Morgunblaðið - 15.12.2022, Síða 57

Morgunblaðið - 15.12.2022, Síða 57
KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Meistaravellir: KR – Tindastóll ............. 18.15 Keflavík: Keflavík – ÍR............................. 19.15 Egilsstaðir: Höttur – Breiðablik ............ 19.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. – Stjarnan............. 20.15 1. deild karla: Álftanes: Álftanes – Ármann ................. 19.15 HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, 16-liða úrslit: Safamýri: Víkingur – Haukar ............... 18.30 Eyjar: ÍBV 2 – Fram...................................... 19 Kaplakriki: FH – Stjarnan..................... 19.30 Kórinn: HK – Afturelding...................... 19.30 Subway-deild kvenna Breiðablik – ÍR ......................................... 91:77 Fjölnir – Valur ........................................ 63:122 Grindavík – Keflavík ............................... 78:89 Njarðvík – Haukar................................ (32:36) Leiknum var ólokið þegar blaðið fór í prentun. Staðan fyrir leik Njarðvikur og Hauka: Keflavík 13 12 1 1052:865 24 Haukar 12 10 2 960:772 20 Valur 13 10 3 1048:891 20 Njarðvík 12 8 4 983:918 16 Grindavík 13 4 9 978:1007 8 Fjölnir 13 4 9 934:1043 8 Breiðablik 13 3 10 852:1059 6 ÍR 13 0 13 818:1070 0 Meistaradeild FIBA Rytas Vilnius – Bnei Herzliya......... 90:101 Elvar Már Friðriksson skoraði 22 stig fyrir Rytas, átti eina stoðsendingu og tók eitt frá- kast á 26 mínútum. NBA-deildin Philadelphia – Sacramento ............... 123:103 Milwaukee – Golden State................... 128:111 Houston – Phoenix ................................. 111:97 Utah – New Orleans............................. 121:100 LA Lakers – Boston ............................. 118:122 ÍÞRÓTTIR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 Ég hef líkt og flestir aðrir hrifist mjög af Marokkó á HM karla í fótbolta í Katar. Hvernig er annað hægt? Marokkóska liðið hefur minnt mann rækilega á að ekki er öll von úti þegar kemur að rómantík í fótbolta. Félagsliðabolti semmaður fylgist mestmeð er heldur fyrir- sjáanlegur orðinn þar sem ríkustu liðin vinna iðulega deildirnar og Meistaradeild Evrópu. Í fótboltaminnist maður ótrúlegs sigurs Leicester City í ensku úrvalsdeildinni árið 2016. Í fyrra skaut Lille risaliði PSG ref fyrir rass í frönsku deildinni. Þar á undan hafði Grikkland unniðmagnaðan sigur á EM 2004. Á meðal annarra óvæntra sigra hjá landsliðummætti nefna Tahítí í Eyjaálfubikarnum árið 2012 og Sambíu í Afríkukeppninni sama ár. Síðan þá hefur lítið verið um óvænta sigurvegara í keppnum í landsliðsfótbolta. Marokkó hefur haldið slíkum draumi allra þeirra sem eru veikir fyrir lítilmagnanum á lofti. Ríkjandi heimsmeistarar Frakka náðu loks að stöðva Marokkóa í undanúrslitunum í gærkvöld og tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum gegnArgentínu á sunnudaginn kemur. Marokkóska liðið hefur svo sannarlega sýnt að ekkert lið á sigur vísan gegn því þar sem frá- bært skipulag,magnþrungin bar- átta og óviðjafnanleg samheldni hefur fleytt liðinu þetta langt. Ég vona aðMarokkó vinni í það minnsta til bronsverðlaunanna á þessu heimsmeistaramóti með því að leggja Króatana að velli á laugardaginn. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Góð upp- hitun fyrir 200 metrana lSnæfríður í 15. sæti á HMlBætti eigið Íslandsmet tvívegis í gær Sundkonan Snæfríður Sól Jór- unnardóttir bætti eigið Íslandsmet í 100 metra skriðsundi í tvígang þegar hún synti í undanrásum og svo undanúrslitum greinarinnar á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Melbourne í Ástralíu í gær. Í undanrásunum í gær synti Snæfríður á 53,21 sekúndu og í sextán manna undanúrslitunum síðar um daginn synti hún svo á 53,19 sekúndum. Hafnaði Snæfríð- ur að lokum í 15. sæti í greininni eftir að hafa verið í 28. sæti styrk- leikalistans í henni fyrir mót. „Ég er mjög sátt. Þetta voru fyrstu úrslit mín á heimsmeistara- móti og fyrstu úrslitin í 100 metra skriðsundi. Að komast í úrslit í greininni á heimsmeistaramóti er bara geggjað,“ sagði Snæfríður í samtali við Morgunblaðið. Hún bætti síðast eigið Íslands- met í greininni fyrir tæpum mánuði, sem þá var 53,75 sekúndur. Spurð hvort Snæfríður hafi náð markmiðum sínum í 100 metra skriðsundi á mótinu sagði hún: „Ég var náttúrlega búin að bæta Íslandsmetið fyrir nokkrum vikum þannig að ég kom inn í þetta mót með það að markmiði að synda jafn hratt og það. En svo bætti ég mig mjög vel þannig að það var gaman.“ Tábrotnaði í apríl Eins og sjá má hafa bætingar Snæfríðar verið miklar og stöðugar að undanförnu. Hver er lykillinn að þessum framförum hennar? „Ég held að það sé auðvitað það að æfingarnar ganga vel. Ég tábrotnaði núna í apríl og það tók svolítinn tíma að komast yfir það af því að ég gat ekkert synt lengi. Vorið hjá mér var svolítið „off“. Þetta var eitthvað sem átti sér stað og ég gat ekki gert eða sagt neitt við því. Svo er það sem skilaði sér ekki í vor kannski að skila sér núna. Það er frábært,“ sagði Snæfríður. Hún bætti því við að hún hefði einfaldlega mætt enn ákveðnari til æfinga eftir að hafa jafnað sig á tábrotinu. „Þetta tók svolítið á, líka andlega, þannig að það að vera komin yfir það og að æfingarnar séu að skila sér er geggjað.“ Á bestu greinina eftir Snæfríður á eftir að keppa í einni grein til viðbótar á HM í Ástralíu, 200 metra skriðsundi. Það gerir hún næstkomandi sunnudag og hlakkar mikið til, enda segir Snæ- fríður það ljóst að sú grein sé sín sterkasta. „Ég er náttúrlega meiri 200 metra manneskja, 200 metra skrið- sund hefur alltaf verið besta grein- in mín. Æfingarnar mínar eru mest með áherslu á 200 metra þannig að 100 metrarnir eru eiginlega bara góð upphitun. Þetta lítur allavega mjög vel út fyrir 200 metrana.“ Íslandsmet Snæfríðar í 200 metra skriðsundi er einnig tæplega mánaðargamalt, 1:55,60 mínútur, og kvaðst hún staðráðin í að gera enn betur í 200 metrunum á sunnudag en í 100 metrunum. „Já, ég hlakka mjög mikið til.“ Hún er í 17. sæti styrkleikalistans í 200 metra skriðsundi. Markmið að komast til Japans Snæfríður er 22 ára gömul og á því framtíðina sannarlega fyrir sér. Því lék blaðamanni forvitni á að vita hver framtíðarmarkmið hennar væru. „Ég reyni að hugsa ekki of langt inn í framtíðina, reyni að taka eitt skref í einu. Það virkar allavega best fyrir mig. Á næsta tímabili er HM í Fuku- oka í Japan þannig að það er nátt- úrlega stórt markmið að komast þangað. Ég fer að hugsa um það eftir jól,“ sagði Snæfríður að lokum í samtali við Morgunblaðið. Anton á tvær greinar eftir Ásamt Snæfríði tekur Anton Sveinn McKee þátt á HM í Ástralíu fyrir Íslands hönd og hefur lokið keppni í einni grein en á tvær eftir. Anton keppti í undanrásum í 100 metra bringusundi á mótinu í gær. Hann varð í 18. sæti á 58,01 sekúndu og náði því ekki að kom- ast í sextán manna undanúrslitin. Íslandsmet hans í greininni er 56,30 sekúndur. Aðalgrein Antons er 200 metra bringusund þar sem hann er sjö- undi á styrkleikalistanum fyrir mótið á tímanum 2:03,54 mínútur. Íslandsmet Antons í greininni er 2:01,65 mínútur og keppir hann í henni á morgun, föstudaginn 16. desember. Loks tekur Anton þátt í 50 metra bringusundi, sem er nokkurs konar aukagrein hjá honum, en fyrir mót er hann í 27. sæti styrkleikalistans á tímanum 26,91 sekúnda. Íslands- met Antons í greininni er 26,14 sekúndur og keppir hann í henni laugardaginn 17. desember. HM Í SUNDI Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Ljósmynd/SSÍ HM Snæfríður Sól Jórunnardóttir var hæstánægð með árangur sinn í gær en stefnir á að gera enn betur í 200 metra skriðsundi á sunnudaginn. að mótmæla þeirri staðreynd að Lionel Messi sé einn allra besti knattspyrnumaður heims, ef ekki sá allra besti. Enn halda þó margir því fram að Messi sé ekki einu sinni besti leikmaður Argentínu frá upphafi, heldur hafi Diego Maradona verið betri. Þeir benda gjarnan á að Maradona hafi orðið heimsmeistari árið 1986, en Messi hefur enn ekki náð þeim áfanga með landsliði sínu. Messi mátti þola tap með Argent- ínu í úrslitaleik HM í Brasilíu 2014, gegn Þýskalandi, í eina úrslitaleik kappans til þessa. Þrátt fyrir það hefur Messi sjö sinnum hlotið hinn eftirsótta Gullknött, sem viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður heims. Þá hefur hann unnið Meistaradeildina sjö sinnum, orðið landsmeistari ell- efu sinnum og Suður-Ameríkumeist- ari með Argentínu einu sinni. Maradona varð aldrei Evrópumeist- ari og aðeins þrisvar landsmeistari með félagsliði. Þá hefur Messi skorað meira en 700 mörk með félagsliði, gegn rúmlega 300 hjá Maradona. Messi er markahæsti leikmaður- inn í sögu argentínska landsliðsins og Barcelona. Verði Argentína heimsmeistari á sunnudaginn er orðið býsna erfitt að færa rök fyrir því að Maradona hafi verið betri. Það má svo deila um hvort Pelé eða Cristiano Ronaldo voru/séu betri en Messi, en það er efni í aðra grein síðar. Ljóst er að Messi ætlar sér að kveðja stærsta sviðið með heimsmeistaratitli og sem einn allra besti knattspyrnumaður allra tíma. Lionel Messi ætlar að kveðja stærsta sviðið með heimsmeistaratitlinum lHefur sjaldan verið betrilÚrslitaleikurinn verður síðasti leikurinn hans á HM Galdramaðurinn Lionel Messi varð á þriðjudag elsti leikmaðurinn til að skora fimm mörk á einu heimsmeist- aramóti í fótbolta, en hann kom Argentínu á bragðið í sannfærandi 3:0-sigri á Króatíu í undanúrslitun- um. Þá lagði hann upp þriðja markið á Julián Álvarez með stórkostlegum hætti og lék glæsilega, líkt og hann hefur gert allt heimsmeistaramótið. Messi er ekki aðeins kominn með fimm mörk, heldur hefur hann lagt upp þrjú til viðbótar á mótinu í ár. Þá hefur hann skorað í 16-liða úrslitum, 8-liða úrslitum og nú undanúrslitum. Messi er orðinn 35 ára, en hann hefur sjaldan verið betri. Fjölmörg met Leikmaðurinn tilkynnti eftir leik- inn við Króatíu að úrslitaleikurinn á sunnudaginn kemur yrði síðasti leikurinn hans á heimsmeistaramóti. Verður það 26. leikur Argentínu- mannsins á HM og verður hann þá einn leikjahæstur á lokamótinu, en sem stendur deilir hann metinu með hinum þýska Lothar Matthäus. Markið gegn Króatíu var ellefta mark leikmannsins á HM og er hann markahæstur í sögu Argentínu á heimsmeistaramótinu. Þá er hann sá eini sem hefur afrekað það að bæði skora og leggja upp í sama leiknum á lokamóti HM í fjórgang. Það er orðið erfiðara og erfiðara HM Í KATAR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is AFP/Juan Mabromata Bestur Argentínski snillingurinn Lionel Messi ætlar að kveðja stærsta sviðið sem heimsmeistari og einn besti knattspyrnumaður allra tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.