Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 40

Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 40
ÍÞRÓTTIR40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 Olísdeild karla Afturelding – Valur ................................ 30:30 Staðan: Valur 13 11 1 1 445:372 23 FH 12 8 2 2 366:350 18 Afturelding 13 7 3 3 393:369 17 Fram 13 6 3 4 388:381 15 ÍBV 12 6 2 4 401:372 14 Stjarnan 12 5 3 4 353:343 13 Haukar 12 5 1 6 363:347 11 Selfoss 12 5 1 6 353:366 11 Grótta 11 3 3 5 302:302 9 KA 12 3 3 6 346:364 9 ÍR 12 2 1 9 334:403 5 Hörður 12 0 1 10 354:429 1 Grill 66-deild karla Víkingur – KA U...................................... 37:28 Fjölnir – HK.............................................. 25:37 Selfoss U – Haukar U ............................. 34:32 Staða efstu liða: HK 9 8 1 0 307:230 17 Valur U 7 5 1 1 213:190 11 Víkingur 9 5 1 3 275:264 11 Þór Ak. 9 4 1 4 269:258 9 Grill 66-deild kvenna Afturelding – FH ...................................... 27:21 ÍR – Fjölnir/Fylkir ................................... 35:15 Víkingur – Grótta.................................... 31:29 Staða efstu liða: ÍR 7 6 1 0 200:137 13 Afturelding 7 5 1 1 209:161 11 Grótta 8 5 0 3 231:200 10 FH 7 4 0 3 178:178 8 Frakkland Aix - Ivry ................................................. 34:34 Kristján Örn Kristjánsson skoraði ekki fyrir Aix. Darri Aronsson lék ekki með Ivry vegna meiðsla. Séléstat –Montpellier......................... 28:33 Grétar Ari Guðjónsson varði 8 skot í marki Séléstat. Svíþjóð Heid – Skara ...................................... 18:34 Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði 5 mörk fyrir Skara, Ásdís Guðmundsdóttir 4 og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 1. Þýskaland B-deild: Empor Rostock – Ludwigshafen ...... 29:39 Hafþór Már Vignisson skoraði 4 mörk fyrir Empor Rostock. HM í Katar 8-LIÐAÚRSLIT: Króatía – Brasilía ................... (0:0) (1:1) 5:3 Bruno Petkovic 117. – Neymar 105. Króatía sigraði 4:2 í vítaspyrnukeppni. Holland – Argentína .............. (2:2) (2:2) 5:6 Wout Weghorst 83., 90+11. – Nahuel Molina 35., Lionel Messi 73. (v). Holland sigraði 4:3 í vítaspyrnukeppni. LEIKIR Í DAG: 15.00 Marokkó – Portúgal 19.00 England – Frakkland UNDANÚRSLIT: 13.12. Króatía – Argentína 14.12. Marokkó/Portúgal – England/Frakkl. MARKAHÆSTIRÁHM: Kylian Mbappé, Frakklandi.......................... 5 Lionel Messi, Argentínu................................ 4 Cody Gakpo, Hollandi.................................... 3 Olivier Giroud, Frakklandi ........................... 3 Álvaro Morata, Spáni .................................... 3 Goncalo Ramos, Portúgal ............................. 3 Marcus Rashford, Englandi ......................... 3 Richarlison, Brasilíu ...................................... 3 Bukayo Saka, Englandi ................................. 3 Enner Valencia, Ekvador .............................. 3 Alvarleg meiðsli Hauks staðfest Pólska meistarafélagið Kielce staðfesti í gær að handboltamað- urinn efnilegi Haukur Þrastarson hefði slitið krossband í hné í leik liðsins við Pick Szeged í Meist- aradeild Evrópu í Ungverjalandi á miðvikudaginn. Haukur verður þar með frá keppni næsta árið eða svo en þetta er í annað sinn á rúmum tveimur árum sem hann lendir í krossbandssliti. Hann missir því bæði af HM í janúar og leikjum Íslands í undankeppni EM á næsta ári. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Óheppinn Haukur Þrastarson í leik með Íslandi á EM árið 2020. Kristinn snýr aft- ur á Hlíðarenda Knattspyrnumaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson er kominn til liðs við Val á ný eftir eitt ár í röðum FH. Kristinn kannast vel við sig á Hlíðarenda því þetta er í þriðja sinn sem hann kemur til Vals en hann hefur leikið samtals níu tímabil með liðinu. Kristinn er sjöundi leikjahæstur í efstu deild í sögu Vals og sá sjötti markahæsti. Hann á alls að baki 218 leiki í deildinni með Val, FH og Fjölni og hefur skorað í þeim 42 mörk. Ljósmynd/Kristinn Steinn Sigursæll Kristinn Freyr hefur unnið fimm stóra titla með Val. Modric mætir Messi lKróatía og Argentína mætast í undanúrslitunum á þriðjudaginnlHollendingar og Brasilíumenn halda heimleiðislTvær vítaspyrnukeppnir eftir mikla dramatík Eftir ótrúlega dramatík í báðum leikjum gærdagsins í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta í Katar liggur það fyrir að Króatía og Argentína mætast í fyrri undanúrslitaleiknum á þriðjudags- kvöldið. Bæði lið komust áfram í víta- spyrnukeppni, Króatar eftir að hafa sýnt ótrúlega seiglu og jafnað gegn Brasilíu, 1:1, undir lok fram- lengingar, og Argentínumenn eftir að hafa misst niður 2:0-forskot gegn Hollandi í blálokin á venjulegum leiktíma. Messi heldur sínu striki Lionel Messi lagði upp fyrra mark Argentínu og skoraði það seinna úr vítaspyrnu og þar með er ljóst að þessi fremsti fótboltasnillingur samtímans mun leika til úrslita um verðlaun á þessu heimsmeistara- móti. Hvort það verður um gull eða brons kemur í ljós á þriðjudags- kvöld. Wout Weghorst virtist ætla að verða ólíkleg hetja Hollendinga en hann kom inn á sem varamaður í stöðunni 2:0 og skoraði tvisvar á lokakafla leiksins, seinna markið á 11. og síðustu mínútu uppbótartíma. En Argentínumaðurinn Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, varð hetja sinna manna í lokin þegar hann varði fyrstu tvær víta- spyrnur Hollendinga, frá Virgil van Dijk og Steven Berghuis, og lagði með því grunninn að sigrinum. Lyginni líkast hjá Króötum Króatía, þessi fámenna þjóð í alþjóðlega samhenginu, er komin í undanúrslit á öðru heimsmeistara- mótinu í röð. Seigla Króatanna er rómuð, nánast orðin að klisju, en hvernig þeir hafa farið í gegnum fimm útsláttarleiki af síðustu sex á tveimur heimsmeistaramótum er lyginni líkast. Í Rússlandi 2018 slógu þeir Dani og Rússa út í vítaspyrnukeppnum og svo Englendinga í framlengingu í undanúrslitum áður en þeir töpuðu úrslitaleiknum fyrir Frökkum. Livakovic vítaspyrnuhetjan Núna eru Luka Modric og félagar á nákvæmlega sömu leið. Þeir eru búnir að afgreiða Japan og Brasilíu, tvö gjörólík lið, í vítaspyrnukeppn- um, og eiga fyrir höndum leik gegn Argentínu í undanúrslitum. Ætlar einhver að veðja gegn þeim þar? Dominik Livakovic er svo sannar- lega hetja Króata eftir að hafa varið eina vítaspyrnu Brasilíumanna og fjórar spyrnur alls í tveimur víta- keppnum á þessu móti auk góðrar frammistöðu í leiknum sjálfum. Eftirsjá að Brasilíumönnum Hvað er hægt að segja um Brasilíumenn? Þetta er fimmta vonbrigðamótið þeirra í röð frá því þeir urðu heimsmeistarar í fimmta sinn árið 2002. Þeir falla nú út í átta liða úrslitum í fjórða sinn á þessum tíma og þegar þeir komust í undanúrslitin á heimavelli 2014 biðu þeirra þar tveir afleitir tapleikir. Það er eftirsjá að brasilíska liðinu. Markið þeirra í framlengingunni í gær, sem virtist ætla að færa þeim sigurinn, var snilldarlega fram- kvæmt. Neymar batt enda á magn- að spil í gegnum miðja vörn Króata, svipað og þegar Richarlison skoraði þriðja markið gegn Suður-Kóreu á dögunum eftir stórkostlega takta. Þetta eru tvímælalaust tvö af fallegustu mörkum mótsins en allt kemur fyrir ekki. Brasilía er farin heim, eftir að hafa sett sterkan svip á keppnina, og þjálfarinn Tite sagði starfi sínu lausu eftir leikinn. HM Í KATAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is AFP/Adrian Dennis Undanúrslit LukaModric fagnar ásamt Bruno Petkovic. Modric fær aftur tækifæri til að leika með Króatíu um verðlaun á HM. AFP/Alberto Pizzoli Sigurmarkið Lautaro Martínez fagnað af félögum sínum eftir að hann skoraði úr síðustu vítaspyrnu Argentínu gegn Hollandi í gærkvöld. Mosfellingar hægðu á meisturunum Afturelding varð í gær annað liðið til að taka stig af Íslands- og bik- armeisturum Vals í Olísdeild karla í hand- bolta. Eftir mikla spennu í lokin skildu liðin jöfn, 30:30. Bæði lið hafa ástæðu til að vera svekkt með úrslitin. Valur náði mest fimmmarka forskoti í seinni hálfleik, en Afturelding fékk nokkur færi til að ná tveggja marka forskoti í blálokin, en það mistókst. Þorsteinn Leó Gunnarsson var markahæstur hjá Aftureldingu með ellefu mörk. Arnór Snær Óskarsson skoraði átta fyrir Val, þar á meðal jöfnunarmarkið í lokin. Eftir leikinn er Valur með 23 stig og fimm stiga forskot á toppnum. Afturelding er í þriðja sæti með 17 stig. Þorsteinn Leó Gunnarsson Sannfærandi Blikar jöfn- uðu toppliðin að stigum Breiðablik jafnaði Keflavík ogVal að stigum í Subway-deild karla í körfu- boltameð sannfærandi 122:93-útisigri á Grindavík í gærkvöldi. Liðin þrjú erumeð 14 stig og jöfn á toppnum. Breiðablik lagði grunninn að sigrinummeð góðum fyrri hálf- leik, því staðan í leikhléi var 68:44. Clayton Ladine og Jeremy Smith skoruðu 21 stig hvor fyrir Breiða- blik. Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig og tók 11 fráköst fyrir Grindavík. Njarðvík vann afar sannfærandi 107:78-heimasigur áKR, sem er enn fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. Njarðvík er nú tveimur stigumá eftir toppliðunumþremur. ArgentínumaðurinnNicolas Rich- otti skoraði 27 stig fyrir Njarðvík. ElbertMatthews skoraði 17 fyrir KR. Nicolas Richotti HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: KA-heimilið: KA/Þór – Stjarnan............. L14 Eyjar: ÍBV – HK.......................................... L14 Selfoss: Selfoss – Haukar.......................... L14 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: KA-heimilið: KA – Haukar ....................... L16 Selfoss: Selfoss – Fram ............................. L18 1. deild karla, Grill 66-deildin: Hlíðarendi: Valur U – Þór ......................... L17 Ásvellir: Kórdrengir – Fram U................ S17 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Úlfarsárdalur: Fram U – Valur U............ S16 KÖRFUKNATTLEIKUR Bikar karla, VÍS-bikarinn, 8-liða úrslit: Garðabær: Stjarnan – Skallagrímur ...... S15 Bikar kvenna, VÍS-bikarinn, 8-liða úrslit: Dalhús: Fjölnir – Snæfell........................... L14 Keflavík: Keflavík – Njarðvík .............. S17.30 Skógarsel: ÍR – Stjarnan....................... S19.15 Ásvellir: Haukar – Grindavík.............. S19.30 1. deild karla: Selfoss: Selfoss – Álftanes ........................ S18 1. deild kvenna: Sauðárkrókur: Tindastóll – Hamar/Þór L14 ÍSHOKKÍ Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin: Akureyri: SA – Fjölnir.......................... L16.45 Akureyri: SA – Fjölnir............................... S10 Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Akureyri: SA – Fjölnir.......................... L19.30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.