Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 58

Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 58
MENNING58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 Viðburðir næturinnar Út frá vitnaleiðslum þessara sjö ferðalanga getum við endurgert hluta af þeirri atburðarás sem varð þessa nótt á gistihúsinu á Sámsey. [...] Vitnisburður Torfa Hákonarson- ar, tóbakssalans, er rækilegastur. Eftir að hann hefur sofnað um stund um kvöldið vaknar hann og sér að Þormóður, Hans Jørgensen og Hans Holbeck sitja við arin- eldinn. Torfi tekur eftir að Hans Holbeck mælist til að allir fari í rúmið. Það hlýtur að hafa heyrst vel. Þetta er mjög mikilvægt fyrir Hans Holbeck; hann mælist til þess hvað eftir annað um kvöldið að allir fari nú að sofa, sérstaklega Þormóð- ur. Sennilega gerir hann sér vonir um að hann geti þá óttalaus um afskipti annarra farið til Sisse hinn- ar ungu – nýju kærustunnar sinnar. Hann vill losa sig við keppinautana. Þormóður lætur að ósk Hans Holbeck, fer að hátta og biður veitingamanninn um næturgagn (becken) og könnu með bjór. Sigurður prests- sonur kemur með bjórinn til Þormóðar og fer svo út úr her- berginu. Nokkru seinna vaknar Torfi, segir hann, þegar hann verður var við að einhver sem talar íslensku er kominn inn í herbergið. Þar var Sigurður kominn aftur. Hann grípur um fætur þeirra tveggja, stingur höndunum undir rúmdýnuna, rótar þar og kallar upp: „Nú gæti ég drepið ykkur báða tvo ef ég kærði mig um!“ Þormóður vaknar við þetta, sprettur upp úr rúminu og hleypur í átt að dyrunum. Prestssonurinn fulli heldur í hár hans. Þormóður rífur sig lausan frá Sigurði, fer út í stórstofuna á nærklæðunum og kallar „þeir ætla að drepa mig!“ – það er eins og hann eigi bæði við Sigurð og Hans Holbeck. Líklega hefur þetta verið fylliríisraus í Sigurði, en það vekur upp hræðsl- una og hjartsláttinn. Hér þurfum við líka að muna að Þormóður hefur mikla fjárhæð í fórum sínum. Það er ekki óhugsandi að Sigurður sé að leita að fénu, þegar hann rótar í hálmdýnunni. Þormóður kallar eftir fötum sínum, því að hann ætlar að fara út. Það næsta sem Torfi sér er að Sigurður og Hans Holbeck eru að slást á stofugólfinu. Þeir eiga sem sagt allir í erjum, Sigurður, Hans Holbeck og Þormóður. Samkvæmt vitnisburði séra Lofts, bárust slags- mál þeirra Sigurðar og Hans að nokkru leyti yfir rúmið hans. Hann tekur eftir að báðir eru blóðugir en vissi ekki hvorum blæddi. Veitingakonan Jóhanna drakk ekkert þetta kvöld. Hún segir að Sigurður hafi elt Þormóð þegar hann hljóp upp úr rúminu á nærklæðunum og „rifið í hárið á Þormóði“, en Þormóður hafi hvorki slegið til baka né talað reiðilega til hans. Hann segir þó í þessum átök- um að hann vilji bara fá að vera í friði og að hann „geri engum neitt“. Jóhanna segir að Hans Holbeck hafi bannað Þormóði að fara út og staðið í vegi fyrir honum svo að hann gat ekki náð utanyfirfötum sínum. Þegar Hans var hættur að slást við Sigurð fór hann að tala þýsku, svo að Jóhanna skilur ekki allt, seg- ir hún. Torfi ber því vitni að Hans Holbeck hafi dregið Þormóð inn í herbergið þar sem hann lá sjálfur og sagt þessi orð, sem fleiri vitna um: „Sacramensch Kierl du solst zu Bett gehen.“ Sacramensch eða sakramentisch kemur fyrir í þýskri orðabók Grimms; það er skammar- yrði um þann sem er villutrúarmað- ur eða trúvillingur – „þú villutrúar kauði skalt hypja þig í bælið,“ hróp- ar Holbeck. Það harðnar á dalnum milli keppinautanna. Þormóður slítur sig lausan frá honum, skyrta hans og nátttreyja hafa rifnað og hálsbandið með róðukrossi hefur glatast í áflogunum. Það lítur út fyrir að Sigurður prestssonur hafi farið á fjörurnar við Sisse; líklega er það þess vegna sem Hans Holbeck ræðst líka á hann. Fyrst Sigurður getur fundið upp á að kalla til tveggja sofandi manna að hann geti drepið þá, gæti hann sjálfsagt líka fundið upp á að leita á unga og fallega konu. Vitnisburður Sigurðar er rýrastur þeirra allra. Sennilega hefur hann verið minnislaus, verið í „blackout“ mikinn hluta næturinnar. En nú verður örlagarík breyting á atburðarásinni. Í stað þess að láta undan tilraun Hans Holbeck til að koma honum í rúmið með valdi, rífur Þormóður sig lausan. Hann hleypur út í stofuna í kjólnum einum yfir nærklæðunum og leitar skjóls – ekki hvar sem er – heldur inni í svefnherbergi Sisse. Jóhanna veitingakona biður Sisse um að fara út svo að Þormóður geti verið þar einn, en Sisse neitar. Þormóður kallar gegnum dyrnar og biður veitingakonuna að sjá til þess að enginn annar en hann geti komist inn í herbergið. Jóhanna samþykkir það og lokar dyrunum á eftir honum. Þormóður er greini- lega orðinn hræddur við árás, hræddur við Hans Holbeck. En þetta voru þau reginmistök sem Þormóður gerði þessa nótt, dropinn sem fyllti mælinn hjá herra Holbeck. Jóhanna veitingakona seg- ir hissa við vitnaleiðslurnar að hún hafi haldið að allt þetta fólk væru vinir. Þegar Hans Holbeck kemst að því að Þormóður hefur læst sig inni hjá Sisse, verður hann ævareiður, „han blir heel wred,“ segir Jóhanna. Það er auðvelt að sjá að það voru mistök að læsa sig þarna inni, en hver hugsar skynsamlega við slíkar aðstæður? Hans Holbeck verður ofsareiður af því að Þormóður hefur læst sig inni með hans konu. Holbeck hefur þegar verið þar inni og notið lífsins með Sisse. En hann fékk ekki að vera alveg í friði – þess vegna reynir hann með öllum ráðum að fá Sigurð og Þormóð í rúmið. Ástæðan til að ætla að Sigurður hafi reynt fyrir sér hjá Sisse er það sem Þormóður seg- ir, að Sigurður hafi átt sök á „allri þeirri ógæfu sem dundi yfir“. Það hlýtur líka að vera ástæðan fyrir blóðugum slagsmálum þeirra Sig- urðar og Hans Holbeck. Holbeck er farinn að líta á alla sem keppinauta eða meðbiðla þegar líður á kvöldið, en það er Sigurður sem hefur æst hann upp. Í vitnisburði sínum segir Þormóður að hann hafi séð buxur Hans Holbeck inni hjá Sisse og sakar hana um að hafa „sofið hjá honum“ (þ.e. Holbeck) og að vera „vina“ hans. Hann heldur því fram að af þeirri ástæðu sé vitnisburður hennar ekki trúverðugur. Hann bið- ur Torfa líka um að muna að hann hafi skammað hana fyrir að vera hóra. Þormóður er greinilega að reyna að sýna fram á þríhyrnings- átök í yfirheyrslunum; hann lítur svo á að hann hafi verið í vörn gegn manni sem var að því kominn að fremja ástríðuglæp, crime passion- el. Einu sinni enn komumst við í kynni við heiðursmenningu 17. aldar. Með þessu reynir Þormóður að varpa ljósi á tilgang árásarmanns- ins, um leið og það skýrir hans eigið háttalag. Tökum aftur upp þráð atburð- anna. Jóhönnu tekst ekki að stöðva Hans Holbeck. Þormóður hrópar við dyrnar: „han vil myrde mig,“ hann ætlar að drepa mig. Hurðin ein skilur að skelfinguna og reiðina. Holbeck brýtur upp hurðina með braki og brestum. Skelfingaróp heyrast frá Þormóði. Óttasleginn tekur Þormóður fram hnífinn sinn. Þegar Hans Holbeck er búinn að brjótast gegnum dyrnar stendur Þormóður tilbúinn með hvíta hnúa kreppta um hnífinn. Hann sér blóð- ugt andlit frammi fyrir sér, afmynd- að af afbrýðisemi og reiði: „Hún er MÍN,“ getur Þormóður lesið úr trylltu augnaráðinu. Hans Holbeck snýst gegn Þormóði, einnig með hníf í hendi, hann víkur sér undan en er að lokum eins og afkróað dýr. Þormóður stingur hann með hnífnum í kviðinn, rétt fyrir ofan naflann. Samkvæmt vitnisburði hljóðar Hans upp: „ach min broder Tormodr haver stukket mig!“ Náunginn Þormóður hefur stungið mig. Hægt og rólega byrjar lífið að fjara út í augum Hans Holbeck. Í norsku lögum Kristjáns 4. stendur: „En ef sá deyr sem hann hefur stungið með hnífi, þá veri hann útlægur og komi aldrei aftur í landið, nema dómaranum virðist að það hafi verið gert í nauðvörn.“ Jóhanna bendir á tvö mikilvæg atriði Þormóði til málsbóta. Hún sá það sem gerðist og segir að Þormóður hafi hörfað aftur á bak inn í herbergið hjá Sisse og ekki ráðist gegn honum. Hans Holbeck á að hafa ráðist beint gegn Þormóði, sem varð hræddur um að tapa bardaganum, líka eftir að hann hafði stungið andstæðinginn. Hitt var að það fundust tveir hnífar inni í herberginu þar sem drápið gerðist. Enginn vildi kannast við að eiga annan, en hinn var eign Hans Holbeck. Það hlýtur að vera til marks um að Hans Holbeck hafi líka haldið á hnífi þegar hann gekk gegn Þormóði. Slíkt sár hefði verið smámunir nú á dögum, en var banasár á 17. öld. Það er átakanlegt að lesa lýsingar á blæðandi líkömum sem fólk safnast um; það getur ekki annað gert en horfa á meðan hinum særða blæðir út. Það var ekki mikið hægt að gera, því að enn hafði ekki verið uppgöt- vað hvernig stöðva átti blóðrás eða hreinsa sár. Árið 1660 réðst sonur prestsins á Sámsey á konu nokkra. Hún var með tvö blæðandi sár eftir höfuðhögg og kveinaði alla nóttina, meðan vakað var yfir henni. Hún dó daginn eftir, sennilega af blóðmissi. Algeng læknisfræðileg aðferð til að skera úr um hvort manneskja væri raunverulega dáin fólst í því að blása tóbaksreyk gegnum einhvers konar pípu inn í endaþarminn á hinum deyjandi til að sjá hvort reyk- urinn yrði kyrr þar inni eða kæmi út aftur, sem þá þýddi að sjúklingurinn var dauður. Að ósk Hans Holbeck var sóttur bartskeri, sem til forna voru þeir rakarar sem einnig stunduðu lækningar. Á þessum litla stað hefur líklega fremur verið skottulæknir en skurðlæknir, en góður bartskeri gat verið það. Svo mikið er víst að honum tókst ekki að bjarga Hans Holbeck og lýsti því yfir nokkrum tímum seinna að hann væri dauður. Þormóður hefur fylgst með og séð „náunga“ sinn slokkna. *** Nokkurn veginn þannig gerðist þetta samkvæmt vitnaleiðslum frá 13. desember 1671. Að lokum skráir Thomas Friis ráðsmaður ósk Þormóðar um að Sigurði Ásgeirs- syni yrði haldið sem fanga á staðn- um með honum. Mikilvægt er að taka eftir sterkum orðum Þormóðar um Sigurð að hann hafi verið valdur að „allri þeirri ógæfu sem þarna varð“. Eitt er að hann kom inn til Þormóðar og Torfa og hótaði að drepa þá í rúminu. Hitt er að hann hefur sennilega reynt að komast yfir Sisse; það gerði Hans Holbeck æran af afbrýðisemi - og Þormóður saup seyðið af því. Sigurður slóst nefnilega við Hans Holbeck áður en Þormóður varð fyrir honum. Ég túlka það þannig að átökin stafi af því að Sigurður fór að reyna til við Sisse. Atvikið minnir á dýr um fengitímann, þegar karldýrin berjast um aðgang að kvendýrunum – það er frumstætt, en slíkt getur gerst þegar fólk er örmagna og hefur verið í lífshættu. Þegar Þormóður leitar svo skjóls inni hjá Sisse, meðvitaður eða ómeðvitaður um afleiðingarnar, missir herra Holbeck endanlega stjórn á skapi sínu. Hann brýtur upp dyrnar og ræðst á Þormóð með hníf í hendi. Líkskoðunarskýrsla greinir frá því að þrjú sár hafi verið á líkinu, eitt á enninu og tvö á búknum. Aðeins eitt af þessum var verk Þormóðar. Loftur prestur vitnaði um að hin hafi verið eftir slagsmálin milli Hans Holbeck og fulla stúd- entsins Sigurðar. Bókarkafli Sagnaritarinn Þormóður Torfason fæddist 1636. Hann naut meðal annars handleiðslu Hallgríms Péturssonar skálds, heillaðist ungur af fornum fræðum, varð lagsbróðir og vinur Árna Magnússonar og dvaldi við skriftir í Kristjáns- borgarhöll í skjóli Danakonungs. Síðar settist hann að í Noregi og varð þar einn afkastamesti sagnaritari síns tíma – en var líka dæmdur til dauða fyrir morð. Bergsveinn Birgisson ritar sögu Þormóðs, Dauðamaður og dáður sagnaritari. Örlagarík uppákoma á Sámsey PortrettHeinrichs Dittmers af Þormóði Torfasyni, málað 1670. www.gilbert.is VERÐ frá: 29.900,- arc-tic Retro klassísk Armbandsúr fyrir dömur og herra tilvalið í jólapakkann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.