Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 14

Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 14
FRÉTTIR Innlent14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 Opið alla daga til jóla: Virka daga 11-18, laugardaga 11-17, sunnudaga 13-17. Vefverslun selena.is Ullar- og silki- nærfatnaður með fallegri blúndu úr 70% Merino ull og 30% silki Litir: svart, grátt, kremað. Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 25 ára reynsla JEPPABREYTINGAR VERKSTÆÐI VARAHLUTIR SÉRPANTANIR RYÐVÖRN Athygli hefur vakið að bókin Íslensk knattspyrna 2022 er fáanleg með tveimur kápum. Annars vegar prýða forsíðuna Íslands- og bikar- meistarar Vals í knattspyrnu kvenna en hins vegar karlalið Breiðabliks sem tryggði sér titilinn í annað sinn í ár. Víðir Sigurðsson, sem skrifað hefur bækurnar síðustu fjóra áratugina og rúmlega það, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem prentaðar eru tvær kápur á þessar vinsælu bækur. Útgefandinn hugmyndaríkur „Ég er með mjög hugmyndaríkan útgefanda, Tómas Hermannsson í Sögum. Hann er oft með miklar pælingar um það hvernig best sé að ná til fótboltaáhugafólks og félaganna. Tómas setti þetta upp sem möguleika að ef eitthvert félag vildi taka að sér að selja hluta af upplaginu þá væri hægt að prenta sérstaka forsíðu fyrir það félag.“ Fyrir lá að Valskonur myndu prýða forsíðu bókarinnar. Það var fyrsta val að sögn Víðis enda eru þær tvöfaldir meistarar auk þess sem hefð hefur skapast fyrir því síðustu árin að karlar og konur prýði forsíðuna til skiptis. „Blikar stukku á hugmyndina og þeir fá sína kápu. Bókin með Valskonum verður til sölu eins og verið hefur en svo selja Blikarnir sjálfir sína bók,“ segir Víðir. Ítarlegar upplýsingar og tölfræði Venju samkvæmt fær knatt- spyrnuáhugafólk nóg til að kjamsa á í bókinni. Hún er tæpar 300 síður í stóru broti og í henni er rakinn gangur Íslandsmótsins í öllum fimm deildum karla og þremur deildum kvenna í máli og myndum. Eins er hægt að nálgast ýmsa tölfræði og farið yfir met og stóráfanga. Þá er fjallað um íslensku landsliðin, Evrópuleiki íslensku liðanna á árinu en einnig atvinnumennina erlendis og yngri flokkana. Breytingar voru gerðar á Íslands- mótinu í knattspyrnu í ár. Efstu deildir karla og kvenna fengu nafnið Besta deildin og fyrirkomulagi karladeildarinnar var breytt á þann hátt að tekin var upp úrslitakeppni í lokin. Hið sama gerist hjá konunum á næsta ári. Leikjum liðanna fjölgar við þetta og umgjörðin stækkar til muna. Íslensku deildirnar nú samkeppnishæfar „Þetta var mjög skemmtilegt og áhugavert tímabil í fótbolta- sögunni,“ segir Víðir sem kveðst telja það betra til lengri tíma litið að deildin beri nafnið Besta deildin heldur en að hún sé nefnd eftir gosdrykk eða tryggingafélagi. „Aðalmálið var samt að tímabilið var lengt gríðarlega. Nú er byrjað fyrr og spilað út október. Þetta fer að nálgast að verða alvörutímabil í alþjóðlegum samanburði. Það sýndi sig í ár að það er hægt að spila út október og sjálfsagt að gera það. Á næsta ári verður tímabil kvennanna lengt líka og þá verða leiknir fleiri leikir hér en á Englandi og í Þýska- landi. Deildirnar okkar verða með þessu algerlega samkeppnisfærar við aðrar deildir í Evrópu.“ lÍslensk knattspyrna er kominút í 42. sinnlTværkáp- ur í boði á bókinnilSpennandi og áhugavert tímabil í ár Blikar keyptu hluta upp- lagsins og fá sína kápu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Útgáfa Víðir Sigurðsson með Íslenska knattspyrnu 2022 sem gefin er út með tveimur mismunandi kápum. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.