Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 22
FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
BYGGINGALAUSNIR
FRAMTÍÐAR
Gæðahús á hagstæðu verði
Miklir möguleikar í stærðum og gerðum einingahúsa
Erum að taka við pöntunum á húsum
til afhendingar vor/sumar 2023
www.tekta.is
10. desember 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 142.12
Sterlingspund 173.32
Kanadadalur 104.49
Dönsk króna 20.099
Norsk króna 14.254
Sænsk króna 13.708
Svissn. franki 151.18
Japanskt jen 1.04
SDR 188.62
Evra 149.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.7801
STUTT
Betrumbæta umgjörð
fjármálageirans
z Bresk yfirvöld
birtu í gær endur-
skoðun í þrjátíu
liðum sem hefur
það að markmiði
að betrumbæta
umgjörð fjármála-
geirans í landinu.
Þar á meðal er
afnám „þung-
bærra“ Evrópu-
sambandsreglna
sem ríkisstjórnin segir að muni losa um
fjárfestingar og treysta stöðu Lundúna-
borgar sem einnar samkeppnishæfustu
fjármálamiðstöðvar í heimi.
Í frétt á vef Reuters segir að áætlan-
irnar innihaldi einnig endurskoðun
reglna sem settar voru eftir fjármála-
hrunið fyrir meira en áratug. Þær
áttu að gera bankamenn ábyrgari fyrir
ákvörðunum sínum og losa um fjár-
magnshöft fyrir smærri lánveitendur,
eftir þrýsting frá bankageiranum.
Fjármálahverfið í London hefur vegna
Brexit verið að stórum hluta skilið
frá Evrópusambandinu, sem setur
þrýsting á yfirvöld að losa um reglur á
sama tíma og Amsterdam í Hollandi
hefur tekið við keflinu sem helsta við-
skiptamiðstöð Evrópu. Við það bætist
samkeppni frá NewYork og Singapúr.
Aðskilnaður Breta frá Evrópusam-
bandinu gerir landinu kleift að setja sér
sínar eigin reglur, eins og segir á vef
Reuters, en þar sem í landinu er fjöldi
alþjóðlegra banka er svigrúmið til að
víkja langt frá því sem gengur og gerist í
alþjóðaumhverfinu minna en ella.
Reglur Fjármála-
hverfið í London.
Ísland situr í þriðja sæti World
Talent Ranking (WTR) 2022,
úttektar IMD- viðskiptaháskól-
ans í Sviss, og færist upp um
fjögur sæti á milli ára. Frá þessu
er greint á vef Viðskiptaráðs.
Sviss er í fyrsta sæti, sjötta árið
í röð, og er fremst meðal 63 ríkja
þegar kemur að því að laða að
og halda í hæfileika. Svíþjóð,
Noregur og Danmörk raða sér í 2.,
4. og 5. sæti. Úttektin metur getu
hagkerfis til þess að þróa færni og
hæfni mannauðsins sem ríki býr
yfir, en einnig hvernig það laðar
að sér fært fólk frá öðrum lönd-
um til að fullnægja eftirspurn
vinnumarkaðarins og stuðla að
aukinni samkeppnishæfni. Ísland
hefur bætt stöðu sína allverulega
á WTR-listanum og færst upp um
þrettán sæti frá 2018.
Ísland fer
ofar á lista
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Samkeppnishæfni Útfærsla iðn-
náms er helsti veikleiki Íslands.
greiðslu málsins en lögðu fram bókun
þar sem fram kom að verið væri að
heimila frekari skuldsetningu innan
samstæðu OR og að Reykjavíkurborg
væri nú þegar í ábyrgð fyrir tæpum 67
milljörðum króna vegna OR.
Spurningar sendar ...
Brynhildur Davíðsdóttir, prófess-
or við Háskóla Íslands og stjórnar-
formaður OR, vildi ekki ræða málið
í síma þegar Morgunblaðið leitaði
upplýsinga um málið og bað um að
fá spurningar sendar í tölvupósti.
Þar var Brynhildur meðal annars
spurð að því hvað hefði falist í skil-
málabreytingunni og hver tilgangur-
inn hefði verið með samþykktinni. Þá
var hún spurð að því hvort hún teldi
að OR þyrfti að aðhafast frekar til
að rýmka fyrir aukinni skuldsetn-
ingu Ljósleiðarans og hvort stjórn
OR hefði gert einhvern fyrirvara á
stefnu Ljósleiðarans um aukna starf-
semi á landsbyggðinni og það að ráð-
ast í samkeppni við einkaaðila, meðal
annars með aukinni skuldsetningu.
Brynhildur var jafnframt spurð að
því hvort hún teldi starfsemi Ljós-
leiðarans á öðrum stöðum á landinu
vera í samræmi við eigendastefnu
félagsins, þar sem fram kemur að
meginstarfssvæði OR sé Suðvestur-
land og að tækifæri annars staðar séu
„skoðuð út frá hlutverki fyrirtækisins,
arðsemi og áhættu og skulu staðfest
af eigendum áður en stofnað er til
skuldbindinga vegna þeirra,“ eins og
það er orðað.
… en ekki svarað
Brynhildur svaraði spurningunum
ekki efnislega en vísaði þess í stað á
fundargerðir stjórnar OR, sem birt-
ar eru á vef fyrirtækisins, og benti á
að þau gögn sem ekki væru bundin
trúnaði væru birt þar.
Þegar spurningarnar voru ítrek-
aðar neitaði hún að svara þeim en
sagði að hennar hlutverk væri að gæta
Orkuveita Reykjavíkur (OR) þarf að
breyta skilmálum á lánum sínum til að
rýmka til fyrir frekari skuldsetningu
samstæðunnar. Sú aukna skuldsetn-
ing kemur til vegna kaupa Ljósleiðar-
ans, dótturfélags OR, á grunnneti
Sýnar fyrir um þrjá milljarða króna.
Eins og greint var frá í Viðskipta-
Mogganum í vikunni stendur til að
ganga frá þeim
kaupum í næstu
viku en ekki hafa
fengist svör við
því hvernig Ljós-
leiðarinn hyggst
fjármagna kaup-
in. OR er ekki
heimilt að auka
hlutafé félags-
ins eða veita því
lán þar sem það
stangast á við
reglur um ríkisaðstoð í EES-samn-
ingnum. Skuldir Ljósleiðarans eru nú
þegar um 14 milljarðar króna.
Lánaskilmálum breytt
Borgarráð samþykkti á fundi sín-
um í fyrradag erindi frá stjórn OR
sem fól í sér breytingar á skilmálum
á lánasamningi OR og Evrópska
fjárfestingarbankans að fjárhæð 70
milljónir evra, eða um 10 milljarðar
króna. Það er forsenda þess að hægt
sé að auka skuldir innan samstæð-
unnar, þ.e. meðal OR og dótturfélaga,
enn frekar. Tillagan var samþykkt
á stjórnarfundi OR í lok október
með atkvæðum Brynhildar Davíðs-
dóttur, Gylfa Magnússonar, Völu
Valtýsdóttur og Valgarðs Lyngdal,
með fyrirvara um samþykki eigenda
(sem eru Reykjavíkurborg, Akranes
og Borgarbyggð).
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
stjórn OR, þeir Eyþór Arnalds og
Kjartan Magnússon, sátu hjá við af-
hagsmuna OR fyrir hönd eigenda
fyrirtækisins á vettvangi stjórnar
þess og bar fyrir sig að þar sem OR
væri með skráð skuldabréf á mark-
aði væri ekki hægt að veita frekari
upplýsingar.
Eins og Morgunblaðið hefur áður
greint frá stefnir Ljósleiðarinn á
hlutafjáraukningu í þeim tilgangi
að greiða fyrir grunnnet Sýnar og
uppbyggingu fjarskiptanets á lands-
byggðinni í samkeppni við einkaaðila.
Hlutafjáraukningin er háð samþykki
eigenda, en það samþykki hefur ekki
fengist ennþá. Erling Freyr, sem vildi
heldur ekki svara efnislegum spurn-
ingum Morgunblaðsins um þessa
þætti, sagði í skriflegu svari fyrr í
vikunni að kaupin á grunnneti Sýnar
yrðu fjármögnuð með fjármagni úr
rekstri félagsins eða lántöku til lengri
tíma. Sú lántaka mun þó hafa áhrif á
efnahagsreikning OR og að lokum á
ábyrgð Reykjavíkurborgar á skuldum
samstæðunnar í heild sinni.
zStjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur vill ekki svara efnislegum spurningum
um starfsemi og stefnu LjósleiðaranszBreyta þarf lánaskilmálum Orkuveitunnar
Svara ekki um fjármálin
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Morgunblaðið/Ari Páll Karlsson
Lánamál Frekari skuldsetning Ljósleiðarans mun hafa áhrif á efnahagsreikning Orkuveitu Reykjavíkur.
Brynhildur
Davíðsdóttir