Morgunblaðið - 10.12.2022, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.12.2022, Qupperneq 23
FRÉTTIR Erlent 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Tímapantanir 544 5151 biljofur.is 120 OG 200 LJÓSA INNI- OG ÚTISERÍUR Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 | rafmark.is BÚLGARÍA Bilun skerðir starf- semi kjarnavers Slökkva verður á öðrum kjarnaofninum í kjarnorkuver- inu Kozloduy í Búlgaríu í dag. Ástæðan er gufuleki sem uppgötvaðist í síðustu viku. Ekki er talin nein hætta á kjarnaslysi vegna þess ástands sem nú er uppi í verinu. Er þetta í þriðja skipti á þessu ári sem stjórnendur Kozloduy neyðast til að skerða orkufram- leiðslu vegna tæknivandræða. Framkvæmdir við kjarnaverið hófust árið 1970 og þegar mest lét keyrði verið á sex kjarnaofnum. Í dag eru einungis tveir þeirra í notkun, ofn 5 (tekinn í notkun 1987) og ofn 6 (tekinn í notkun 1991). Sá ofn sem nú er til vand- ræða er ofn 6. Óljóst er hvenær verður kveikt á honum á ný. Tækni Gufubólstrar frá kjarnorkuveri. Einn er sagður látinn eftir mik- inn eldsvoða í verslunarmiðstöð í úthverfi Moskvu. Eldurinn er sagður hafa brunnið á svæði sem talið er vera um 7.000 fermetrar að stærð. Mikil skelfing greip um sig þegar eldsins varð vart og hafa myndbönd verið birt á sam- félagsmiðlum sem sýna fólk forða sér út úr verslunarmiðstöðinni. Fréttaveita AFP segir yfir 70 slökkviliðsmenn á 20 bílum hafa glímt við eldinn. Óttast er að um altjón sé að ræða eftir brunann. Ámyndbandi sem birst hefur má sjá þegar byggingin var alelda og þak hennar hrunið. Fáeinum sekúndum seinna sprakk öll framhlið hússins með miklum látum, að líkindum vegna gass. Höfuðborg Rússlands Altjón í eldsvoða í Moskvu AFP/Alexander Nemenov arhópar nú þegar fjarlægt fjórar stórar brúareiningar sem skemmdust í sprengingum. Búið er að koma nýj- um einingum upp að hluta og virðist vinna ganga vonum framar – hvað Rússa snertir. Þótt varnarmálaráðu- neytið breska hafi áætlað verklok í september 2023 sögðust Rússar sjálf- ir miða við júlí sama ár. Svo virðist sem báðir hafi haft rangt fyrir sér því þeir sérfræðingar sem greint hafa gervitunglamyndirnar segja Rússa eiga stutt eftir. Vestrænar leyniþjónustur fylgdust grannt með framvindu mála eftir að brúin féll að hluta snemma í október. Fyrir lok mánaðar voru Rússar búnir að undirbúa uppbygginguna, en í nóv- ember var ekki lengur hægt að fylgj- ast með verkinu í gegnum gervitungl vegna slæms skyggnis vikum saman. Myndirnar nú koma því mörgum á óvart. Nýjar gervitunglamyndir sýna góðan gang í viðgerðum Rússa á brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Brú þessi féll að hluta þegar sprengingar urðu þar í október sl., að líkindum af völdum árásar Úkraínumanna. Stutt er síðan varnarmálaráðuneyti Bretlands taldi víst að brúin yrði ekki komin í fulla notkun fyrr en í septem- ber á næsta ári, en allt þykir nú bend- ir til að það muni gerast mun fyrr. Brúin gegnir mikilvægu hlutverki fyrir stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Um hana hafa hermenn og þunga- flutningar farið til átakasvæða en eftir að hún skemmdist gat brúin einungis tekið léttan varning og það í takmörk- uðum mæli. Byggingakranar eru nú á prömm- um víða við brúna og hafa viðgerð- Mikill gangur í brúarvinnuRússa lViðgerðarhópur virðist langt á undan áætlunlStefndu fyrst á júlímánuð Kristján H. Johannessen khj@mbl.is AFP/Rosavtodor Lífæð Brúin til Krímskaga er mikið mannvirki og skiptir innrásarher Rússlands í Úkraínu máli. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.