Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 39

Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 Út er komin bókin „Uppgjör bankamanns“ eftir Lárus Welding. Bókin hefur að geyma frásögn höfundar af ótrúlegri aðför sem hann mátti sæta fyrir það eitt að hafa setið í stóli bankastjóra Glitnis banka í 17 mánuði fyrir hrun, frá vormánuðum 2007 til október 2008. Það er dagljóst af öllum atvik- um að Lárus braut aldrei af sér í störfum sínum sem gaf tilefni til lögsóknar gegn honum. Hann varð hins vegar fórnarlamb múg- æsingar sem handhafar ákæru- og dómsvalds tóku þátt í og kyntu jafnvel undir. Þeir virðast hafa haft þörf fyrir að gera almenningi til hæfis og slá þá í leiðinni sjálfa sig til riddara í augum þjóðar- innar. Í þessum tilgangi stóðu þeir fyrir ofsóknum gegn mönnum sem stjórnað höfðu bönkunum, þar með töldum Lárusi, án þess að hlutlæg athugun á verkum þess- ara manna lægi þar til grundvall- ar. Það hlýtur að teljast áfall fyrir þjóðina að sjá (eftirá) hversu fjarri fyrirsvarsmenn löggæslu í landinu voru því að gegna meginskyldum sínum, sem hljóta að felast í því að meta mál af réttsýni og hlutleysi eins og réttarskipan okkar krefst. Bók Lárusar lýsir afar heilsteyptum manni sem tók þess- um ofsóknum með ótrúlegu jafnaðargeði og sálarstyrk. Ég dáist að honum. Hann reifar ekki málin fyrr en aðförinni að honum er lokið. Hann lýsir atburðarásinni og aðstoðinni sem verjandi hans Óttar Pálsson lögmaður veitti honum allan tím- ann. Svo er líka aðdáunarvert að kynnast sambandi Lárusar við eiginkonu sína Ágústu Margréti Ólafsdóttur, sem stóð með honum eins og klettur í gegnum þessa ömurlegu lífs- reynslu. Það er ekki ónýtt að eiga slíkan maka sem verður trúnaðarvinur og samherji í þeim glímum sem lífið úthlutar manni. Ég vona að þessi hæfileikaríki bankamaður sjái fram á bjartari tíma nú þegar þessi kafli í lífi hans er að baki. Hitt snýr svo að okkur hinum að reyna með öllum ráðum að tryggja að handhafar refsivalds í þessu landi láti sér þetta mál, og reyndar önnur af sama toga, að kenningu verða og standi framvegis með hugmyndinni um réttarríki þar sem menn njóta mannréttinda, þótt múgur hrópi á götum úti. Jón Steinar Gunnlaugsson » „Hann varð hins vegar fórnarlamb múgæsingar sem handhafar ákæru- og dómsvalds tóku þátt í og kyntu jafnvel undir.“ Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Heilsteyptur maður Mikil ókyrrð hefur verið á al- þjóðamörkuðum síðustu ár. Verð- bólga á heimsvísu hefur ekki mælst jafnhá í fjóra áratugi. Meg- inorsakir hennar eru heimsfarald- urinn og röskun á aðfangakeðju vegna hans, stríðið í Úkraínu og orkukreppan í Evrópu. Að auki lítur út fyrir áframhaldandi póli- tíska spennu milli Bandaríkjanna og Kína. Stýrivextir halda áfram að hækka og líkurnar aukast verulega á að efnahagsniður- sveifla hefjist á heimsvísu. Tími ódýrs láns- fjármagns er liðinn í bili. Einhver glæta er þó að birtast eftir að verðbólga er farin að hjaðna í Bandaríkjunum. Minnkandi alþjóðaviðskipti Miklar breytingar virðast vera í farvatninu í alþjóðahagkerfinu, sem snúa einkum að minnkandi alþjóðaviðskiptum og fjárfestingu. Í þessu umhverfi er sérstaklega mikilvægt að stefna í ríkisfjármálum sé traust og að þau séu sjálfbær hjá ríkjum. Fyrrverandi for- sætisráðherra, Liz Truss, og fjármálaráð- herra Bretlands, Kwasi Kwarteng, fundu heldur betur fyrir því að hafa ekki hugað að trúverðugri ríkisfjármálastefnu. Frá því að „Litlu-fjárlögin“ voru kynnt af þáverandi for- ystu Íhaldsflokksins leið ekki nema um vika þar til þau neyddust til að segja af sér. En hvað þýða þessir sviptivindar alþjóðafjár- málakerfisins og hver er þýðing þeirra hér á landi? Lygileg atburðarás í Bretlandi Í kjölfar þess að ,,Litlu-fjárlögin“ voru kynnt fór af stað mjög hröð atburðarás á fjár- málamörkuðum. Veðköll hófust vegna afleiðu- skuldbindinga lífeyrissjóðakerfisins í breskum skuldabréfum. Það leiddi til þess að Seðlabanki Englands þurfti að auka laust fé í umferð til að hægt væri að mæta veð- köllunum. Ríkisfjármálaáætlun- in tapaði samstundis öllum trú- verðugleika og í framhaldinu urðu stjórnarskipti. Nýr fjár- málaráðherra, James Hunt, hefur kynnt fjármálaáætlun sem miðar að því að skulda- lækkun sé í augsýn og skattar voru meðal annars hækkaðir á þá tekjumestu. Undið var ofan af fyrri áætlunum á mettíma. Tiltrú og traust hefur minnkað vegna þess- arar framgöngu í ríkisfjármálum. Ríkisútgjöld aukast í Evrópu og Ítalía áfram í hættu Seðlabankar heimsins hafa verið að hækka stýrivexti og samhliða hefur fjármögn- unarkostnaður verið að aukast. Að sama skapi sjáum við ekki fyrir endann á stríðinu í Úkra- ínu og orkukreppu margra Evrópuríkja. Þýskaland hefur þegar riðið á vaðið til að styðja betur við fyrirtækin og heimilin í land- inu vegna hækkandi orkuverðs og settu rúma 200 milljarða evra til þess. Fjármálaráðherra Þýskalands, Christian Lindner, hafnaði því að aðgerðapakkinn væri verðbólguhvetjandi en engu að síður hefur verðbólga ekki mælst hærri í 70 ár og ávöxtunarkrafa þýskra ríkis- skulda hækkað. Annað ríki í Evrópu, Ítalía, er enn viðkvæmara fyrir þrengingum. Ítalía er háð rússnesku gasi og hefur lítið svigrúm í ríkisfjármálunum í ljósi mikilla skulda og hækkandi vaxtagreiðslna til að koma til móts við hækkandi orkuverð. Ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréfin hefur verið að hækka veru- lega. Ófyrirsjáanleiki í orkuöflun í Evrópu veldur því að fjárfestar gera ráð fyrir að erf- iðara verði að koma böndum á verðbólguna. Taugaveiklaðir markaðir Við sjáum ekki fyrir endann á vaxtahækk- unum seðlabanka og því mun myndast álag á helstu fjármálamörkuðum. Vegna þessa er búið að herða tökin á öllum mörkuðum og lausafjárstaða þjóða og fyrirtækja hefur versnað. Það má færa sannfærandi rök fyrir því að við munum sjá miklar verðbreytingar á mörkuðum og meiri óstöðugleika á næsta ári. Gjá myndast meðal þjóða sem hafa trúverðug ríkisfjármál og sjálfbæran greiðslujöfnuð ann- ars vegar og hins vegar þeirra þar sem grunnstoðir hagkerfa eru veikar líkt og á Ítalíu, í Tyrklandi og Argentínu. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur hækkað vexti hraðar en aðrir seðlabankar að undanskildum Seðla- banka Íslands. Þetta þýðir að gengi Banda- ríkjadals hefur hækkað verulega eða um rúm 17% frá ársbyrjun. Bandaríkin hafa því verið að flytja verðbólguna til annarra ríkja og því hafa aðrar þjóðir þurft að hækka vexti hraðar en ella. Fjárlög ríkissjóðs Íslands 2023 sýna afkomubata Hagvaxtarhorfur hafa styrkst á Íslandi og hagvöxtur er óvíða meiri og mælist 7,3% á 3. ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hann er drifinn áfram af miklum vexti í út- flutningi, sérstaklega í ferðaþjónustu, og kröftugri einkaneyslu. Hlutur hins opinbera er að minnka í fjárfestingum og vöxtur sam- neyslu er hóflegur. Þrátt fyrir aukin útgjöld er lögð rík áhersla á að styrkja stöðu ríkis- fjármálanna og hvika ekki frá því meginmark- miði að lækka skuldir á næstu árum. Í ár hef- ur dregið hratt úr miklum hallarekstri ríkissjóðs árin 2020 og 2021 sem ætlað var að draga úr áhrifum heimsfaraldursins á fjárhag heimila og fyrirtækja. Efnahagsbatinn hefur leitt til mikillar tekjuaukningar ríkissjóðs og þess að skuldahlutföll hins opinbera eru mun lægri en gert var ráð fyrir. Þessi efnahagsbati er kröftugur og því hefur myndast spenna í þjóðarbúinu. Fjármál hins opinbera þurfa að róa í sömu átt og stefna Seðlabanka Íslands. Halli á rekstri ríkissjóðs verður því tæplega 3% af landsframleiðslu. Útlit er fyrir að skuldahlutföll verði að sama skapi nær óbreytt frá samþykktri fjármálaáætlun frá því í sumar, eða um 33% af VLF. Það er alveg ljóst í mínum huga að afar brýnt er að ríkis- sjóður nái tökum á þessum halla á næstu ár- um. Ísland er í kjöraðstöðu til að sýna fram á sjálfbær ríkisfjármál vegna afkomubata og framtíðarhorfur eru því bjartar. Gera má ráð fyrir að þróunin verði sú að ríki séu í auknum mæli að fást við vaxandi ríkisútgjöld, erfiðari baráttu við verðbólgu og að hinir alþjóðlegu fjármálamarkaðir muni veita aðhald vegna þeirra þrenginga sem eru á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Við eigum að taka þessa atburðarás alvarlega, þar sem kröfur um trúverðuga ríkisfjármálastefnu eru að aukast ásamt því að alþjóðaviðskipti eru að dragast saman. Smærri ríki þurfa því að vanda sig enn frekar. Horfur íslensks efna- hags eru bjartar, hagvöxtur er mikill og bygg- ist á aukinni verðmætasköpun. Að sama skapi halda skuldir áfram að lækka og er skulda- staða ríkissjóðs ein sú besta í Evrópu. Þrátt fyrir þessa stöðu ber okkur að vera ætíð á tánum til þess að auka kaupmátt og velferð í landinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir » Ísland er í kjöraðstöðu til að sýna fram á sjálfbær ríkisfjármál vegna afkomubata og framtíðarhorfur eru því bjartar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar. Traust ríkisfjármál skipta öllu fyrir Ísland Samtök atvinnulífsins hafa undirritað kjarasamn- inga við samflot verkafólks, verslunarmanna og iðnaðar- manna hringinn í kringum landið. Samningar hafa náðst við 80 þúsund manns með stefnumarkandi kjara- samningum sem leggja grunn að öllum kjarasamn- ingum í þessari samninga- lotu bæði á almennum og opinberum markaði. Engin verðmæti verða til við undirritun kjara- samninga. Kjarasamningar snúast um að skipta þeim verðmætum sem verða til í atvinnulífinu. Því er afar mikilvægt að gætt sé sanngirni og samkvæmni í þeim kjarasamningum sem gerðir eru. Trúnaður Samtaka atvinnulífsins er gagnvart fólkinu í landinu. Þau sem semja við SA verða að geta treyst því að þær meginlínur sem samflotskjara- samningar marka verði varðar af Sam- tökum atvinnulífsins. Þar er trúverðug- leiki SA sem stærsta samningsaðila á landinu að veði. Ferð opinberra aðila án fyrirheits Kjarasamningar taka til fjöldamargra annarra þátta en launaliðar. Við gerð Lífskjarasamningsins 2019-2022 var inn- leidd vinnutímastytting hjá flestum við- semjendum með upptöku á virkum vinnutíma, sem í öllum meginatriðum kom til framkvæmda án vandkvæða á almennum vinnumarkaði. Önnur saga er að birtast okkur á opinberum vinnu- markaði. Ný skýrsla KPMG um vinnutíma- styttingu hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins hlýtur að vera áfall bæði fyrir þá sem annast yfirstjórn ríkisins og ekki síður fyrir okkur skattgreiðendur landsins. Í nánast öllum einkafyrirtækjum landsins er fylgst vel með hvernig reksturinn þróast. Kjarasamningar á al- mennum vinnumarkaði taka síðan mið af undirliggjandi rekstri fyrirtækja í landinu. Hvert er hlutfall aðfanga í kostnaði? Er launakostnaður að hækka eða lækka? Er annar rekstrarkostnaður innan settra marka? Er framlegð ein- stakra vörutegunda að breytast? Hver er kostnaður við veitta þjónustu? Eru viðskipta- vinirnir ánægðir? Fá þeir rétta vöru eða þjónustu á réttum tíma? Eru gæðin í lagi? Einnig er fylgst með starfsánægju, fjarvistum frá vinnu, veikindahlutfalli, starfsmannaveltu, öryggi, hollustuháttum og öðrum þáttum sem tengjast líðan fólks á vinnustað. Svona einfaldar grundvallarspurningar nýta stjórnendur til að taka á hugsanlegum vandamálum sem upp kunna að koma. Upplýsingarnar segja til um hvar megi gera betur. Hvar séu möguleikar til nýrrar vöruþróunar, hvar þurfi frekari rannsóknir, hvar sé unnt að sækja fram á markaði og hvar tækifærin til skemmri og lengri tíma liggi. Laust taumhald Það vekur strax athygli í skýrslu KPMG hverjir teljist hagaðilar en það eru fjármála- og efnahagsráðuneytið, kjara- og mannsauðssýslan, önnur ráðu- neyti, stofnanir og starfsfólk. Skatt- greiðendur koma ekki við sögu. Laus- lega er fjallað um viðskiptavini en talið að vísbendingar séu um að gæði þjón- ustu hafi minnkað (þjónusta versnar hjá 13 af 15 stofnunum í samanburði). Flestir yppta öxlum yfir þeirri stað- reynd. Þeir sem fylgjast með vita að víða er óánægja með hve langan tíma tekur að fá niðurstöðu í mál hjá stofn- unum ríkisins, t.d. leyfi, úrskurði og al- mennar afgreiðslur fjölda mála sem veldur verulegum samfélagslegum kostnaði. Enda er bent á það í skýrslunni að „(s)tofnanir hafa litla yfirsýn yfir skil- virkni og gæði þjónustu. Þær byggja flestar mat sitt á tilfinningu. Almennt eiga stofnanir erfitt með að setja fram mælikvarða sem sýna árangur verkefna og misvel gengur hjá þeim að mæla lykilþætti mannauðs og rekstrar í starf- semi sinni. […] Almennt eru stofnanir ekki að mæla árangur verkefna eða hvort þarfir viðskiptavina séu upp- fylltar. Áherslur stofnana síðustu ár hafa verið að kanna ánægju starfsfólks með tíðum mannauðsmælingum. Þær hafa haft gott aðgengi að ýmsum tólum og má segja að heilt yfir sé starfs- ánægja sá hluti í starfsemi stofnana sem hvað best er fylgst með. Reglu- bundnar mælingar í rekstri skortir og ekki er vitað hvort fjárfestingar í verk- efnum og umbótum séu að skila sér til baka.“ Viðskiptavinurinn er aukaatriði Svo virðist sem starfsmenn hafi ráðið för um styttingu vinnutímans og að mest hafi verið rætt um fyrirkomulag kaffi- og matartíma. Niðurstaðan hafi verið sú að flestar stofnanir réðust strax í hámarksstyttingu án þess að skil- greina markmið og leiðir. Þrátt fyrir að stjórnendur ríkisstofnana hafi fengið ráðleggingar um að fara hægt í sak- irnar. Þau varnarorð voru að engu höfð: Enda eru starfsmenn ánægðir með vinnutímastyttinguna. Áherslur yfir- stjórnar ríkisins endurspeglast í því að þegar valin er stofnun ársins þá er ein- ungis starfsfólkið spurt. Það virðist ríkjandi viðhorf að ríkið og stofnanir þess séu til fyrir starfsfólkið. Hér sem fyrr hafa viðskiptavinirinir og við skatt- greiðendur ekkert um málið að segja. Viðskiptavinurinn er aukaatriði. KPMG leggur fram í skýrslu sinni margar tillögur til umbóta sem vonandi verða ekki einungis skúffumatur í ráðu- neytinu. Hér þarf að grípa inn í mikla óheillaþróun ef ekki á illa að fara. Verk- efnin eru mörg, þau eru mikilvæg og þau varða okkur öll sem nýtum þjón- ustu ríkisins og greiðum skatta og gjöld. Við verðum að geta treyst því að þær meginlínur sem markaðar eru á al- mennum vinnumarkaði við gerð kjara- samninga séu virtar af opinberum að- ilum. Það er spurning um traust. Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson » Við verðum að geta treyst því að þær meg- inlínur sem markaðar eru á almennum vinnumarkaði við gerð kjarasamninga séu virtar af opinberum aðilum. Halldór Benjamín Þorbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Traust er þungavigtarhugtak

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.