Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
✝
Guðbjörg Svan-
dís Jónsdóttir
fæddist á Flateyri
26. ágúst 1935.
Hún lést 29. nóv-
ember 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Jarþrúður
Sigurrós Guð-
mundsdóttir, f.
1913, d. 1990, og
Jón Salómon Jóns-
son, f. 1913, d.
2010. Svandís átti níu systkini:
Hjálmar, Guðmund, Guðmundu
Valborgu, Salóme, Guðrúnu
Rósborgu, Ingibjörgu Birnu,
Magnfríði Kristínu, Ólaf Ragn-
ar og Björn Ágúst.
Þann 27. ágúst 1953 giftist
hún Guðbjarti K. Guðbjarts-
syni frá Ísafirði, f. 8. júlí 1930,
d. 15. júní 2017. Foreldrar
hans voru Guðbjartur Marías
Ásgeirsson, f. 1899, d. 1975,
og Jónína Þóra Guðbjarts-
dóttir, f. 1902, d. 1988. Þau
bjuggu alla tíð á Ísafirði og
starfaði Svandís við ýmis
störf, rak verslun ásamt mág-
konu sinni, vann við rækju-
vinnslu og sem móttökuritari
á Heilbrigðisstofnun Vest-
fjarða. Svandís og
Guðbjartur eign-
uðust fjögur börn.
Þau eru: 1) Jón
Guðbjartur, f.
1954, eiginkona
hans er Maria
Plattner, f. 1959,
börn þeirra eru
Kristján og
Helga. 2) Jónína
Guðbjörg, f. 1956,
eiginmaður henn-
ar er Kristberg Elís Krist-
bergsson, f. 1955, börn þeirra
eru Svandís Elín, Kristbjörg
Elín, Brynja Dögg og Guð-
bjartur Þór. 3) Selma Sig-
urrós, f. 1957, eiginmaður
hennar er Þröstur Jóhann-
esson, f. 1955, börn þeirra eru
Ragnar Heiðar, Kristjana og
Guðbjörg Svandís. 4) Brynjar,
f. 1966, eiginkona hans er
Ragnheiður María Adólfs-
dóttir, f. 1967, börn þeirra eru
Iðunn og Ari. Barnabarnabörn
Svandísar og Guðbjarts eru
fimmtán.
Útför Svandísar fer fram
frá Ísafjarðarkirkju í dag, 10.
desember 2022, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Vetrarstillur í snjóleysi á
Ísafirði. Fallegir dagar í Skut-
ulsfirði þar sem síðustu sól-
argeislar ársins lýsa upp fjalls-
tindana og loftið er tært og
svalandi. Þannig voru síðustu
dagar elskulegrar tengdamóð-
ur minnar, tærir og fallegir.
Við áttum rúmlega 30 ára sam-
leið.
Ljúfa og góða Dídí, ein af
valkyrjum Vestfjarða, nánast
barn að aldri þegar hún giftist
Badda sínum og kornung með
þrjú smábörn, Baddi á sjó og
nóg að gera á stóru heimili.
Skemmtilegar sögur af Hlíðar-
veginum af gleði og uppákom-
um og kátum lífsglöðum börn-
um en líka sögur af nýtni og
nægjusemi þar sem prjónað var
og saumað. Sögur af matargerð
og bakstri, berjamó og slátur-
gerð og öðru því sem teljast
mátti búbót fyrir hvert heimili.
Dídí sló reyndar aldrei slöku
við á þessu sviði, pönnukökur,
tertur, lagkökur og jólasmá-
kökur sem stundum rötuðu
með jólapakkanum til Reykja-
víkur og jólafrómasinn ómót-
stæðilega góði.
Þegar undirrituð kom inn í
fjölskylduna var heimilið í Mið-
túni þar sem var glæfralegt
bílastæði og dásamlegt útsýni
yfir Pollinn og fjöllin hinum
megin fjarðar og hægt að fylgj-
ast með flugumferð vitandi að
ef morgunvélin væri lent þá
færi Mogginn að detta í hús. Á
Ísafjörð og í Miðtúnið var alltaf
gott að koma og einhver und-
arleg ró hefur alltaf færst yfir
tengdadótturina þegar vestur
er komið og gerir reyndar enn.
Miðtúnið með sína hæginda-
stóla, bækur, myndaalbúm og
aðrar gersemar að skoða og
hlusta á sögur og frásagnir
tengdamóður minnar. Dídí vissi
næstum allt um alla og gat á
augabragði verið búin að finna
tengsl milli einstaklinga. Hún
var í raun gangandi ættfræði-
bók og ég efast um að margir
komist með tærnar þar sem
hún hafði hælana í þeim efnum.
Einstök kona hefur kvatt, litla
stúlkan Dídí úr stóra barna-
hópnum á Flateyri. Eftir sitja
margar og fallegar minningar.
Minningar um okkar fyrstu
kynni, þegar handprjónuð peysa
unnusta míns fór í þvottavélina,
minningar um upphlutstreyju
sem sauma þurfti á fermingar-
stúlku, minningar um góða nær-
veru, útilegur og heimsóknir, út-
skriftarveislur, brúðkaup,
fermingar og afmæli og minn-
ingar um lítil börn sem helst
vildu vera heilu sumrin á Ísó hjá
afa og ömmu. Minningar um
myndaalbúm og frásagnir af
gengnum ástvinum. Minningar
um prjón og útsaum og annað
handverk. Minningar um enda-
lausa umhyggju og kærleika,
hjálpsemi og örlæti. Minningar
um ógleymanlega daga í Reykj-
arfirði á Ströndum. Minningar
um kökur og kruðerí þegar mik-
ið lá við. Minningar um Dídí að
halda á lítilli langömmustúlku
undir skírn. Minningar um
tengdaforeldra mína, hönd í
hönd í yfir 60 ár, sitjandi við
eldhúsborðið mitt, alltaf glöð og
ánægð og oftar en ekki á leið í
sólina eða í bíltúr um Evrópu
þvera og endilanga. Minningar
um sorgir og söknuð, knús og
falleg orð.
Ég kveð tengdamóður mína
með virðingu og söknuði en um
leið óendanlegri gleði og þakk-
læti. Í huganum sé ég fyrir mér
hvar Baddi bíður eftir Dídí
sinni sem kemur svífandi með
Fuglum himinsins og saman
ganga þau aftur hönd í hönd.
Ragnheiður María
Adólfsdóttir.
Guðbjörg Svandís
Jónsdóttir
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi,
fyrrverandi eiginmaður, bróðir og mágur,
KRISTJÁN INGI HELGASON,
fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn
og veitingamaður,
Keflavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn
27. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn
13. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á
heimahjúkrun Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Innilegar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar HSS fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Kristín J. Kristjánsdóttir Guðmundur Skarphéðinsson
Skarphéðinn Guðmundsson Helga Þórunn Pálsdóttir
Júlíus Rúnar Guðmundsson
Víglundur Guðmundsson Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir
Kristín Dalrós, Sigurrós Tinna
Magnea Halldórsdóttir
Einar Helgi Aðalbjörnsson Guðríður Walderhaug
og Prins
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður og afa,
ALBERTS GUÐMUNDSSONAR
verkfræðings.
Anna Þórunn Sveinsdóttir
Þór Aldan Rain
Barbara Inga Albertsdóttir
Anna Victoria og Elísabet Rúrí
Þökkum innilega samúðarkveðjur og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓHANNESAR TÓMASSONAR
blaðamanns og fyrrverandi
upplýsingafulltrúa.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A4
Landspítalanum Fossvogi fyrir einstaka umönnun og hlýhug.
Málfríður Finnbogadóttir
Helgi Jóhannesson
Anna Jóhannesdóttir Brynjúlfur Jónatansson
Þórdís Jóhannesdóttir Brynjar Valþórsson
Jóhannes, Ísar Ágúst, Sara Björk, Einar Björn, Salvör
Móeiður, Elsa María, Valþór Hrafnkell og Eva Málfríður
Ástkær eiginmaður minn, faðir og
tengdafaðir,
RÍKARÐUR RÍKARÐSSON
lögreglumaður,
Breiðvangi 3, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn
20. nóvember á líknardeild Landakotsspítala.
Útför fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn
12. desember klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans
geta styrkt Orgelsjóð Húsavíkurkirkju, reikningur
192-15-380117, kt. 640169-5919,
eða Ljósið, reikningur 0130-026-410420, kt. 590406-0740.
Útförinni verður streymt.
Elfa Dögg Einarsdóttir
Elín Hanna Ríkarðsdóttir Alex Rafn Elfarsson
Sonur minn, bróðir og frændi,
INGVAR KÁRI ÁRNASON,
Sjafnarbrunni 1,
lést 3. nóvember.
Útförin fer fram frá Seljakirkju
miðvikudaginn 14. desember klukkan 11.
Guðrún Káradóttir
Helgi Valur Árnason
Andri Már Helgason
Ævar Þór Helgason
Elsku hjartans eiginkona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR ERLA RÓSARSDÓTTIR,
Efstasundi 54,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
5. desember.
Útför fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 15. desember
klukkan 13. Hlekk á streymi má finna á mbl.is/andlat.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Ljósið.
Gústaf Vífilsson
Magdalena M. Sigurðardóttir
Vífill Gústafsson Tinna Laxdal Gautadóttir
Katrín Hera Gústafsdóttir William Kristjánsson
Egill Óli Gústafsson Anna Weronika Zdrojewska
Ragnheiður Gná Gústafsd.
Efemía, Ólivía, Júlía, Alexandra og Kári
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
INGA ÞÓRARINSDÓTTIR
kennari,
Höfðavegi 39, Vestmannaeyjum,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
1. desember. Útför hennar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 17. desember
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Krabbavörn Vestmannaeyja.
Helga Ólafsdóttir
Lilja Ólafsdóttir Gunnar Sigurðsson
Guðlaugur Ólafsson Kristín Sigurðardóttir
Margrét A. Jónsdóttir
Hildur Ólafsdóttir Greg Dixon
Stella Guðlaugsdóttir
og barnabörn
Ástkær vinur, eiginkona og móðir,
systir og mágkona,
HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
fv. söluráðgjafi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að
morgni 28. nóvember. Útförin fer fram frá
Fella- og Hólakirkju mánudaginn 12. desember klukkan 15.
Helgi Agnarsson
Lísa Dögg Helgadóttir
Kristmundur Guðmundsson Margrét Kristjánsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
EINAR GUNNARSSON
Gullsmára 10,
lést á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 27. nóvember.
Hann verður jarðsunginn frá Lindakirkju
í Kópavogi þriðjudaginn 13. desember klukkan 13.
Matthildur S. Gunnarsson
Eva E. Gunnarsson Cera Flynn
Leifur O'Gorman Axel O'Gorman
Ég þekkti Gylfa í
nær 40 ár vegna
sameiginlegs áhuga-
máls, sem var vinna
við hugbúnað á
IBM-tölvum. Upp
úr aldamótum, þegar ég var flutt-
ur til Bandaríkjanna, ákvað
Kassagerðin, þar sem hann var
tölvustjóri, að taka í notkun hug-
búnað sem ég hafði búið til. Eftir
það unnum við mikið saman. Ég
opnaði skrifstofu í húsi Kassa-
gerðarinnar, með tveimur starfs-
mönnum, og við Gylfi fórum sam-
an á ráðstefnur til Flórída, til að
kanna það nýjasta í tölvumálum.
Við eitt slíkt tækifæri kom hann
með mér heim til Atlanta, þar sem
við heimsóttum höfuðstöðvar In-
for, stórs fyrirtækis í IBM-heim-
inum, sem hann hafði verið í
tengslum við.
Eftir að Kassagerðin var seld
og hann fór að vinna hjá RB héld-
um við áfram sambandi, og spjöll-
uðum oft saman um margt.
✝
Gylfi Þorkels-
son fæddist 4.
júní 1946. Hann lést
13. nóvember 2022.
Útför hans fór fram
í kyrrþey.
Landsins gagn og
nauðsynjar, alþjóða-
mál og ekki síst þró-
unina í tölvuheimin-
um sem Gylfi
fylgdist alltaf vel
með.
Þegar Gylfi fór á
eftirlaun fylgdist
hann áfram vel með
þróun mála, þannig
að það var lógískt að
við færum að vinna
saman í nýjum verkefnum, sem
ég var með í burðarliðnum, og var
að hefja gangsetningu á hjá ís-
lenskum fyrirtækjum.
Það var mjög ánægjulegt og
gefandi að vinna með Gylfa. Þægi-
legri mann í allri umgengni hef ég
sjaldan eða aldrei hitt áður.
Kæra Ásta Heiðrún. Að missa
báða foreldra á stuttum tíma eftir
erfið veikindi er mikil og sár lífs-
reynsla. Pabbi þinn ræddi stund-
um við mig um þína stöðu, og ég
vil að þú vitir að hann var mjög
stoltur af þér. Hann var líka
bjartsýnn fram undir það síðasta,
að hann fengi lengri tíma með þér
og barnabörnunum.
Ég votta þér og börnunum
innilega samúð.
Þröstur Guðmundsson
Gylfi
Þorkelsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Minningargreinar