Morgunblaðið - 12.12.2022, Side 28

Morgunblaðið - 12.12.2022, Side 28
MENNING28 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022 STOFNAÐ 1953 Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380 Við hreinsum dúkana Ritskoða bækur með „kynsegin áróðri“ Stjórnendur rússnesku rafbókaþjónustunnar Litres hafa tilkynnt að allar bækur sem hugsanlega gætu brotið í bága við nýsett lög sem banna „áróður um óhefðbundin kynferðissambönd“ verði teknar úr sölu og hvetja jafnframt höfunda til að endurskrifa bækur sínar svo hægt sé að setja þær aftur í sölu. „Við hvetjum höfunda bóka sem innihalda kynsegin áróður til að breyta textum sínum þannig að hægt sé að selja bækur þeirra á ný,“ segir Jevgeny Selivanov, einn yfirmanna hjá Litres, í samtali við RBC. Í frétt Meduza.io ummálið kemur fram að starfsmenn Litres telja að nýsamþykkt lög, sem Vladimír Pútín skrifaði undir fyrir viku, nái aðeins til innan við 1% af bókunum sem Litres selur. Samkvæmt sömu lögum er bannað að veita hvers kyns upplýsingar um kynsegin málefni og skapandi kynvitund. Vladimír Pútín Reyndu að ræna veggmynd eftir Banksy Átta manns sitja í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar þeirra til að ræna veggmynd sem breski huldu-götu- listamaðurinn Banksy gerði á húsvegg í Kænugarði í nóvember sl. Verkið er af manneskju sem klæðist náttkjól og gasgrímu og heldur á slökkvitæki. „Hópurinn skar myndina af veggnum á húsi sem Rússar eyðilögðu,“ skrifar ríkisstjóri Kænugarðs, í færslu á Telegram sem The Guardian greinir frá. Með færslunni birtir hannmynd af eyðunni þar sem verkið var. „Verkið er nú í umsjón yfirvalda og er í góðu ásigkomulagi,“ skrif- ar ríkisstjórinn og tekur fram að lögreglan gæti nú annarra verka Banksys í landinu. AFP/Genya Savilov, Dimitar Dilkoff Horfin Manneskjan með gasgrímu og slökkvitæki var skorin burt af veggnum. B ók Max Hastings (f. 1945) um Kóreustríðið kom upphaflega út árið 1987. Magnús Þór Hafsteinsson studdist við útgáfu frá 2020 við þýðingu sína en ekki segir frá því hvort textinn hafi breyst á árunum 33 sem liðu frá fyrstu útgáfunni. Hæpið er að svo sé. Höfundurinn lagði sig fram um samtöl við heim- ildarmenn í Kína, Suður-Kóreu, Bretlandi og Bandaríkjun- um við gerð bókarinnar. Árið 1987 voru 34 ár liðin frá því að samkomu- lag náðist um vopnahléið sem batt enda á stríðið í Kóreu, langur skuggi þess hvílir þó yfir okkur enn þann dag í dag. Árið 1986 varð Hastings aðalrit- stjóri Daily Telegraph í London til 1995 og síðan Evening Standard til 2002. Hann skrifaði ekki sagnfræði- verk á meðan hann var aðalritstjóri en síðan hefur hann verið óstöðv- andi. Árið 2011 sendi hann til dæmis frá sér bókina Vítislogar, sögu annarrar heimsstyrjaldarinnar, sem Magnús Þór þýddi og Ugla gaf út í fyrra (880 bls. sjá umsögn um hann hér í blaðinu 28. desember 2021). Vítislogar er mest selda bók Hastings. Nú í október 2022 kom út bókin ABYSS: The Cuban Missile Crisis 1962 – Ginnungagap: Kúbueld- flaugahættan 1962. Meginmálið í Kóreustríðinu er 511 bls., því fylgja: þakkir, tímaröð, viðauki, skrá yfir kort og myndir, tilvísanir, heimilda- og nafnaskrár, alls er bókin 559 bls. Hastings dregur stóra drætti heimsstjórnmála og herstjórnarlist- ar, lýsir skapgerð og hæfileikum stjórnmálamanna og hershöfðingja, fer í saumana á því sem gerðist í lykilorrustum og lýsir aðbúnaði og lífi hermanna jafnt á vígvellinum og í fangabúðum. Þá eru sérstakir kaflar um leyniþjónustustríð og um lofthernað. Áhugi lesandans ræður hve djúpt hann sökkvir sér ofan í einstaka kafla; bardagalýsingar eru nákvæm- ar fyrir þá sem hafa áhuga á þeim, aðrir vilja kynnast stjórnmála- átökum. Allir sem vilja fræðast um stríðið á Kóreuskaga fá forvitni sinni svalað. Vopnahléssamningurinn sem batt formlega enda á stríðið 27. júlí 1953, fyrir tæpum 70 árum, batt ekki enda á spennuna sem leiddi af innrás Norður-Kóreumanna í júní 1950. Hún ríkir á Kóreuskaga síðan. Skaginn skiptist enn milli Norður- Kóreu í skjóli Kínverja og Rússa og Suður-Kóreu sem reisir öryggi sitt á tvíhliða varnarsamstarfi við Bandaríkjamenn. Þriðji einræðisherra Kim-ættar- innar fer með alræðisvald í N-Kóreu og hefur í heitingum með kjarna- vopnum og sífellt langdrægari eld- flaugum. Kóreustríðið leiddi til þess að Bandaríkjastjórn tók Formósu (Tævan) undir verndarvæng sinn sem er síðan þyrnir í augum kommúnistastjórn- arinnar á meginlandi Kína. Rússar styðja enn við bakið á kommúnistum í N-Kóreu og fréttir hafa borist um vopnaflutninga þaðan til Rússlands vegna Úkraínustríðsins. Við hrun Sovétríkjanna varð ekki friðvænlegra á svæðinu sem tengist Kóreustríðinu og ekki heldur við markaðsvæð- inguna í Kína eða nánari samskipti Kínverja og Bandaríkjamanna. Sömu andstæðu straumarnir móta enn þennan heimshluta. Mesta breytingin er að Kínverjar eru ekki eins innhverfir og áður. Nú minna þeir stöðugt meira á sig með öflugum flota og sókn eftir ítökum í nágrannalöndunum. Kóreustríðið spannar þrjú ár. Í raun var þó ekki barist af fullum þunga nema frá júní 1950 til júní 1951. Þá tók við þreytistríð og tveggja ára þref um skilmála vopna- hlés sem snerist að verulegu leyti um skipti á stríðsföngum. Veturinn 1950/51 lenti herafla Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem Bandaríkjamenn leiddu og kín- verska hernum saman. SÞ-herinn sótti norður undir landamæri Kína og hraktist svo þaðan undan Kín- verjum suður fyrir Seoul. Kínverja skorti mátt til að halda stöðu sinni svo sunnarlega á skaganum og með nýjum bandarískum hershöfðingja, Matthew Ridgway, sneri SÞ-herinn vörn í sókn. Bandaríski „hæstráð- andinn“ Douglas Mac- Arthur (1880-1964) kemur mjög við sögu og deilur hans við Harry S. Truman Bandaríkja- forseta sem neyddist til að reka hershöfðingjann og stríðshetjuna 11. apríl 1951 með yfirlýsingu sem hófst á þessum orðum: „Það er með þungum huga að ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Douglas MacArthur hershöfð- ingi er ófær um að styðja stefnu Bandaríkjastjórnar og Sameinuðu þjóðanna á þeim sviðum er varða opinberar skyldur hans.“ (296) Þessi stóratburður gerðist um fjórum vikum áður en ritað var undir tvíhliða varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Hastings segir að „mikill léttir“ hafi farið um önnur vestræn lýðræðislönd þegar MacArthur var rekinn (308) enda hraus mörgum hugur við stór- karlalegum hugmyndum hans um beitingu kjarnavopna í átökum við Kínverja. Magnús Þór Hafsteinsson þýðir bókina á þróttmikið mál sem verður stundum stofnanakennt eins og þegar talað er um „vonlausa skort- stöðu liðseininga“ MacArthurs, það er skort herafla hans á skotfærum o.fl. (65) eða að herafli hans hafi verið í „verkefnalegu tómarými“, það er verið verkefnalaus (280). Þegar nefnd eru til sögunnar „hernaðarleg stuðpúðasvæði“ (505) sem Sovétmenn vildu eignast við landamæri sín er það lifandi lýsing á því sem Pútin vill núna ná fram í Úkraínu og víðar. Magnús Þór setur á nokkrum stöðum skýringar innan hornklofa lesendum til leiðbeiningar. John J. Muccio (1900-1989), sendiherra Bandaríkjanna í Seoul, sendi 25. júní 1950 fjarritaboð til Washington um allsherjarsókn N-Kóreumanna gegn S-Kóreu. (69) Þarna hefði mátt geta þess innan hornklofa að í ágúst 1954 þegar tilkynnt var að Muccio yrði sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi birti Þjóðviljinn frétt með fyrirsögninni: Einn kunnasti samsærismaður Kóreustyrjaldar- innar skipaður sendiherra á Íslandi. Í fréttinni sagði meðal annars: „Hermdu fréttamenn að sendi- herra þessi væri engu ástríðuminni fasisti en sjálfur Syngman Rhee [forseti S-Kóreu].“ Kaldastríðstónn málsvara Sovét-kommúnistanna á Íslandi leynir sér ekki. Paul Nitze (1907-2004) er einnig getið. (64) Hann bar ábyrgð á þjóðaröryggisstefnuskjali sem markaði tímamót í Bandaríkjun- um 1950. Nitze lagðist gegn því að Bandaríkjastjórn lýsti Kóreustríð- inu sem árás Sovétríkjanna, það gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldar- innar. Nitze var í ráðgjafaliði Ron- alds Reagans forseta á fundinum í Höfða í október 1986. Hvað sem líður Kúbudeilunni hefur heimurinn líklega aldrei staðið nær beitingu kjarnavopna á vígvellinum en í Kóreustyrjöldinni og nú í Úkraínu. Þessi margbrotna bók á brýnt erindi til samtímans, líkindin milli Kóreustríðsins og Úkraínustríðsins eru mikil. Ekkert nema valdafíkn og drottnunargirni einræðisherra var tilefni stríðanna, undirrótin hverfur ekki nema með nýjum stjórnarherr- um og háttum í árásarríkjunum. Langur skuggi Kóreustríðsins BÆKUR BJÖRN BJARNASON Sagnfræði Kóreustríðið  Eftir Max Hastings. Þýðandi Magnús Þór Hafsteinsson. Ugla, 2022. Innb. 559 bls., myndir, kort og nafnaskrá. AFP Í Kóreustríðinu Bandarískur hermaður við öllu búinn í Suður-Kóreu 1950. Bókin á „brýnt erindi til samtímans“. Max Hastings

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.