Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
38
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pistill
Aðkaupasérvelvild
F
jölmiðlar eru hluti valdsins vegna
þess að þeirra hlutverk er að veita
ríkjandi valdhöfum aðhald. Mikil-
vægi frjálsra og óháðra fjölmiðla
er þannig umtalsvert í lýðræðisríki
því stjórnvöld eiga ekki að geta hlutast til um
hvernig um þau er fjallað. Við sjáum dæmi
um hið gagnstæða í ráðstjórnarríkjum þegar
stjórnvöld banna umfjöllun sem þeim er ekki
þóknanleg. Fjölmiðlar eru ekki hafnir yfir
gagnrýni en gæta verður þess hvernig hún
er fram borin. Þegar valdhafi, sem hlutast
getur um fjárframlög eða starfsheimildir til
fjölmiðils, ber upp harða gagnrýni við um-
fjöllun fjölmiðils getur slíkt verið merki um að
verið sé að senda ákveðið viðvörunarmerki til
fjölmiðilsins um að haga umfjöllun sinni með
ákveðnum hætti. Það er skaðlegt í lýðræðisríki
þar sem almenningur verður að geta gengið að því vísu
að fréttaflutningur sé hlutlægur og byggður á staðreynd-
um þannig að allir sem fjallað er um séu meðhöndlaðir
með jöfnum hætti óháð tengslum.
Að sama skapi getur sérstakt fjárframlag stjórnvalda
til fjölmiðils, sem ekki er úthlutað eftir hlutlægum og
gagnsæjum leiðum, verið merki um að valdhafinn sé með
því að „kaupa sér“ sérstaka velvild. Það er jafn skað-
legt lýðræðinu og það sem áður var nefnt. Þannig mun
almenningur ekki geta treyst því að fréttaflutningur við-
komandi fjölmiðils byggist á bestu vitund og staðreynd-
um heldur því gagnstæða, sérstakri velvild til þeirra sem
tryggðu starfsgrundvöllinn.
Þess vegna vakti það sérstaka athygli þegar
í ljós kom að 100 milljón króna viðbótar-
framlag til frjálsra fjölmiðla við 2. umræðu
fjárlaga væri ekki almenn hækkun sem kæmi
til úthlutunar samkvæmt því fyrirkomulagi
sem ríkir heldur eyrnamerkt einum tilteknum
fjölmiðli að því er virðist, sem sent hafði erindi
til fjárlaganefndar.
Alþingi breytti fjölmiðlalögum árið 2021 til
að færa fjölmiðlaumhverfið í átt að því sem
þekkist í nágrannaríkjunum. Viðurkennd var
þörf á frjálsri fjölmiðlun og nauðsyn þess að
fréttamiðlum yrði veittur fjárhagsstuðningur
enda hefur fjölmiðlaumhverfið breyst mikið
undanfarinn áratug. Samkvæmt lögunum skal
sérstök úthlutunarnefnd, sem skipuð er þar
til bærum aðilum annast afgreiðslu umsókna
fjölmiðla um styrk, eftir vel skilgreindum
skilyrðum í lögunum. Þannig er ætlunin að tryggja
armslengd valdhafa við styrkveitinguna. Þetta er mik-
ilvægt eins og áður sagði, vegna upplýsingaöryggis og í
þágu lýðræðis.
Þeim mun alvarlegra er það þess vegna að stjórnarlið-
ar í fjárlaganefnd hafi tekið ákvörðun um það, framhjá
því kerfi sem skrifað er í fjölmiðlalög, að veita einum
fjölmiðli styrk sem nemur tæpum þriðjungi heildarstyrks
sem veittur er samanlagt til allra frjálsra fjölmiðla lands-
ins á næsta ári án þess að nokkurt faglegt mat færi fram.
Helga Vala
Helgadóttir
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
Hringrásarhagkerfið og
mengunarbótareglan
Von er á sorp-
tunnuflóði
til landsins
á næsta ári. Á höf-
uðborgarsvæðinu
einu saman eru 47
þúsund sorptunnur
væntanlegar. Þetta
eru það margar
tunnur að Sorpa varð að fara
í útboð á Evrópska efnahags-
svæðinu vegna kaupanna.
Tilefnið er breytingar á flokkun
úrgangs, sem ákveðnar voru
með lögum í fyrra og taka gildi
á næsta ári.
Ekki hefur komið fram hvað
þessi herlegheit muni kosta.
Hvað kostar að kaupa 47 þús-
und ruslatunnur? Hvað kostar
að farga þeim tunnum sem fyrir
eru? Hvað mun taka langan tíma
að vinna upp allan úrganginn
og mengunina sem þessu fylgir
– bæði vegna förgunar gömlu
tunnanna og framleiðslu og
innflutnings á hinum nýju – með
hinu nýja flokkunarkerfi. Hefur
það yfir höfuð verið reiknað út?
Í frétt í Morgunblaðinu í gær
var leitað svara við ýmsum
spurningum vegna þessara
breytinga. Þeim var svarað
skriflega og voru þau laus við
nákvæmni. Ekki liggur fyrir
hve margar eldri sorptunnur
úreldast, nýta eigi eins margar
og hægt er, en ljóst að nokk-
ur fjöldi tunna er orðinn það
gamall að tímabært er að skipta
þeim út. Þarna er greinilega allt
á hreinu.
Það er þekkt aðferð að reyna
að láta almenning sitja uppi
með samviskubitið af því sem
miður fer. Þegar bankarnir
hrundu var skuldinni skellt á
almenning fyrir að hafa keypt
sér flatskjá þótt hrunadans-
inn hefði verið í boði örfárra
auðmanna. Almenningur á að
engjast um fyrir að horfa á
HM í knattspyrnu í Katar þótt
hann eigi enga sök á að mótið sé
haldið í umdeildu landi.
Þekkt er sagan af því þegar
eitt stærsta olíufélag heims bað
auglýsingastofu um að finna
leið til að koma svarta pétrin-
um af útblæstri og mengun á
almenning. Í kringum aldamótin
fékk olíufélagið BP auglýsinga-
stofuna Ogilvy & Mather til að
koma því til skila að loftslags-
breytingar væru almenningi
að kenna. Upp úr því spratt
auglýsingaherferð þar sem
kolefnisfótsporið var kynnt
til sögunnar. Næsta skref var
kolefnisfótsporsmælirinn, sem
var á heimasíðu BP og gaf fólki
kost á að mæla hvernig dag-
legt umstang þess kynti undir
hlýnun jarðar. Kolefnisfótsporið
var sem sagt hugmynd auglýs-
ingastofu um það hvernig olíu-
félag gæti fegrað sína ímynd á
kostnað almennings. Herferðin
svínvirkaði og hefur örugglega
glatt hjörtu á stjórnarfundum
olíufélaga um allan heim. Nú er
kolefnisfótsporið öllum tungu-
tamt um leið og
fólk er með logandi
samviskubit í hvert
sinn sem það stígur
upp í flugvél eða
gerir sér glaðan
dag.
Lögin um flokkun
úrgangs voru sett
í fyrrasumar og snerust um
innleiðingu Evróputilskipana
og markmiðið sagt að skapa
skilyrði fyrir myndun hring-
rásarhagkerfis. Upphaflega áttu
þau að taka gildi 1. júlí á þessu
ári, en því var frestað til 1. jan-
úar. Í aðdraganda samþykktar-
innar var harðlega gagnrýnt að
kostnaðarmat væri í skötulíki
og ekki reynt að meta verðlags-
áhrif af úrvinnslugjaldi, sem
lagt yrði á vegna nýrra vinnu-
bragða.
Lögunum fylgir kvöð, sem
leggst á heimili um að flokka
rusl í fleiri flokka en nú er. Til
að fylgja þeirri kvöð eftir gætu
yfirvöld búið til flokkunarkvarða
í anda kolefnisfótsporsmæl-
isins svo fólk geti séð hvernig
það stendur – og fengið nýtt
samviskubit. Meginbreytingin
er skipting í lífrænan úrgang og
almennan úrgang. Byggingarúr-
gangi verður skipt í sjö flokka.
Í nóvember kom fram á þingi
minnisblað frá umhverfis-, orku-
og loftslagsráðuneytinu um
að 80% sveitarfélaga teldu sig
ekki undir það búin að uppfylla
ákvæði laganna um sérstaka
söfnun úrgangs í þéttbýli og
væri ýmist líklegt eða mjög
líklegt að þau myndu sækja um
undanþágu.
Hinum nýju lögum fylgir kerfi
sem gengur út á að „borga þegar
hent er“ eða svokallaða meng-
unarbótareglu. (Skyldu Ogilvy
& Mather líka hafa fundið hana
upp?) Hér fer Sorpa auðvitað
fram með góðu fordæmi þegar
47 þúsund tunnur verða óþarfar,
en spurningin er á hverjum
mengunarbótareglan bitnar í
því tilfelli.
Vissulega er nauðsynlegt
að draga sem mest úr losun
sorps, tryggja endurnýtingu og
fyrirbyggja mengun. Það þarf
hins vegar að vera vissa fyrir
því að vit sé í þeim aðgerðum,
sem grípa á til. Munu þær í raun
draga úr mengun? Er víst að
lífræni úrgangurinn nýtist?
Þar kemur fyrst í hugann
jarðgerðarstöðin Gaja, sem er á
vegum Sorpu, og hefur kostað
milljarða. Þar átti að verða til
molta úr lífrænum úrgangi, en
illa gekk að láta hann rotna á
meðan húsnæðið sjálft myglaði.
Hver á að taka skellinn af þessu
ævintýri samkvæmt mengunar-
bótareglunni?
Er enn einu sinni verið að
leggja kvaðir á almenning án
þess að kerfið sjálft sé tilbúið
að standa undir sínu hlutverki
í hringrásarhagkerfinu góða?
Það má þá alltaf hugga sig við
mengunarbótaregluna.
Er enn einu sinni
verið að leggja kvað-
ir á almenning án
þess að kerfið sjálft
sé tilbúið?}
Breytingarnar á barnabóta-
kerfinu sem ríkisstjórnin
hefur boðað vegna nýgerðra
kjarasamninga á vinnumarkaði
eru taldar kalla á viðbótarútgjöld
ríkisins vegna hækkunar barnabóta
upp á 600 milljónir króna á næsta
ári og 1,4 milljarða kr. á árinu 2024.
Samtals hefur fjármálaráðuneytið
þó áætlað að kostnaður við að taka
upp einfaldara kerfi barnabóta
verði fimm milljörðum kr. hærri en
ella hefði orðið í óbreyttu kerfi en
fram kemur í breytingartillögum
sem ráðuneytið hefur sent til Al-
þingis að á móti auknum kostnaði
vegi áhrif áætlaðra launahækkana.
Uppsafnað muni því þurfa tvo
milljarða í auknar fjárheimildir til
að fullfjármagna breytingarnar,
um 600 millj. kr. á næsta ári og 1,4
milljarða 2024.
Talið er að breytingarnar á
barnabótakerfinu muni tryggja að
barnabætur nái til 2.900 fjöl-
skyldna sem ekki njóta barnabóta í
núverandi kerfi en á yfirstandandi
ári fá alls 11.780 einstæðir foreldr-
ar og 40.690 foreldrar í sambúð
barnabætur.
Einfalda á kerfi barnabóta í
tveimur áföngum á næsta og
þarnæsta ári, auka stuðninginn,
hækka grunnfjárhæðir bótanna og
fjölga þeim sem geta fengið bætur.
Nú hafa verið birtar upplýsingar
um hvernig standa á að þessu. Á
næsta ári verður sú breyting að
í stað þess að bætur með fyrsta
barni séu lægri en með börnum
sem næst koma, mun sama fjárhæð
framvegis fylgja öllum börnum
í sérhverri fjölskyldu. Einstæð
foreldri hafa fengið 413 þús. kr. með
fyrsta barni og 423 þús. kr. með
hverju barni umfram eitt. Bætur
þeirra eiga að hækka í 440 þúsund
á næsta ári með hverju barni. „Fyr-
ir foreldra í sambúð fara barna-
bætur úr 248.000 kr. með fyrsta
barni og 295.000 kr. með hverju
barni umfram eitt í 295.000 kr. með
hverju barni,“ segir í tillögunum til
Alþingis.
Á hinn bóginn er lagt til að
viðbótarbarnabætur sem greiddar
hafa verið vegna barna yngri en
sjö ára lækki úr 148 þús. kr. í 138
þús. kr. Er það rökstutt með því að
í upphafi, fyrir fjórum áratugum,
hafi ætlunin með þessum viðbótar-
bótum verið að koma til móts við
kostnað foreldra vegna leikskóla en
sá kostnaður hafi lækkað verulega
á sl. áratugum og því sé rétt að
draga úr vægi þeirra í barnabóta-
kerfinu.
Barnabætur hækka svo á nýjan
leik þegar síðara skref breyting-
anna tekur gildi á árinu 2024 gangi
öll áform eftir. Þá eiga barnabætur
einstæðra foreldra að hækka úr
440.000 kr. með hverju barni í
460.000 kr. Barnabætur foreldra í
sambúð hækka úr 295.000 kr. með
hverju barni í 310.000 kr. Viðbótar-
bæturnar lækka á nýjan leik, fara
úr 138.000 kr. í 130.000 kr.
Tekjuskerðingum verður einnig
breytt bæði á næsta og þarnæsta
ári og verður viðmiðið eitt í stað
efri og neðri skerðingarmarka í
núverandi kerfi. Á næsta ári verða
skerðingarmörk bótanna hjá ein-
stæðum foreldrum 4.750.000 kr. á
ári í stað 4.549.000 kr. neðri marka
og 6.160.000 kr. efri marka í núver-
andi kerfi. Skerðingarmörk foreldra
í sambúð verða hækkuð í 9.500.000
kr. í stað 9.098.000 kr. neðri marka
og 12.320.000 kr. efri marka. Í
síðari áfanganum árið 2024 hækka
skerðingarmörk einstæðra foreldra
í 4.893.000 kr. og hjá foreldrum í
sambúð í 9.785.000 kr.
Barnabætur eru skertar í hlutfalli
við tekjuskattsstofn. Árið 2024
verður skerðingarhlutfallið 5%.
Sama fjárhæð á öll
börn í fjölskyldu
SAMTÍMAGREIÐSLUR
Styttri biðtími
Taka á upp
samtíma-
greiðslur
barnabóta
þegar komið
er fram á
árið 2024
og á biðtími
foreldra eftir
barnabótum
aldrei að
verða lengri en fjórir mánuðir
eftir fæðingu barns gangi eftir
þær breytingar sem ríkisstjórn-
in hefur boðað.
Í núverandi barnabótakerfi er
greiðsla barnabóta miðuð við
fjölda barna í lok síðastliðins
árs. Gefur augaleið að foreldrar
sem eignast barn í janúar þurfa
því að bíða í 13 mánuði þar til
þau fá fyrstu barnabætur, sem
eru greiddar út 1. febrúar. „Með
upptöku samtímabarnabóta
er gert ráð fyrir að greiðslur
barnabóta taki þess í stað mið
af fjölda barna í lok síðastliðins
ársfjórðungs og því yrði biðtími
eftir barnabótum aldrei lengri
en fjórir mánuðir,“ segir í tillög-
um fjármálaráðuneytisins.
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Dæmi um hækkun barnabóta 2023 og 2024
Barnabætur, þús. kr. á ári
959 641
703 194
1.013 718
773 296
1.050 750
819
389
Heimild: Stjórnarráð Íslands
2022 2023 2024
2022 2023 2024
2022 2023 2024
2022 2023 2024
400 þús. kr.mánaðartekjur 400 þús. kr.mánaðartekjur hvort
600 þús. kr.mánaðartekjur 600 þús. kr.mánaðartekjur hvort
Einstætt foreldrimeð tvö
börn, annað undir 7 ára
Sambúðarforeldrar með tvö
börn, annað undir 7 ára1.200
1.100
1.000
900
800
1.000
900
800
700
600
900
800
700
600
500
500
400
300
200
100