Morgunblaðið - 15.12.2022, Qupperneq 26
FRÉTTIR
Innlent26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
ný
prentun
komin í
verslanir!
Fá hús á landinu eru jafn fallega
skreytt fyrir jólin og Austurvegur 29
á Selfossi. Þar hafa hjónin Gísli Þór
Guðmundsson og Sólveig Ósk Hall-
grímsdóttir búið síðan um aldamót
og önnur jólin sín í húsinu settu þau
þar á fallegar ljósaskreytingar. Slíkt
hafa þau gert æ síðan svo skemmti-
leg hefð hefur myndast. Seríur,
kransar og krónur með hvítum og
rauðum lit prýða húsið sem stendur
við fjölfarna aðalgötu bæjarins.
Skreytingar eru við glugga, á svöl-
um og í þakskeggi og einnig á greni-
trjám framan við húsið. Kransar eru
víða á veggjum hússins og ljósaslör
hangir úr þakskegginu.
Ferðamenn stoppa til að skoða
„Þessar lýsing eru skemmti-
leg upplyfting í skammdeginu,”
segir Sólveig sem í húsinu starf-
rækir hárgreiðslustofuna Mensý.
Skreytingarnar voru settar upp
15. nóvember, en á Selfossi eru það
samantekin ráð sveitarfélagsins
og þeirra sem standa að verslun
og þjónustu þar að setja bæinn í
jólabúning nokkru áður en nóvem-
bermánuður er úti.
„Jólaljósin okkar eru alltaf á
vísum stað og tilbúin frá fyrra ári.
Að setja þau upp er um það bil
dagsverk og engin vandamál,” segir
Sólveig. „Já, við sjáum að margir
stoppa hér fyrir utan húsið til að
líta á skreytingarnar og sumir taka
myndir. Stundum stoppa meira að
segja rútur með erlenda ferðamenn
sem koma hingað heim að húsinu
til að skoða. Þetta er bara skemmti-
legt.“
Ekkert einsdæmi á Selfossi
Þau Sólveig Ósk og Gísli Þór hafa
fengið ýmsar viðurkenningar fyrir
jólaskreytingar sínar. Þær hafa með-
al annars komið frá Sveitarfélaginu
Árborg en á þess vegum er bryddað
upp á ýmsu skemmtilegu í að-
draganda jóla. Þar má meðal annars
nefna fallegar skreytingar víða á
Selfossi, svo sem á Ölfusárbrúnni,
og jólaljós líkt og sjást á Austurvegi
29 eru ekkert einsdæmi í bænum.
lFagurlega er skreytt í jólabænumlFerðamenn stoppa til þess að skoða höllina viðAusturveg
Jólahús við Austurveg á Selfossi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Bæjarprýði Ljósahöllin vekur athygli allra sem leið eiga um bæinn og verður semævintýraborg að sjá þegar birtunni fer að bregða síðdegis.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Alls konar Sólveig Ósk fyrir utan húsið fallega, þar sem allt er skreytt, meira að segja snjóskóflan semætti að koma í góð not nú þegar snjókomu er spáð.
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í Evrópu.
Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu
tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða
lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk.
Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu versl-
unum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunar-
ferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/-
veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is info@transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGAR MIÐALDA-
BORGIR Í EVRÓPU
Saga Rómar spannar yfir 2800 ár, borg sem óx úr litlu
ítölsku þorpi á 9. öld f. Krist yfir í að vera höfuðborg
heimsveldis á tímum Rómverja. Í dag er Róm höfuð-
borg Ítalíu, menningarleg miðstöð, stórborg á heims-
vísu og er fremst í flokki þeirra borga sem þykja einna
hvað fallegastar frá fornum og horfnum heimi. Þar
finnur þú allt fyrir ferðamanninn. Róm er einstakur
vettvangur mikillar sögu, menningar og lista er einnig
borg sem iðar af fjölskrúðugu og litríku mannlífi. Sælureitur góðrar matseldar og
frábærra vína með veitinga- og kaffihús á hverju horni. Stórkostlegar byggingar príða
þessa glæsilegu borg sem unun er að skoða á tveimur jafnfljótum.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast
í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu
1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kasta-
linn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli
bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er
og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
RÓM
TALLINN EISTLANDI
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest, Prag
Gdansk, Krakow,Varsjá,
Bratislava, Wroclaw
Lissabon, Porto,Vínar-
borg, Napolí, Mílanó
Feneyjar og
Brugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og er gamli
bæjarhlutinn sá hluti borgarinnar sem mesta
aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini
lagðar, byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni beint
aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best varðveitta
miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á
heimslista UNESCO.