Morgunblaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 62
MENNING62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
É
g er að fara gegnum jarðgöng,
svo sambandið gæti orðið
lélegt.“ Síðan slitnaði, og ég
horfði á símann. Hún hafði
sagt mér að hún væri á Suðurlandinu,
á leið austur, og hún vissi að ég vissi
jafnvel og hún að það eru engin jarð-
göng á Suðurlandi fyrr en við Horna-
fjörð, og þangað var hún ekki komin.
Sjálfur hef ég alltaf forðast jarðgöng,
móðir mín dó næstum við að fæða mig.
Þetta er „Símtal“, einn af styttri
smáprósunum í bókinni Þöglu
myndirnar, fyrra smáprósasafninu
í þessari nýju bókatvennu Gyrðis
Elíassonar – hin heitir Pensilskrift.
Bækurnar eru gefnar út með „belti“
sem reyrir þær saman, enda má
hæglega líta á þær sem eitt safn í
tveimur hlutum. Og ekkert smá-
ræðis safn stuttra frásagna, því í
bókunum eru samtals 374 textar.
Sá stysti ekki nema ein setning, all-
nokkrir eru á lengd við þann hér að
ofan, en meginþorrinn frá tæpri síðu
upp í eina og hálfa til tvær blaðsíður
að lengd.
Gyrðir hefur verið afar afkasta-
mikill og á fjörutíu ára útgáfuafmæli
að ári. Hann hefur undantekningar-
lítið sent frá sér bækur árlega, auk
fjölda þýðinga, oftast ljóðabækur –
þær eru orðnar 17 talsins, en líka sjö
skáldsögur og ellefu smásagnasöfn.
Fyrsta safnið með þessum styttri
prósum, Lungnafiskarnir, kom út
fyrir átta árum. Þá lýsti Gyrðir
forminu með þessum hætti í viðtali
hér: „Þeir eru oft í grennd við prósa-
ljóðið – en margir mundu sjálfsagt
einfaldlega kalla þetta örsögur. Fyrir
mér er þetta þó svolítill vindingur út
frá þessu tvennu, ögn önnur nálgun
á hvorttveggja, þótt ég viti heldur
ekki alveg hvað lesendur muni
hafa að segja um það; má vera að
fyrst og fremst sé hægt að tala um
blæbrigðamun.“ Í fyrra kom engin
bók frá Gyrði og þessi lesandi, sem
hefur fylgt verkum hans eftir frá
fyrstu bók (og skrifað BA-ritgerð
um nokkrar skáldsagna hans),
saknaði þess. En þessi meistaralegi
skammtur smáprósa bætir svo
sannarlega upp fyrir það. Eins og
fyrr segir eru textarnir afar margir
og hef ég síðan í haust notið þess að
lesa nokkra á dag og fara síðan aðra
umferð þegar fyrstu var lokið.
Heiti bókanna vísa til þema og
vísana sem eru kunnugleg lesendum
verka Gyrðis og koma fyrir hér í
sögum, kvikmyndir og málaralist.
Og margt fleira er kunnuglegt:
draumfarir, tengsl og tengslaleysi
milli fólks, minni og minnisleysi, og
svo vísanir í allrahanda bókmenntir,
jafnt Gyrðis sjálfs sem erlendra og
innlendra höfunda. Og margt er í
sögunum ýmist skuggalega kímið,
hreinlega vandaræðalegt, og yfir í
að vera drepfyndið. Annað er dimmt
og drungalegt, eins og barnslát og
draugagangur.
Gyrðir er óviðjafnanlegur stílisti.
Stíll hans alltaf tær, áreynslulaus og
hrífandi. Þótt lýsingar séu iðulega
knappar í stuttum sögunum og
dregnar upp með fáum orðum þá
lifna senur og myndir á síðunum,
hvort sem sagt er frá drukknum
manni í „Vegadansi“ sem stígur
fyrirvaralaust út úr bíl á ferð og sá
ökumaðurinn „í baksýnisspeglinum
þar sem hann dansaði á veginum
eins og Sjaplín í Einræðisherranum
þegar hann fékk pönnuna í höfuðið,“
eða í „Ásjónum“ þar sem sagt er frá
ógnvænlegum keisara, Kóvíð XIX
sem skipaði, að viðlögðum refsing-
um, að allir skyldu hylja ásjónur sín-
ar. „Ofbeldi sem áður var talað um
sem „grímulaust“ var nú allt framið
samviskusamlega með grímum, svo
enginn gat í raun kvartað.“ Þegar
einvaldurinn illi dó síðan úr plágunni
fagnaði fólk að geta tekið niður
grímurnar en náttúran „bar grímur
við öll tækifæri,“ ekki var hægt að
ganga hjá trjáþyrpingu án þess að
„sjá ótal grímur hanga í greinum
þeirra“. Oft er líka eitthvað gefið í
skyn, atburður eða tilfinning sem
hefur breytt lífi fólks, og lesandinn
veit ekki hvað það er en skynjar
þungann þótt frásögnin sé aðeins
nokkrar línur.
Útgáfa bóka Gyrðis fer oft furðu-
lega lágt en svo sannarlega er útgáfa
þessara hrífandi bóka höfundarins
fréttnæm í meira lagi.
Dansað á veginum
BÆKUR
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
Smáprósar
Þöglu myndirnar & Pensilskrift –
Smáprósar I og II
Eftir Gyrði Elíasson.
Dimma, 2022. Kiljur, 271 og 267 bls.
Morgunblaðið/Einar Falur
Smáprósasöfn „Útgáfa bóka Gyrðis fer oft furðulega lágt en svo sannar-
lega er útgáfa þessara hrífandi bóka höfundarins fréttnæm, í meira lagi.“
Skáldsagan Leyniviðauki 4 eftir
Óskar Magnússon er glæpasaga og
ólík flestum íslenskum glæpasögum
að því leyti að söguhetja hennar er
ekki lögreglumaður eða -kona eða
teymi löggæslufólks, heldur er það
lögfræðingurinn Stefán Bjarnason
sem leysir snúin mál, morðmál þar
með talin, til að liðsinna skjól-
stæðingum sínum. Leyniviðauki 4 er
þriðja bókin um Stefán, en áður eru
komnar Verjandinn og Dýrbítar.
Í nýlegri umsögn um Leynivið-
auka 4 hér í blaðinu lýsti gagn-
rýnandi Stefáni Bjarnasyni sem
íslenskri útgáfu af Matlock „eða
raunar Matlock sem glímir við
ástar- og kynlífsfíkn (S.L.A.A)“.
Þegar ég ber þetta undir Óskar
Magnússon segist hann hafa þurft
að fletta orðinu kynlífsfíkn upp eftir
að hafa lesið gagnrýnina, hann hafi
ekki áður heyrt hennar getið.
„Persónur í svona bókum þurfa að
hafa einhvern veikleika eða breysk-
leika, til þess að lesendur fái samúð
með þeim, og veikleiki Stefáns er
kvenfólk. Hann sækist þó ekki eftir
kvenfólki heldur sækist það eftir
honum og ég veit ekki hvernig það
passar inn í þá kenningu að hann sé
haldinn kynlífsfíkn. Ég held að hann
sé bara svo veiklundaður, hann vill
ekki valda konum vonbrigðum og
það er allt annars konar fyrirbrigði
held ég. Hann er veiklundaður og
hjartahlýr og vænn maður.“
– Í bókinni er kallaður saman
íslenskur réttur með kviðdómi, er
ekki ólíklegt að yfirvöld hefðu fallist
á slíkt?
„Ég er ekki viss um það, en
viðurkenni að það er afar óvenju-
legt. Þeir sem kunna aftur á móti
eitthvað fyrir sér í pólitík, þótt þeir
kunni ekkert fyrir sér í lögfræði,
vita að þar er allt mögulegt.
Forsætisráðherrann sem þarna er
á ferð er maður mikilla sanda og
hefur ýmislegt afrekað og vílar ekki
fyrir sér slíka smámuni. Það verður
svo líka að nefna að þarna eru mjög
miklir hagsmunir í húfi, það er heilt
herlið undir og gríðarlegir atvinnu-
hagsmunir á öllum Suðurnesjum.
Ef horft er á það í samhengi þá
það ekkert verk að gera eina svona
undantekningu í einstöku máli. Hitt
er annað mál að það kemur fram í
bókinni að það reynir aldrei á þenn-
an kviðdóm.“
Bandaríkjaher gríðarlegur
áhrifavaldur
– Bandaríkjaher kemur við sögu,
beint og óbeint, í öllum bókunum
um Stefán.
„Bandaríkjaher var náttúrlega
gríðarlegur áhrifavaldur í íslensku
þjóðlífi um mjög langt skeið og
ekki skrýtið að hann hafi áhrif
með ýmsum hætti í bókunum, þótt
þær gerist mörgum árum eftir að
hann kom. Þessi útlenski blær sem
fæst með því að vera með erlenda
þjóð í púkkinu er líka einkennandi,
kannski af því að ég lærði til dæmis
í Washington og er ýmsu kunnugur
amerísku og vann meira að segja á
Keflavíkurflugvelli.“
– Er þá ekki líklegt að einhvern
tímann muni leikurinn berast vest-
ur um haf.
„Ja, ég veit það ekki. Það hefur
nú sitthvað þegar gerst þar, Stefán
hefur dvalið þar, en ég get ekki lofað
neinu fyrir hans hönd, hann er óút-
reiknanlegur í þessu eins og öðru.
Hann hefur fyrst og fremst verið að
vinna vinnuna sína í þessum mál-
um. Ekki verið að leika sér í neinum
ferðalögum.“
Mikill áhugamaður
um smásögur
– Þú sendir frá þér tvær bækur á
árinu, mjög ólíkar; Jagúar skáldsins
og Leyniviðauka 4. Hvað ertu með
annað í smíðum?
„Jagúar skáldsins var hliðarspor,
mér og öðrum til skemmtunar. Eins
konar stílæfing og frekar gripur en
ritverk.
Ég er svo mikill áhugamaður um
smásögur og hef alltaf verið að
skrifa slíkar sögur. Byrjaði á því að
gefa út tvö smásagnasöfn, en svo
fannst útgefandanum að nú væri
kominn tími á heila skáldsögu og
síðan hefur það verið þannig. En ég
á smásögur og ef ég kemst upp með
það þá hefði ég áhuga á því að fá að
spreyta mig aðeins meira á þeim.
Mér finnst það erfiðara form, en á
vissan hátt skemmtilegra.“
lFjórða saganum lögfræðinginn
kvenholla StefánBjarnason
Veiklundaður
og hjartahlýr
og vænnmaður
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
SkemmtunÓskar Magnússson gaf út tvær ólíkar bækur á árinu, aðra um
Jagúar Halldórs Laxness og hina um lögfræðinginn Stefán Bjarnason.