Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 16
FRÉTTIR
Innlent16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
30% AFSLÁTTU
AF ÖLLUM VÖRUM UM HELGIN
opticalstudio.is - Sími: 511-5800
*gildir ekki af tilboðsvöru.
OPNUM Í
KRINGLUNN
Í DAG
R
A
I
færist fórnarkostnaðurinn, það
er að segja losun gróðurhúsaloft-
tegunda frá vinnuvélum, vörubílum
og að einhverju leyti sjóflutningum
móbergsins. Fyrir ábatann sé því
verið að færa umtalsverðar fórnir.
Framkvæmdin hafi mikil neikvæð
umhverfisáhrif. „Það er mikið
inngrip í náttúrufar í Þrengslum að
fjarlægja Litla Sandfell á tiltölu-
lega skömmum tíma eða aðeins
30 árum. Skipulagsstofnun telur
framkvæmdina hafa í för með sér
verulega neikvæð áhrif á landslag
og vegi og umferð. Um er að ræða
varanleg og óafturkræf áhrif á jarð-
myndanir og landslag sem engin
leið er að bæta fyrir með mótvægis-
aðgerðum af nokkru tagi,“ segir í
niðurstöðum álitsins.
Hefði áhrif víðar
Vakin er athygli á því að í Ölfusi
og í nágrenni höfuðborgarsvæðis-
ins eru nokkrar stórar námur sem
efni hefur verið tekið úr í áratugi
vegna mannvirkjagerðar. „Áform
um algjört brottnám Litla Sand-
fells til iðnaðarnota í evrópskum
byggingariðnaði setur málið í annað
og stærra samhengi. Ákvörðun um
að heil jarðmyndun fái að hverfa á
tiltölulega skömmum tíma vegna
sementsframleiðslu á alþjóðlegum
markaði veltir upp þeirri hugmynd
hvort með þessu sé verið að opna
á þá framtíðarsýn að íslenskar
jarðmyndanir verði í stórfelldum
mæli fluttar út til sementsfram-
leiðslu. Skipulagsstofnun telur að
slík áform veki frekari spurningar
heldur en eingöngu hver verði áhrif
á náttúrufar á viðkomandi svæði.“
Efnistakan og stærsti hluti
flutninga er á vatnsverndarsvæði.
Skipulagsstofnun beinir því til
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að
við útgáfu starfsleyfis verði ákvæði
um sérstaka viðbragðsáætlun og ef
til vill einnig búnað til að bregðast
við vegna mögulegra menungar-
slysa. Vísað er til efnistökunnar og
ekki síður aksturs stórra vörubíla
milli Þorlákshafnar og námunnar.
Telur stofnunin nauðsynlegt að í
starfsleyfi verði gerð krafa um að
olíutankur og vélar sem ganga fyrir
olíu verði látnar standa á vökva-
heldu undirlagi til að fanga olíu,
þegar þær eru ekki í notkun.
Skipulagsstofnun telur að það sé
mikið inngrip í náttúrufar í Þrengsl-
um að fjarlægja Litla Sandfell á
tiltölulega skömmum tíma, eða að-
eins 30 árum. Ákvörðun um að heil
jarðmyndun fái að hverfa þannig
vegna sementsframleiðslu á al-
þjóðlegum markaði velti upp þeirri
hugmynd hvort með því sé verið að
opna á þá framtíðarsýn að íslenskar
jarðmyndanir verði í stórfelldum
mæli fluttar út til sementsfram-
leiðslu. Telur Skipulagsstofnun að
slík áform veki frekari spurningar
heldur en eingöngu hver verði áhrif
á náttúrufar viðkomandi svæðis.
Skipulagsstofnun hefur birt álit
á fyrirhugaðri efnistöku úr Litla
Sandfelli í Þrengslum með því
að vinna 18 milljónir rúmmetra í
heildina á um það bil 30 árum. Með
því myndi fellið hvefa. Efnið á að
flytja með vörubílum til Þorláks-
hafnar, um 14 kílómetra leið, og
þaðan verður siglt með það til
viðskiptavina í Evrópu. Áformað er
að nota móbergið í stað flugösku í
sementsframleiðslu.
Þolir ekki umferðina
Stofnunin leggur annað mat á
umhverfisáhrif framkvæmdarinnar
en Eden Mining sem vinnur efnið.
Sem dæmi telur hún að áhrif á
landslag og ásýnd verði verulega
neikvæð en ekki nokkuð neikvæð
eins og Eden Mining taldi í um-
hverfisskýrslu.
Mikið er fjallað um flutninga efnis
frá Litla Sandfelli til Þorlákshafnar.
Fram kemur að gert er ráð fyrir 111
ferðum á dag, 300 daga ársins, sem
gera 222 ferðir með bakaleiðinni.
Hlutfallsleg aukning umferðar um
veginn verði 9,7 til 13,4%. Skipulags-
stofnun telur að núverandi vegur sé
ekki bær til að anna þeirri viðbótar-
umferð þungra vörubifreiða sem
fylgir efnistöku úr Litla Sandfelli.
Nauðsynlegt sé að breikka og
styrkja hluta vegarins auk þess sem
viðhaldsþörf vegarins muni aukast
verulega með tilheyrandi kostnaði.
Stofnunin telur að slysahætta muni
aukast verulega með aukningu
umferðar stórra vörubíla, ekki síst
vegna aukins framúraksturs. Þá
er á það bent í álitinu að umferð
ferðamanna sem heimsækja
Raufarhólshelli fer illa saman við
aukna umferð stórra vörubíla
með efni. Skipulagsstofnun tekur
undir með Vegagerðinni og telur
að áhrif framkvæmdanna á vegi og
umferð verði verulega neikvæð en
framkvæmdaraðili hafði metið þau
óverulega neikvæð.
Skipulagsstofnun viðurkennir að
notkun móbergs í stað sementsk-
linkers við framleiðslu sements feli
í sér óvítræðan ávinning, sé horft
til samdráttar í losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Sá ábati skili sér hins
vegar ekki með beinum hætti í
losunarbókhaldi Íslands en þar
lSkipulagsstofnun telur að efnistaka úrLitla Sandfelli hafimikil neikvæðumhverfisáhrif
lSpurt hvort verið sé að opna á það að íslenskar jarðmyndanir verði fluttar út í stórumstíl
Skemmd sem ekki er hægt að bæta
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ljósmynd úr matsskýrslu
Efni Litla Sandfell verður flutt til Þýskalands á 30 árum ef aðalvalkostur EdenMining verður framkvæmdur.