Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Innlent2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022 ÚRVAL ÚTSÝN 585 4000 WWW.UU.IS INFO@UU.IS MADEIRA EYJA HINS EILÍFA VORS VERÐ FRÁ157.500 KR. Verð á mann m.v. 2 fullorðna. 13.–20. APRÍL – 7 DAGAR – BEINT FLUG Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á hóteli með morgunverði, íslensk fararstjórn. Skíðaunnendur létu sjá sig í Bláfjöllum þegar opnað var Opið var í Bláfjöllum í gær í fyrsta skipti í vetur. Mikil stemn- ing var á svæðinu og hæglætis- veður lék við skíðaunnendur. Það eina sem virtist stríða skíða- og brettafólki var snjóleysi, en flestir létu það ekki á sig fá. Ný stólalyfta, Drottning, var tekin í notkun í fyrsta skipti. Önnur ný stólalyfta, Gosi, var tilbúin en jómfrúarferðin var ekki farin í gær sökum slæms skíðafæris. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Ljóst er að kostnaður við vetrarþjón- ustu hjá Vegagerðinni fer langt yfir áætlanir Vegagerðarinnar sem mið- ast við kostnað á meðalvetri. Sama á við um sveitarfélögin, að minnsta kosti þau á Suður- og Suðvestur- landi. Spá sem gerð var í nóvember um heildarkostnað Vegagerðarinnar á árinu hljóðaði upp á 5 milljarða króna en fjárveiting er 3,8 milljarð- ar. Akstur tækja sem annast vetr- arþjónustu hefur verið miklu meiri síðustu tvær vikur en í meðalári og því ljóst að kostnaðurinn fer töluvert meira fram úr áætlun á árinu en gert var ráð fyrir áður en óveðurskaflinn hófst. Þegar litið er yfir árið sést að árið hefur verið annasamt í vetrarþjón- ustu hjá Vegagerðinni og sveitarfé- lögum. Fyrri hluti ársins var mjög snjóþungur, sérstaklega sunnanlands en þar er sólarhringsþjónusta á umferðarþyngstu vegunum sem Vegagerðin ber ábyrgð á og mikill kostnaður sem hlýst af því. Fyrri hluti ársins var því mun kostnaðar- samari en áætlanir um meðalvetur gerðu ráð fyrir. Haustið fór rólega af stað og fram undir miðjan desember var akstur tækja við snjómokstur og hálkuvörn undir áætlunum fyrir haustið. Kostar 12 milljónir á dag Kostnaður við snjómokstur hjá Reykjavíkurborg á árinu 2022 var orðinn 970 milljónir í byrjun desem- ber, áður en það byrjaði að snjóa. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir ekki vitað um heildarkostnað á árinu. Reikningar fyrir snjómokstri síðustu daga ber- ist ekki fyrr en eftir áramót. Hjalti segir að áætla megi að stór dagur í snjómokstri geti kostað borgina um 12 milljónir, með öllum fyrirvörum. Ef það er raunin má áætla að kostn- aðurinn síðustu tvær vikur sé nálægt 100 milljónum. Fjárveiting til vetrarþjónustu borg- arinnar er um 520 milljónir króna í ár og ljóst er að sú áætlun er löngu sprungin. Hjalti Jóhannes bendir á að hægt sé að áætla fastan kostnað við þennan lið en síðan hafi náttúran sinn gang og ekki sé hægt að áætla heildarkostnað með neinni vissu. Miklu meiri akstur Endanlegur kostnaður fyrir árið liggur ekki fyrir hjá Vegagerðinni enda eru tveir dagar til áramóta. Kostnaðurinn skýrist ekki fyrr en eftir áramót þegar búið verður að taka saman vinnu aukatækja sem fengin hafa verið til liðs við hefð- bundin tæki síðustu daga. Í venjulegu árferði aka hefðbund- in tæki Vegagerðarinnar, það er að segja vörubílar í snjómokstri og tæki sem sinna hálkuvörn, um 1,5 millj- ónir kílómetra. Vegagerðin áætlar að 130 þúsund kílómetrar hafi verið eknir aðeins síðustu tvær vikurnar í desember og því orðið ljóst að ekið verður talsvert lengra. Síðustu tvær vikurnar hafa tækin, sérstaklega á Suðurlandi og suðvest- urhorni landsins, ekið langt umfram það sem hefðbundið er, eða um 74 þúsund kílómetra í stað 40 þúsund kílómetra. Á svæðinu frá Markar- fljóti að Kirkjubæjarklaustri hafa verið eknir um 7 þúsund kílómetrar síðustu daga og tímabilinu ekki lok- ið. Það er rúmlega fimmtungur af heildarakstri mokstursbíla á þessu svæði á heilum vetri. Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, tekur fram í sam- antekt sem unnin er fyrir Morgun- blaðið, að inn í þessar tölur vanti öll viðbótartæki sem hafa sinnt vetr- arþjónustu síðustu daga, svo sem hjólaskóflur, veghefla, snjóblásara og jarðýtur. lKostnaðaráætlanir Vegagerðar og borgar sprungnar Snjómokstur langt framúráætlunum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Snjómokstur Það kostarmikla fjármuni að halda götum og vegum hreinum. Loftför Landhelgisgæslunnar (LHG) hafa aldrei farið í fleiri útköll en á þessu ári. Í gær voru þau orðin 299 samkvæmt bráða- birgðatölum. Fyrra met var sett árið 2018 þegar útköllin voru 278 talsins. Árið 2019 voru útköllin 219, 2020 voru þau 184 og í fyrra sinnti þyrlusveitin 265 útköllum. Árið sem nú er að renna sitt skeið hefur verið tíðindaríkt í starfi LHG og verkefnin verið fjölbreytt og sum óvenju krefj- andi, samkvæmt áramótaannál á lhg.is.Annirnar hjá flugdeild LHG eru eitt skýrasta dæmið um það. Leitin að flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni með fjóra innanborðs og aðgerðir til að koma vélinni og hinum látnu á land voru umfangsmikil verkefni. LHG tók í notkun nýtt flugskýli að hluta á árinu og varðskipin sinntu fjölda verkefna svo nokk- uð sé nefnt. lÚtköllin eru orðin 299 það semaf er Met í útköllum hjá þyrlum LHG 2022 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Morgunblaðið/Óttar Geirsson Þingvallavatn Landhelgisgæslan tók þátt í umfangsmikilli leit að lítilli flugvél sem fórst í vatninu. Fjórir voru um borð og létust þeir allir. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.