Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 59

Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 Skannaðu kóðann og kynntu þérmálið! Gjafakort S4S gilda í 13 verslunum og 4 netverslunum, fara beint í símann og endast að eilífu! Þú færð Gjafakortin í öllum verslunum S4S og á Skór.is MEÐ GJAFAKORTI S4S EINFALDAÐU GJAFAKAUPIN sem t.d. herforingjar í Mjanmar sýna Róhingjum og ísraelsk stjórnvöld Palestínumönnum? Er maðurinn grimmur í eðli sínu? Afríka er áberandi í bókinni og hún er svo stór „að Kína kæmist þar fyrir, plús Indland, plús Banda- ríkin, plús Evrópa og meira til“ (165). Þar eru 50 ríki og menn tala þar a.m.k. 2.000 tungumál. Þetta stingur í stúf við gömlu landa- kortin þar sem Afríka er eins og meðalstór hreppur miðað við hinar álfurnar. Annarlegir hagsmunir stórvelda og gamalla nýlenduþjóða valda miklu um ömurlegt ástand í fjölda ríkja. Sigríður er ágætlega ritfær og hún er reyndur blaðamaður, starfaði við það um árabil og varð síðan upplýsingafulltrúi Unicef og fór á vegum þeirra samtaka til nokkurra ofangreindra landa. Frásögn hennar er hrein og bein og samtöl eðlilega skrifuð; það er ekki öllum gefið. Sumar frásagnirnar eru þó ívið langar, t.d. frá Eþíópíu. Hér er lýst afreksverki Evu Elviru Klonowski á vettvangi í Bosníu sem er átakanleg saga. Margir viðmæl- endur Sigríðar koma fram undir dulnefni, þeim til verndar, og sumir eru landflótta. Bókin er í senn ferða- og átakasaga og merkilegt er að lesa hvað menn geta lagað sig að ömurlegum aðstæðum eins og t.d. í Palestínu. Risið upp þótt við ofurefli sé að etja. Bókarrýnir hefur áhuga á ferðasögum en lík- lega eru þær í minni metum meðal almennra lesenda en áður var; sjónvarp og netmiðlar eru bólgnir af slíku efni. Allt um það er bók Sigríðar í senn fræðandi um við- komandi svæði og upplýsandi um kjör fólks; molar um siði og menn- ingu eru í hverjum kafla, mataræði, músík, tungumál o.s.frv. Og víst er að í flestum þessum löndum líður almenningur fyrir óstjórn og kúgun stjórnarherranna; allt of víða eru pútínar og al khameníar við völd og engin samlíðun með þegnunum. H ér lýsir höfundur ferðum sínum til fjölmargra landa á árabilinu 2003- 21 í tímaröð, við sögu koma Afganistan, Mjanmar, Katar, Bosnía og Hersegóvína, Eþíópía, Rúanda, Suður-Súdan, Sýrland og Írak, Palestína og Ísrael, Búrkína Fasó og loks Ísland. Margt af efn- inu hefur birst áður í fréttaskýr- ingum, pistlum í blöðum, viðtölum, bloggi o.v. (381). Ýmsar upplýsingar um viðkomandi svæði hafa verið uppfærðar til dagsins í dag. Sameiginlegt nær öllum þess- um ríkjum er að innviðir þeirra eru morknir; samgöngur, símkerfi, heilsugæsla, fjölmiðlar. Alls staðar hafa þegnar ríkj- anna þjáðst af ýmsum ástæðum, hungursneyð hefur ríkt, borg- arastríð, þjóðernishreinsanir, íbúar reknir á brott og hús þeirra brennd o.fl. Allt kunnuglegt úr fréttum en hér er skyggnst bak við þær með því að lýsa afdrifum og afrekum einstaklinga. Auðvitað er skelfilegt að lesa marga kafla bókarinnar; fjöldamorð í Srebren- ica og Rúanda, kúgun í Afganistan og Palestínu, flóttamannabúðir í Írak, barnaþrælkun í Búrkína Fasó, mannréttindabrot í Katar svo nokkuð sé nefnt; aldéfli við völd. Óhamingju heimsins verður allt að vopni svo umorðuð sé gömul máls- grein úr sögunni. Glíma Íslendinga við kófið er hreinn barnaleikur miðað við ósköpin. Spurningar vakna um hvatir manna. Hvað býr að baki nístandi miskunnarleysi Þegar fílar berjast bitnar það á grasinu BÆKUR SÖLVI SVEINSSON Ferðaþættir Vegabréf: Íslenskt. Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur. Mál og menning 2022. Kilja, 425 bls. Morgunblaðið/Ásdís Ritfær Bók Sigríðar er „í senn fræðandi um viðkomandi svæði og upplýsandi um kjör fólks“, segir rýnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.