Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022 Fæst í öllum apótekum STAKSTEINAR Leynimakk um Ljósleiðara Svo ótrúlegt sem það er þá beita opinberar stofnanir eða opinber fyrirtæki því stundum fyrir sig að eigendurnir, almenn- ingur, megi ekki fá upplýsingar um starfsemina af því að stofn- unin sé með „skráð skulda- bréf“. Ríkisút- varpið hefur meira að segja beitt þessari aðferð við að halda leynd yfir starfseminni og má segja að þá sé fokið í flest skjól. Nýjasta dæmið um leynimakk í skjóli skráðra skuldabréfa er dótturfyrirtæki Orkuveitunn- ar, Ljósleiðarinn. Það opinbera fyrirtæki áformar að kaupa eignir af einkafyrirtækinu Sýn en á í miklum erfiðleikummeð að fjármagna kaupin, hvað þá að rökstyðja þau. Nú hefur Orkuveitan gripið til þess óyndisúrræðis að fá stóran lánveitanda til að aflétta skilyrðum um skuldsetningu dótturfélaga til að auðvelda Ljósleiðaranum kaupin og hefur fengið samþykki borgarráðs. Allt er þetta í meira lagi vafasamt af ýmsum ástæð- um. Þarna er opinbert fyrirtæki að auka umsvif sín á markaði og um leið er verið að ákveða að auka skuldsetningu borgarinnar sem þegar er skuldum vafin. Hvernig má vera að þetta ger- ist án þess að nokkuð heyr- ist frá borgarfulltrúum? Enginn býst við neinu af fulltrúum meirihlutans í þessum efnum, en hvað veldur því að fulltrúar minnihlutans þegja? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar Tveir vopnaðir menn handteknir lHöfðu í hótunumvið dyraverði Tveir karlmenn voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags þar sem þeir höfðu í hótunum við dyraverði. Mennirnir voru vopnaðir hnífum og barefl- um. Þeir voru vistaðir í fangaklefa lögreglu. Þá handtók lögreglan einstakling sem hafði verið til vandræða fyrir utan knæpu í miðbænum. Hann var kærður fyrir brot á lögreglu- samþykkt og sleppt í framhaldi. Annar einstaklingur, sem fór ekki að fyrirmælum, var handtekinn í miðbænum og vistaður í fangaklefa. Lögreglan hafði eftirlit sama kvöld með meirihluta skemmti- staða í miðbæ Reykjavíkur. Að- gættu óeinkennisklæddir lögreglu- þjónar hvort dyraverðir væru þar að störfum án réttinda og hvort gestir væru undir lögaldri, að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, yfirlög- regluþjóns lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Varð lögregla vör við tvo gesti undir lögaldri á einum skemmtistað, sem einnig var með dyraverði án tilskilinna réttinda. Síðarnefnda málið hefur verið sent til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út. Þá tilkynnti lögregla að tvö ung- menni undir lögaldri hefðu verið stödd á krá á föstudagskvöld. Að sinni verður ekki gefin út ákæra, en ef staðurinn heldur áfram að brjóta þessar reglur, skoðar lögreglan að loka honum yfir helgi. „Við höfum áður gripið til þess,“ sagði Jóhann Karl í samtali við mbl.is í gær. Að sögn Jóhanns Karls vill lögreglan nú taka til hendinni í þessum málaflokki, ekki síst vegna vaxandi ofbeldis í miðborginni. „Við erum reglulega með óeinkennt eftirlit, það verður engin breyting þar á.“ Morgunblaðið/Ari Viðbúnaður Lögreglan hafði eftirlit með meirihluta skemmtistaða. Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitar- innar Reykjavíkur byrjar vel í ár og stefnir í að trén klárist fyrr en síðustu tvö ár, þegar þau hafa þó klárast ein- hverjum dögum fyrir jól. „Við höfum alltaf átt okkar fastakúnnahóp en nú er náttúrlega komin töluverð byggð þarna í kring,“ segir Magnús Viðar Sigurðsson, for- maður sveitarinnar, um hina árlegu jólatrjáasölu. „Við reynum eftir mestu getu að bæta við trjám og erum að reyna það í ár,“ segir Magnús en bæði eru seld ís- lensk og dönsk tré. Þá var ákveðið að brjóta upp á hefðina í ár og selja ekki aðeins trén á Flugvallarvegi, heldur einnig á Jóladögum Árbæjarsafnsins um helgar. Þar voru fulltrúar sveitarinnar, vel til fara, að selja tré í gær ásamt hinum hressustu jólasveinum. lEftirspurn er meiri en síðustu ár hjá Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík Bætavið trjám Morgunblaðið/Óttar Sveinn Flugbjörgunarsveitin Reykjavík selur trén á Árbæjarsafninu í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.