Morgunblaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
✝
Ragnheiður
Erla Rósars-
dóttir, Raggý,
fæddist 26. febrúar
1962 í Reykjavík.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 5. desem-
ber 2022. Hún
lætur eftir sig eig-
inmann, fjögur
börn og fimm
barnabörn.
Raggý var dóttir hjónanna
Rósars Eggertssonar tann-
læknis, f. 9. september 1929, d.
26. maí 2020, og Magdalenu M.
Sigurðardóttur húsmóður, f. 5.
september 1932.
Systkini Raggýjar eru: Sig-
urður Eggert, f. 13. ágúst
1948, sambýliskona hans er Dó-
róthea Magnúsdóttir, f. 12.
október 1950. Gunnar Oddur, f.
15. janúar 1956, eiginkona
hans er Ásdís Helgadóttir, f.
30. júní 1956. Hulda Björg, f. 7.
ágúst 1958, sambýlismaður
hennar er Þórólfur Jónsson, f.
3. október 1954, og Gunn-
laugur Jón, f. 5. ágúst 1969,
eiginkona hans er Guðrún Þóra
Bjarnadóttir, f. 5. febrúar
1971.
heiður Gná, f. 13. desember
1997.
Á uppvaxtarárunum bjó
Raggý fyrst á Bergstaðastræti
en lengst bjó hún þó í Hvassa-
leitinu. Hún stundaði nám við
Ísaksskóla, Hvassaleitisskóla og
gagnfræðanám í Kvennaskól-
anum í Reykjavík.
Raggý varð stúdent frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð
árið 1982, útskrifaðist sem
efnafræðingur frá Háskóla Ís-
lands vorið 1987 og síðar klár-
aði hún kennsluréttindi frá
Kennaraháskóla Íslands. Frá
árinu 2000 kenndi Raggý efna-
fræði í Kvennaskólanum og lík-
aði það vel. Hún var vinsæl
bæði meðal nemenda og sam-
kennara.
Þrátt fyrir að vera fædd og
uppalin í Reykjavík var Raggý
mikið náttúrubarn. Henni leið
einna best uppi í bústað við
Langá á Mýrum og hennar
helstu áhugamál sneru öll að
útiveru. Þar ber helst að nefna
stangveiði, garðyrkju og golf.
Útförin fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 15. desember
2022, klukkan 13.
Slóð á streymi:
https://youtu.be/yBhKWuftj2E
Eftirlifandi eig-
inmaður Raggýjar
er Gústaf Vífilsson
verkfræðingur, f. 23.
nóvember 1963 í
Reykjavík. Þau
kynntust við nám í
Háskóla Íslands og
gengu í hjónaband
2. nóvember 1991.
Foreldrar Gústafs
eru hjónin Vífill
Oddsson verkfræð-
ingur, f. 10. desember 1937, og
Katrín Gústafsdóttir ræstinga-
stjóri, f. 2. október 1938.
Börn þeirra hjóna eru: 1) Víf-
ill, f. 25. október 1988, sambýlis-
kona hans er Tinna Laxdal
Gautadóttir, f. 14. mars 1988.
Börn þeirra eru Ólivía Laxdal, f.
6. september 2013, og Alexandra
Röfn, f. 2. október 2017. Fyrir á
Vífill dótturina Efemíu Britt, f.
20. mars 2008, úr fyrra sam-
bandi. 2) Katrín Hera, f. 8. apríl
1991, eiginmaður hennar er
William Kristjánsson, f. 30. jan-
úar 1986. Börn þeirra eru Júlía,
f. 5. janúar 2014, og Kári, f. 17.
júlí 2018. 3) Egill Óli, f. 2. sept-
ember 1995, sambýliskona hans
er Anna Weronika Zdrojewska,
f. 1. desember 1992. 4) Ragn-
Takk fyrir 38 árin okkar sam-
an.
Takk fyrir gleðina og hlátur-
inn.
Takk fyrir að vilja stofna fjöl-
skyldu með mér.
Takk fyrir börnin okkar.
Takk fyrir að vera besti vinur
minn.
Takk fyrir öll brosin sem þú
gafst mér.
Takk fyrir að eyða hversdags-
leikanum með mér.
Takk fyrir að vera mín Raggý.
Þinn
Gústaf (Gústi).
Mér finnst engin orð geta náð
utan um hve mikilvæg þú varst.
Það er svo sárt og ósanngjarnt að
missa þig svona snemma. Erfitt
til þess að hugsa að seinasta árið
þitt var undirlagt af veikindum
og vanlíðan, en þú fórst í gegnum
það fallega eins og flest annað
sem þú tókst þér fyrir hendur.
Ég hefði ekki getað beðið um
betri mömmu. Þú hvattir okkur
systkinin til að vera við sjálf og
vera besta útgáfan af okkur sjálf-
um. Ég mun gera mitt allra besta
til að verða móðurbetrungur –
það verður samt erfitt.
Við höfum alltaf verið nánar.
Ég hreinlega gleymdi að taka út
unglingaveikina, fannst bara svo
gott og gaman að vera í kringum
þig og pabba að ég fann enga
þörf til að fjarlægjast ykkur. Ég
gat líka alltaf verið viss um
öruggt skjól og að sama hvað ég
gerði af mér þá yrði mér alltaf
mætt á jafningjagrundvelli og
málin rædd.
Mest mun ég sakna hvers-
dagsleikans með þér – allt spjall-
ið okkar yfir kaffibolla, þú að lesa
bók fyrir börnin mín eða segja
þeim búkollu fyrir svefninn, eða
bara að geta hringt í þig til að
ræða málin. Þú varst svo vitur og
gast séð hlutina frá mörgum
sjónarhornum. Það var alltaf
hægt að treysta á góð ráð frá þér.
Þú varst mér meira en bara
mamma, við vorum vinkonur og
félagar. Mér finnst eins og ég
hafi ekki bara misst mömmu,
heldur líka bestu vinkonu mína.
Þú varst frábær fyrirmynd á
uppvaxtarárunum. Þú kenndir
mér að láta kyn mitt ekki skil-
greina mig. Þú kenndir mér að
berjast fyrir tilverurétti mínum í
umhverfi fullu af karlmönnum.
En eftir stend ég með hafsjó af
minningum um okkur saman og
þær mun ég varðveita.
Takk fyrir allt mamma. „Love
you, always.“
Katrín Hera Gústafsdóttir.
Raggý tengdadóttir okkar var
algerlega einstök manneskja og
var okkur alla tíð afar náin. Það
lýsti allt sem hún kom nálægt.
Allt frá því þau Gústi og
Raggý kynntust í Háskólanum
hafa þau verið sem eitt, samhent
og kærleiksrík hjón. Fljótt fóru
börn þeirra og barnabörn okkar
að koma í heiminn, Vífill, Katrín
Hera, Egill Óli og Ragnheiður
Gná, og þau færa okkur ómælda
gleði. Svo komu yndislegu barna-
börnin og að sjá þegar þau um-
vöfðu ömmu sína verður okkur
ógleymanlegt. Við áttum margar
stundir saman í Langá, þar sem
Gústi, Raggý, börnin og barna-
börnin komu saman og þar ríkti
mikil gleði og kraftur og alltaf
var móðirin þar í aðalhlutverki.
Það var ekki sjaldan sem
tengdadóttirin hringdi í okkur og
spurði hvort við vildum koma í
golf. Þarna var unga og fallega
tengdadóttirin að fara með vin-
konur eða systur í golf og fannst
ekkert eðlilegra en að draga okk-
ur gömlu hjónin með. Þannig var
Raggý, einstaklega hlý tengda-
dóttir sem hélt vel utan um allan
sinn stóra hóp vina og fjölskyldu.
Ný syrgjum við einstaka
tengdadóttur en eigum margar
minningar um fallega manneskju
sem gaf okkur svo mikið og verð-
ur alltaf í huga okkar. Blessuð sé
minning Raggýjar og við biðjum
góðan Guð að gæta hennar vel.
Katrín Gústafsdóttir
og Vífill Oddsson.
Raggý systir var sterkasti
steinninn í hleðslunni. Þegar ég
fékk vandræðalegt fjölskyldumál
í hendurnar á sínum tíma, var
það eina sem mér datt í hug að
leita til hennar. Að sjálfsögðu
gekk hún í málið og leysti það.
Eftir það þurfti ekki að leita til
hennar aftur, hún tók málin í sín-
ar hendur óumbeðin og leysti
þau. Þegar hún kynntist Gústa
var hans fjölskylda í sárum eftir
hörmulegt slys. Hún tók strax
fullan þátt í úrvinnslu þeirrar
sorgar og kom sterk inn í þá
sterku fjölskyldu með sitt glað-
lyndi og kraft.
En hún var líka sjálfstæð, eina
systkinið sem ekki varð tann-
eitthvað. Hún nam efnafræði og
kenndi sín fræði í Kvennó. Þar
var hún vinsæl og vel liðin bæði
hjá nemendum og kennurum.
Við systkinin erum ekki endi-
lega að troða hvert öðru um tær,
geta liðið vikur milli hittings,
nema þær systurnar Raggý og
Hulda sem höfðu náið og gott
samband. En þegar við hittumst
er glatt á hjalla og mörgum ferm-
ingarveislum höfum við rústað
með einskærri glaðværð. Það
þurfti utanaðkomandi aðila til að
benda mér á að kærleikur milli
systkina er ekki sjálfgefinn. Hjá
okkur er hann það. En það er víst
að kætin verður aldrei sú sama.
Gagnvart okkur systkinunum
hvíldi þunginn af veikindum
Raggýjar, og mömmu ef því er að
skipta, á Huldu systur sem gekk
inn í hlutverk Raggýjar þegar
hún veiktst. Strákar eru aular í
slíkum málum. Sem betur fer á
ég þrjár dætur og því einhver
von um umönnun, hver veit.
Gústi og allir afkomendurnir
hafa misst mikið. Það kemur ekk-
ert í staðinn fyrir Ragnheiði Erlu
Rósarsdóttur. En þau eru sterk
og samheldnin mikil. Hugur
minn er hjá þeim og verður.
Ég hélt þessari stelpu undir
skírn í Dómkirkjunni þegar ég
fermdist. Síðan bað hún mig að
halda Vífli, frumburði sínum,
undir skírn. Ég var hrærður þá
og er það enn. Nú þarf ég að
halda á henni til grafar. Hvar er
réttlætið og sanngirnin í þessum
heimi?
Farvel, Raggý rós.
Sigurður E. Rósarsson.
Elsku Raggý, frá því við
kvöddum þig hef ég verið að rifja
upp kynni okkar. Ég og Gunni
byrjuðum saman í janúar 1972.
Þá varst þú að verða 10 ára. Ég
hreifst strax af þér, þú varst svo
lifandi og skemmtileg. Varst svo
mikið að drífa þig í því að verða
fullorðin. Þér fannst mjög gaman
að vera með okkur Gunna og
fylgjast með unglingavinahópn-
um okkar, sérstaklega þegar þau
voru að draga hvert annað á tál-
ar. Það var gaman að sjá þig
leika eitt parið þegar þú hermdir
eftir stúlkunni segja daðurslega
við drenginn: „Do you want to
squeeze my beautiful body.“
Síðan varst þú allt í einu sjálf
orðin unglingur, falleg og glæsi-
leg. Komið var að máli við þig og
þú varst beðin um að sýna föt og
þú tókst þátt í mörgum tískusýn-
ingum. Ég kom og horfði á
nokkrar sýningar og var svo stolt
af þér, því þú varst svo flott og
hafðir mikla útgeislun. En glam-
úrinn fór fljótt af því, þig langaði
að ferðast erlendis og eftir stúd-
entsprófið fara í Háskólann.
Þú fórst til Kölnar að passa
ungan dreng og Magga vinkona
þín bjó einnig í Köln. Við Gunni
heimsóttum þig og þótti okkur
öllum mjög gaman að fara saman
á þýska pöbba. En á þessum ár-
um var engin pöbbamenning til
hér.
Í Háskóla Íslands lærðir þú
efnafræði og hefur kennt hana æ
síðan. Á háskólaárum þínum
kynntist þú Gústa þínum. Vinir
hans segja að þú hafir breytt
honum í námsmann og eigir stór-
an þátt í því að hann varð verk-
fræðingur.
Faðir þinn bauð gjarnan börn-
um sínum og tengdabörnum í
veiðitúra. Þú og við Gunni fórum
saman í nokkra, þú varst komin
með veiðibakteríuna ung. Síðar á
lífsleiðinni varst þú hvatamann-
eskja að því að stofna kvenna-
veiðiklúbb en meðlimir hans voru
u.þ.b. sex. Eitt sinn vorum við að
veiða í Norðurá í 18 stiga hita.
Við vorum eingöngu í vöðlum og í
brjóstahöldurum. Gunni sagði að
sagt hefði verið i útvarpinu að
það væru hálfberar konur að
veiða upp eftir í Norðurá.
Dóttir þín Katrín Hera er mér
mjög kær, hálfgerð fósturdóttir.
Hún er á milli yngri dætra minna
í aldri. Þær eru ekki bara frænk-
ur heldur líka bestu vinkonur, því
hefur hún oft dvalið á okkar
heimili. Eins hefur hún ferðast
með okkur innanlands og utan.
Minnisstæðustu ferðirnar eru á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og
ferð til Spánar. Það var mikil
ábyrgð að ferðast með unglings-
stúlkur. Hvorki Íslendingar né
Spánverjar gátu látið þessar fal-
legu ljóshærðu stúlkur í friði.
Elsku Raggý, þökk sé farsímum
þá gat ég hringt í þig og látið þig
vera með í ráðum við að setja
mörk fyrir Katrínu.
Kæra fjölskylda, innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar allra,
hennar verður sárt saknað.
Elsku Raggý, það er svo erfitt
að kveðja þig en vísindamenn
hafa ekki náð að útskýra nema
innan við 4% af alheiminum, rúm
96% eru órannsökuð. Við trúðum
að til væri eitthvað æðra eða hlið-
arveruleiki. Ég vil trúa því að við
hittumst síðar á góðum stað.
Þín mágkona,
Ásdís.
Elsku Raggý frænka.
Það var mikið áfall að heyra að
þú værir dáin þó að ég vissi af
þínum alvarlegu veikindum.
Þegar við fjölskyldan flutt-
umst heim frá Danmörku í lok
árs 1968 bjuggum við til að byrja
með hjá ömmu og afa á Bestó en
þar ólst þú upp með eldri systk-
inum þínum, en þið voruð nýflutt
í Hvassó. Ég hafði komið til Ís-
lands einu sinni áður en við flutt-
um og hafði engan áhuga á að
flytjast þangað.
Ég þekkti engan og var kippt
inn í nýjan veruleika en þú tókst
þessari „framandi“ frænku þinni
opnum örmum líkt og öðrum
samferðamönnum en það var
einn af þínum mörgu kostum að
þú gerðir engan mannamun, um-
gekkst alla af virðingu og án for-
dóma.
Saman eyddum við mörgum
stundum á Bestó og leikvöllurinn
var stór, Þingholtin, Thorvald-
sen-garðurinn og Hljómskála-
garðurinn og þú kynntir mig fyr-
ir vinum þínum úr gamla
hverfinu. Söknuðurinn til Dan-
merkur gleymdist þegar við vor-
um að bralla eitthvað saman, þú
hafðir þann eiginleika að láta öll-
um líða vel í návist þinni en leitun
er að manneskju með eins hlýlegt
fas, alltaf stutt í húmorinn og
hláturinn.
Þegar foreldrar þínir tóku mig
inn á heimili sitt nokkrum árum
síðar þótti þér það hinn eðlileg-
asti hlutur og reyndist mér
áfram ómetanleg vinkona og
„systir“ og kynntir mig án um-
hugsunar fyrir vinum þínum í
nýja hverfinu.
Samskiptin urðu minni með
árunum eins og gerist enda alltaf
nóg að gera hjá öllum og áskorun
að sameina nám, vinnu, félagslíf
og að stofna fjölskyldu. Þó breyt-
ir það engu um hvað söknuðurinn
er sár.
Um leið og ég kveð þig með
þessum fátæklegu orðum, elsku
frænka, sendi ég fjölskyldu þinni,
systkinum og Möllu frænku mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur,
hugur minn er hjá ykkur og ég
trúi að þið munið finna styrk
hvert hjá öðru til að takast á við
sorgina.
Kveðja,
Ágústa
(Gústa frænka).
„Sigurvin vinur minn!“ Þessi
eftirminnilega áletrun prýddi lit-
ríkan bol sem Raggý frænka gaf
mér í jólagjöf sem barn og hún
hafði sjálf skreytt með fatalitum.
Gjöfin lýsir þeirri nærveru sem
Ragnheiður Erla Rósarsdóttir
hafði og afstöðu hennar í garð
fólks, hún var gjafmild og hlý.
Börn hennar hafa undanfarna
daga skrifað fallegar færslur til
minningar um móður sína og það
sem stendur upp úr í þeim skrif-
um er að Raggý var sterk fyr-
irmynd. Hún var sjálfstæð kona
og óhrædd við að fara eigin leiðir.
Hún var yfirburðagreind og gat
rætt um flókin málefni áreynslu-
laust. Hún hafði hlýja og glað-
lynda nærveru og það var auð-
velt að leita til hennar. Hún var
vinsæl og vinamörg.
Þá var Raggý kennari af Guðs
náð. Á menntaskólaárum hafði
ég brennandi áhuga á efnafræði
og kennsla hennar í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð átti þar
stóran þátt. Eftirminnilegt er
hvað Raggý var alúðleg í um-
gengni við nemendur og þolin-
móð gagnvart unglingum. Synir
mínir nutu þess síðar að sitja
námskeið hjá henni í Kvenna-
skólanum og hafa sömu sögu að
segja af frænku sinni.
Það var áhrifamikið að sjá þá
reisn sem Raggý bjó yfir í bar-
áttu sinni við veikindin og þar
kom í ljós hversu sterk fyrir-
mynd hún var, okkur sem stóðum
henni nærri. Hugur minn er hjá
Gústa, börnum þeirra og barna-
börnum, sem voru fjársjóður
hennar í lífinu. Guð blessi ykkur
og dýrmætar minningar um ein-
staka konu.
Sigurvin Lárus Jónsson.
Um leið og við fæðumst erum
við komin í röð … biðröð þar sem
við ráðum engu um hvar við
stöndum. Við fáum ekki að vita
hversu margir eru fyrir framan
okkur né aftan. Við getum ekki
fært okkur aftar í röðina, stigið
út úr henni né yfirgefið hana.
Aldur er afstæður og biðin óum-
flýjanleg.
En á meðan við bíðum í röðinni
er um að gera að nýta tímann vel
svo hægt sé að skila góðu dags-
verki og leggjast sáttur til hvílu.
… og það er nákvæmlega það
sem hún Raggý gerði, hún nýtti
tímann sinn til hins ýtrasta.
Við Raggý vorum bestu vin-
konur frá því við hittumst fyrst
sex ára gamlar. Frá þeirri
stundu höfum við brallað margt
saman í gegnum súrt og sætt og
sem betur fer hafa sætu stund-
irnar verið margfalt fleiri. Það
yljar mér um hjartarætur hvað
við vorum sammála um, þegar ég
kvaddi hana með kossi í hinsta
sinn, að okkur hefði aldrei orðið
sundurorða; alltaf vinkonur sem
þurftu ekki að rífast. Nema nátt-
úrlega þegar ég fékk ekki að
leika með dökkhærðu barbídúkk-
una hennar. Þá fór ég í fýlu í
smástund en var svo mætt aftur
stuttu síðar og bað hana að vera
„memm“. Við fórum saman á
reiðnámskeið í Geirshlíð þar sem
ég grét henni til samlætis þegar
hún fékk svo mikla heimþrá því
hún var að missa af brúðkaupi
Edda og Habbýjar. Við dvöldum
sumarlangt saman í Köln í
Þýskalandi ásamt vinum okkar
Nilla og Ketilbirni. Við kölluðum
okkur „Gang of Four“ í höfuðið á
samnefndri hljómsveit sem þá
var og hét. Gengum um með
barmmerki merkt þeim og fannst
við mestu töffararnir í Vestur-
Þýskalandi á þessum tíma. Við
djömmuðum með Gunna og Ás-
dísi eins og enginn væri morg-
undagurinn og aumingja Gústi
þurfti að sætta sig við að ég
fylgdi alltaf með þegar eitthvað
skemmtilegt var að gerast hjá
þeim. Hann hefur örugglega ver-
ið manna fegnastur þegar vin-
konan gekk loksins út. Svo tók al-
varan við, börn og bura bættust í
hópinn og öllu djammi lauk. En
margar enn dýrmætari minning-
ar hafa safnast í safnið í áranna
rás eins og þegar við vinkonur
hittumst í sumarbústaðaferðum í
Langá, helgarferð á Hofsós og í
Stykkishólmi í fyrra. Svo gátum
við blessunarlega haldið upp á
sextugsafmælin okkar saman
með stæl.
Raggý var einstök manneskja,
hjartahlý og sýndi öllum um-
hyggju og ekki síst áhuga. Húm-
orinn, bæði fyrir sjálfri sér og
öðrum, nálgaðist stundum hættu-
mörk en fór aldrei yfir strikið.
Hún var full af visku og gott að
leita til hennar til skrafs og ráða-
gerða og ég veit að það gerðu
margir. Hún var kletturinn. Hún
uppfyllti jörðina með fjórum
mannvænlegum börnum sem öll
eru til fyrirmyndar og henni þótti
svo vænt um og hún elskaði
Gústa sinn. Óbærilegur tími fer
nú í hönd þar sem þeir sem til
hennar þekktu þurfa að máta sig
í tilverunni án hennar.
En ég held og vona svo sann-
arlega að hún hafi verið tilbúin …
Margrét Þóra Þorláksdóttir
(Magga).
Ragnheiður Erla
Rósarsdóttir (Raggý)
- Fleiri minningargreinar
um Ragnheiði Erlu Rósars-
dóttur (Raggý) bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu
næstu daga.