Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 Allir vita hvað innihaldslýsing er. Eina slíka er að finna í trúarjátning- unni. Í henni er kristinni trú lýst í stuttu máli. Í trúarjátningunni segir meðal annars: ,,Ég trúi á Jesú Krist … sem reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almátt- ugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.“ Takið eftir síðustu orðunum: ,,mun þaðan koma að dæma lif- endur og dauða.“ Við erum kannski ekkert að velta okkur upp úr þessum orðum á hverjum degi. En samkvæmt trúarjátningunni kemur Jesús aft- ur við lok tím- anna. Þá stund veit enginn. Við trúum að það muni gerast einn daginn. Ef til vill er það framtíð- armúsík. Það vit- um við ekki. Á sama tíma þurf- um við að lifa lífi okkar og takast á við alls konar áskoranir í lífinu. Í 13. kafla Markúsarguðspjalls hvetur Jesús okkur og brýnir til góðra verka. Hann segir þrisvar: ,,Vakið.“ Okkur ber að halda vöku okkar. Við megum ekki sofna and- lega talað. Drottinn kemur einn daginn þegar honum þóknast að gera það. Hann hvetur okkur til að halda vöku okkar í lífinu. Við megum ekki sofna á verðinum. Í raun og veru þurfum við að halda vöku okkar alla daga lífsins. Við meg- um ekki láta okkur fljóta einhvern veginn í gegnum lífið, stefnu- laust, vera eins og spýta sem flýtur með straumnum niður ána. Við þurfum að axla ábyrgð sem kristnir einstaklingar. Þetta litla orð en kröftuga: ,,vakið“ skiptir svo miklu máli. Um daginn var viðtal í fjöl- miðlum við aldraða konu sem hef- ur sannarlega haldið vöku sinni. María Arnlaugsdóttir er eitt hundrað ára gömul. Hún hefur lif- að 100 jól. Hún segir að í gamla daga hafi jólin snúist um Guð og Jesúbarnið. Þau hafi verið látlaus en hátíðleg. Hún segir að lítið fari fyrir Guði í jólum samtímans. Þessi orð Maríu eru sönn. Hún segir að jólin í dag séu ekkert í líkingu við jólin í gamla daga. ,,Þá var ekki haldið upp á neitt annað en fögn- uðinn yfir fæðingu Jesúbarnsins.“ Hún heldur áfram og segir: ,,Í dag snúast jólin um gjafir og að fá sem mest og flott- ast og meira að segja jólamaturinn er orðinn ofgnótt. Þegar ég var barn voru jólin látlaus stórhátíð. Æskujólin voru afar hátíðleg og mikill dagamunur.“ Hún segir að pabbi hennar hafi lesið jóla- guðspjallið eftir matinn og þau hafi sungið jólasálma. María segir undir lok viðtalsins: ,,Hvar Guð er í jólunum núna veit ég ekki og mér finnst afskaplega lítið talað um það nú.“ Er þetta ekki dapurlegt? ,,Hvar Guð er í jólunum núna veit ég ekki“? Þetta er góð spurning hjá Maríu. Hvar er Guð í þessu öllu saman? Hversu margir hafa ekki sofnað eða gleymt að halda vöku sinni? Sum börn vita ekki hvers vegna við höldum kristin jól í þessu landi. Þau halda jafnvel að við séum með þessa hátíð vegna jólasveina, skrauts og gjafa. Það er miður ef börnin vita ekki um hina raunverulegu ástæðu hátíð- arinnar. Ef börnin alast upp við slíkt missa jólin kristið innihald sitt og merkingu. Heyrst hafa raddir sem vilja strika út kristna merkingu jólanna og horfa fram hjá þeirri staðreynd að jól á Ís- landi hafa verið kristin í þúsund ár. Sömu aðilar vilja kenna börn- unum að jólin séu fyrst og fremst haldin hátíðleg vegna þess að dag- inn sé farið að lengja. Það skaðar ekki börnin að vita að við höldum kristin jól vegna fæðingar barns, sonar Guðs. ,,Vakið“ segir Jesús. Þessi orð Jesú eiga erindi við okkur. Aðventan er undirbúningstími jólanna. Orðið aðventa þýðir ,,koma“. Jesúbarnið er að koma á jólum. Þess vegna þurfum við að halda vöku okkar og undirbúa komu þess. Ef við eigum von á gestum undirbúum við okkur, þríf- um íbúðina og bjóðum gestum upp á veitingar. Allt slíkt þarfnast und- irbúnings. Við viljum gera vel við gesti okkar. Við viljum gera vel við Jesúbarnið. Þess vegna undirbúum við okkur bæði andlega og lík- amlega fyrir daginn sem barnið kemur til okkar. Skáldið segir í þessu sambandi: Vökum og biðjum. Bænamál hljótt blikar sem geisli um koldimma nótt, öryggi veitir, fögnuð og frið, föður á hæðum tengir oss við. Þegar allt kemur til alls, þá eru það orð þessa fallega sálms sem segja allt sem segja þarf um það hvernig við höldum vöku okkar. Bænin er blessunarlind og einnig lykill að náð Guðs. Ef við vökum og biðjum erum við á réttri leið. Allt starf í ríki Guðs hefst með bæn. Þetta mikilvæga samband við lifandi Drottin sem við komumst í vegna bænarinnar er ,,dýrmætast alls, sem mannheimur á,“ eins og segir á einum stað. Regla heilags Bendikts hefur þekkt einkunnar- orð. Þau eru latneskrar ættar og hljóða svo: „Ora et labora“ – ,,Þú skalt biðja og iðja.“ Fyrst er að biðja síðan að iðja eða starfa. Þetta er í raun uppskrift að því hvernig við getum haldið vöku okkar. Og þegar við störfum fyrir Jesú í lífinu, þá vinnum við ekki aðeins kærleiksverk, sýnum fólki skilning og umburðarlyndi, heldur tökum við einnig afstöðu gegn hvers kyns ranglæti og kúgun. Við tölum fyrir friði á milli manna og þjóða. Við forðumst að setjast í dómarasæti, vegna þess að við get- um aldrei sett okkur í spor náunga okkar. Við vitum aldrei hvað náungi okkar hefur þurft að ganga í gegnum. Lífsreynsla okkar er margbreytileg, uppeldi og að- stæður. Kristur segir að við eigum að elska náungann eins og okkur sjálf. Það merkir að við eigum að elska hann eins og hann er. Það er ekki okkar hlutverk að breyta náunga okkar og dæma hann á einn eða annan hátt. Jesús elskaði fólkið í kringum sig eins og það var. Í kærleika sínum bað hann suma að syndga ekki framar. Og það fólk vissi nákvæmlega hvað fólst í þeim orðum. Það vissi innst inni hvað það hafði gert rangt og hélt því inn á réttar brautir. Að halda vöku sinni er að vinna fyrir Guð í þessum heimi. Það hef- ur María Arnlaugsdóttir gert. Hún er fyrirmynd okkar. Gleymum ekki að við erum fulltrúar Guðs hér jörð. Hvert og eitt okkar er farvegur fyrir kærleika Guðs til náungans. Hann vill fá að njóta krafta okkar til þess að gera hið góða og fagra. Þegar við höldum vöku okkar og lifum sem ljósberar Guðs í þessum heimi mun fólk taka eftir því, eða eins og segir í 10. kafla Hebreabréfsins: ,,Menn munu sjá dýrð Drottins og vegsemd Guðs vors. Styrkið máttvana hendur, styðjið magn- þrota hné, segið við þá sem brest- ur kjark: „Verið hughraust, óttist ekki.“ Guð gefi að við mættum halda vöku okkar dag hvern, biðja, elska náungann eins og okkur sjálf, og undirbúa komu Jesú nú á aðvent- unni og taka á móti honum fegins hugar á helgum jólum. Kirkjan til fólksins Morgunblaðið/Ómar Seltjarnarneskirkja Innihald helgra jóla Hugvekja Bjarni Þór Bjarnason Höfundur er sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju. Bjarni Þór Bjarnason Við megum ekki láta okkur fljóta einhvern veginn í gegnum lífið, stefnulaust, vera eins og spýta sem flýtur með straumnum nið- ur ána. Við þurfum að axla ábyrgð sem kristnir einstaklingar. Á fullveldisdaginn var messað í kapellu HÍ að venju. Einn pró- fessor emeritus lét þess getið á vegg sín- um á Facebook. Ég tók eftir að organista var einskis getið. Datt í hug hvort tónlist hefði engin verið og því breyting frá því er ég stundaði þarna nám. Ég spurði – og – jú organisti var þarna G.S. úr Dómkirkjunni. Þessari guðsþjónustu var svo út- varpað á Rás 1 annan sunnudag í að- ventu og viti menn; yndisleg org- eltónlist var í messunni, söngur undir stjórn M.B. söngmálastjóra. Allt kynnt. Kynning messunnar á facebook- síðunni hitti mig illa sökum þess að ég hafði heyrt á NRK í sömu viku (ég bý í Noregi) að organistar væru deyjandi stétt þar í landi. Sjálf get ég borið um að í það stefndi meðan ég var þar prestur. Orsakir þessa ástands ytra eru þær að lítið sem ekkert hefur verið hirt um orgelkennslu í Noregi á undanförnum áratugum. Pípuorgel- in rykfalla og lítið eða varla nokkuð er um nýliðun í stétt organista. Raunar má segja svipað um aðra tónlistarkennslu þar í landi. T.d. er mikill hluti strengleik- ara í sinfóníu- hljómsveitum þar út- lendingar, flestir frá Austur-Evrópu eða Kína. Það er nú svo að tæk- in til orgelkennslu eru hin stóru pípuorgel sem af eðlilegum orsökum eru í kirkjum en ekki í tónlistarskólahúsnæði. Ef kirkjustjórnin í landinu styður ekki við orgelkennsluna rennur hún út í sandinn. Hvað ætli verði um barokk- tónlistina og alla aðra orgeltónlist ef svo fer? Er verjandi að vanrækja svo heila grein hefðbundinnar sígildrar tónlistar að hún deyi út? Eigum við og eftirkomendur okkar að missa af orgeltónlist framvegis? Munið þið eftir sögunni um hvern- ig lagið við jólasálminn Heims um ból varð til? Gleðilega aðventu. Þórey Guðmundsdóttir Þórey Guðmundsdóttir »Er verjandi að van- rækja svo heila grein hefðbundinnar sí- gildrar tónlistar að hún deyi út? Höfundur er prestur emeritus og félagsráðgjafi. Gætir þú hugsað þér að- ventu og jól án orgeltóna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.