Morgunblaðið - 30.12.2022, Síða 12
FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Um leið og við óskum ykkur gleðilegrar
hátíðar viljum við þakka fyrir ánægjuleg
viðskipti á árinu sem er að líða
Rut og Silja
Gleðilega hátíð
Opnum aftur 2. janúar
30. desember 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 142.76
Sterlingspund 172.5
Kanadadalur 105.77
Dönsk króna 20.426
Norsk króna 14.537
Sænsk króna 13.68
Svissn. franki 154.01
Japanskt jen 1.0681
SDR 190.13
Evra 151.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.6466
Allt um
sjávarútveg
Margir rætt samruna
Ísfélagið er sem kunnugt er að
mestu í eigu fjölskyldu Einars. Guð-
björgMatthíasdóttir, móðir Einars, er
stærsti eigandi félagsins. Það verður
því ekki hjá því komist að spyrja Einar
hvernig það horfi við fjölskyldunni
að minnka eignarhlut sinn, annars
vegar með fyrrnefndri sameiningu
við Ramma og mögulega síðar með
skráningu á markað.
„Við erum afar stolt af rekstri Ísfé-
lagsins í gegnum söguna, sem hefur
ekki alltaf verið dans á rósum. Fé-
lagið fagnaði 120 ára afmæli í fyrra
og það er eðlilegt að það eigi sér stað
einhverjar breytingar með tímanum.
Félagið hefur alltaf verið að þróast
og breytast á þessum 120 árum og
það er eðlilegt,“ segir Einar. „Við
erum hins vegar ekki að fara neitt
og erum því spennt fyrir því að eiga
hlut í sameinuðu félagi og fylgja því
eftir á markað og í framtíðinni,“ bætir
hann við.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa fjölmargir aðilar innan
sjávarútvegsins rætt um samruna
sín á milli á undanförnum mánuð-
um, hvort heldur í formi samruna eða
sölu félaga.
Í ólíkri vinnslu
Ólafur H. Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Ramma hf., segir í
samtali við Morgunblaðið að félögin
séu í ólíkri vinnslu. Bolfiskvinnsla sé
uppistaðan í starfsemi Ramma en
uppsjávarvinnsla uppistaðan í starf-
semi Ísfélagsins „Við sjáum mikla
möguleika í að með styrk þessa fé-
lags getum við vaxið og tekist á við
breytingar bæði innanlands og í al-
þjóðlegri samkeppni,“ segir Ólafur.
Hann segir fyrirtækin bæði vel
rekin og þau vinni á ólíkum svæð-
um. Tækifæri felist í að eflast á öllum
sviðum.
Ólafur segir að það hafi verið mat
manna að fyrirtæki sem stæði á fleiri
stoðum, þ.e. væri bæði öflugt í bolfiski
og uppsjávartegundum, hentaði betur
til skráningar á markað.
Spurður um stærð hins nýja félags
í samanburði við önnur sjávarútvegs-
fyrirtæki segir Ólafur að stærðir séu
jafnan nokkuð á floti af ýmsum ástæð-
um, en miðað við að vera nálægt 8% í
heildaraflahlutdeild eins og fyrr var
nefnt, verði fyrirtækið eitt af fjórum
til fimm stærstu félögum á landinu.
Tilfinningar fylgja
Spurður að lokumumhvort það hafi
verið erfitt að sjá á eftir Ramma-nafn-
inu, segir Ólafur að auðvitað hafi það
verið erfitt. „Það fylgja þessu tilfinn-
ingar,“ sagði Ólafur að lokum.
Eins og segir í tilkynningu frá fé-
lögunum gerir Ísfélag Vestmannaeyja
hf. út fjögur uppsjávarskip, tvö bol-
fiskskip og einn krókabát. Félagið er
með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum
og á Þórshöfn og rekur frystihús og
fiskimjölsverksmiðju á báðum stöð-
um.
Rammi hf. gerir út fjögur fiskiskip
frá Fjallabyggð og Þorlákshöfn og
starfrækir fiskvinnslu í Þorlákshöfn
og rækjuverksmiðju í Fjallabyggð.
Dótturfélög Ramma hf. eru sjávar-
líftæknifélagið Primex hf., sem rek-
ur kítósanverksmiðju á Siglufirði og
Arctic Seafood Ltd. sem er sölufyr-
irtæki Ramma í Bretlandi.
Stærstu hluthafar sameinaðs fé-
lags verða: ÍV fjárfestingarfélag ehf.,
Marteinn Haraldsson ehf., Gunnar
Sigvaldason og Svavar Berg Magn-
ússon ogmunu farameð samtals 83%.
Stefán stýrir félaginu
Ráðgert er samkvæmt tilkynn-
ingunni að Stefán Friðriksson, núver-
andi framkvæmdastjóri Ísfélags Vest-
mannaeyja hf., stýri hinu sameinaða
félagi með aðsetur í Vestmannaeyjum
og Ólafur H. Marteinsson, núverandi
framkvæmdastjóri Ramma hf., verði
aðstoðarframkvæmdastjóri með að-
setur í Fjallabyggð.
Skrifað er undir samkomulagiðmeð
fyrirvara um samþykki Samkeppnis-
eftirlitsins og hluthafafunda.
Stjórnir sjávarútvegsfyrirtækjanna
Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma
hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir
samkomulag um samruna félaganna.
Sameinað félagmun heita Ísfélagið hf.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins má ætla að núverandi
eigendur Ísfélagsins muni eiga um
2/3 hluta í sameiginlegu félagi til móts
við núverandi eigendur Ramma.
Forsvarsmenn félaganna tveggja
eru sammála um að mörg tækifæri
séu fólgin í sameiningunni, m.a. til
sóknarfæra og til að styrkja rekstr-
argrundvöll þeirra til framtíðar.
Heildaraflahlutdeild sameinaðs félags
verður tæplega 8% af úthlutuðu afla-
marki. Samanlögð velta félaganna var
um 28 milljarðar króna á árinu 2021.
Þreifingar á undanförnum
mánuðum
Aðspurður segir Einar Sigurðsson,
stjórnarmaður í Ísfélaginu, í samtali
við Morgunblaðið að óformlegar
þreifingar hafi átt sér stað á milli fé-
laganna á undanförnum mánuðum.
Hann segir að niðurstaðan hafi verið
sú að farsælt væri að sameina félögin.
Ekki standi til að nokkur af núverandi
hluthöfum félaganna selji hluti sína
heldur renni félögin saman. „Þetta
eru tvö burðug fyrirtæki sem verða
enn sterkari við sameiningu,“ segir
Einar og bætir við að í því felist mikil
tækifæri.
Stendur til að skrá sameinað félag
á markað?
„Stjórnir félaganna hafa tekið þá
ákvörðun að stefna að skráningu.
Það er ljóst að sameinað félag verði
stærra, með breiðari hluthafahóp og
vel hæft til skráningar. Auk þess að
það gefur tækifæri til frekari vaxtar
og fjárfestinga,“ segir hann.
Tímasetning óráðin
Spurður um tímasetningu skrán-
ingar segir Einar að það liggi ekki
fyrir enn sem komið er. Sameining
félaganna taki tíma og sé háð sam-
þykki eftirlitsaðila. Hann segist þó
vona að skráning geti farið fram fyrr
en síðar.
Nú eru Ísfélagið og Rammi með
starfsstöðvar á nokkrum stöðum á
landinu, þar á meðal tvær á Suður-
landi. Felast hagræðingarmöguleikar
í sameiningunni?
„Það er ekki markmiðið með sam-
einingunni, enda eru bæði félög vel
rekin fyrir. Það er því ekki sérstak-
lega verið að horfa til hagræðingar
að svo stöddu. Hins vegar eru fyr-
irtæki í sjávarútvegi sem ætla að
vera í fremstu röð alltaf að bæta og
efla sinn rekstur sem kallar á miklar
fjárfestingar,“ segir Einar.
„Eins og ég nefndi áðan er fyrst
og fremst verið að horfa til þess að
sameina tvö vel stöndug félög í eitt.
Bæði félögin byggja á traustum og
gömlum grunni,“ bætir hann við.
lStefna á skráningu á hlutabréfamarkaðlEignarhald verði dreifðaralHeildaraflahlutdeild sam-
einaðs félags verður nálægt 8%lHeildarvelta á síðasta ári um 28milljarðar krónalVeruleg tækifæri
Ísfélagið ogRammi sameinast
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Sjór Skip Ramma, Sólberg, hefur landað afla fyrir rúma 7 ma. kr. á árinu, mest allra íslenskra togara frá upphafi.
BAKSVIÐ
Gísli Freyr Valdórsson
Þóroddur Bjarnason