Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022
✝
Aðalheiður
Björnsdóttir
fæddist í Reykjavík
þann 28. september
1934. Foreldrar
hennar voru Björn
Jónsson, vélvirkja-
meistari, f. 8. okt.
1905, d. 23. jan.
1981, og Anna Lilja
Jónsson, fædd Jen-
sen, f. 15. júní 1905,
d. 28. maí 1975. Að-
alheiður var í miðju systkina-
hópsins en þau voru fimm tals-
ins. Elst var Guðrún Ester, f.
1928, d. 2000, Eva Sigríður, f.
1931, d. 2001, Hrafnhildur
Steingerður, f. 1940, d. 2016, og
Björn Haraldur, f. 1946, d. 2012.
Þann 6. maí 1961 gekk Að-
alheiður að eiga Ingvar Stefán
Kristjánsson frá Arnarnúpi, f.
20. mars 1931, d. 4. mars 1979.
Foreldrar hans voru Guðbjörg
Kristjana Guðjónsdóttir og
Kristján Guðmundsson búfræð-
ingur, bændur á Arnarnúpi í
Dýrafirði. Synir Aðalheiðar og
Ingvars Stefáns eru Brynjar,
framkvæmdastjóri, f. 1961, dótt-
ir Brynjars er Guðrún Birna,
gift Katrínu Hermannsdóttur,
börn hennar eru
Elvar Gauti, Díana
og Kristján Ingi,
Ingvar, fram-
kvæmdastjóri, f.
1966, synir hans
eru Stefán Ás og
Jón Goði, kvæntur
Kristínu Stef-
ánsdóttur, börn
hennar eru Þóra
Kristín og Kári.
Reynir, fram-
kvæmdastjóri, f. 1972, kvæntur
Þóru Björk Waltersdóttur, börn
þeirra eru Aðalheiður Esther og
Dagur Fannar, Reynir átti fyrir
Daníel Stefán.
Aðalheiður ólst upp í Reykja-
vík, fór um tvítugt til náms í
Hússtjórnarskólann í Sorö í
Danmörku. Aðalheiður vann
ýmis störf, s.s. verslunarstjóri í
Pennanum en síðustu árin hjá
Lífeyrissjóði sjómanna og Gildi.
Hún starfaði einnig við sjálf-
boðaliðastörf í mörg ár sam-
hliða annarri vinnu í Grensás-
kirkju og var m.a. í stjórn kven-
félagsins.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 12. desem-
ber 2022, klukkan 13.
Það er með miklu þakklæti og
söknuði sem mig langar að minn-
ast móður minnar. Aðalheiður eða
Heiða eins og hún var oftast köll-
uð var hetja í mínum augum. 44
ára gömul varð hún ekkja með
þrjá drengi á aldrinum 6 til 18 ára.
Mamma og pabbi voru mjög sam-
rýmd og samhent alla tíð. Í veik-
indum pabba, sem barðist við
krabbamein í mörg ár, var haft
eftir honum að betri eiginkonu og
móður sona sinna væri ekki hægt
að hugsa sér. Ég er svo einlæg-
lega sammála pabba. Hún er ein-
stök fyrirmynd. Með lífsvilja og
gleði að vopni sigraðist hún á
hverri raun, alltaf stóð hún upp
aftur þar til yfir lauk.
Mamma hafði yndi af ömmu-
börnunum og var alltaf tilbúin að
gæta þeirra. Hún vann öll verk sín
af alúð og sýndi ótrúlega þolin-
mæði alla tíð. Hún hristi fram úr
erminni stórveislur, hvort sem
þær voru í fjölskyldunni eða í
kirkjunni hennar. Það var aðdá-
unarvert hversu fallegt heimili
hún hélt og hvað hún nostraði við
sumarhúsið á Laugarvatni sem
hún og pabbi höfðu nánast lokið
við að reisa þegar hann féll frá í
blóma lífsins. Mamma gekk í öll
verk, bar á bústaðinn, bakaði, hélt
öllu hreinu og vann fullt starf vel
fram á áttræðisaldur. Mamma var
líka mikil listakona. Þegar henni
fannst vanta myndir á veggina á
heimilinu gerði hún sér lítið fyrir
og málaði myndir sem sumar
hanga uppi á veggjum á heimilum
okkar bræðra nú. Hún saumaði út
bæði veggmyndir og áklæði á
stóla o.fl. Litið til baka er erfitt að
skilja hvernig hún fór að þessu
öllu. Allt var gert áreynslulaust og
af þeirri þolinmæði sem einkenndi
hana alla tíð.
Mamma hafði ákveðnar skoð-
anir en fór vel með þær. Það var
henni mikilvægt að við bræðurnir
ynnum fyrir okkur og yrðum sjálf-
stæðir. Eftir að við vorum fluttir
að heiman hafði hún t.d. skoðanir
á því hver okkar ynni ákveðin
verk fyrir hana, t.d. var ekki sama
hver skipti um ljósaperu og hver
sæi um tæknimálin og fjármálin.
Við bræður brostum stundum að
þessu en nú eru þetta dýrmætar
minningar.
Mamma var yfirleitt kát og
hress. Hún tókst á við hverja
áskorun af æðruleysi. Hún hafði
gaman af því að ferðast bæði til
útlanda hin síðari ár og í íslenskri
náttúru. Þær voru ófáar útileg-
urnar sem hún og pabbi fóru með
okkur bræðurna í gamla appels-
ínugula tjaldinu. Seinna átti sum-
arbústaðurinn hug hennar allan
og hún naut þess að fara í þann
sælureit og spila á spil eða yatzy.
Meðan pabba naut við var spilað
reglulega við vinahjón heima í
Safamýrinni. Mamma var lífsglöð,
hún fylgdist t.d. með öllum frétt-
um og íþróttum fram á síðasta
dag.
Ég á eftir að sakna þín, elsku
mamma mín, sakna þess að koma
við í búðinni fyrir þig og spjalla
um lífið og tilveruna. Það eru bara
nokkrir mánuðir síðan þú ljómaðir
í brúðkaupinu okkar Kristínar.
Ég er svo þakklátur að fyrir að-
eins nokkrum vikum fórum við tvö
í ferð um Suðurlandið. Þér fannst
haustlitirnir svo fallegir, þú naust
ferðarinnar þó hún væri þér
greinilega líkamlega erfið.
Ég er svo þakklátur fyrir vega-
nestið og lífið sem þú gafst okkur.
Loksins ertu komin til pabba.
Takk fyrir allt elsku mamma mín.
Ingvar.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best
hjartað blíða, heita –-
hjarta, er sakna’ ég mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Móðir mín, Aðalheiður Björns-
dóttir, lést á Landspítalanum í
Fossvogi föstudaginn 25. nóvem-
ber síðastliðinn eftir nokkurra
daga sjúkrahúslegu. Hún varð 88
ára þann 28. september síðastlið-
inn og hefur átt góða og langa ævi.
Við áttum rúmlega 60 ára samleið,
þar sem aldrei bar skugga á.
Mamma hafði áhrif á alla í kring-
um sig með sínu ljúfa og upp-
byggilega viðmóti. Hún var sterk-
ur persónuleiki sem tókst á við
lífið af æðruleysi og bjartsýni.
Hún kenndi mér að takast á við líf-
ið af jákvæðni og með opnum
huga og ekki dæma neinn af af-
spurn heldur að gefa öllum tæki-
færi. Stóra ástin í lífi mömmu var
pabbi, sem hún giftist árið 1961.
Sama ár fæddist ég, svo Ingvar
árið 1966 og svo loks Reynir árið
1972. Mamma og pabbi voru ákaf-
lega samhent og byggðu sér fal-
legt heimili í Safamýri þar sem við
bræður ólumst upp. Mamma var
fyrirmyndarhúsmóðir og það var
gestkvæmt í Safamýrinni og oft
var tekið í spil. Mamma og pabbi
ferðuðust mikið og oft á sumrin
var farið í útilegur með góðum
vinum. Seinna byggðu þau svo
saman fallegan sumarbústað á
Laugarvatni þar sem við eigum
margar góðar minningar. Mamma
var dugleg að taka dóttur mína
með í bústaðinn þegar ég var upp-
tekinn og tengdu þessar ferðir
þær sterkum böndum. Mamma og
pabbi fengu þó alltof stuttan tíma
saman, því pabbi lést langt fyrir
aldur fram, árið 1979, og stóð
mamma sem klettur við hlið hans í
hans veikindum. Það kom því í
hlut mömmu að ala okkur bræður
upp ein og koma til manns. Það
gerði hún með miklum sóma eins
og allt sem hún tók sér fyrir hend-
ur.
Elsku mamma, ég vil þakka þér
fyrir allar gleðistundirnar og alla
þá væntumþykju, þolinmæði og
stuðning sem þú sýndir mér alla
tíð. Minningin um þig mun ávallt
lifa í huga mínum, minning um
góða, umhyggjusama móður sem
nú er horfin á brott.
Brynjar Stefánsson.
Elsku amma. Þær koma auð-
veldlega, minningarnar upp í hug-
ann frá þessum 38 árum sem við
áttum saman, þú og ég. Safamýr-
in, Laugarvatn, yatzy, jólin,
Bingó-Bjössi, Með afa, peru-
brjóstsykur og hlýr faðmurinn er
aðeins brot af þeim mörgu minn-
ingum sem ég á með þér.
Ein af mínum fyrstu minning-
um sem barn er með þér á jól-
unum í Safamýrinni, þar sem allt
gekk eins og smurð vél og eftir
kúnstarinnar reglum. Ég horfði
löngunaraugum inn í sparistofuna
þar sem borðið hafði verið gert
tilbúið löngu áður og jólatréð stóð
svo tignarlega við stofugluggann.
Þegar allt var tilbúið og átti að
fara að hleypa okkur til borðs hófu
jólaklukkurnar að hringja í út-
varpinu klukkan sex og þá voru
jólin komin, við máttum setjast til
borðs. Hátíðleikinn og hefðirnar
voru allar þínar og var ég svo
ótrúlega heppin að fá jólasveininn
fallega sem stóð við tréð að gjöf
frá þér fyrir nokkrum árum.
Hann mun halda áfram að minna
mig á þig. Sumarbústaðarferðirn-
ar í bústaðinn sem þið afi smíð-
uðuð á Laugarvatni voru ófáar og
var mitt helsta vígi í efri kojunni,
vinstra megin þegar gengið var
inn í herbergið, þar sem ég gat séð
yfir allan bústaðinn og tekið út
það sem fór fram í húsinu. Uppá-
haldið mitt var þegar hestarnir
komu að hliðinu á brúnni og ég
stökk út til að klappa þeim, þegar
ég lék mér við ána og þegar ég
fékk að spila yatzy við þig. Það var
eiginlega toppurinn á tilverunni.
Þegar ég gisti í Safamýrinni
missti ég aldrei mínútu af barna-
tímanum. Þú vaktir mig sam-
viskusamlega og ég skreið fram
með koddann minn og sængina og
horfði á Með afa. Seinna, þegar ég
fór sjálf að búa, þá hringdi ég í þig
eitt kvöldið, ég var nefnilega að
fara að elda fiskibollur í dós í
bleikri sósu eins og ég fékk svo oft
hjá þér, og ég áttaði mig á því að
ég hafði ekki hugmynd um hvern-
ig ég átti að bera mig að. Þú leidd-
ir mig í gegnum hvert skref af
ferlinu í rólegheitunum og viti
menn, þetta bragðaðist bara
ágætlega. Þú hafðir nefnilega allt-
af tíma fyrir mann, til að hlusta
eða hjálpa mér við það sem ég var
að gera.
Sverrir minn og börnin okkar
þrjú voru líka svo heppin að kynn-
ast þér og mun ég halda áfram að
segja þeim frá þér og þeim minn-
ingum sem ég á um þig. Sigríður
Kristín var til dæmis fljót að læra
í hvaða skúffu súkkulaðimolarnir
voru geymdir hjá þér. Hún gekk
yfirleitt beint til verks og rétti út
höndina og þú svo greiðlega réttir
henni mola til að njóta meðan við
spjölluðum saman í rólegheitun-
um.
En hvernig á maður að kveðja
manneskju sem hefur verið part-
ur af lífi manns frá fæðingu? Mað-
ur getur ekki syrgt nema hafa
elskað og ekkert okkar kemst í
gegnum lífið án þess að kynnast
sorginni en minningarnar ylja
hjartanu og átt þú alltaf stað í
mínu.
Sjáumst seinna amma mín.
Dagur er liðinn og komið er kveld.
Kofann minn rökkrið hylur.
Dreymandi sit ég við arineld.
Úti er svartasti bylur.
Bleikrauður geisli’ af brakandi glóð
blandast við hljóðlát gítarsins ljóð.
Ómarnir þagna, allt er svo hljótt.
Eldurinn kulnar senn. Góða nótt.
(Ólafur B. Guðmundsson)
Þín
Guðrún Birna.
Aðalheiður
Björnsdóttir✝
Benth U. Behr-
end fæddist 17.
febrúar 1943. Hann
lést 26. nóvember
2022 á HSN.
Foreldrar hans
voru Simona Undall
Behrend, f. 24.12.
1920, d. 21.4. 2000,
og Gustav Undall
Behrend, f. 5.9.
1912, d. 21.3. 1996.
Benth var elstur
fjögurra systkina. Þau eru María
Elísabet Behrend, f. 8.11. 1945,
Daníel Behrend, f. 19.12. 1949, og
Tómas Behrend, f. 17.3. 1955.
Eftirlifandi kona Benths er
Alda Sigurbjörg Ferdinands-
dóttir, f. 11.3. 1944. Foreldrar
hennar eru Guðrún Ásgríms-
dóttir, f. 14.8. 1917, d. 10.6. 1998,
og Ferdinand Rósmundsson, f.
22.1. 1918, 14.10. 1997.
Börn þeirra eru: 1) Ásgeir
Þröstur, f. 22.5. 1965, d. 1.4. 1988.
Sonur hans og Helgu Jónsdóttur
er Jón Geir. 2) Þyrí Edda, f. 27.8.
1966. 3) Guðrún Elísabet, 8.12.
1967, maki 1 er Árni Ragnarsson,
saman eiga þau Árna Bent. Árni
Bent á eina dóttur, Guðrúnu Sif.
Maki 2 er Hafsteinn Linnet. Sam-
an eiga þau Loga
Þröst og Guðrúnu
Öldu. 4) Gústav Ferd-
inand, 20.03. 1972,
maki 1 er Steinunn
Rósa Guðmundsdóttir,
saman eiga þau Ásgeir
Þröst, Sindra Má og
Hrefnu Guðrúnu. Maki
2 er Annemie Milissen,
saman eiga þau Emmu
Lind og Finn Frey.
Benth fæddist í
Eyjafirði og ólst upp á Sjávar-
bakka í fyrrverandi Arnarnes-
hreppi þar sem hann gekk í
barnaskóla. Árið 1963 gerðist
hann fjósamaður á Hólum í
Hjaltadal og kynntist þar Öldu.
Þau gengu í hjónaband 12.12.
1964. Hófu þau svo búskap að
Lóni í Viðvíkursveit í Skagafirði.
Samhliða búskapnum vann Benth
við ýmis önnur störf, sem at-
vinnubílstjóri og lögreglumaður.
Þau fluttu svo á Sauðárkrók þar
sem hann vann áfram í lögregl-
unni, eftir það sem vélamaður í
fiskvinnsluhúsinu Skildi, og síðar
meir í áhaldahúsi Sauðárkróks.
Útförin fer fram frá Sauðár-
krókskirkju í dag, 12. desember
2022, klukkan 13.
Benth kunningi minn er allur.
Benth var uppalinn við Eyjafjörð,
að Sjávarbakka í Arnarneshreppi
hinum forna. Þar vandist hann
flestum störfum er þá viðgengust,
bæði til lands og sjávar. Kunn-
ingsskapur okkar hefur varað
lengi, nánast frá því að hann kom í
Skagafjörðinn árið 1963, þá ráðinn
sem fjósamaður að skólabúinu að
Hólum í Hjaltadal. Hann gekk þó í
mörg almenn störf á búinu og þar
á meðal að aka búsbílnum, sem þá
var Chevrolet-vörubíll, og sjá um
daglegt viðhald hans.
Þeir munu hafa komið sama
dag, um miðjan júlí, að Hólum,
Benth og Haukur Jörundsson, ný-
skipaður skólastjóri Bændaskól-
ans.
Á Hólum kynntist Bent Öldu
sinni, sem löngum hefur reynst
honum vel í hans veikindum hin
síðar ár og ekki síst eftir að hann
missti sjónina. Þau hjón voru gest-
risin og tóku vel á móti þeim er að
garði bar. Það var oft þröngt setið
við eldhúsborðið á Skógargötunni
og mál dagsins krufin.
Benth var laghentur og vann
hin ýmsu störf; var bóndi um ára-
bil, bílstjóri, fiskvinnslumaður og
fleira. Síðast var hann starfsmað-
ur sveitarfélagsins.
Um árabil var hann héraðslög-
reglumaður og tímabundið afleys-
ingamaður á áttunda áratugnum
og allt fram yfir 1980. Bent var ró-
lyndur, meðalmaður á hæð, þéttur
á velli og gat verið þungur fyrir.
Ekki varð ég þess var að hann
væri ósanngjarn í garð annarra.
Hann reyndist mér góður félagi.
Benth fylgdist vel með mönn-
um og málefnum allt fram á sein-
asta dag.
Öldu og fjölskyldunni votta ég
samúð mína. Benth þakka ég góða
viðkynningu og samstarfið um
árabil.
Farðu í friði félagi.
Guðmundur Óli.
Benth U. Behrend
Hann lagði sig í
bráða lífshættu við
að bjarga Þórði
Halldórssyni frá Dagverðará frá
því að farast í sjóslysi. Ósyndur
stökk hann í vonskuveðri að
strönduðum báti þar sem Þórður
hafði hnýtt sig fastan efst í
frammastrið. Mastrið eitt stóð
upp úr grimmu hafinu.
Hann fiskaði manna mest og
reri manna fastast. Röddin var
hrjúf. Mér leist ekkert á manninn
fyrst þegar ég kom sem unglingur
til Ólafsvíkur. Ég heyrði margar
hreystisögur af honum og áræði
hans sem skipstjóra. Ég held að
ég hafi beinlínis óttast hann.
Mörgum árum seinna var
bankað harkalega heima hjá mér.
Ég flýtti mér til dyra og opnaði.
Þar stóð Gvendur í Bug. Hann
sagði fátt, aðeins þetta: „Siggi,
mig vantar stýrimann í tvær vik-
ur. Við förum út klukkan átta í
fyrramálið.“ Hann beið ekki
✝
Guðmundur
Kristján Krist-
jónsson fæddist 11.
ágúst 1933. Hann
lést 12. nóvember
2022. Útför Guð-
mundar Kristjáns
fór fram 24. nóv-
ember 2022.
svars. Kvaddi bara
og fór.
Ég horfði á eftir
honum ganga
Brautarholtið og
hugsaði með mér:
því ekki? Ég var
mættur hálfátta um
morguninn. Gvend-
ur í Bug var mættur.
Hálftíma síðar sigldi
Halldór Jónsson SH
217 úr höfn. Við tóku
hreint ævintýralegar tvær vikur.
Við vorum á rækju og lentum í
einu og öðru.
Einn daginn jókst vindurinn.
Við Gvendur vorum sammála um
að toga ögn lengur. Þegar við
loksins hífðum slitnaði annar vír-
inn. Það var ekki auðvelt viðfangs.
Enginn krani, engin bóma. Unn-
um okkur úr vandanum og sigld-
um heim.
Þetta er allt minnisstætt. Þó er
mér ofar í minni hversu ranga
mynd ég hafði af Gvendi í Bug.
Vissulega virkaði hann sem harð-
ur karl og erfiður. En var það alls
ekki. Heldur þveröfugt. Ljúfur,
fús til að miðla þekkingu sinni,
ráðagóður og skemmtilegur.
Guðmundur Kristján Krist-
jónsson var góður sjómaður og
eftirminnilegur.
Sigurjón Magnús Egilsson.
Guðmundur
Kristján
Kristjónsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞORGEIR JÓNSSON,
Kambsvegi 8,
lést 1. desember á Vífilsstöðum.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 14. desember klukkan 15.
Dröfn Björgvinsdóttir
Björk Þorgeirsdóttir Þorgrímur Toggi Björnsson
Egill Þorgeirsson
Fjalar Þorgeirsson Málfríður Erna Sigurðardóttir
og barnabörn
Minningarvefur á mbl.is
Minningar og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið
minningargreinar, fengið upplýsingar úr
þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að
þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt
í áratugi þegar andlát ber að höndum.
Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát