Morgunblaðið - 17.11.2022, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
DÆGRADVÖL48
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
HVÍTANE
Merínó húfa
Kr. 3.990.-
FUNI unisex dúnúlpa
Kr. 33.990.-
REYKJAVÍK ullarúlpa
Kr. 47.990.-
BRIMN
meðalþ
Kr. 2.1
GEYSIR ullarjakki
Kr. 28.990.-
ASOLO Falcon
Kr. 29.990.-
GRÍMSEY hanska
Kr. 2.990.-
r
ES
ykkir sokkar
50.-
VINDUR barna ullarúlpa
Kr. 18.990.-
AKUREYRI weekend taska
Kr. 6.990.-
S
Hlýjar Gjafir
Ólafur Pétur Pálsson verkfræðiprófessor – 60 ára
Alsæll með afahlutverkið
Ó
lafur Pétur Pálsson
fæddist á Blönduósi 17.
nóvember 1962 en ólst
upp á Höllustöðum í
Blöndudal.
Hann hóf skólagöngu sína í
Húnavallaskóla sem þá var að taka
til starfa og var öll átta árin þar
á heimavist. Eftir einn vetur við
Reykjaskóla í Hrútafirði, þar sem
hann tók samræmdu prófin, lá leið
hans í Menntaskólann á Akureyri
þaðan sem hann varð stúdent vorið
1982.
„Það eru líklega ekki margir sem
hafa verið lengur á heimavist en ég,“
segir Ólafur, „þrettán vetur á Íslandi
og tvo til viðbótar í Danmörku.
Reyndar var ég forseti heimavist-
arráðs síðustu tvo vetur mína á
Akureyri og bjó á herbergi sem bar
nafnið Bessastaðir,“ segir hann og
glottir.
Á sumrin hjálpaði Ólafur til við
búskap á Höllustöðum. „Skemmtileg-
ustu verkin voru að snúast í kringum
hross og fara í göngur á Auðkúlu-
heiði.“
Eftir nám í vélaverkfræði við Há-
skóla Íslands, sem hann lauk 1987, fór
Ólafur Pétur til Kaupmannahafnar. Í
upphafi átti einungis að bæta við sig
meistaragráðu í verkfræði en örlögin
höguðu því þannig að hann bætti við
sig doktorsprófi líka á meðan hann
beið eftir að konan hans kláraði sitt
verkfræðinám þar. „Ég kynntist
Ragnheiði fyrst á Hviids Vinstue á
bjórkvöldi verkfræðinema,“ bætir
Ólafur Pétur við kíminn.
Eftir heimkomuna frá Danmörku
haustið 1993 bauðst Ólafi Pétri starf
sérfræðings við verkfræðideild Há-
skóla Íslands og hefur hann starfað
þar síðan sem fræðimaður, dósent og
sem prófessor í véla- og iðnaðarverk-
fræði frá árinu 2007. „Ég hef unun af
því að kenna og kynnast ungu og efni-
legu fólki og fylgjast með framgangi
þess eftir námið,“ segir Ólafur Pétur
aðspurður um starf sitt. „Síðari ár
hef ég haft gleði af ýmsum trúnaðar-
og stjórnunarstörfum sem mér hafa
verið falin.“ Ólafur Pétur er varafor-
seti háskólaráðs Háskóla Íslands,
formaður endurskoðunarnefndar
háskólaráðs, fulltrúi í stjórn Mið-
stöðvar framhaldsnáms, í stjórn
Afreks- og hvatningarsjóðs og í
Færeyjarnefnd. Auk þess er Ólafur
Pétur í framkvæmdanefnd vegna
nýbyggingar fyrir Heilbrigðisvísinda-
svið og framkvæmdanefnd vegna
flutnings Menntavísindasviðs á Sögu.
Áður hefur Ólafur Pétur verið forseti
Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og
Í GautaborgÓlafur Pétur og Ragnheiður ásamt afkomendum á skírnardegi Sigurðar Björgvins í ágúst 2022.
FjölskyldanHjónin og börnin í Ásbyrgi sumarið 2020. Hjónin Ólafur Pétur og Ragnheiður við Fjallsárlón 2019.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Helga Lind Pálsdóttir
40 ÁRA Helga fæddist í Reykjavík en
ólst upp í Vestmannaeyjum og á Selfossi
þar sem hún býr nú ásamt fjölskyldu sinni.
Hún er félagsráðgjafi að mennt frá HÍ og
starfar sem félagsráðgjafi á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands. Helga er bæjarfull-
trúi í Árborg. Áhugamálin eru fjölskyldan,
vinir og útivera. Helga er einnig sérlegur
áhugamaður um að skapa góðar og
skemmtilegar minningar.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Helgu er
Tómas Davíð Ibsen, f. 1983, framhalds-
skólakennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands
og ökukennari. Synir þeirra eru Gabriel
Logi, f. 2010, og Aron Eli, f. 2014. For-
eldrar Helgu eru Klara Gunnarsdóttir, f. 1955, hjúkrunarfræðingur, og Páll
Ragnarsson, f. 1952. Páll lést 1. janúar 1983. Stjúpfaðir Helgu og eiginmaður
Klöru er Víðir Óskarsson, f. 1961, læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Nýr borgari
Klausturhólar, Grímsnesi
Evían Gunnar Hoffmann
Einarsson fæddist 23.
september 2022 kl.
23.58. Hann vó 3.680
g og var 51 cm langur.
Foreldrar hans eru Einar
Á. Hoffmann Guðmunds-
son og Lilja Hrafndís
Magnúsdóttir.
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Þú þarft að leggja rækt við
samband þitt við aðra. Þú færð boð í
brúðkaup fljótlega.
20. apríl - 20. maí B
Naut Þú þarft ekki að gleypa allan heim-
inn fyrir hádegi. Oft er gott að hugsa
aðeins fram í tímann og búa sig undir
komandi verkefni.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Gættu þess að láta ekki
vinaböndin trosna, heldur leggðu þig
fram um að rækta þá, sem þér eru kærir.
Neikvæðni kemur þér ekkert.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Haltu fast utan um pyngjuna því
einhver nákominn þér er farinn að gerast
helst til ágengur. Vandaðu valið þegar
kemur að húsgögnum.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Aðstæður í vinnunni draga úr þér
kjark þar sem þér finnst þér og öðrum
misboðið. Þú getur ekki haldið öllu gang-
andi heima ein/n, fáðu aðstoð.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Örlæti er eitt, að spreða er annað.
Uppáhaldsviðfangsefni þín eru viðskipti,
tungumál og ferðalög. Þú munt fá fullt
af tækifærum á komandi ári til að sinna
þessum áhugamálum.
23. september - 22. október G
Vog Það er óvenjumikil viðkvæmni í
loftinu í dag og því hætt við deilum og
sárindum. Gerðu eins mörg góðverk og
hægt er.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Það er svo sem allt í lagi að
taka áhættu þegar líkurnar eru góðar og
lítið liggur við. Trúin flytur fjöll.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Þótt ýmsar áhyggjur sæki
að þér, skaltu ekki láta þær draga úr þér
kjarkinn. Ráðfærðu þig við félagana og
taktu svo stökkið.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Þú munt ekki sjá eftir því að
eyða tíma með börnum á næstunni. Þér
finnst hrósið gott.
20. janúar - 18. febrúar K
Vatnsberi Hóf er best á hverjum hlut.
Þér finnst kjaftasögur hvimleiðar og
tekur ekki þátt í því að breiða þær út.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Það er ekki þess virði að vera
að pirra sig út í vini sína í dag. Gömul
fjölskyldumál reyna á þolinmæði þína.