Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
Innlent4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022
ir hafi nýtt vindorku lengi. Gott sé að
geta lært af reynslu annarra um það
hvað hafi gengi vel og hvað miður.
Eins þurfi að kortleggja möguleika
á að byggja upp vindorkugarða á
hafinu við landið. Að þessu sé unnið
samhliða vinnu þriggja manna
starfshóps sem gera muni tillögur
um umhverfi vindorkunnar í sam-
ræmi við stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar.
Tillögurnar fara væntanlega til
umræðu á Alþingi. „Ég finn að það er
að komast aukinn þungi í umræðuna
og sitt sýnist hverjum. Það liggur
fyrir að okkur vantar aukna græna
orku til að nota og uppfylla markmið
í loftslagsmálum. Það er þverpólitísk
samstaða um að nota græna orku
en hin hliðina á þeim peningi er að
hana þarf að búa til,“ segir ráðherra
og bendir á að þótt landið sé stórt sé
ekki sama hvar slík mannvirki eru
sett niður. Mest sátt sé um að gera
það á röskuðu landi og nágrenni við
önnur mannvirki, til dæmis virkjanir,
en einnig þurfi að hafa í huga aðra
þætti, eins og sjónmengun.
Guðlaugur telur að horfa þurfi til
fleiri þátta við reglusetningu fyrir
nýtingu vindorkunnar en gert er í
ferli rammaáætlunar. „Það liggur fyr-
ir að hvaða leið sem við förum verða
leyfi fyrir vindorkugarði aldrei veitt
án umræðu og vonandi verður búið
þannig um hnútana að rödd þeirra
sem næst búa heyrist. Ég tel mikil-
vægt að nærumhverfið fái að njóta
þess efnahagslega þegar vindorku-
garðar rísa,“ segir Guðlaugur Þór.
Vinna starfshóps sem ætlað er
að undirbúa nýjar reglur um nýt-
ingu vindorku gengur vel, að sögn
Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar,
umhverfis-, orku-
og loftslagsráð-
herra. Jafnframt
er unnið að því í
tveimur öðrum
hópum að bera
saman reglur í
nokkrum öðrum
löndum og kanna
hvar hægt er að
reisa vindorkuver á hafi. Ætlast er
til að starfshópurinn skili tillögum í
formi draga að lagafrumvarpi fyrir
1. febrúar.
Nú er verið að undirbúa fjölda
vindorkuvera, allt að 40 á mismun-
andi stigum, eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær. Stöðugt bætast
við áform en framkvæmdir stranda
á því að stjórnvöld hafa ekki sett
sér stefnu. Guðlaugur Þór bendir
á að enginn hafi heimild til að fara
í framkvæmdir, nema að undan-
gengnu mati í rammaáætlun. Þess
má geta að tveir vindorkugarðar
Landsvirkjunar eru í nýtingarflokki
rammaáætlunar, Búrfellslundur og
Blöndulundur, en engir aðrir. Lands-
virkjun undirbýr byggingu beggja
vindorkugarðanna og hefur sótt um
virkjanaleyfi fyrir Búrfellslund.
Guðlaugur Þór segir að aðrar þjóð-
lVinna við að undirbúa lagasetningu um nýtingu á vindorku sögð ganga vellTillögur væntanlegar
lRáðherra vonast til að þannig verði búið um hnútana að rödd þeirra sem næst búa muni heyrast
Nærumhverfið njóti ávinnings
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
HestöflVindmyllur gætu orðið
hluti af landslagi Íslands.
Tvísýnt um
áramóta-
brennur
Vel gengur að hlaða bálkesti fyrir
áramótabrennur í Reykjavík og
undirbúningur er í fullumgangi.
Stefnt er að því að brennur verði
á tíu stöðumvíða umborgina, en
mikil óvissa ríkir umhvernig veðrið
verði á gamlárskvöld.
Einar Skúlason, rekstrarstjóri
austurhlutaReykjavíkurborgar,
sagðist í samtali viðmbl.is í gær
vonast til þess að veðurspáin yrði
hagstæð enda væri búið að kalla út
fjölda fólks til þess að sjá umbrenn-
urnar á gamlárskvöld.
Endanleg ákvörðun umþað
hvort brennurnar fari framverður
tekin aðmorgni gamlársdags, en
vindhraðimánú að hámarki vera 10
m/s til þess að leyfilegt sé að kveikja
í bálköstum.
Samkvæmt spá á vef Veðurstofu
Íslands verður breytileg átt á land-
inu öllu, 5-15m/s. Ákvörðun um
hvort brennurnar fari framverður
tekin á gamlársdagsmorgun.
Vel hefur gengið að hlaða bálkesti fyrir gamlársdag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Minningarathöfn um Örn Jóhanns-
son, fyrrverandi skrifstofustjóra
Árvakurs, fór fram í Hallgríms-
kirkju í Reykjavík í gær.
Séra Sigurður Árni Þórðarson
flutti minningarorð og flutt voru
tónverk eftir Wolfgang Amadeus
Mozart, Richard Strauss, Franz
Schubert, Georg Friedrich Händel
og Johann Sebastian Bach. Davíð
Þór Jónsson lék á píanó, Júlía
Mogensen á selló, Tómas Guðni
Eggertsson lék á orgel og Kristinn
Sigmundsson söng.
Minningarathöfn um
Örn Jóhannsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg