Morgunblaðið - 12.12.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 12.12.2022, Síða 22
Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógum 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Boccia kl. 10. Handa vinna kl. 12.30-16. Félagsvist kl. 12:45. Glervinnustofa kl. 13 - 16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-10:00. Ganga kl. 10:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30.Tálgun með Valdóri kl. 12:30-15:30. Félagsvist kl. 13. Volarekynning kl. 11:00-14:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30- 15:30. Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi 10.00 Ganga frá Jónshúsi 11.00 Stólajóga í Kirkjuhv. 12.30-15.40 Bridds 12.40 Bónusrúta frá Jónsh. 13.00 Gönguhópur frá Smiðju 13.45-15.15 Kaffiveitingar í Jónsh. 15.00 / 15.40 / 16.20 Vatnsleikf. í Sjálandssk. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhv. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könnuni. Kóræfing kl.13:00 – 15:00 Allir velkomnir Gjábakki Opin handavinnustofa kl. 8.30 til 11.30. Bocciaæfing kl. 9 til 10.30. Postulínsmálun kl. 9 til 11.30. Jóga kl. 10.50 til 12.15. Canasta kl. 13.15 til 15. Myndlistasýning Kristínar Þorkelsdóttur kl. 14 til 16. Söngvinir - æfing kl. 16.30 til 18.30. Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 13. des. verður opið hús kl. 13-15 fyrir eldri borgara. Ólafur Kristófersson kynnir bókina sína "Láttu ekki svona" - les jólasögu úr henni. Ingibjörg Aldís sópran og Egill tenór syngja tvö lög. Að opna húsinu loknu er boðið uppá kaffi og meðlæti. Umsjón hefur Kristín Kristjánsdóttir djákni. Kyrrðarstund er kl. 12. Að kyrrðarstund lokinni eru léttar veitingar gegn vægu gjaldi. Gullsmári Handavinna fyrir og eftir hádegi. Bridge kl. 13:00, aðalfundur bridgesdeildar Gullsmára verður 15/12 eftir spilin þann dag. Jóga kl. 17:00. Félagsvist kl. 20:00. Hraunsel Billjard kl. 8-16. Myndlistarklúbbur kl. 9:00. Stóla yoga kl. 10. Félagsvist kl. 13:00. Gaflarakórinn: Kl. 11:00. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Heimsókn leikskólabarna á Sunnuási kl. 10:00. Jóga með Ragnheiði Ýr kl. 10:15. Minningahópur kl. 10:00. Betra jafnvægi námskeið kl. 10:45. Zumba með Carynu kl. 13:00.Tálgun – opinn hópur kl. 13:00-16:00. Bridge kl.13:00. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Samfélagshúsið Vitatorgi Aðventukaffi & smákökur í setustofu 10:00 - Opin handverksstofa 09:00-12:00 - Leirmótun í smiðju kl: 09:00-13:00 - Bókabíllinn Höfðingingi verður á svæðinu frá kl: 13:10- 13:30- Boccia í setustofu kl: 13:15-14:00 - Opin handverksstofa kl: 13:00-15:00- JólatónarTónmenntaskóla Rkv. 15:00 & síðan er síðdegiskaffi frá kl.14:30-15:30. Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut kl. 9.00. Billjard Selinu kl. 10.00. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 11.00. Handavinna, föndur og samvera í salnum á Skólabraut kl. 13.00. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun þriðjudag verður pútt í inniaðstöðu Nesklúbbsins á Austurströnd 5. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Vindskilti Bílar Mazda MX-30 rafmagnsbíll 6/2021 Sýningarbílar flestir eknir undir 1000 km. 35,5 kWh rafhlaða. Uppgefin drægni 200 km. 5 dyra. Makoto typa með glertopplúgu og öllum fáanlegum búnaði. Er í ábyrgð. Eigum 4 liti á lager. Hann er þinn fyrir aðeins 4.890.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Húsviðhald Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 alltaf - alstaðar mbl.is ✝ Richard Guð- mundur Jón- asson fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1956. Hann lést á Landa- koti 1. desember 2022. Foreldrar hans eru Ursula Quade Guðmundsson, f. 1931, og Jónas Guðmundsson, f. 1928, d. 1998. Systkini eru Sig- urbjörg Helena, f. 1951, Ómar, f. 1953, d. 2014, og Jónas Ewald, f. 1962, d. 1987. Eftirlif- andi eiginkona Richards Guð- mundar er Guðrún Egilsdóttir, f. 27. nóvember 1944 í Reykja- vík. Þau giftu sig 9. febrúar 2002. Dætur Guðrúnar, sem Rich- ard Guðmundur gekk í föð- urstað, eru Hjördís, gift Ingva Skjaldasyni, og Ingibjörg, gift Þórarni H. Kristinssyni. Richard Guðmundur ólst upp í Vestmannaeyjum við leik og störf. Hann fór fljótlega að vinna fyrir sér. Hann var í Hlíðardalsskóla 1973 þegar gaus í Eyjum og allt hans fólk fór upp á land og snéri ekki aftur. Richard Guð- mundur útskrifað- ist frá Hótel- og veitingaskólanum 1978 sem fram- reiðslumaður og vann við það framan af starfsævinni. Seinni ár starfaði hann við hin ýmsu störf hjá t.d. Sökkli og nú síðast Axix. Hann barðist við krabba- mein frá 2014 sem lagði hann að lokum að velli. Richard var mikill áhuga- maður um knattspyrnu og var hans lið ÍBV alla tíð. Hann var félagi í Oddfellow frá árinu 2007. Útför Richards Guðmundar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 12. desember 2022, og hefst kl. 13. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Elsku drengurinn minn, megi allir englar guðs vernda þig. Þú veist það, ljúfur. „Love, love you“ á enda veraldar. Þín mamma, Ursula Quade Guðmundsson. Elsku Rikki minn. Það er ekki oft sem ég lendi í því að vita ekki hvað ég á að segja en í dag er sá dagur. Því í dag kveð ég Rikka frænda í síðasta sinn. Afmælis- dagurinn minn var síðastliðinn miðvikudag og leið hann eins og aðrir afmælisdagar en var samt öðruvísi því þennan dag fékk ég ekki símtal frá Rikka frænda. Frá því ég man eftir mér hef ég fengið símtal frá Rikka mínum sem ég er svo óendanlega þakklát fyrir og minnir mig á mikilvægi þess að njóta lífsins og vera þakk- lát fyrir það sem ég á og hef. Undanfarna daga hef ég hugsað hvað ég eigi að segja og hvað ég eigi ekki að segja hér en svo komst ég að því að ég get aldrei sagt eða skrifað allt sem ég hef að segja. Elsku besti Rikki frændi, þú varst og ert sá allra besti. Þú varst ljúfur, góður, fyndinn, skemmtilegur, glaður, stundum þreyttur en alltaf sá allra besti, sem eru orð sem koma upp í huga mér. Endalausar minningar um jólaböll í Þórskaffi, bílferðir í drekunum, pylsuferðir á Bæjar- ins bestu og Hressingarskálinn. Allt þetta vekur góðar og skemmtilegar minningar um tíma með þér. Það var ekkert sem þú gerðir ekki fyrir fólkið þitt, hvort sem það var að skutla systur þinni til Eskifjarðar, já við höfum nú skemmt okkur yfir þeirri sögu undanfarin ár, skipta um höldur fyrir ömmu eða búa til eitt stykki dúkkurúm fyrir litlu frænku. Ég get haldið áfram endalaust að tala um allar góðu minningarnar frá því ég var barn, unglingur og fullorðin kona. Takk elsku besti frændi fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Ég veit að afi og bræður þínir hafa tekið vel á móti þér og ef- laust hafa orðið fagnaðarfundir. Við Sonja systir munum passa vel upp á ömmu og mömmu. Elsku Gunna mín, Hjördís, Ingibjörg og fjölskyldur, takk fyrir að hugsa svona vel um Rikka frænda, megi góður Guð veita ykkur styrk og huggun. Takk fyrir allt elsku frændi, ást, kossar og í kvöld skálum við í g og t þér til heiðurs. Þín litla frænka, Anna Lena. Í dag kveð ég Rikka frænda sem var í miklu uppáhaldi hjá mér. Þegar ég fæddist þá var Rikki nýorðinn 14 ára og þegar hann fermdist þá hélt hann á mér undir skírn. Það varð að sjálfsögu til þess að ég var í uppáhaldi hjá honum alla tíð. Amma sagði um daginn að Rikki hefði verið frumkvöðull því að þegar hann var barn voru allar hans buxur gauðrifnar á hnján- um og amma var stöðugt að staga í þær sem þá þótti nú ekki mjög huggulegt. Í dag er þetta talin hámóðins tíska og mjög töff og þannig hefur Rikki frændi ætíð verið á undan sinni samtíð. Ég get tekið undir það sem Jó- hannes Viðar, einn af bestum vin- um hans Rikka skrifaði á Facebo- ok, að minningar um Rikka eru mjög ljúfar. Rikki var alltaf rosa- lega ljúfur, góður og skemmtileg- ur frændi. Rikki var lærður þjónn og þeg- ar hann kláraði námið fór hann í útskriftarferð til New York og þótti það á þessum tíma stór- merkilegt að fara alla leið til hennar Ameríku. Hann sagði mér allt um þessa ferð, um há- hýsin, Frelsisstyttuna og margt fleira sem hann upplifði. Í þessari ferð keypti hann kínverska dúkku handa mér og á ég hana ennþá. Þegar ég kom til ömmu og afa um helgar þá var Rikki alltaf sof- andi fram að hádegi þar sem hann vann allar helgar fram á nótt. Ég beið eftir honum og við fengum okkur ristað brauð, steikt egg og rauðkál í hádegis- mat sem amma að sjálfsögðu matreiddi. Rikki var mikill áhugamaður um fótbolta og átti allar fótbolta- bækur sem búið var að gefa út á þessum tíma. Rikki var líka al- gjör bílakarl og átti nokkra flotta bíla. Ég man vel eftir rauða pall- bílnum hans og bláa ameríska kagganum þar sem þrír fullorðn- ir gátu setið fram í og þótti mér það stórmerkilegt. Ég man líka eftir honum við að raða spari- merkjum í bók sem mér fannst merkilegt að fylgjast með. Á aðfangadagskvöld hittist alltaf stórfjölskyldan og það er stutt síðan við frændsystkini vor- um að rifja þetta upp og hlógum mikið, því það var alltaf líf og fjör þegar við hittumst. Rikki frændi þurfti samt alltaf að fara um tíu- leytið á aðfangadagskvöld til að taka bensín á kaggann sinn. Stuttu eftir að hann fór var jóla- sveinn mættur í garðinn hjá afa og ömmu. Þessi jólasveinn, sem hét Hurðaskellir, lét öllum illum látum, stökk niður af húsþakinu, skellti hurðum og guð má vita hvað hann gerði ekki. Ekki nóg með það þá vissi hann allt um okkur frændsystkinin og það þótti okkur ótrúlegt. Það sem var þó hápunktur jólahátíðarinnar hjá mér var að fara á jólaball með Rikka frænda í Þórscafe. Talandi um að Rikki hafi verið mjög ljúfur þá var dásamleg stund þegar hann giftist Gunnu sinni í Vídalínskirkju því hann grét nánast alla athöfnina. Rikki var svo heppinn að fá tvær dætur í kaupbæti með Gunnu sinni. Honum þótti mjög vænt um dæt- ur sínar, dýrkaði barnabörnin og var svo lukkulegur að hafa fengið tvö langafabörn. Elsku hjartans Rikki, takk fyrir fjölmargar góðar stundir sem við áttum og þessar minn- ingar munu fylgja mér alla tíð. Ég bið að heilsa afa, bræðrum þínum og ég tala ekki um Gunnu gömlu. Ég veit að allt þetta fólk hefur tekið vel á móti þér. Elsku Gunna, Hjördís, Ingi- björg og fjölskyldur. Hugur minn er hjá ykkur og ég sendi ykkur mína dýpstu samúðarkveðjur. Hvíl í friði elsku besti frændi. Þín frænka, Sonja Margrét. Ég kynntist Rikka fyrir fimm árum, þegar hann og Guðrún fluttust til okkar hér á Sléttuvegi 15-17. Ekki löngu síðar vantaði okkur formann í stjórn hús- félagsins og þegar við leituðum til Rikka um að taka að sér for- mennsku sagði hann það strax al- veg sjálfsagt. Frá því höfum við unnið saman í stjórn húsfélags- ins. Með okkur hefur verið ákaf- lega góð samvinna – það var gott að vinna með Rikka. Hann var alltaf reiðubúinn til að taka sér verkefni og stundum vann þau sjálfur, enda handlaginn maður. Þetta gerði Rikki þótt hann væri allan þann tíma sem ég þekkti hann að berjast við illvígt krabbamein. Síðustu misserin vorum við í stjórninni að undir- búa viðgerðir og málningu á hús- inu okkar að utan, sem er mikið verk og dýrt. Við Rikki vorum eiginlega búnir að sammælast um að klára það verk og hætta svo í stjórn húsfélagsins og leyfa öðrum að taka við keflinu. Rikka entist því miður ekki tími til að ljúka því verki, en við sem eftir sitjum munum leitast við að klára það sem best við getum. Ég þakka Rikka góða en stutta sam- ferð og bið fyrir innilegar sam- úðarkveðjur til Guðrúnar og fjöl- skyldunnar. F.h. húsfélags Sléttuvegs 15- 17, Pétur Már Jónsson. Hann Rikki okkar er fallinn frá. Þótt fréttirnar hafi kannski ekki komið á óvart gerðu þær það samt að einhverju leyti. Hann var búinn að berjast við krabbamein- ið í mörg ár og búinn að vinna nokkra áfangasigra og var alltaf svo bjartsýnn á að fullnaðarsigur væri í sjónmáli. Rikki kom til vinnu hjá okkur fyrir 13 árum ásamt níu félögum sínum frá Sökkli þegar við stækkuðum hópinn okkar. Hann hafði um nokkurt skeið haldið ut- an um lagerinn hjá Sökkli með miklum myndarbrag. Þegar ljóst var að umsvifin voru nokkru minni svona rétt eftir hrun tók hann að sér tölvustýrða vél sem sér um alla niðursögun í fyrir- tækinu. Það var eins og við manninn mælt að aldrei hafði fengist eins góð nýting á efni því hjá Rikka var passað upp á hverja spýtu. Og efni sem nýta mátti síðar sett til hliðar á vísan stað. Hann passaði líka upp á að menn gengju almennilega um í kringum hann og hafði sitt lag á öllum hlutum. Það kom fljótt í ljós að hann hafði áhuga á fé- lagsmálum og hann tók því að sér starfsmannafélagið og skipulagði viðburði, utanlandsferðir og fleira. Það var allt gert með mikl- um sóma eins og Rikka var einum lagið. Það var svo fyrir átta árum að Rikki lét okkur vita að vágest hefði borið að garði sem var krabbameinið. Þetta var töluvert áfall því hann hafði misst bróður sinn skömmu áður vegna þessa óvelkomna gests. Hann var samt frá fyrstu stundu ákveðinn í að sigrast á þessu og lagði mikið á sig í erfiðum meðferðum. Barátt- an gekk upp og ofan en lengi vel gekk hún fremur vel og átti hann tímabil sem honum leið mjög vel og eygði fullnaðarsigur. Það var þó alltaf „blettur“ á myndum sem vantaði herslumuninn að losna sig við. Hann tókst á við blettinn eins og kappleik og maður fékk fréttir af því hversu marga milli- metra hann hafði náð að vinna hann niður. Maður sér ekki marga sem náð hafa að sýna jafn mikla jákvæðni og bjartsýni við svona erfiðar aðstæður. Hann var við vinnu meira og minna allt tímabilið. Hann var harður af sér og mætti til vinnu ef hann gat gengið. Það var svo núna síðsum- ars sem aftur fór að síga á ógæfu- hliðina og við tóku lengri dvalir á sjúkrahúsi. Alltaf þegar maður talaði við hann var hann þó alveg að ná tökum á þessu og lét bjart- sýni og jákvæðni aldrei frá sér. Minning okkar um þennan sóma- mann mun markast af þessum mikilvægu eiginleikum sem hann sýndi þegar á móti blés. Við vottum Gunnu, Úrsúlu, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Kveðja frá samstarfsfólki hjá Axis, Eyjólfur Eyjólfsson. Richard Guðmundur Jónasson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felligluggan- um. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, þó að grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.