Morgunblaðið - 10.12.2022, Síða 18
FRÉTTIR
Innlent18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
„Með sameiningu á tveimur góðum
fyrirtækjum trúi ég að úr verði öflug
eining; starfsemi sem getur eflst og
þróast. Verið í aðstöðu til að starfa
á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í
skipaviðgerðum en slíkt kallar ámarg-
víslega uppbyggingu og fjárfestingar.
Tækifærin eru spennandi,“ segir
Ólafur Ormsson.
Hann er fram-
kvæmdast jór i
Vélsmiðju Orms
og Víglundar
hf. í Hafnarfirði
sem í síðustu
viku keypti allt
hlutafé í Stál-
smiðjunni-Fram-
taki ehf. Kaupin
eru gerð með
fyrirvara um niðurstöðu úr áreiðan-
leikakönnun og samþykki Samkeppn-
iseftirlits, sem segir af eða á með
vorinu. Kaupverð er ekki gefið upp.
Frá virkjunum til skipa
Vélsmiðja Orms og Víglundar er
gamalgróið fjölskyldufyrirtæki, stofn-
að árið 1973 af feðgunumGuðjóni Víg-
lundi Guðmundssyni og Eiríki Ormi
Víglundssyni. Fyrstu árin var smíði
á búnaði fyrir orkuver, til dæmis í
Svartsengi, Nesjavöllum og Blöndu-
virkjun, stór þáttur í rekstrinum. Í
fyllingu tímans, þegar Eiríkur Ormur
var tekinn við keflinu, fór fyrirtækið
í vaxandi mæli að sinna viðgerðum á
skipum, sem í dag er stærsti hlutinn
af verkefnum fyrirtæksins.
Í eigu vélsmiðjunnar eru tvær flot-
kvíar sem eru við Hvaleyrarbakka í
Hafnarfirði. Sú stærri var upphaflega
smíðuð í Bretlandi fyrir kafbáta, get-
ur tekið skip alls að 140 metra löng
og 16,5 metra breið. Nýlega voru til
dæmis varðskipið Þór og Vestmanna-
eyjaferjan Herjólfur í kvínni og nú er
þar loðnuskipið Sighvatur Bjarnason
VE. Skip sem eru til viðgerða eru lögð
að Hvaleyrarbakka. Þá er fyrirtæk-
ið með verkstæði við Kaplahraun í
Hafnarfirði.
„Ég hef verið viðloðandi þetta fyr-
irtæki alveg síðan ég var unglingur.
Hef lifað og hrærst í þessu og finnst
skemmtilegt. Á hverjum degi koma
upp alls konar mál sem þarf að leysa,
gjarnan með óvenjulegu leiðum sem
krefjast útsjónarsemi,“ segir Ólaf-
ur Ormsson. Hann er nú tekinn við
rekstrinum af föður sínum; er þriðji
ættliðurinn sem stýrir fjölskyldufyr-
irtækinu þar sem nú starfa um 35
manns.
Taka stærri skref
„Reksturinn hjá okkur er í góðum
farvegi,“ segir Ólafur. „Nú er hins
vegar svo komið að við teljum okkur
ekki geta þróast lengra að óbreyttu
eða náð meiri framlegð úr rekstrin-
um. Við urðum því að horfa í kringum
okkur til að geta tekið stærri skref.
Því leituðum við fyrir nokkru til
Stálsmiðjunnar-Framtaks með kaup
á fyrirtækinu í huga, sem reyndist
vera hljómgrunnur fyrir.”
Velta Vélsmiðju Orms og Víglund-
ar á yfirstandandi ári er rúmlega
einn milljarður króna eða liðlega
helmingurinn af veltunni hjá Stál-
smiðjunni-Framtaki, sem starfrækir
alhliða járnsmiðju í Garðabæ og slipp
við Ægisgarð í Reykjavík. Alls eru
starfsmenn um 85 talsins.
„Við komum út úr þessum kaupum
með tiltölulega litla skuldsetningu og
til verður öflugt fyrirtæki til að þjón-
usta sjávarútveg og stóriðju. Fram-
tak er vel rekið fyrirtæki, þar sem
til staðar eru góðir starfsmenn með
mikla þekkingu og reynslu. Rekstur
fyrirtækjanna tveggja er svipaður að
mörgu leyti en ólíkur að öðru og því
tel ég mikla möguleika til þess að ná
fram ýmsum samlegðaráhrifum.“
Ná stórum verkefnum
Við Hvaleyrina í Hafnarfirði er
Vélsmiðja Orms og Víglundar nú
að byggja hús þar sem skrifstofur
verða, sem og íbúðir fyrir starfsmenn
og áhafnir þeirra skipa sem á hverj-
um tíma eru í viðgerð. Deiliskipulag
svæðisins heimilar jafnframt að á lóð
fyrirtækisins megi reisa allt að 3.500
fermetra iðnaðarhúsnæði. Ólafur
Ormsson telur líklegt að á allra næstu
árum verði farið í slíkar framkvæmdir
enda sé framtíðarstefnan sú að starf-
semi sameinaðs fyrirtækis verði öll á
sama stað.
„Stórt sameinað fyrirtæki ætti að
hafa möguleika á stórum viðhalds-
verkefnum fyrir íslenskar útgerðir,
sem hafa farið með allra stærstu
pakkana til skipasmíðastöðva í Fær-
eyjum, Danmörku og jafnvel Póllandi.
Þarna ætlum við okkur hlutdeild og
erum bjartsýnir á að útgerðirnar
standi með okkur í því,“ segir Ólafur
og bætir við að lokum:
„Íslenskur málmiðnaður í dag
stendur vel nema hvað við þurfum
fleira fólk sem lært hefur málmiðnað
og skyldar greinar. Stundum er eins
og verið sé að þvinga ungt fólk í bók-
legt nám þó áhugi þess sé annars
staðar. Því ætti ungt fólk að að kynna
sér iðngreinar, þar sem bjóðast ágæt
laun og starfsumhverfi og aðstaða
starfsmanna er orðin miklu betri en
áður var.“
lVélsmiðja Orms og Víglundar kaupir Stálsmiðjuna-Framtakl Stórir í skipaviðgerðumlVilja þróa
reksturinn áfram og lengralÖll starfsemin verði í framtíðinni á einum stað á Hvaleyri í Hafnarfirði
Leysum málin með útsjónarsemi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flotkvíar. Tvö skip í viðgerð. Sú stærri þar sem loðnuskipið Sighvatur Bjarnason hefur verið að undanförnu en
hún var upphaflega smíðuð í Bretlandi fyrir hálfri öld svo þar mætti taka upp kafbáta hersins.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Smiðjumenn Frá vinstri talið: Kolbeinn Orri Aðalsteinsson vélvirki, Leif-
ur Rósinbergsson rennismiður og Ásbjörn Ásgeirsson stálsmiður.
Ólafur Ormsson
Borgin hætti við breytingar á Vin
ÖBÍ réttindasamtök taka undir áhyggjur Geðhjálpar
af niðurskurðartillögum meirihluta borgarstjórnar
varðandi Vin dagsetur, úrræði fyrir fólk sem býr við
geðrænar áskoranir. Setrið er rekið af Geðhjálp við
Hverfisgötu. „Fyrirvaralaus tilkynning borgarinnar
um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru hefur þegar
haft skaðleg áhrif á líðan skjólstæðinga, raskað starf-
seminni og gæti jafnvel riðið henni að fullu,“ segir m.a.
í yfirlýsingu frá ÖBÍ og er skorað á borgina að endur-
skoða ákvörðunina.
Vin Dagsetur við
Hverfisgötu.