Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 24

Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 24
FRÉTTIR Innlent24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 „Bravó, segi ég bara! Mamma kaka er svo algjörlega frábær bók að mér finnst alveg óþarfi að fara í einhverjar málalengingar áður en það kemur fram. Engin bók hefur vakið jafn mikla lukku á mínu heimili“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir / Morgunblaðið ast 2+2 akreinar. Vakin er athygli á að í þessu útboði verður Arnarnesvegur lagður í 1+1 útfærslu, þó skorið verði fyrir veginum í fulla breidd. Hámarks- hraði á veginum verður 60 km/klst. Gerð hefur verið nokkuð ýtarleg áfangaskipting verksins þar sem kemur í ljós að lykilatriði í fram- vindu verksins er að ljúka breikk- un Breiðholtsbrautar og byggingu brúarinnar yfir brautina, segir í greinargerð Vegagerðarinnar. Þessi atriði haldast í hendur því til þess að skapa rými fyrir brúarsmíðina verða að vera möguleikar á að færa umferð milli akbrauta á Breiðholtsbraut. Brúna þurfi að klára sem fyrst svo efnisflutningar geti farið þar yfir. Samhliða þessum framkvæmdum verði unnið við veituframkvæmdir Veitna og skeringar (land skorið) í Arnarnesvegi. Auk ofangreindra verkhluta verða helstu mannvirki sem byggð verða í þessum áfanga: • Göngu- og hjólabrú yfir Arnarnes- veg sem tengir stofnstíga milli Reykjavíkur og Kópavogs. • Undirgöng undir Breiðholtsbraut við Suðurfell/Jaðarsel. • Undirgöng undir Arnarnesveg við Rjúpnaveg. • Hringtorg ámótumArnarnesvegar og Rjúpnavegar. Bæjarstjórn Kópavogs hefur sam- þykkt að veita framkvæmdaleyfi vegna 3. áfanga Arnarnesvegar, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Um er að ræða 1,3 kílómetra veg frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar. Hluti fyrirhugaðra framkvæmda verður innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkurborgar og nær ofangreind samþykkt aðeins til þess hluta fram- kvæmdarinnar sem fram fer innan sveitarfélagsmarka Kópavogsbæjar. Reiknað er með að Reykjavíkurborg veiti framkvæmdaleyfi á næstunni, enda liggur fyrir samþykki skipulags- fulltrúa. Verður þessi tenging milli sveitarfélaganna tveggja mikil sam- göngubót og mun létta verulega á umferð um Vatnsendaveg. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Kópavogs, Reykja- víkur og Veitna. Vegagerðin mun sjá um útboðið og hafa umsjón með verkinu fyrir hönd verkkaupanna. Reiknað er með að eftirlit með verk- inu og ráðgjöf til verkkaupanna á framkvæmdatíma verði boðin út. Stefnt er að því að bjóða út eftirlit með verkinu fyrir jól og síðan bjóða út verkið sjálft í einum áfanga í janúar að öllu forfallalausu, samkvæmt upp- lýsingum G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Verktíminn er 2023-2025. Bættur viðbragðstími Fram kemur í umsókn Vegagerðar- innar um framkvæmdaleyfi að mark- mið með vegagerðinni sé að tengja jaðarsvæði í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ við meginumferðaræðar og að þjónustustig samgangna verði í samræmi við kröfur og staðla. Einnig verði lagning vegarins liður í að bæta viðbragðstíma lögreglu og slökkviliðs í efri byggðir höfuðborgarsvæðisins. Heildarbreidd Arnarnesvegar verð- ur 22 metrar (öxl í öxl) þar sem rúm- • Hringtorg ámótumArnarnesvegar og Vatnsendavegar. • Stofnstígur gangandi og hjólandi frá Rjúpnavegi yfir í Elliðaárdal. • Göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár við Dimmu, nálægt Breiðholtsbraut. Ákvarðanir um framkvæmdaleyfi eru kæranlegar til úrskurðarnefnd- ar umhverfis- og auðlindamála á grundvelli 52. gr. skipulagslaga. Kærufrestur er einn mánuður, til og með 30. desember 2022, á fram- kvæmdaleyfi Kópavogs. Bærinn vekur athygli á því að þeir einir geta kært ákvörðunina sem eiga lögvarða hagsmuni tengda henni. Upplýst var í frétt í Morgunblað- inu fyrr í vikunni að hópurinn Vinir Vatnsendahvarfs hyggist kæra ný- samþykkt framkvæmdaleyfi Kópa- vohgbæjar. Þar mun væntanlega reyna á það hvort hópurinn eigi lögvarinna hagsmuna að gæta. lBæjarstjórn Kópavogs hefur veitt framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 3. áfanga Arnarnesvegar, frá Rjúpnavegi að BreiðholtsbrautlStefnt að útboði á nýju árilFramkvæmdatími verður 2023-2025 Arnarnesvegur brátt boðinnút BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Myndir/Vegagerðin ArnarnesvegurHér má sjá hvernig hinn nýi vegur liggur frá Breiðholtsbraut í áttina að Kópavogi. Stóru byggingarnar til vinstri eru við Urðarhvarf. Nýi vegurinn Liggur frá Rjúpnavegi, til vinstri, að Breiðholtsbrautinni. Færa leikskólum 200 bækur að gjöf Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson eru í jólaskapi og þeysast nú um Reykjavík og Garðabæmeð bækur sínar tvær, Obbuló í Kósímó – Duddurnar og Obbuló í Kósímó – Snyrtistofuna. Þau ætla að færa öllum leikskól- um í þessum tveimur bæjarfélögum, þar sem þau eiga heima, eintak af hvorri bók að gjöf í samvinnu við útgefanda sinn Bjart & Veröld. Alls eru þetta tvö hundruð bækur að verðmæti á sjöunda hundrað þúsund krónur.Gjöf Kristín og Halldór. SKEIFAN 11 108 RVK. SPORTÍS SPORTIS.IS S:520-1000 ALVÖRU GRIP Á SVELL INU! HLÝIR OG VATNSHELDIR MEÐ GÖDDUM FYRIR GOTT GRIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.