Morgunblaðið - 10.12.2022, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
UMRÆÐAN 27
WWW.MINIPLAY.IS
fallegar
og vandaðar
vörur fyrir
börnin
Merkir Íslendingar
Hrólfur Sigurðsson
Hrólfur Sigurðsson fæddist 10.
desember 1922 í Reykjavík en ólst
upp á Sauðárkróki. Foreldrar hans
voru hjónin Sigurður Sigurðsson, f.
1887, d. 1963, og Guðríður Stefanía
Arnórsdóttir, f. 1889, d. 1948.
Hrólfur lauk námi við Konunglegu
listaakademíuna í Kaupmannahöfn
1950. Eftir það vann hann við list
sína en kenndi jafnframt í nokkur ár
við Handíða- og myndlistarskólann
í Reykjavík og Iðnskólann í Hafnar-
firði og í Reykjavík. Þá vann hann
við garðhönnun eða landslagsarki-
tektúr fram til ársins 1980. Eftir það
sneri hann sér heilshugar að mál-
verkinu. Hrólfur var í sýningarnefnd
Félags íslenskra myndlistarmanna
í nokkur ár og í safnráði Listasafns
Íslands 1973-1980.
Hrólfur hélt einkasýningar í Boga-
sal Þjóðminjasafnsins 1962, á Kjar-
valsstöðum 1992 og í Gerðarsafni
1996. Þá tók hann þátt í fjölda sam-
sýninga hér á landi og erlendis.
Eiginkona Hrólfs var Margrét
Árnadóttir, f. 12.12. 1926, d. 7.5. 2007,
deildarstjóri og myndlistarmaður.
Dætur þeirra eru tvær.
Hrólfur lést 17.9. 2002.
S
kákmenn eiga oft góðar
minningar um mót þar sem
engin skák tapast, enda er sú
tilvitnun fræg, eignuð Tigran
Petrosjan, að betra sé að gera þrjú
jafntefli en að vinna tvær skákir og
tapa einni. Greinarhöfundur komst
eitt sinn í gegnum mót í gömlu
Sovétríkjunum án þess að tapa skák
en jafnteflin voru að vísu nokkuð
mörg, einn sigur og 12 jafntefli! En ég
hef ekki rekist á mót þar sem annar
Vesturlandabúi náði því að fara
taplaus í gegnum lokað mót í Sovét.
Ferðafélagi minn, Jón L. Árnason,
var einnig öryggið uppmálað en
tapaði þó einni skák. Við flugum út
með einkavél sovéska landsliðsins í
knattspyrnu sem hafði gert jafntefli,
1:1, við Ísland í landsleik á Laugar-
dalsvelli. Liðsmenn sátu aftar í
vélinni en fararstjórar og þjálfarar
framar. Strax eftir flugtak rifu þeir
upp vodkaflösku og fengu nokkrum
klukkustundum síðar mjúka lendingu
á Sheremetyevo-flugvellinum í
Moskvu. En leið okkar Jóns lá áfram
á minningarmót um Chigorin í Sochi
við Svartahaf. Þar sigraði Sergei
Dolmatov en við Jón lentum í 4.-7.
sæti af 14 keppendum.
Hálfu öðru ári síðar tefldi Margeir
Pétursson í Wijk aan Zee, og fékk
sömu niðurstöðu; gerði 12 jafntefli og
vann eina skák. Það dugði í 4.-6. sæti
en neðar komu kappar á borð við
Kortsnoj, Anand og Short. Sigur-
vegari varð John Nunn en í viðureign
Margeirs við Nunn, sem á dögun-
um varð heimsmeistari öldunga,
65 ára og eldri, stóð persónulegur
byrjanastíll Margeirs af sér allar
atlögur Englendingsins. Þar kom
fyrir afbrigði eða öllu heldur upp-
bygging stöðu kennd við ungverskan
stórmeistara, Geza Maroczy. Nafn
Ungverjans, sem lést árið 1951, var
skyndilega á allra vörum hér á landi
haustið 1988 þegar upplýst var að
Viktor Kortsnoj, sem hingað var
kominn til þátttöku á skákmóti, hefði
nýlega teflt við Maroczy gegnum
þýskan miðil sem flutti leikina milli
þessa heims og annars:
Wijk aan Zee 1990; 1. umferð:
John Nunn –Margeir Pétursson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 g6 5. c4 Rf6 6. Rc3 d6 7. Rc2
Bg7 8. Be2 Rd7 9. Bd2 a5 10. 0-0
0-0 11. Hc1 Rc5 12. b3 Rb4!
- Sjá stöðumynd 1 -
Peðsfórn hvíts er vel þekkt í þessu
afbrigði með skiptum litum. En
leikur svarts setur hvítan í talsverð-
an vanda því að 13. a3 má svara með
13. ... Bxc3! 14. Bxc3 Ra2! o.s.frv.
13. Hb1 Bxc3 14. Bxc3 Rxe4 15.
Bb2 Rxc2 16. Dxc2 Rc5 17. Hbd1 b6
18. f4 Bf5 19. Dc3 f6 20. De3 Dd7
21. Bf3 Hae8 22. h3 Dc7 23. g4
Eilítið betri færi var að hafa með
23. Bd5+ e6 24. Bf3 og síðan -Hd2
með sókn að d6-peðinu.
23. ... Bc8 24. g5
Reynir ákaft að opna fyrir biskup-
inn á b2.
24. ... Bb7 25. Bd5+ Bxd5 26.
cxd5 Dd7 27. f5 gxf5 28. Hd2
28. ... e5
Hvítur hugðist flytja hrókinn yfir
til g2. Eftir þennan leik er staðan í
jafnvægi en að mati „vélanna“ hefði
betri vinningsmöguleika mátt finna
með hreint ótrúlegum leik, 28. ...
h6! Eftir 29. gxh6 kæmi 29. ... Kh7
með góðum vinningsfærum á svart.
29. Hg2 er einnig svarað með 29...
Kh7!
29. dxe6 Dxe6 30. Dxe6 Hxe6
31. gxf6 Kf7 32. Hg2 Hg8 33. Hxg8
Kxg8 34. Hxf5 He1+ 35. Hf1
Alls ekki 35. Kg2 He2+ 36. Hf2
Hxf2+ ásamt 37. ... Rd3+ og biskup-
inn fellur.
35. 35. ... Hxf1+ 36. Kxf1 Kf7 37.
Ke2 Re4 38. Bd4 b5 39. Kd3 Rxf6
40. a4 bxa4 41. bxa4 d5 42. Bc3
Re4 43. Be1 Rc5
– Jafntefli.
Taplaus - en dálítið
af jafnteflum
Skákin
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ljósmynd/Jóhann H. Ragnarsson
Sigurlið TRUnglingasveit Taflfélags Reykjavíkur vann Íslandsmót unglinga-
sveita í Garðabæ um daginn. Frá vinstri. AdamOmarsson, IngvarWu Skarp-
héðinsson, IðunnHelgadóttir og Jósef Omarsson.