Morgunblaðið - 10.12.2022, Síða 45

Morgunblaðið - 10.12.2022, Síða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 Heiðarholt 9, 250 Garður Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is 4ra herbergja parhús á einni hæð með bílskúr, sólpalli og heitum potti við Heiðarholt í Garði. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali s. 899 0555 Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala s. 773 0397 Verð 53.000.000 kr. Stærð 146,6 m2 Skannaðu mig H var er fólk eins og ég?“ spyr suður-afríski listamaðurinn og aðgerðasinninn Zan- ele Muholi í viðtali og vísar í það hlutverk menningarstofnana að auka sýnileika jaðarsettra sam- félagshópa. Spurningin er góð og endurspeglar þær borgaralegu hreyfingar sem spyrnt hafa gegn ríkjandi þöggunarmenningu stofn- ana og valdamikilla einstaklinga á alþjóðavettvangi. Í samhengi nútímans má nefna baráttumál með slagorðum á borð við Black Lives Matter og #Metoo. Í sögulegu samhengi er vert að minnast á kröfugöngu samkynhneigðra, Gay Pride, sem stofnað var til í kjölfar áhlaups lögreglu á alhýra skemmti- staðinn Stonewall í New York árið 1969. Sú aðför hafði töluverð áhrif á framgang réttindamála hinsegin fólks víða í heiminum, þar á meðal í Suður-Afríku. Kröfugöngur í kjölfar harðræðis hafa verið mikil- vægt skref í áttina að sýnileika, samfélagslegri viðurkenningu og hvatningar til jafnræðis í almennri orðræðu. Þegar aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku leið undir lok, árið 1994, tók ný stjórnarskrá gildi þar í landi sem kvað meðal annars á um að bannað væri að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Málefni þessa jaðarsetta hóps standa Muholi nærri og eru aðal- viðfangsefni sýningarinnar. En samkvæmt háni virðist eftirfylgni með þessu ákvæði aðeins vera í orði en ekki á borði. Hán telur því brýnt að standa í forsvari fyrir þennan hóp og vonast til þess að farand- sýning sem þessi veki athygli á því óréttlæti sem minnihlutahópar þurfa að þola í borgum Suður-Afr- íku, Svíþjóð, Bretlandi og ekki síst á Íslandi – en sýningin er sett upp í þremur síðastnefndu löndunum. Svart-hvítur veruleiki Róleg stemning mætir áhorfend- um í sal 2 í Listasafni Íslands. Lýs- ingin er dimm og kastarar eru not- aðir til að leiða áhorfandann áfram. Meginmiðill Muholis eru ljósmyndir og þá sér í lagi portrettmyndir, sem hán tekur bæði af sér og öðrum. Portrettmyndir voru veigamikið viðfangsefni ljósmyndara strax í árdaga ljósmyndatækninnar en þeim fylgdi önnur „ára“ en á landslags- og kyrralífsljósmyndum sem þá voru teknar. Líta mátti á portrettmyndir sem skjalfestingu á tilveru einstaklinga ásamt því að þær voru ítarleg heimild um tíðarandann. Portrettmyndir eru þó fyrst og fremst persónulegar og geta gefið innsýn í líf og hugarheim viðfangsefnisins með aðgengilegum hætti. Það eru tvær portrettserí- ur í þessum sal. Önnur þeirra, Somnyama Ngonyama, er sett upp í salónsýningarstíl og sýnir svart-hvítar ljósmyndir af Muholi með ýmiss konar höfuðföt. Mynd- irnar eru margar hverjar nánast í raunstærð, sem styrkir tilfinningu áhorfandans fyrir því að standa andspænis manneskjunni sjálfri. Ég var lengi að skoða þessa seríu, stellingar háns, klæðaburð og oft á tíðum þá hversdagslegu hluti sem hán valdi að krýna sig með. Mér verður hugsað til þeirra hefða Afr- íkubúa að bera höfuðföt við hátíðleg tækifæri, en hvert tækifæri hefur sinn stíl, sérstakt brot, litaval og jafnvel efni. Í seríunni kemur sam- talið við hefðina og söguna sterkt fram; vinna við bómullarrækt, heimilishjálp og sem skósveinn voru meðal þeirra hlutverka sem beið þeirra sem seld voru í þrældóm og flutt sjóleiðis til Bandaríkjanna. Það voru helst þessir hversdags- legu hlutir sem hán hafði valið að skreyta höfuð sitt með sem vöktu þessa tengingu. Hvernig nálgun við Afríkubúa byggðist á hagnýt- ingu þeirra fremur en því að um ræddi einstaklinga með sjálfstæðan tilverurétt. Somnyama Ngonyama fjallar um arfleifð Afríkubúa, birt- ingarmynd kúgunar og mótlætis heima og að heiman og er þessi sýningarhluti ágætis upphafspunkt- ur að þeirri svart-hvítu sögu. „Born this gay“ Í sama sal má sjá brot af port- rettmyndaseríu Zaneles Muholis, Faces and Phases, sem telur um 500 ljósmyndir. Á myndunum má sjá uppstillta einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að vera af afrískum uppruna og einnig tilheyra hópi þeirra sem skilgreina sig sem hinsegin. Í sýningarskrá segir að með myndaröðinni skoði Muholi „þá pólitík sem felst í hugmyndum um kynþátt og spurningum um sýnileika.“ Á meðal jaðarsettra hópa getur sýnileikinn einn og sér orðið til þess að viðkomandi verði fyrir aðkasti eða þaðan af verra eins og má sjá dæmi um í fjórða sal safnsins í seríunni Only Half the Picture. Faces and Phases ásamt myndunum í Brave Beauties-mynda- röðinni, sem finna má í þriðja sal sýningarinnar, eru skjalfesting á því mikla hugrekki sem þessir einstak- lingar sýna með því að koma fram opinberlega. Á sýningunni er áhorf- endum gefin innsýn í þá ólíku þræði sem sjálfsmynd einstaklingsins er ofin úr og sterka afstöðu þeirra sem velja að verða viðfangsefni í verkum Muholis. Landamæralaus boðskapur Ljósmyndatæknin hefur verið lykilþáttur í því að flytja upplýs- ingar á milli landa og vekja athygli á óhugnanlegum atburðum, svo sem hvers konar eymd, hungursneyð- um, mótlæti, dauða, umbyltingum og von. Á 9. áratug síðustu aldar voru nokkrar ljósmyndahreyfingar að störfum í Suður Afríku. Meðal þeirra má nefna Dynamic Images, Vakalisa, The Black Society of Photographers og Afrapix. Megin- tilgangur þessara ljósmyndahreyf- inga eða -félaga var að vernda þá ljósmyndara sem lögðu í að skjal- festa mótlætið sem beið þeirra sem kröfðust samfélagslegra breytinga. Meginhluti ljósmynda Muholis eru portrettmyndir en í fjórða sal safns- ins má þó finna ljósmyndir sem eiga meira skylt við fréttaljósmyndun. Þær sýna afleiðingar hatursglæpa, kynferðisofbeldis og kynþátta- haturs með einlægum og áhrifarík- um hætti. Í samhengi Afrapix má líta á sýninguna sem skrásetningu á tilveru hinsegin og kynsegin minni- hlutahópa þar í landi, samhliða list- rænum og sjónrænum frásögnum listamannsins. Því mætti segja að auk portrettformsins, sem er talið frekar persónulegt og nærgöngult, þá beiti Muholi einnig stílbrögð- um fréttaljósmyndunar til að fanga ýmsar atburðarásir án þess að grípa inn í þær. Sú sjónræna frásögn Muholis er því að hluta heimildavinna í eðli sínu, listræn og uppstillt en ófrávíkjanlega persónu- leg og segir frá í fyrstu persónu. Og þar liggur styrkur Muholis. Sá boðskapur Zaneles Muholis er snýr að jaðarsetningu minni- hlutahópa er landamæralaus, þrátt fyrir að birtingarmyndirnar séu mögulega misjafnar á milli landa. Svar Muholis við spurningunni sem hán leggur upp með: „Hvar er fólk eins og ég?“ er því skýrt. Aðstæður sem þessar og fólk eins og hán er að finna alls staðar í heiminum og okkur ber að veita því og þeim verð- skuldaða athygli. Höfundur er listfræðingur. Fólk eins og við MYNDLIST KARINAHANNEY MARRERO Myndlist Zanele Muholi Listasafn Íslands. Til 22. febrúar 2023. Opið alla daga nema mánudaga, kl. 10–17. Sjálfsmynd Þekkt sjálfsmyndaröðMuholis „fjallar um arfleifð Afríkubúa, birtingarmynd kúgunar og mótlætis heima og að heiman.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimildir Muholi beitir einnig „stílbrögðum fréttaljósmyndunar til að fanga ýmsar atburðarásir án þess að grípa inn í þær,“ segir rýnir. Keppendur Myndaröðin Brave Beauties er „skjalfesting á því mikla hug- rekki sem þessir einstaklingar sýna með því að koma fram opinberlega.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.