Morgunblaðið - 10.12.2022, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
Atvinnuauglýsingar 569 1100
Starfsmaður óskast til bílstjórastarfs auk
annarra tilfallinna verkefna hjá Lambhaga
gróðrarstöð.
Ekki er krafist meiraprófs.
Um framtíðar- og fullt starf er að ræða og
er vinnutími frá kl. 7–15.
Lambhagi er reyklaus vinnustaður og þarf
starfsmaðurinn að vera altalandi í íslensku.
Starfið er laust frá og með 1. janúar 2023.
Umsóknir sendist á haudur@lambhagi.is
og er umsóknarfrestur til 20. desember.
Starfsmaður óskast
Vélstjórar óskast
Deutsche Fischfang Union GmbH & Co. KG.
leitast eftir að ráða vélstjóra til starfa á frystitogara.
Fyrirtækið á og rekur togarana Baldvin NC og
Cuxhaven NC ásamt því að koma að rekstri
annarra skipa.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Réttindi VF I eða VF II
• Skilyrði að geta unnið sjálfstætt
• Góð enskukunnátta
• Snyrtimennska
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Reglusemi skilyrði
• Góð færni í rafmagni er kostur
Umsóknir berist til Péturs Þórs Erlingssonar,
petur@dffu.de
Bókari - launafulltrúi
Idex ehf og Idex gluggar ehf óska eftir að ráða
starfsmann í fullt starf.
Idex nafnið á sér yfir 30 ára sögu á íslenskum
byggingamarkaði, þekkt fyrir þá gæðavöru er
fyrirtækið hefur að bjóða íslenskum bygginga-
markaði.
Starfssvið:
Öll almenn bókhalds-, innheimtu-, toll- og
launavinnsla. Samskipti við stjórnendur og endur-
skoðanda fyrirtækisins
Hæfniskröfur:
• Góð og haldbær þekking á bókhaldi, innheimtu,
tollskjalagerð og launavinnslu.
• Rík þjónustulund og framúrskarandi mannleg
samskipti.
• Metnaður til að skila góðri vinnu.
• Nákvæmni og hugkvæmni.
• Reynsla í skilum uppgjörs til endurskoðanda er
skilyrði.
Umsóknum skal skilað fyrir 18. desember 2022
með tölvupósti til idex@idex.is
faxafloahafnir.is
Faxaflóahafnir sf. leita að metnaðarfullum
og framsýnum einstaklingi til að leiða
viðskiptasvið fyrirtækisins
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af stjórnun fjármála
Reynsla af markaðsmálum, upplýsingatækni og viðskiptaþróun kostur
Hæfni til að halda kynningar á íslensku og ensku
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Færni í samskiptum við fólk og fyrirtæki
Skipulagshæfni og reynsla af áætlanagerð
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Helstu verkefni
Umsjón með deildum sviðsins í samvinnu við deildarstjóra
Umsjón með viðskiptaþróun fyrirtækisins
Umsjón með daglegri starfsemi á skrifstofu Faxaflóahafna sf. og stýring verkefna
Gerð og frágangur stjórnendaupplýsinga og kynningar fyrir stjórn
Umsjón með gerð fjárhagsáætlunar og eftirlit með samningum á sviði rekstrar
Umsjón með arðsemisútreikningum og gerð viðskiptaáætlana
Önnur þau störf, sem viðkomandi kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs
starfsviðs hans
Viltu vera hluti
af góðri liðsheild?
Faxaflóahafnir er stærsta höfn landsins þar sem starfa um 75 manns
og er umráðasvæði hennar í Reykjavík, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi.
Fyrirtækið leggur áherslu á að vera leiðandi í umhverfis- og öryggismálum
auk þess að vera í vegferð að þróa snjallar og grænar hafnir.
Viðskiptasvið er eitt af stoðsviðum í skipuriti Faxaflóahafna og þar starfa sjö manns. Sviðsstjóri heyrir beint undir hafnastjóra.
Starfsmaðurinn mun hafa aðstöðu á skrifstofu Faxaflóahafna að Tryggvagötu 17 í Reykjavík.
Við hvetjum hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk til að sækja um starfið, óháð kyni, en fyrirtækið hefur skýra jafnréttisstefnu og vill auka fjölbreytileika í starfsliði sínu.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri gunnart@faxafloahafnir.is
Umsókn, ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is, eigi síðar en sunnudaginn 18. desember n.k.
Sviðsstjóri viðskiptasviðs