Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 Frá Keflavík til Svíþjóðar Keflvíkingurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson er genginn til liðs við sænska knattspyrnufélagið Öster og skrifaði hann undir þriggja ára samning við félag- ið. Rúnar, sem er 22 ára, hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Ísland og þá á hann að baki 33 leiki í efstu deild fyrir Keflavík þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Garðbæingurinn Alex Þór Hauksson er samningsbundinn Öster og þá er Srdjan Tufegdzic þjálfari liðsins. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Öster Rúnar Þór Sigurgeirsson skrifaði undir þriggja ára samning. Frestað í Eyjum vegna veðurs Leik ÍBV og KA/Þórs, sem fara átti fram í bikarkeppni kvenna í handknattleik í gær, Coca Cola-bikarnum, var frestað vegna veðurs. Til stóð að Akureyringar myndi ferðast í leikinn í gær en ekkert varð úr því vegna slæms veðurs á Suðurlandi. Viðureign liðanna er liður í 1. umferð keppninnar en nýr leik- tími fyrir einvígið hefur ekki ver- ið tilkynntur af Handknattleiks- sambandi Íslands. Ljósmynd/Sigfús Gunnar FrestaðNýr leiktími einvígisins hefur ekki verið kynntur. Subway-deild kvenna Breiðablik – Grindavík .......................... 65:89 Njarðvík – Fjölnir .................................... 92:67 ÍR – Valur .................................................. 74:76 Haukar – Keflavík................................. (30:43) Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Staðan fyrir leik Hauka og Keflavíkur: Keflavík 9 9 0 745:577 18 Haukar 8 7 1 638:477 14 Valur 9 7 2 693:601 14 Njarðvík 10 6 4 797:774 12 Grindavík 10 4 6 763:767 8 Fjölnir 10 3 7 701:778 6 Breiðablik 10 2 8 634:789 4 ÍR 10 0 10 610:818 0 1. deild kvenna Aþena – Stjarnan .................................... 83:91 Evrópubikarinn Dudelange – Namur ............................. 52:89⚫Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 6 stig og tók 3 fráköst á 21 mínútu fyrir Namur. Coca Cola-bikar kvenna 1. umferð: Víkingur – Fjölnir/Fylkir ....................... 31:27 EM kvenna Milliriðill 1 í Ljubljana: Noregur – Danmörk.............................. 29:31⚫Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs. Króatía – Svíþjóð...................................... 27:31 Ungverjaland – Slóvenía ........................ 29:25 Lokastaðan:Danmörk 8 stig, Noregur 8, Sví- þjóð 6, Slóvenía 4, Króatía 2, Ungverjaland 2. Milliriðill 2 í Skopje: Frakkland – Spánn.................................. 36:23 Holland – Svartfjallaland....................... 42:25 Rúmenía – Þýskaland............................. 28:32 Lokastaðan: Frakkland 10 stig, Svartfjalla- land 6, Holland 5, Þýskaland 4, Spánn 3, Rúmenía 2. Þýskaland Stuttgart –Magdeburg....................... 28:32⚫Ómar IngiMagnússon skoraði 5mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson 3. Erlangen – Kiel...................................... 27:34⚫Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen. Frakkland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Créteil – Nantes .................................... 29:34⚫Viktor Gísli Hallgrímsson varði 15 skot í marki Nantes. Danmörk Skjern –Midtjylland ........................... 28:23⚫Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað hjá Skjern. Mors – Ribe-Esbjerg ............................ 33:25⚫Elvar Ásgeirsson skoraði 2mörk fyrir Ribe- Esbjerg en Arnar Birkir Hálfdánsson komst ekki á blað. Ágúst Elí Björgvinsson varði 6 skot í marki liðsins. Lemvig – SönderjyskE ......................... 23:18⚫Daníel Freyr Ágústsson kom ekki við sögu hjá Lemvig. Kolding – Tvis Holstebro.................... 24:23⚫Halldór Jóhann Sigfússon er aðstoðar- þjálfari Holstebro. Noregur Elverum – Bækkelaget........................ 34:38⚫Orri Freyr Þorkelsson skoraði 1 mark fyrir Elverum. Svíþjóð Alingsås – Skövde................................. 26:26⚫Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 5 mörk fyrir Skövde. Sävehof – Kristianstad ....................... 28:28⚫Tryggvi Þórisson komst ekki á blað hjá Sävehof. Eystrasaltsbikar karla Leikið í Lettlandi og Litháen: Litháen – Ísland ............................... 5:6 (0:0) Lettland – Eistland.............................. 6:4 (1:1) Ísland mætir Lettlandi í úrslitaleik í Riga á laugardaginn. Undankeppni EM U19 karla Riðill í Skotlandi: Skotland – Ísland....................................... 0:1⚫Orri Steinn Óskarsson skoraði sigurmark Íslands á 70. mínútu. Frakkland – Kasakstan .......................... 7:0. Frakkland 3 stig, Ísland 3, Skotland 0, Kasakstan 0. Vináttulandsleikir karla Sádi-Arabía – Króatía................................. 0:1 Sameinuðu furstadæmin – Argentína..... 0:5 Tékkland – Færeyjar .................................. 5:0 Óman – Þýskaland ...................................... 0:1 Mexíkó – Svíþjóð .......................................... 1:2 Meistararnir mæta til leiks AFP/Franck Fife Mikilvægir Pierre-Emile Höjbjerg og Antoine Griezmann eru lykilmenn. lTekst Dönum að leggja heims- meistarana aftur? D-RIÐILL Jóhann Ingi Hafþórsso johanningi@mbl.is n Keppni í D-riðli á HM karla í fót- bolta í Katar hefst mánudaginn 22. nóvember. Mætast þá Frakkland og Ástralía annars vegar og Danmörk og Túnis hins vegar. Morgun- blaðið mun fara yfir hvern riðil fyrir sig á mótinu og hita upp fyrir heimsmeistaramótið. Hér verður farið yfir D-riðil. Frakkland Frakkar eru ríkjandi heimsmeist- arar eftir sigurinn í Rússlandi fyrir fjórum árum síðan. Franska liðið er hins vegar vængbrotið, því hvorki Paul Pogba né N’Golo Kanté verða með á mótinu vegna meiðsla. Vegna þessa er miðja franska liðsins í Katar mikið spurningarmerki. Þá hafa Frakkar aðeins unnið einn af síðustu sex keppnisleikjum. Þrátt fyrir það ætlar franska liðið sér stóra hluti á HM, með þá Karim Benzema og Kylian Mbappé fremsta í flokki í sóknarleiknum, með Antoine Griezmann þar fyrir aftan. Hugo Lloris er gríðarlega reynslumikill í markinu og með sterka vörn fyrir framan sig. Mótið gæti verið það síðasta hjá Didier Deschamps á hliðarlínunni, en Zinedine Zidane þykir líklegur til að taka við eftir mótið. Það væri fullkominn endir fyrir Deschamps að kveðja franska liðið með því að verja heimsmeistaratitilinn. Mótið í Katar verður 16. heims- meistaramót Frakka. Frakkar urðu heimsmeistarar á heimavelli 1998 og svo aftur í Rússlandi 20 árum síðar. Frakkland komst einnig í úrslit í Þýskalandi 2006 en tapaði fyrir Ítalíu í frægum úrslitaleik, þar sem áðurnefndur Zidane fékk eitt frægasta rauða spjald í sögu heimsmeistaramótsins. Danmörk Danska landsliðið hefur verið á miklu skriði. Liðið fór í undan- úrslit á EM á síðasta ári og hefur síðan þá unnið Frakkland tvisvar í Þjóðadeildinni. Sigurinn á Parken í september var sérlega sannfærandi. Það verður því afar áhugavert að sjá hvort Danir geti endurtekið leikinn á stærsta sviðinu og unnið ríkjandi heimsmeistarana enn og aftur. Danir unnu níu af tíu leikjum sínum í undankeppni HM og líta gríðarlega vel út. Christian Eriksen er mættur aftur á stórmót með landsliðinu, eftir hjartastoppið á EM á síðasta ári. Hann er lykilmaður í liðinu með akkerin Pierre-Emile Højbjerg og Thomas Delaney fyrir aftan sig. Þá er Kasper Schmeichel alltaf traust- ur í markinu. Kasper Hjulmand hefur gert glæsilega hluti með danska liðið og Jesper Engmann, blaðamaður Jót- landspóstsins, segir hann stærstu ástæðu þess að Danir séu orðnir ástfangnir af landsliðinu sínu aftur. Mótið í Katar verður sjötta mót danska liðsins. Besti árangurinn er átta liða úrslit í Frakklandi 1998. Liðinu hefur aðeins einu sinni mis- tekist að komast upp úr riðlinum, en á hinn bóginn aðeins einu sinni unnið leik í útsláttarkeppninni. Ástralía Ferðalag Ástralíu til Katar var lengra en flestra. Ástralía lék 20 leiki í undankeppninni yfir 1.008 daga tímabil, áður en liðið tryggði sér loks farmiðann á lokamótið. Ástralía vann Perú í hreinum úr- slitaleik í umspili eftir framlengingu og vítakeppni. Ástralir eru með á fimmta loka- mótinu í röð, sem er mikið afrek þar sem fótbolti er aðeins í þriðja sæti yfir vinsælustu íþróttir þjóðar- innar. Bæði ástralskur fótbolti og rúgbí eru vinsælli en knattspyrna í Ástralíu. Ástralía græðir vissulega á því að vera í nokkuð þægilegri undankeppni í Asíu, en þrátt fyrir það átti liðið í stökustu vandræðum í undankeppninni. Liðið tapaði fyrir Sádi-Arabíu, Japan og tapaði stig- um gegn Kína og Óman, sem varð til þess að liðið lék umspilsleikinn við Perú. Graham Arnold stýrir liði Ástr- alíu. Margir vildu að hann fengi reisupassann vegna árangursins í undankeppninni, en hann bjargaði sér með því að fagna sigri í umspil- inu. Ajdin Hrustic, leikmaður Hellas Verona á Ítalíu, er besti leikmaður Ástralíu um þessar mundir, en minna er um stjörnur í liðinu en á árum áður. Tim Cahill, Mark Viduka og Harry Kewell eru því miður allir hættir. Mótið í Katar verður sjötta mót Ástralíu. Liðið komst í 16-liða úrslit í Þýskalandi árið 2006, en hefur þess utan aldrei komist upp úr riðlinum. Það breytist líklegast ekki í ár, þar sem Danir og Frakkar eru með mun sterkari lið. Túnis Margir leikmenn sem léku með Túnis í Rússlandi árið 2018 eru enn í liðinu, en síðan þá hafa bæst við sterkir leikmenn á borð við Hannibal Mejbri, Aïssa Laïdouni, Omar Rekik, Yan Valery, Chaïm El Djebali og Anis Ben Slimane. Þeir höfðu allir kost á að spila fyrir önnur landslið, en kusu að leika með Túnis. Túnis hefur verið á fínu skriði undanfarna mánuði og hefur þjálfarinn Jalel Kadri aðeins tapað einum leik sem stjóri liðsins, en það var vináttuleikur gegn Brasilíu. Þá er fyrirliðinn Youssef Msakni klár í slaginn, en hann missti af mótinu í Rússlandi vegna meiðsla. Það er einnig vert að fylgjast með áðurnefndum Aïssa Laïdouni, sem er sterkur miðjumaður Ferencváros í Ungverjalandi. Hann kaus að leika með Túnis, frekar en Alsír. Túnis er á leiðinni á sitt sjötta heimsmeistaramót. Liðið hefur aldrei komist upp úr riðlakeppninni og aðeins unnið tvo leiki af fimmtán á lokamótinu. Danir síðastir í undanúrslit Danmörk varð í gær síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undan- úrslitumEM2022 í handknattleik kvenna, sem fer nú fram í Ljublj- ana í Slóveníu og Skopje í Norð- ur-Makedóníu. Sæti Dana var í höfn áður en liðið lék gegn ríkjandi Evrópumeistur- umNoregs, semÞórirHergeirs- son þjálfar, í gærkvöldi þar sem heimakonur í Slóveníu töpuðu leik sínumgegnUngverjalandi fyrr umdaginn ímilliriðli 1, 25:29, og þarmeð var ljóst aðDanmörk færi áfram. Svíþjóð átti einnig veika von og hafði betur gegnKróatíu, 31:27, í riðlinum en þar semDanir stóðu betur að vígi í innbyrðis viðureigninni gegn Svíummátti sigurinn einu gilda. Danmörk gerði sér annars lítið fyrir og vannNoreg 31:29, og þar meðmilliriðil 1. Frakkland vannmilliriðil 2 með fullu húsi stiga eftir öruggan 36:23-sigur á Spáni í gærkvöldi og þarmeð er ljóst hvaða liðmætast í undanúrslitum. Frakklandmætir Noregi ogDanmörkmætir Svart- fjallalandi. gunnaregill@mbl.is AFP/Jure Makovec EM Þórir Hergeirsson þjálfari Noregs niðurlútur eftir tapið gegn Dan- mörku í milliriðli 1 á EM 2022 í gær. Með sigrinum vann Danmörk riðilinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.