sem eru:
Stefán, f. 1950, hans
kona er Sigríður
Sigurlaug Jóns-
dóttir, f. 1953. Þau
eiga þrjú börn.
Anna Dýrleif, f. 1951, hennar
maður er Hallur Steingrímsson, f.
1948. Þau eiga fimm börn. El-
ínrós, f. 1953, hennar maður er
Jón Viðar Þorsteinsson, f. 1952.
Þau eignuðust fimm börn, tvö eru
látin. Ída Sigrún, f. 1954. Hennar
börn eru fjögur, þar af eitt látið.
Aðalheiður Matthildur, f. 1960,
hennar maður er Erling Péturs-
son, f. 1942. Samtals eiga þau sjö
börn. Finnur, f. 1967, hans kona
er Elísabet Stefánsdóttir, f. 1970,
Þau eiga samtals tvö börn.
Elsku amma.
Það eru forréttindi að vera 45
ára og eiga ömmu. Ömmu í
vinnunni eins og ég kallaði þig
alltaf, ég átti tvær ömmur, þig
sem varst alltaf í vinnunni og svo
ömmu Steingerði í sveitinni sem
var ekki í vinnu, en þannig hugs-
aði ég sem barn. Ég veit það
samt núna að báðar ömmurnar
mínar unnu hörðum höndum allt
sitt líf. Ég man eftir því þegar ég
fékk að gista hjá þér í Laxagöt-
unni, þetta var svo spennandi og
að fara með þér að skúra í Am-
aro, svo fékk ég „rónasteik“ með
bökuðum baunum í kvöldmat.
Síðan fluttir þú á Selfoss og svo
til Grindavíkur til afa Jóns, ég á
fullt af minningum af Skóla-
brautinni, margra klukkutíma
ferð um Grindavík með frábærri
leiðsögn Jóns. Hann var gull af
manni og ég mun alltaf kalla
hann afa Jón. Það var alltaf gam-
an að koma í Grindavík, kíkja út í
gróðurhús og smakka vínber
þegar það mátti. Leikvöllur hin-
um megin við götuna þar sem
krakkarnir mínir áttu ófáar
stundirnar. Þau eiga líka minn-
ingar um að hafa verið að kubba
á stofugólfinu, afi að púsla við
borðstofuborðið og við að ræða
daginn og veginn í eldhúsinu.
Þegar ég lét vinnufélagana bíða í
rútunni því ég varð að stökkva
inn til ykkar og segja hæ þegar
ég var í vinnuferð í Grindavík.
Sjávarútvegurinn var Jóni í blóð
borinn og oftar en ekki ræddum
við sjómennskuna og veiðar, nýju
skipin í Grindavík og hversu vel
þið bæði töluðuð um vinnuveit-
anda minn, Samherja hf.
Að hafa getað hitt þig og hald-
ið í hönd þína tveimur dögum áð-
ur en þú kvaddir þessa jarðvist
er mér ómetanlegt. Ég mun allt-
af muna það síðasta sem þú sagð-
ir við mig áður en ég kvaddi þig,
hversu stolt þú værir af því að af-
komandi þinn ynni hjá svo frá-
bæru fyrirtæki sem Samherji
væri.
Ég veit að það hefur verið vel
tekið á móti þér í sumarlandinu,
væntanlega verið eitt stórt partí.
Við hittumst síðar
Kossar og knús
Sigrún Alda
Viðarsdóttir.
Elsku Erla frænka, þá ertu
loksins búin að fá langþráða
hvíld. Það hefur örugglega verið
mikil gleði í móttökunefndinni
sem beið þín. Mikið er ég þakklát
fyrir að hafa haft þig í lífi mínu
sem fyrirmynd, jafningja, banda-
mann, móðu og svo óteljandi
margt fleira. Minningarnar um
þig hafa streymt fram síðustu
dagana. Þú fórst þínar eigin leið-
ir í lífinu, sem ekki var alltaf
dans á rósum, Gautsstaðarþráinn
kom sér þá oft vel. Þú varst um
margt á undan þinni samtíð,
varst drífandinn í Gautsstaðar-
systrahópnum, komst á systra-
helgum sem að ég man hvað voru
mömmu mikilvægar, bæði
skemmtanagildið og að efla
tengslin. Sambandið ykkar á
milli var mikið og sterkt sem
kom svo sannarlega í ljós eftir að
Erla Stefánsdóttir mamma veiktist, það var ekki
auðvelt fyrir þig, frekar en okkur
hin, að horfa upp á hana hverfa
frá okkur, hægt og hljótt. Allur
þinn stuðningur þá var ómetan-
legur, óteljandi símtöl, heim-
sóknir norður, fötin sem þú
komst með handa henni úr einni
Kanaríferðinni þinni, því við
höfðum sammælst um að tími
væri kominn til að fata konuna
almennilega upp. Þessi góðu
tengsl héldu svo áfram hjá okkur
tveim. Sumarið 2008 hringdi ég í
þig því Ída amma hafði vitjað
mín í draumi og minnti á að 100
ára afmælið hennar nálgaðist.
Man hvað þú hlóst og sagðir að
þið systur hefuðu rætt þetta en
framkvæmdasemin væri ekki
mikil. „Blessunin, henni leiðist
hangsið í okkur.“ Haldið var upp
á afmælið í Víðigerði með mikl-
um sóma af ykkur systrum.
Það er mér svo dýrmætt
hversu vel þú tókstu alltaf á móti
mér og mínum, hvort sem það
voru krakkarnir mínir, sem
minnast þín með mikilli hlýju,
vinir eða erlendir gestir sem
komu alla leið frá Nýja-Sjálandi
og Afríku. Þú fylgdist alltaf vel
með, varst forvitin um hvernig
lífið gengi hjá krökkunum, hvað
ég væri að brasa, hvert ferðinni
væri heitið næst. Þú hafðir
lúmskt gaman af því hvað fólk
gat óskapast yfir þessum þvæl-
ingi á mér. Þér fannst öðrum
ekki koma þetta við og studdir
mig heils hugar, hvort sem þetta
voru námskeiðaferðir til Bret-
lands eða hjálparstarf í Tansan-
íu. Mikið er ég þakklát fyrir allar
dýrmætu samverustundirnar
okkar sl. ár, þrátt fyrir Covid-
ástandið. Margt var spjallað um
menn og málefni enda fylgdist þú
ætíð vel með fréttum og hafðir
sterkar skoðanir. Þær minningar
munu ylja um ókomna tíð. Í síð-
ustu heimsókninni í september
fundum við báðar að þetta yrði
líklega í síðasta skiptið sem við
sæumst hérna megin, kveðjuorð-
in hjá okkur báðum voru: „Mér
þykir óskaplega vænt um þig
elskuleg.“ Hafðu mikla þökk fyr-
ir allt, elsku Erla mín.
Sigríður Rósa
Sigurðardóttir.
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HELGA GUÐRÁÐSDÓTTIR,
Kópareykjum,
lést á Brákarhlíð 11. nóvember.
Útförin fer fram frá Reykholtskirkju
laugardaginn 19. nóvember klukkan 14.
Þakkir til Brákarhlíðar Borgarnesi fyrir hlýju og umönnun.
Eyjólfur Sigurjónsson
Vigdís Helga Eyjólfsdóttir Sigurjón Kárason
Erla Eyjólfsdóttir Jón Halldórsson
Kristín Eyjólfsdóttir Guðmundur Guðlaugsson
Jón Eyjólfsson Rebecca Dorn
Lára Eyjólfsdóttir Sigurvin Hreiðarsson
og afkomendur
Ástkær faðir okkar,
RAGNAR ZOPHONÍASSON,
lést á Sunnuhlíð 30. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar
fyrir góða umönnun.
Helena Steinunn Ragnarsdóttir
Ólafur Örn Ragnarsson
Friðrik Ragnarsson
Móðir okkar, amma og langamma,
SIGURVEIG RÖGNVALDSDÓTTIR
frá Flugumýrarhvammi,
lést 11. nóvember.
Hún verður jarðsungin frá Flugumýrarkirkju
laugardaginn 19. nóvember klukkan 13:30.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Börn og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
sambýliskona, amma og langamma,
SÓLVEIG SÖRENSEN
frá Ísafirði,
lést á Landspítalnum í Fossvogi
föstudaginn 11. nóvember.
Útförin fer fram frá Garðakirkju, þriðjudaginn
22. nóvember klukkan 15.
Anna Kristín Jónasdóttir
Ásgerður Jónasdóttir Guðmundur Einarsson
Erna Björk Jónasdóttir Kristján G. Kristjánsson
Sólveig Sigríður Jónasdóttir Kjartan Jónsson
Sveinn Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástær móðir, tengdamóðir og amma,
LAUFEY KRISTINSDÓTTIR,
Boðagranda 2a,
Reykjavík,
lést á húkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 12. nóvember.
Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn
22. nóvember klukkan 15.
Þorbjörg Magnúsdóttir Ragnar Karlsson
Magnús Reynir Rúnarsson Björk Úlfarsdóttir
Laufey Svafa Rúnarsdóttir Kjartan Hugi Rúnarsson