Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 11

Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 11
FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 11 Jólaskeiðin 2022 síðan 1946 Hönnun: Hanna S. Magnúsdóttir Verslun Guðlaugs AMagnússonar Skólavörðustíg 10 101 Reykjavík Sími 562 5222 www.gam.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Opið í dag 11-17 Ítalskar hágæða ullarkápur Skoðið netverslun laxdal.is Söfnum as nn s y u p s ands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareiknin 4 -2 - k . 60903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, rsgötu 14 í Reykjanesbæ. Jólasöfnun Guð blessi ykkur öll Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin JÓLASÖFNUN Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma S. 551 4349, netfang:maedur@maedur.is Einstök jólastemning, lifandi tónlist og ljúffengur matur í fallegu umhverfi Jól á Borg Restaurant Pósthússtræti 11, 101 Reykjavík, sími 419 1555, borgrestaurant.is Jólahlaðborð á kvöldin Jólamatseðill í hádeginu Til athugunar er að flytja Bókasafn Reykjanesbæjar í núverandi hús- næði Rokksafns Íslands í Hljóma- höll. Jafnframt verður athugað hvort hægt verður að flytja safnmuni rokksafnsins í annað húsnæði, í heild eða að hluta eða halda hluta safns- ins áfram í núverandi húsnæði. Ef af flutningi bókasafnsins verður og ekki finnst annað hentugt húsnæði verð- ur rokksafninu væntanlega pakkað saman og sett í geymslu. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, leggur áherslu á að ekki hafi verið tekin ákvörðun í málinu. Bæjarstjóra og öðrum starfsmönnum bæjarins hafi verið falið að athuga hvort þessi hugmynd sé góð og framkvæmanleg. Hann segir að finna þurfi sérfræðinga til að for- hanna núverandi húsnæði Rokksafns Íslands fyrir bókasafn og athuga hvort það passar í þá aðstöðu. Kjartan segir að starfsemi bókasafnsins hafi vaxið hratt. Með fjölgun íbúa og nýjum hugmynd- um um starfsemi bókasafna hafi þörfin fyrir stærra og hentugra húsnæði aukist en safnið er nú í Ráðhúsi Reykjanesbæjar. Í bókun sem fulltrúar meirihlutaflokkanna samþykktu á síðasta fundi bæjar- stjórnar kemur fram að bókasöfn séu í auknum mæli að breytast í samfélagsmiðstöðvar og nokkurs konar almannarými þar sem boð- ið er upp á fjölbreytta þjónustu. Því sé ekki verið að huga að því að flytja aðeins bækur og bókahillur í Hljómahöllina heldur koma þar upp samfélagsmiðstöð sem verði hluti af menningarhúsi með fjöl- breyttri starfsemi. Fram kemur að rekstur Rokksafns Íslands hafi ver- ið krefjandi í mörg ár. Spurður um afdrif þess segir Kjartan að rekstur rokksafns sé ekki lögbundið verk- efni sveitarfélaga en það eigi við um bókasafn. Athugað verði hvort hægt verði að tvinna hluta rokksafns inn í starfsemi bókasafnsins eða finna annað húsnæði. Annars verði því komið fyrir í geymslu. helgi@mbl.is lTil athugunar að flytja Bókasafn Reykjanesbæjar í húsið FramtíðRokksafns Íslands er í óvissu Morgunblaðið/Eggert Í rokksafni Björgvin Halldórsson er einn þeirra hljómlistarmanna sem lánað hafa Rokksafni Íslands muni. Þar er nú hluti gítarasafns hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.