Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 22

Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 22
FRÉTTIR Innlent22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 VIKUR Á LISTA 2 3 1 1 6 1 2 1 3 2 SÖGUR FYRIR JÓLIN Höfundur: Eva Rún Þorgeirsdóttir Lesari: Salka Sól Eyfeld Í HEIMAHÖGUM Höfundur: Guðrún frá Lundi Lesari: Þórunn Hjartardóttir Á ÓKUNNUM SLÓÐUM Höfundur: Guðrún frá Lundi Lesari: Þórunn Hjartardóttir LÁRA BAKAR Höfundur: Birgitta Haukdal Lesari: Birgitta Haukdal LÁRA FER Í SVEITINA Höfundur: Birgitta Haukdal Lesari: Birgitta Haukdal FÓRNARLAMB 2117 Höfundur: Jussi Adler-Olsen Lesari: Davíð Guðbrandsson DAGBÓK KIDDA KLAUFA: Á BÓLAKAFI Höfundur: Jeff Kinney Lesari: Oddur Júlíusson RANDVER KJAFTAR FRÁ #1 Höfundur: Jeff Kinney Lesari: Kristinn Óli Haraldsson SKAÐI Höfundur: Sólveig Pálsdóttir Lesari: Sólveig Pálsdóttir VEÐURTEPPT UM JÓLIN Höfundur: Sarah Morgan Lesari: Sólveig Guðmundsdóttir 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. - - › › › › TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKUR Á ÍSLANDI VIKA 49 Rafmagnsgítar Rafmagnsbassi Klassískur gítar KassabassiKassagítar Heyrnartól Rafmagnsfiðla Míkrafónar í úrvali Þráðlaus míkrafónn Gítarinn ehf Söngkerfi Ukulele í úrvali Jólagjafir Hljómborð í úrvali Kajun tromma Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is Auglýst eftir áhugasömum fyrirtækjum vegna uppbyggingar á Hólmsheiði Reykjavíkurborg er að þróa nýtt athafnasvæði á Hólmsheiði við Suðurlandsveg Deiliskipulagsvinna er hafin og er áætlað að skipulag verði samþykkt á næsta ári og fyrstu lóðir verði byggingarhæfar árið 2024. Svæðið er 87 hektarar en verður gert byggingarhæft í áföngum. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem athafnasvæði undir landfreka starfsemi svo sem léttan iðnað, gagnaver, matvælaiðnað, vörugeymslur og umboðsverslanir og aðra umhverfisvæna iðnaðarstarfsemi. Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir fyrirtækjum sem eru áhugasöm um að staðsetja sig á svæðinu. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að ákveða hvort hugmyndir sem berast verði kveikja að samstarfi eða samningum um lóðir á svæðinu og þá um leið að þær verði hluti af forsendum fyrirhugaðs skipulags. Mögulegir samningar um lóðir á svæðinu verða gerðir á markaðsforsendum. Tekið verður tillit til rekstrarsögu og fjárfestingargetu við mat á vænleika verkefna. Áhugasamir sendi inn erindi á netfangið athafnaborgin@reykjavik.is þar sem lýst er væntanlegri starfsemi, æskilegri stærð lóðar og vænt byggingarmagn. Frestur til þess að senda inn umsókn er til 23. janúar 2023. Nánari upplýsingar má nálgast á reykjavik.is/holmsheidi ATHAFNABORGIN Breytingar munu eiga sér stað um áramót hjá Sýndarveruleika ehf., sem rekur sýninguna 1238 Baráttan um Ísland á Sauðárkróki. Freyja Rut Emilsdóttir mun taka við starfi framkvæmdastjóra Sýndarveruleika af Áskeli Heiðari Ásgeirssyni. Áskell Heiðar mun hliðra til innan fyrirtækisins og starfa áfram að sérverkefnum og ýmsum þróunar- verkefnum, en hann hefur stýrt Sýndarveruleika frá haustmánuð- um 2018. Auk rekstrar á sýningu fyrirtækisins á Sauðárkróki vinnur Sýndarveruleiki ehf. nú að því að koma tæknilausnum fyrir söfn og sýningar á markað, auk þess sem unnið er að uppsetningu sýninga í samstarfi við aðra aðila, t.d. Vík- ingaheima í Reykjanesbæ, þar sem stefnt er að opnun nýrrar sýningar með sýndarveruleikaupplifun í vetur, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Sýningin á Sauðárkróki hefur vak- ið mikla athygli og skapað sér sér- stöðu á markaðnum. Þannig hefur hún hlotið verðlaun hér innanlands og utan, t.d. evrópsku menningar- verðlaunin Heritage in Motion, ver- ið Sproti ársins hjá Markaðsstofu Norðurlands og Framúrskarandi verkefni hjá Samtökum sveitarfé- laga á Norðurlandi vestra. Áskell Heiðar segir mörg nýsköpunarverkefni fram undan, m.a. sé unnið að lokauppsetningu á verkefninu „Sturlunga í okkar höndum“ þar sem unnið er með hreyfiföngunartækni og myndvörp- un í lófa sýningargesta. Á dögunum fékkst styrkur frá uppbyggingar- sjóði SSNV til að vinna að uppsetn- ingu sýningarinnar „Stafrænt tíma- ferðalag um Gránu“, þar sem saga verslunar og þjónustu í húsnæði sýningarinnar er sögð með hjálp snjalltækja og viðbætts veruleika. Allir fá boðsmiða Freyja Rut hefur starfað hjá Sýndarveruleika frá opnun sýn- ingarinnar 2019. Hún hefur MCM- gráðu í menningarstjórnun með áherslu á nýsköpun og frumkvöðla- starf frá Háskólanum á Bifröst, B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og diplómu í ferðamarkaðs- fræði. Til að þakka Skagfirðingum fyrir frábærar viðtökur frá opnun og stuðning í gegnum heimsfaraldur hefur fyrirtækið ákveðið að senda öllum heimilum í Skagafirði boðsmiða á sýninguna sem gilda mun allt næsta ár. lFreyja tekur við afÁskeliHeiðarilBoðsmiði fyrir íbúa Sýndarveruleikinn tekur breytingum Breytingar Áskell Heiðar Ásgeirsson afhendir hér Freyju Rut Emilsdóttur lykla framkvæmdastjóra. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.