Morgunblaðið - 30.12.2022, Síða 13
FRÉTTIR
Erlent 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Tímapantanir
544 5151
biljofur.is
Yfirvöld í Kænugarði sögðust hafa
náð að skjóta niður allar eldflaugar
sem Rússar skutu að borginni í gær.
Rússar hafa einbeitt sér undanfarið
að loftárásum á orkuinnviði Úkra-
ínu og segja þær vera hefnd fyrir
að Úkraínumenn hafi sprengt upp
Kertsj-brúna sem tengir Rússland við
Krímskaga. Þó eru vísbendingar um
að farið sé að ganga á eldflaugabirgðir
Rússa en því hafa rússnesk stjórnvöld
hafnað. Sögðu Rússar á Telegram að
þeir myndu aldrei klára birgðir sínar
af Kalibr-eldflaugum. Á sama tíma og
eldflaugum rigndi yfir Úkraínu var
Vladimír Pútín Rússlandsforseti við
athöfn þar sem m.a. kjarnorkudrifni
kafbáturinn Alexander III var sjó-
settur í beinni útsendingu.
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi lýstu
því yfir í gær að þau hefðu skotið nið-
ur flugskeyti frá Úkraínu um tíuleytið
í gærmorgun í Brest-héraði, sem á
landamæri að Úkraínu og Póllandi.
Varnarmálaráðuneyti Úkraínu sagði
að mögulega hefði verið um að ræða
viljandi ögrun af hálfu Rússa til þess
að draga Hvít-Rússa í átökin, en nýleg
heimsókn Pútíns þangað gæti bent
til þess. Einnig sögðu Rússar að her
Úkraínu hefði gert aðra drónaárás á
Engels-2-herflugvöllinn í Saratov-hér-
aði í Rússlandi í gær, en þeim hefði
tekist að skjóta loftskeytið niður og
enginn hefði slasast.
Í dag munu Pútín og forseti Kína,
Xi Jinping, ræðast við í gegnum fjar-
fundabúnað, en talið er að Pútín von-
ist til að Rússar fái meiri stuðning
úr austri.
Rússneski herinn hóf gærdaginnmeð
yfir hundrað loftárásum á fjölmörg
héruð Úkraínu. Eldflaugum rigndi
yfir höfuðborgina Kænugarð og
borgirnar Karkív í austurhlutanum
og Lvív í vesturhluta landsins, auk
Odessa og Kerson í suðurhlutanum.
Mestallt rafmagn fór af borginni Lvív
og talið er að a.m.k. fimmmanns hafi
særst við árásina.
Óskar Hallgrímsson ljósmyndari
sem býr í Kænugarði sagði að árásirn-
ar þar hefðu hafist klukkan sex í gær-
morgun. „Þetta er örugglega stærsta
árásin hingað til. Þeir eru að skjóta
frá skipum og kafbátum á Svartahafi
og úr flugvélum,“ sagði Óskar í gær.
Stærsta loftárásahrinan til þessa
lÁrásir á stórborgirnar um allt landlLvív varð rafmagnslauslHvít-Rússar saka Úkraínumenn um
loftáráslÖnnur drónaárás á Engels-2-herflugvöllinnlPútín ræðir við Xi Jinping, forseta Kína, í dag
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
AFP/Genya Savilov
Kænugarður Björgunarmenn í rústum íbúðabyggingar í Kænugarði í gær.
Rússar gerðu loftárásir á borgina og einnig á Kharkív og Lvív í fyrrinótt.
Árið 2022 fer líklegast í sögubæk-
ur Breta sem heitasta ár landsins
frá því að mælingar hófust, sögðu
veðurfræðingar nú þegar aðeins
tveir dagar eru til áramóta. Árið
hefur einkennst af hitabylgjum
og rigning hefur verið í sögulegu
lágmarki, eins og segja má um
fleiri lönd Evrópu. Árið 2014 var
hitamet sett þegar meðalhiti yfir
árið var 9,88 gráður, en nú telja
veðurfræðingar að það met verði
slegið þegar gögn eru gerð upp
í byrjun nýs árs. Frá árinu 1884
hafa tíu heitustu ár sögunnar
öll verið eftir árið 2002 og núna
í sumar fór hitinn í fyrsta skipti
yfir 40 gráður í júlímánuði. Ann-
að met var slegið í júlí í suður-
hluta landsins, en aldrei hefur
verið minni rigning en núna í
sumar. Alla mánuði ársins 2022
hefur meðalhiti verið hærri en
endranær nema núna í desember.
Vegfarandi situr á bekk í Hampstead Heath og horfir yfir borgarlandslag Lundúnaborgar rétt fyrir sólarupprás í gærmorgun
Heitasta
árið í sögu
Bretlands
AFP/Justin Tallis
Vilja skima alla ferðalanga frá Kína
Kórónuveirufaraldurinn í Kína hefur vakið ugg heimsbyggðarinnar og
hafa nokkur lönd þegar ákveðið að skima alla kínverska ferðalanga. Or-
azio Schillaci, heilbrigðisráðherra Ítalíu, sendi bréf til Evrópuráðsins
þar sem óskað er eftir samræmdum aðgerðum í álfunni. Áður en Ítalía
tók ákvörðun um skimunina höfðu héraðsyfirvöld í Langbarðalandi
á Ítalíu ákveðið að skima alla túrista frá Peking og Sjanghaí. „Í flugi
frá Peking greindust 52% farþega með Covid,“ sagði Guido Bergolaso,
starfsmaður heilbrigðisyfirvalda héraðsins, í dagblaðinu Corriere Della
Sera. Í Bandaríkjunum, Japan og á Indlandi er nú óskað eftir skimunar-
vottorði farþega frá Kína.