Morgunblaðið - 17.11.2022, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 17.11.2022, Qupperneq 60
Í lausasölu 822 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. Sími 569 1100 Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 321. DAGUR ÁRSINS 2022 MENNING Fleiri verk Jóns Sigurðar Thoroddsen sýnd í Galleríi Gróttu Sýningin Fleiri verk verður opnuð í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi í dag, 17. nóvember. Á henni má sjá verk Jóns Sigurðar Thoroddsen sem „málaði ungur maður á þeim tíma þegar ungdómur Vesturlanda gerði uppreisn gegn ríkjandi hefðum“, eins og segir í tilkynningu. Eru verk hans sögð einkennast af stillileika, fágaðri myndbyggingu og sterkri litanotkun en áhrifamest séu átökin og leitin sem þau vitni um. „Ástir karl- manna voru stórt viðfangsefni, en á þessum árum var ekki auðvelt að vera samkynhneigður á Íslandi. Hann dvaldi á yngri árum í París, München og Kaup- mannahöfn,“ segir í tilkynningunni. ÍÞRÓTTIR Guðmundur Ágúst tryggði sér sæti á Evrópumótaröðinni Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG tryggði sér í gær keppnisrétt á Evrópumóta- röðinni í golfi á næsta keppnistímabili. Guðmundur lék afar vel á lokaúrtökumóti fyrir mótaröðina á Infinitum-golfsvæðinu sem er rétt við bæinn Tarragona á Spáni. Guðmundur lék hringina sex á samtals 18 höggum undir pari en hann lék best á öðrum hring, eða á sjö höggum undir pari. » 51 Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. Nú 135.920 kr. Nú 175.920 kr. Nú 10.320 kr. Verðdæmi: 180 x 200 cm. Fullt verð: 275.900 kr. Nú 232.720 kr. SealyHYATT heilsurúm með Classic botni Frábær heilsudýna með háþróuðu gormakerfi sem veitir stuðning, þægindi og endingu. KOLDING hægindastóll Stillanlegur hægindastóll með skammel. Ýmsir litir. Fullt verð: 169.900 kr. 20% AFSLÁTTUR JÓL JÓLIN ERU Í DORMA Frábært úrval og gott verð 20% AFSLÁTTURAF ÖLLUMSÆNGUM OGKODDUM DIMMA baðsloppur Einstaklega fallegur og mjúkur baðsloppur. Sloppurinn er úr 100%Micro bómull og kemur í hvítum og gráum lit og stærðunum S, M, L, og XL Fullt verð 12.900 kr. 20% AFSLÁTTUR JÓL HOUSTON tungusófi Flottur sófi í Kentucky bonded leðuráklæði. Grár eða koníakslitaður. Fullt verð: 219.900 kr. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð og vö ru up pl ýs in ga r ía ug lý si ng un ni er u bi rt ar m eð fy ri rv ar a um pr en tv ill ur . Skrúðgarðyrkjumeistarinn Helle Laks hefur nóg að gera stærstan hluta ársins en það er helst í des- ember og janúar sem hún gefur sér tíma til að líta upp frá verkunum. „Reyndar er ýmislegt hægt að gera á veturna eins og að hengja upp jólaseríur og sinna snjómokstri, en ég tek mér gjarnan sumarfrí á þess- um tíma, prjóna og baka fyrir fjöl- skylduna. Er þá svolítil mamma.“ Helle fæddist og ólst upp í Svíþjóð, er hálfur Eisti og Sami að hluta til. Hún tamdi íslenska hesta í eitt og hálft ár og heillaðist af þeim, flutti til Íslands 2001, féll fyrir landi, veðri og þjóð og hefur fest hér ræt- ur. „Vinur minn í Svíþjóð sparkaði mér eiginlega hingað, sagði mér að hann væri búinn að útvega mér vinnu við hestatamningar á íslensk- um sveitabæ, í Fellskoti í Biskups- tungum, og ég sló til. Ég vann þar en einn daginn hoppaði ég upp í rútuna að Hólum, tók inntökupróf í skólann, flaug inn og lauk tveggja ára hestafræðináminu, sem þá var.“ Góð í íslensku Íslenskan vefst ekki fyrir Helle og hún er ánægð með háttalag Íslendinga. Fjölskyldan hafi út- búið spjald með áletruninni Helle stúdent, þetta reddast, þegar hún útskrifaðist 1995 og það hafi hún upplifað löngu síðar hérlendis. „Þetta reddast er ekki sjálfgefið í Svíþjóð en ég kann vel við það. Ég ákvað strax að læra íslensku, orð fyrir orð eins og börn læra tungumál. Eftir að hafa lært eitt orð notaði ég bara það og svo fleiri eftir því sem þau bættust í orðaforðann. Ég hlustaði vel og lærði og lærði. Á Hólum neitaði ég að tala annað en íslensku, gerði það illa til að byrja með en gaf mig aldrei og hef haldið mig við íslenskuna.“ Eftir að hafa unnið við tamningar kynntist Helle sambýlismanni sínum og eiga þau þrjú börn en hann átti eitt fyrir. „Þegar ég var komin með fjölskyldu sá ég að betra væri að vinna við eitthvað annað en hesta og fór í Garðyrkjuskólann, þar sem ég lærði meðal annars um lífræna framleiðslu á grænmeti. Fljótlega áttaði ég mig á því að ég gæti ekki keypt mér gróðurhús fyrir hundruð milljóna króna og þegar ég sá krakkana úti að klippa tré fannst mér það spennandi vinna og spurði hvenær ég fengi að fara út að klippa runna og fella tré. Þá var mér tilkynnt að til þess þyrfti ég að fara í skrúðgarðyrkjudeild. Ég gerði það og síðan varð ekki aftur snúið enda er þetta geggjað starf og ég hef ofboðslega gaman af því.“ Skrúðgarðyrkja snýst um gráa hlutann, það er hellulagnir, hleðslu og þvíumlíkt, og græna hlutann, sem snýr að gróðurhaldinu. „Ég sinni báðum hlutum, blanda þessu saman, því þetta er allt svo skemmtilegt,“ leggur Helle áherslu á. Halldór Guðjónsson sambýlismað- ur Helle á gröfu og þau vinna oft saman. „Ég er sjálfstætt starfandi, sé um hönnunina, framkvæmdina og verkstjórnina, en sambýlismaður minn er með gröfu og hjálpar mér með grófvinnuna. Tvíburarnir okk- ar, sem eru fimmtán ára, hafa síðan góða sumarvinnu hjá okkur.“ l Helle Laks skrúðgarðyrkjumeistari störfumhlaðin Þetta reddast og sparkað til Íslands Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Á Selfossi Helle Laks gróðursetti grenitré við Stekkjaskóla fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.