Morgunblaðið - 15.12.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 15.12.2022, Síða 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 Gildi–lífeyrissjóður Opinn sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 15. desember kl. 17:00 á Grand Hótel Reykjavík. Lífeyrissjóður www.gildi.is Dagskrá ▪ Staða og starfsemi sjóðsins á árinu 2022 ▪ Breytingar á samþykktum sjóðsins – staðan ▪ Breytingar á lögum um lífeyrissjóði um næstu áramót – kynning Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta og kynna sér stöðu og rekstur sjóðsins. Fundurinn fer fram á íslensku en boðið verður upp á enska túlkun á staðnum. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs Umhverfisstofnun telur að það hljóti að vera hægt að leggja greiðfæran og öruggan veg sem auðvelt verði að þjónusta á vetrum um Veiðileysuháls á Ströndum í stað þess að ráðast í þær miklu framkvæmdir sem Vegagerðin áformar að ráðast í. Kemur þetta fram í umsögn um umhverfisskýrslu Vegagerðar- innar vegna nýs og endurbætts vegar úr Bjarnarfirði í Reykjar- fjörð á leiðinni að Gjögri. Umhverfisstofnun telur helstu áhrif framkvæmdarinnar vera miklar skeringar og fyllingar, sérstaklega á Veiðileysuhálsi og með ströndinni í Reykjarfirði, en þær geti auðveldlega orðið lýti í landinu þar sem erfitt sé að að- laga svo miklar skeringar. Bendir Umhverfisstofnun á veglínu 602 sem liggur neðar í hálsinum en framkvæmdir þar yrðu ekki jafn mikil inngrip í landslagið og vegur ofar í hálsinum. Að vísu sé það heldur lengri leið en aðalval- kostur Vegagerðarinnar. Umhverfisstofnun telur að stundum sé freistast til að leggja nýja vegi í eða sem næst vegstæði eldri vega. Sú virðist raunin í þessu tilviki. Telur Umhverfis- stofnun að svo umfangsmiklar framkvæmdir séu í ósamræmi við önnur mannvirki og byggð á þessu svæði. Veiðileysuháls er helsti tálminn á leiðinni norður Strandir, úr Bjarnarfirði og að Gjögri. Þar liggur vegurinn í 246 metra hæð. Mikill snjór safnast upp á vegin- um og umferðaröryggi er lítið. Þess vegna hefur Vegagerðin ekki talið forsvaranlegt að þjónusta hann að vetrarlagi. helgi@mbl.is lVegur á Veiðileysuhálsi yrði lýti Umhverfisstofnun vill fara aðra leið málastjórn ogmikil skammsýni. Þetta er allt á bullandi dráttarvöxtum. Það mundi borga sig að hreinsa upp þessa biðlista og nota til þess allt heilbrigð- iskerfið eins og heilbrigðisráðherra segir, þótt það kostaði tímabundinn halla. Sú ráðstöfun mundi borga sig sjálf. Nú eru rúmlega fjórir á vinnu- markaði fyrir hvern einn á eftirlaun- um. Fólki á eftirlaunum, 65 ára og eldri, mun fjölga um 30% til ársins 2030. Ef við komumst ekki fram fyrir þetta núna þá er þetta tapað stríð. Við verðum ekki betur sett að takast á við þetta eftir 2030,“ segir Sigurður. Aðgerðir á Landspítalanum Í svari hagdeildar Landspítalans kemur fram upplýsingarnar séu um meðalraunkostnað samkvæmt kostn- aðarkerfi spítalans aðmeðaltali á lið- skiptaaðgerð á hné og liðskiptiaðgerð ámjöðm á tímabilinu janúar-septem- ber 2022. „Í báðum tilvikum er um að ræða aðgerðir af biðlista (ekki bráðaað- gerð, s.s. aðgerð vegna beinbrots) þar sem ekki var um íþyngjandi auka- sjúkdóma að ræða og/eða fylgikvilla í aðgerð eða legu. Einnig er um að ræða í báðum tilvikum svokallaða fyrstu aðgerð (þ.e. ekki endurtekna aðgerð þar sem verið er að skipta um gervilið),“ segir í svari Landspítalans. Upplýsingar um efnaskiptaaðgerð á Landspítala eru um aðgerð frá ár- inu 2021 á verðlagi 2022. „Ástæðan er fáar slíkar aðgerðir í ár. Um er að ræðameðalkostnað, óháð tegund að- gerðar, þ.e. hvort um magaermi eða magahjáveitu er að ræða. Hér er gef- inn upp kostnaður bæði með innlögn á legudeild og aðgerð framkvæmd á dagdeild. Í seinna tilvikinu er alltaf dvöl á sjúkrahóteli í kjölfarið en hún er greidd af sjúklingi og ekki innifalin í kostnaðartölum spítalans,“ segir í svari Landspítalans. Biðlistar eftir algengum aðgerð- um eins og t.d. liðskiptum og efna- skiptaaðgerðum vegna offitu á rík- isspítölunum hafa lengst á þessu ári. Íslendingar eiga þess kost að fara í slíka aðgerð á Klíníkinni og greiða fyrir hana úr eigin vasa eða að fara utan þegar bið eftir aðgerð er komin yfir ákveðin mörk. Þess vegna var leitað upplýsinga um kostnað vegna liðskipta á hné, liðskipta á mjöðm og efnaskiptaaðgerðar (magaermi) hjá Klíníkinni, Landspítalanum og Sjúkratryggingum Íslands vegna slíkra aðgerða í Svíþjóð á sjúkra- tryggðum Íslendingum. Ljóst er að dýrara er að senda fólk utan en að gera aðgerðirnar hér. Óbreytt gjaldskrá frá 2017 Hjá Klíníkinni í Ármúla kostar liðskiptaaðgerð á hné eða mjöðm al- mennt 1.200.000 krónur að sögn Sig- urðar Ingibergs Björnssonar fram- kvæmdastjóra. Verðið getur farið í 1.250.000 krónur, krefjist aðgerðin tiltekins aukabúnaðar. Innifalin er ein nótt á legudeild. Aukanótt kostar 50.000 krónur. Efnaskiptaaðgerðir eins og maga- ermi kosta 1.250.000 krónur. Innifalin er ein nótt á legudeild. Aukanótt kostar 50.000 krónur. Þessi verðskrá hjá Klíníkinni hefur verið óbreytt frá árinu 2017. „Það er komin pressa á að hækka verðskrána,“ segir Sigurður. Hann segir að íhlutir sem notaðir eru við þessar aðgerðir séu mjög dýrir. Gerviliðir hafa hækkað mikið í verði og hefti, sem notuð eru viðmagaermi- aðgerð, kosti hundruð þúsunda króna. Á bullandi dráttarvöxtum Sigurður segir að biðlistar eftir læknisaðgerðum séu þjóðfélaginu dýrir. Það sé alltaf hagkvæmast að lækna fólk strax, að ekki sé talað um líðan sjúklinganna. „Ef fólk bíð- ur lengi eftir aðgerð þá getur það fengið fylgikvilla, það dettur út af vinnumarkaði, borgar ekki skatta og getur þurft að fara á örorkubætur. Sá einstaklingur kemst ekkert endilega aftur inn á vinnumarkaðinn þar sem hann fór út af honum. Endurhæfing verður líka miklu erfiðari eftir langa bið. Ríkið kemst ekki uppmeð annað en að borga þetta fyrir rest. Það eru engin efnisleg rök fyrir því að hafa heilbrigðiskerfið í þessu ástandi. Fyr- ir það fyrsta þá er þaðmjög léleg fjár- Samkvæmt verðskrá á heimasíðu Landspítalans er dvalarkostnaður fyrir sjúklinga á Sjúkrahótelinu 1.554 krónur á sólarhring en 5.533 krónur fyrir aðstandendur. Ósjúkratryggðir einstaklingar greiða 34.089 krónur á sólarhring fyrir dvöl miðað við einn gest í herbergi og 40.577 krónur á sól- arhring ef tveir gestir eru í herbergi. Innifalið er fullt fæði sem eldað er á staðnum. Aðgerðir gerðar í Svíþjóð Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) voru spurðar um hver kostnaður þeirra væri vegna liðskipta á hné, liðskipta á mjöðm og efnaskiptaaðgerðar (maga- ermi) annars vegar á ríkisspítala á Íslandi og hins vegar ef aðgerðin er gerð í Svíþjóð. SÍ benti Morgunblað- inu á að leita upplýsinga um kostnað hjá spítölunum hér á landi en sendi upplýsingar um meðaltalskostnað á hverja aðgerð í Svíþjóð miðað við gefnar forsendur. Munur á flugfar- gjöldum skýrist af því að heimferð hjá þeim sem fara í liðskiptaaðgerð er almennt í betra farrými þar sem þeir sjúklingar þurfa að hafa rúmt um sig. Heilbrigðisráðherra svaraði fyrir- spurn Hönnu Katrínar Friðriksson um kostnað við aðgerðir erlendis 30. júní síðastliðinn. Þar kom m.a. fram að kostnaður vegna skipta á mjaðmarlið erlendis árið 2021 hafi með meðferðarkostnaði, ferðum og uppihaldi verið tæplega 2,9 milljónir. Í svari Sjúkratrygginga nú kemur fram að kostnaður vegna slíkrar aðgerð- ar í Svíþjóð sé tæplega 2,5 milljónir. Sjúkratryggingar voru spurðar hvort þessi kostnaður hefði lækkað? Kostnaður ekki orðinn lægri Svo er ekki og skýra Sjúkra- tryggingar muninn þannig: „Í svar- inu til Alþingis er gefinn upp heildar- kostnaður vegna ákveðins fjölda aðgerða. Hvað liðskipti varðar þá eru þar inni einnig einstaka aðgerðir sem fóru fram í Danmörku og þær eru stundum heldur kostnaðarsamari. Þegar gefinn er upp heildarkostnað- ur ákveðið margra aðgerða eru þar einnig inni sérstaklega dýrar aðgerð- ir, eins og getur orðið t.d. ef upp kem- ur eitthvað óvænt sem veldur því að meðferðartími erlendis verður lengi.” Tölurnar semSÍ sendiMorgunblað- inu voru hins vegar meðaltalstölur. „Við teljum að það skýri þennanmun. Við sjáum ekki að aðgerðir erlendis séu almennt orðnar ódýrari, en geng- issveiflur hafa þó vissulega einhver áhrif í báðar áttir.” lKostnaður við liðskipti á hné, mjöðm ogmagaermi á ríkisspítala, einkaspítala og í SvíþjóðlLangir biðlistar á ÍslandilLéleg fjármálastjórn að vinna ekki biðlistana hratt upp, segir framkvæmdastjóri Dýrara að gera aðgerðir erlendis Guðni Einarsson gudni@mbl.is 1.846 2.495 1.162 546 1.300 695 1.800 162 1.000 Samanburður á heildarkostnaði við efna- og liðskiptaaðgerðir Þúsundir kr. Heimild: Klíníkin, Landspítali og Sjúkratryggingar Íslands Liðskipti hné Liðskipti mjöðm Efnaskipta- aðgerð Innlögn í eina nótt, aukanótt kostar 50 þús. kr. Með innlögn Á dagdeild, sjúkrahótel á kostnað sjúlkings Meðferðarkostnaður Fargjöld og dagpeningar sjúlkings og fylgdarmanns 1.200 1.200 1.250 1.099 1.222 1.315 Liðskipti hné Liðskipti mjöðm Efnaskipta- aðgerð Liðskipti hné Liðskipti mjöðm Efnaskipta- aðgerð Klíníkin Landspítali Svíþjóð 983 Morgunblaðið/Ásdís Liðskipti á hné Þessi gerviliður var settur nýlega í hné á sjúkrahúsinu á Akranesi. Biðlistar hér hafa lengst og fleiri vilja fara utan í aðgerð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.