Morgunblaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
DÆGRADVÖL54
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes • www.gaeludyr.is
Jólagjafir
gæludýranna
færðu hjá
okkur
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Hafsteinn Ingi Gunnarsson
30 ÁRA Hafsteinn ólst upp í Reykja-
vík en býr á Hvanneyri í Borgarfirði.
Hann er húsasmiður og búfræðingur
að mennt og er í dag sjálfstætt starf-
andi húsasmiður. Áhugamálin eru m.a.
smíðar, landbúnaður og fjölskyldan.
FJÖLSKYLDA Maki Hafsteins er
Björk Lárusdóttir, f. 1995, náttúru-
fræðingur og kennari við Landbún-
aðarháskólann á Hvanneyri. Dætur
þeirra eru Anna Rakel, f. 2019, og
Katrín Lára, f. 2022. Foreldrar Haf-
steins eru Anna Jóhanna Hilmars-
dóttir, f. 1956, fv. starfsmaður á leik-
skóla, búsett á Hvanneyri, og Gunnar
Haukur Ingimundarson, f. 1958,
leiðsögumaður, búsettur í Reykjavík.
Nýr borgari
Hvanneyri Katrín Lára Hafsteins-
dóttir fæddist 10. júní 2022 kl. 13.28
á Akranesi. Hún vó 3.552 g og var
50 cm löng. Foreldrar hennar eru
Hafsteinn Ingi Gunnarsson og Björk
Lárusdóttir.
21.mars - 19. apríl A
Hrútur Þú kannt að hefja nýtt ástarsam-
band eða núverandi samband mun þróast
áfram. Einhverjar breytingar eru framundan
í vinnunni sem þú kannt vel að meta.
20. apríl - 20.maí B
Naut Ekki láta óróa annarra smitast yfir í
þig. Þú hefur öll verkfæri til þess að stand-
ast álag hversdagsins, nýttu þér þau.
21.maí - 20. júní C
Tvíburar Þetta er góður dagur fyrir
viðskipti af ýmsu tagi. Sættu þig við mistök
þín og búðu þig undir að halda á vit fram-
tíðarinnar sem mun fara um þig mjúkum
höndum.Einhver kemur þér á óvart með
skemmtilegum fréttum fljótlega.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Þú þarft að íhuga vandlega með
hvaða hætti þú ætlar að ná takmarki þínu.
Varastu að láta tilfinningarnar hlaupa með
þig í gönur.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Leggðu höfuðið í bleyti, því lausnin er
ekki eins langt undan og virðist við fyrstu
sýn. Farðu varlega í jólagjafainnkaupunum,
þú veist að það kemur að skuldadögum.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi,
þótt hlutirnir gangi ekki fyrir sig akkúrat
eins og þú hafðir hugsað þér.Gefðu þér
tíma til að rækta líkama og sál.
23. september - 22. október G
Vog Farðu þér hægt í að velja nýjar leiðir því
það er í mörg horn að líta og engin ástæða
til breytinga breytinganna vegna. Ekki láta
yfirlæti eða dramb verða þér að falli.
23. október - 21. nóvember
Sporðdreki Láttu það vera að elta uppi
einhverja hluti sem færa þér enga innri
gleði. Einhver kemur þér skemmtilega á
óvart í dag.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Þér finnst þú ekki fá útrás fyrir
athafnaþörf þína.Nú veistu hvers þú ert
megnug/ur og hvað þú hefur til ráðstöfunar.
Ekki sækja vatnið yfir lækinn.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Rómantík og daður koma við
sögu í dag og líkur eru á að eitthvað komi
þér þægilega á óvart. Góðverk sem þú gerð-
ir um daginn fær óvænt mikla athygli.
20. janúar - 18. febrúar K
VatnsberiVinir þínir skipta þig miklu.
Leyfðu listrænum hæfileikum þínum að
njóta sín. Leit þín að innri friði gengur vel.
19. febrúar - 20.mars L
Fiskar Gættu þess að afla allra upplýsinga
áður en þú grípur til aðgerða. Ferðalög
verða á dagskránni fyrstu mánuði nýs árs.
Börn koma mikið við sögu á næstunni.
Þorbjörn J. Sveinsson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri – 70 ára
Var farsæll í starfi
Þ
orbjörn Jóhann Sveins-
son er fæddur 15. des-
ember 1952 á Landspít-
alanum í Reykjavík en
ólst upp í Hafnarfirði.
„Fyrsta árið mitt var á Skúla-
skeiði, afi minn bjó þar og for-
eldrar mínir voru í herbergi þar
í kjallara. Á öðru ári flytjum við
á Hverfisgötu en frá þriggja ára
aldri til ellefu ára aldurs á bjugg-
um við í Álfaskeiði og þá flytjum
við upp á Holt í Brekkuhvamm.“
Þorbjörn var í vinnuskólanum í
Krýsuvík og í þrjú sumur í sveit á
Háteigi í Vopnafirði.
Þorbjörn gekk í Barnaskóla
Hafnarfjarðar sem síðan varð
Lækjarskóli og svo í Flensborgar-
skóla. „Ég var þar í þrjá bekki þar
en varð leiður á skólanum og fékk
mér vinnu hjá Rafveitu Hafnar-
fjarðar, fyrst sem verkamaður og
svo línumaður. Á þessum tíma
er sjúkrabílinn á rafveitunni og
þegar ég næ aldri til, 18 ára gamall
þá fór ég að vera aðstoðarmað-
ur á sjúkrabíl. Svo þegar ég tók
meiraprófið fór ég að keyra hann
líka. Árið 1974 flutti ég mig svo
yfir á slökkvistöðina um leið og
sjúkrabílinn fór þangað og varð
slökkviliðsmaður.“
Þorbjörn var slökkviliðsmaður
í Hafnarfirði þar til hann sótti
um vinnu sem slökkviliðsstjóri á
Ísafirði. „Ég tók mína síðustu vakt
í Hafnarfirði áramótin 1985/1986
og flýg vestur 2. janúar og byrja
að vinna 3. janúar 1986.“ Umdæmi
slökkviliðs Ísafjarðarbæjar er
Ísafjarðardjúpið, Jökulfirðirnir
og suður að Dynjandisheiði en þá
tekur Slökkvilið Patreksfjarðar
við. Þorbjörn lauk störfum ára-
mótin 2018/2019.
„Þetta var mjög góður tími og
tel mig hafa verið farsælan í starfi.
Það eru samt bæði gleði og sorg í
þessu starfi, eins og á snjóflóðaár-
unum. Svo hafa verið hér slæmir
brunar, en á Þingeyri fórst fólk
í eldsvoða. Við erum náttúrlega
með stórt svæði í sjúkraflutning-
um og það starf eykst frekar en
hitt, þótt banaslysum í umferðinni
hafi fækkað.“
Þorbjörn var formaður félags
opinberra starfsmanna á Vest-
fjörðum í 12-14 ár og sat í stjórn
BSRB. Hann var einnig í hesta-
mannafélaginu á Ísafirði. „Maður
kann ekki að segja nei og núna er
ég varaformaður Eldri borgara á
Ísafirði sem er heilmikill félags-
skapur. Við rekum púttvöll hérna,
svo erum við með spilakvöld og
bingó og skipuleggjum ferðalög.“
Áhugamál Þorbjörns í gegnum
tíðina hafa verið fjölskyldan,
vinnan, hestamennska og golf.
„Ég kynntist hestamennskunni
þegar ég var í sveit og var bæði í
henni þegar ég bjó í Hafnarfirði
og hér á Ísafirði, átti tíu hesta, en
þegar það fór að nálgast hættu-
tímann þá seldi ég það allt frá
mér og fór að spila golf. Ég fer á
hverjum degi í golf á sumrin og á
veturna fer ég í golfhermi þrisvar
til fjórum sinnum í viku. Ég er líka
duglegur að fara golf í Reykjavík,
við hjónin eigum smá skonsu þar
sem við notum mikið. En hér á
Ísafirði nýt ég mín best. Hér er
stutt á golfvöllinn og hér eru flest-
ir mínir kunningjar. “
Fjölskylda
Eiginkona Þorbjörns er Bergdís
Sveinsdóttir, f. 15.7. 1953, sjúkra-
liði. Þau eru búsett á Urðarvegi
á Ísafirði. Foreldrar Bergdísar
voru Sveinn Sigursteinsson, f.
4.4. 1920 d. 7.12. 2000, búsettur í
Reykjavík, og Gyða Eyjólfsdóttir,
f. 30.12. 1922, d. 8.10. 2019, búsett í
Reykjavík.
Börn Þorbjarnar og Bergdísar
eru 1) Sveinn Hermann Þor-
björnsson, f. 16.8. 1973, varðstjóri
og eldvarnareftirlitsmaður hjá
Slökkviliði Ísafjarðarbæjar,
búsettur í Hrauntungu, Ísafirði.
Kona hans er Heiðrún Rafnsdótt-
ir, f .28.1. 1976, sjúkraliði. Börn
þeirra eru Líf Indíana Sveins-
dóttir, f. 23.8. 1995, Birgir Goði
Sveinsson, f. 13.8. 2002, og Hekla
Fjölskyldan Þorbjörn og Bergdís ásamt börnum, tengdadóttur
og barnabörnum við fermingu yngsta sonarins árið 2004.
Slökkviliðsstjórinn Þorbjörn J. Sveinsson.
Hjónin Bergdís og Þorbjörn heima á Ísafirði.